Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Side 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 267. TBL. — 74. og 10. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984. Þorsteinn afþakkaði ráðherrastól Matthíasar Á miöstjómarfundi sjálfstæöis- manna á þriðjudag skýröi Matthías Bjamason frá því aö hann heföi fyrr á árinu boöið Þorsteini Pálssyni ráöherrastól sinn. Þorsteinn hefði afþakkað boöið. Hann vísaöi því til formannsins hvort ekki væri rétt meö farið. Svarið var: Þaö er rétt, ráöherra. I samtali viö Matthías spuröi DV hann um málavexti. Hann kvaðst ekki ræöa þessi mál í fjölmiðlum. Þegar DV sagöi ráðherranum að fyrir lægju nær orðrétt ummæli hans og svar Þorsteins á miöstjómar- fundinum, svaraði Matthías: „Ég hvorki j áta né neita. ” Afstaða Þorsteins Pálssonar til boðs Matthíasar mun hafa byggst á því að Þorsteinn hafi talið og telji það forsendu fyrir stjómarsetu sinni að ríkisstjórnin veröi hrist upp, meðal annars til þess að ráðherra- dómur hans jafnist á við embætti for- manns hins stjórnarflokksins. Samkvæmt þessu snýst málið ekki um ráðherrastól fyrir formann Sjálfstæðisflokksins, heldur aðstöðu hans til þess að gegna leiðtogahlut- verki sínu innan ríkisstjórnar sem utan. 1 núverandi stjómarsamstarfi eru það varla nema embætti fjár- málaráðherra og forsætisráðherra sem vega salt fyrir flokksformenn- ina. HERB Guðmundur Einarsson og Nanna Mariasdóttír ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Þau hafa flutt bú- ferium frá Eskifirði tíi Reykjavíkur og „ætía aldrei austur aftur". Þetta eru örlög margra utanbæjar- manna. Á síðasta ári flúðu þúsund manns heimahagana tíl að komast á mölina fyrir sunnan. DV-mynd: S. MIKILL FÓLKSFLÓTTI AF LANDSBYGGÐINNI „Hér eru margir í startholunum á leið suður en það strandar á því að þetta fólk getur ekki selt híbýli sín.” Þetta sagöi Eskfirðingur í samtali við DV en miklar breytingar hafa oröið á íbúaþróun á Islandi undan- farin ár. Allar götur síðan 1979 hefur fólk utan af landsbyggðinni streymt á suðvesturhomið. A síðasta ári, til dæmis, var fjöldi brottfluttra um- fram aðflutta á landsbyggðinni um eitt þúsund manns. A sama tíma varð svipuð fólksf jölgun á suðvestur- horninu. En ætlar þessi þróun aö halda áfram? Svo virðist ætla að verða í ár á Austur-, Norður- og Suðurlandi, samkvæmt viðtölum við bæjar- og sveitarstjórnarmenn þar. Vestfirð- ingar eru þó borubrattari, en þar virðist að minnsta kosti ekki ætla að verða fólksfækkun í ár. A blaðsíðu 4 í DV í dag er saman- tektumþessimál. -KÞ „Égerhræddur viö leikina gegníslandi” — sjá íþróttir ábls. 20 og29 Jólasmá- kökumar — sjá bls. 6 Fékkhvergi klarínett— valdi trompet - sjá viðtalið bls. 11! Keppnisferða- lagsem seintgleymist — frásögn í máli og myndiíim af frækilegri för hand- knattleiksmanna á bls. 30-31 25héruðem læknislaus - sjá bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.