Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. 9 Útlönd Útlönd LivUUmann: skotmark fíkniefnasmyglara? Attiað myrða Liv Ullmann? Bandaríska leyniþjónustan CIA stöðvaði Liv Ullmann er hún ætlaði að stíga upp í flugvél á leið til Kolombíu í síðustu viku. Að sögn norska Dagblaðs- ins hafði CIA komist á snoðir um að gerð yrði tilraun til að myrða hana í Kolombíu. Liv var að ferðast á vegum Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þegar blaðið náði sambandi við hana sagði hún að ferðinni hefði verið aflýst um það leyti sem hún var að stíga um borð í vélina. Meira mætti hún ekki seg ja. Dagblaðið hefur það eftir heimildar- mönnum að kólombískir fikniefna- smyglarar hafi ætlað aö drepa Liv. Þeir hafi hótað aö drepa 10 Ameríkana fyrir hvern einn þeirra sem framseld- ur er til Bandaríkjanna. Talið er að 60 prósent afmaríujúanainnflutningi til Bandaríkjanna komi frá Kólombíu og 75 prósent af kókaíninnflutningi. FLUGRÆNINGJAR HAFA DREPK) FIMM GÍSLA Flugræningjarnir um borð í kuwaitsku vélinni í Teheran hafa drep- ið að minnsta kosti fimm gísla sína og ef til vill fleiri. Irönsk fréttaþjónusta lýsti hvernig eitt morðið fór fram: „Klukkan 15.50 komu flugræningj- arnir með tvo farþega út í dyr vélar- innar. Þeir byrjuðu aö telja niður og hótuðu að drepa þá. Einn maðurinn bað um að fá að tala í gegnum hátalara og hann fékk það. Hann sagðist vera starfsmaður banda- ríska konsúlsins i Karachi. Hann baö örvæntingarfullur um að samninga- mennirnir frá Kuwait gengju að skil- málum flugræningjanna. Klukkan 16 fóru flugræningjarn- ir með mennina tvo niöur tröppumar og lýstu yfir að nú væru aðeins fimm mínútur eftir. Síðan drápu þeir Banda- ríkjamanninn með því að skjóta sex kúlum.” Ostaðfestar fregnir herma að sjötti gíslinn hafi verið drepinn. Iranskur ljósmyndari.sem fékk að komast að dyrum flugvélarinnar,sagðist hafa séð tvö lík fyrir innan. Einn maður.sem átti að drepa,náði að flýja. Flugræn- ingjarnir tóku hann fram á tröppur en áður en þeir næðu að skjóta hann var hann hlaupinn í burtu. Þeir skutu á eft- ir honum en hann slapp. Flugræningjarnir krefjast þess að stjórn Kuwait sleppi föngum sem handteknir voru í sambandi við röð sprengjutilræða í Kuwait fyrir ári. Heimildarmenn í bandaríska utanrík- isráðuneytinu segja að flugræningj- arnir standi í sambandi við hryðju- verkahóp sem studdur sé af Irönum. Kuwaitstjórn hefur neitaö að verða við skilyrðum flugræningjanna. Nú eru um 60 manns um borð í vélinni, en um 100 hefur verið sleppt. Talið er að tveir starfsmenn Þróunarstofnunar Banda- ríkjanna séu meðal þeirra sem flug- ræningjarnir hafa drepið. Nú vilja flugræningjarnir fá flug- menn, sennilega til að geta flogið burt frá Teheran. L5 WKM——15 VIKM KÖKUBLAÐ VIKUNNAR — LEIÐRÉTTING I kökublaðinu er ein einasta villa. I ömmutertu eiga að vera 5 — fimm grömm af hjartarsalti, en ekki 50. Vinsamlega leiðréttið þetta í kökublaði Vikunnar 1984. Við biðjumst velvirðingar vegna þessa feilspors. Síðasta bók Desmond Bagley Desmond Bagley skrifaöi söguna / næturvillu um svipað leyti og hann skrifaði metsölu- bækur sínar: Gullkjölinn, Fjallvirkið og Fellibyl. Þessi bók var þó ekki gefin út strax, þar sem höfundurinn vildi gera á henni nokkrar endurbætur. Og þar sem önnur viðfangsefni tóku við hjá honum, dróst útgáfa bókarinnar á langinn. Síðan eru liðin tuttugu ár og nú hafa þær endurbætur loks verið gerðar, sem höfundurinn óskaði, samkvæmt athugasemdum hans sem fylgdu handritinu, og þar með er hún komin í sinn réttmæta sess meðal Bagleybókanna. Atburðarrásin er spennandi og vel uppbyggð eins og í öllum bókum þessa frábæra höfundar. - Ósvikin Bagieybók. Verð krónur 592,80 með söluskatti SUÐRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.