Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. Jólagjafahandbók 71 Vandaðar skinntöskur Þessar glæsilegu skinntöskur, sem fást hjá Drang- ey, eru einstaklega vandaðar og fínar töskur. Þessar fremstu eru ítalskar frá fyrirtækinu Enny. Sú sem liggur kostar 2.475 kr. en sú sem stendur 3.675 kr. Til vinstri er sérlega mjúk skinntaska frá Stöckli sem kostar 1.975 kr. og er til í fleiri stærð- um. Taskan, sem hangir, er frá ítalska fyrirtæk- inu Tuscano og kostar 3.350 kr. Slæðan er ekta silkislæða frá Pierre Cardin og kostar 975 kr. og er hún i gjafaumbúðum. Skinnhanskar kosta frá 495—795 kr. Sjónvarpstæki á 6.500 krónur Það er víst áreiðanlega rétt, svo ódýrt er það svart/hvfta sjónvarpstækiö sem gengur fyrir 220 volta riðstraumi og 12 volta jafnstraumi. Þetta skemmtilega sjónvarpstæki fæst hjá Vilberg og Þorsteini, Laugavegi 80, sími 10259. Lfklega færðu ekki ódýrara tæki í byrjunarbúskapinn. Ferðatæki á 2.650 krónur Þetta skemmtilega ferðatæki er kassettutæki ( útvarp með LW, MW og FM bylgjum fyrir 220 AC og rafhlöður. Ferðatækið er á einstöku ver< aöeins 2.650 krónur, og fæst það hjá Vilberg t Þorsteini, Laugavegi 80, sími 10259. Dönsku frúartöskurnar Þær eru frá hinu viðurkennda fyrirtæki Lady F og eru úr mjög góðu leðri og á ótrúlega góðu verði. Töskurnar eru til á 975—2.000 krónur. Þetta er bara brot af öllu úrvalinu frá Lady F. Umslags- veskiö kostar til dæmis aöeins 995 krónur. Allar töskurnar á myndinni eru samkvæmt vetrartísk- unni frá Lady F. Tölvuveskin Tölvuveskin í Drangey eru alltaf jafnvinsæl enda þægileg þegar fylgjast þarf með innkaupunum. Tölvuveskin kosta 995—1.295 kr., venjuleg seðla- veski kosta 495—595 og möppurnar, sem eru úr leðri með skrifblokk, tölvu og dagatali eða minnis- bók, kosta 1.695 kr. í Drangey er einnig hægt að fá leðurseðlaveski á allt frá 275 krónum. Ókeypis nafngylling fylgir flestum þessara veskja. Frá sérfræðingnum Giovanni Þessar skemmtilegu nýtísku töskur eru allar frá ítalska hönnuðinum Giovanni sem þykir einstakur sérfræöingur að finna út hvaö ungu stúlkurnar vilja. Töskurnar eru með nælonstyrktu gúmmfi og kosta þær 695, 595 og 395 krónur. Sú stærsta, sem hangir fyrir ofan, kostar 795 kr. Snyrtiveskin kosta 149 kr. og gleraugnaveski 135 kr. Laura Biagiotti Snyrtivörurnar Laura Biagiotti eru ítalskar og fást í hinni glæsilegu snyrtivöruverslun Clöru að Laugavegi 15. Snyrtivörurnar eru til frá 329 kr. Sturtu- eða baðsápa kostar þó ekki nema 232 kr., toilette ilmvatnið kostar 582 kr. og body lotion kostar 452 kr. Spegillinn, sem er úr massífu mess- ingi og meö kristalsgleri og þrefaldri stækkun, kostar 960 krónur. Hollensk ódýr glös Þessi skemmtilegu glös, sem fást í versluninni Búsáhöld og gjafavörur í Glæsibæ, eru einstak- lega skemmtileg og ekki síöur ódýr. Bæði er hægt að fá glös fyrir kaffi á 85 kr. og fyrir te á 66 kr. Þá er hægt að fá könnu sem kostar 179 kr. og glasa- bakka með mismunandi litri plastumgjörð og korki á 135 krónur, sex í pakka. Glösin eru einnig fáanleg með mismunandi litum höldum. Lady F fyrir þær yngri Töskurnar úr kjarnaleðrinu (nautshúð) hafa alltaf veriö mjög vinsælar í Drangey. Nýjar geröir eru sffellt að bætast við og alltaf geta ungu stúlkurnar fundið eitthvað við sitt hæfi í kjarnatöskunum. Stærsta taskan kostar 2.395 kr., sú næsta 2.097 og sú minnsta 595 kr. Taskan sem hangir er spænsk, handsaumuð úr nautshúð og kostar 3.250 kr. Fóðraðir svínaskinnshanskar kosta 575 krónur. Ódýrar í vinnuna Viö köllum þessar þægilegar vinnutuðrur. Þær eru til í þremur litum, svörtum, brúnum og vfnrauðum, sú stærsta kostar 695 krónur, sú næsta 645 og sú minnsta 495. í Drangey er mikið úrval af skemmtilegum ódýrum vinnutuðrum sem þægi- legt getur verið að safna „drasli" í. Cartier ilmvötn Þú finnur áreiöanlega hina glæsilegu gjöf hér; Cartier ilmvötn sem fást í snyrtivöruversl- uninni Clöru, Lauga- vegi 15. Það er ekki bara að ilmurinn sé sérstakur heldur eru umbúöirnar einstak- lega glæsilegar. Þær eru rauðar og gylltar og rauöar og silfraöar. Ilmvatn, sem er í leður- hulstri á myndinni, kostar 1.210 krónur, stærra glasið, sem hægt er að fá fyllingu á, kostar 2.595 krónur. Spegillinn, sem er einstaklega vandaður, kostar 840 krónur. Querlain frá París Ef þú vilt gefa gjöf sem hittir í mark — þá er það hvíti ilmurinn frá Guerlain sem kemur til greina. Þessi ilmur er eingöngu unninn úr hvítum blómum og þykir einstakur. Spegillinn er ekki síður skemmtileg gjöf en hann er hægt að setja um hálsinn og þú hefur hendurnar frjálsar fyrir snyrtinguna. Spegillinn er með ekta kristalsgleri, massífu messingi og þrefaldri stækkun og kostar 895 krónur hjá snyrtivöruversluninni Clöru, Laugavegi 15.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.