Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. Getum afgreitt með stuttum fyrir vara rafmagns- og dísillyftara: Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna. Dísillyftara, 2,0-30 tonna. Ennfremur snúninga- og hliöarfærslur. Tökum lyftara upp í annan. Tökum lyftara í umboðssölu. Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenni. Littu inn — við gerum þér tilboð. LYFTARASALAN HF.f Vitastig 3,, simar 26455 og 12452. J Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Fífuseli 37, þingl. eign Jóns Björnssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánu- daginn 10. desember 1984 ki. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem augiýst var í 40., 43. og 46. tbi. Lögbirtingablaðsins 1984 á hluta í Iðufelli 2, þingl. eign Sigurðar Stefánssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavik á eigninni sjáifri mánudaginn 10. desember 1984 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 28., 31. og 34. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á hluta i Iðufelli 4, þingl. eign Rögnvalds Sigurðssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 10. desember 1984 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Máshólum 19, þingl. eign Hálfdáns Helgasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Hafsteins Sigurðssonar hrl., tollsijórans í Reykjavík og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudaginn 10. desember 1984 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Suðurhólum 6, þingl. eign Sigurjóns Guð- mundssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka tslands, Helga V. Jóns- sonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag- inn 10. desember 1984 kl. 15.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Kötlufelli 3, þingl. eign Péturs Hallgrímsson- ar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Innheimtustofnun- ar sveitarfélaga og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 10. desember 1984 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 43. og 46. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á Völvu- felli 17, þingl. eign Veitingamannsins sf., fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Hafsteins Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri mánudaginn 10. desember 1984 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Möðrufelli 11, þingl. eign Guðrúnar Axels- dóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 10. desember 1984 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Suðurbólum 20, þingl. eign Þorbjörns Guð- mundssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og As- geirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 10. desember 1984 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Menning ábók Menning Menning Verkaskipti HAUKUR í HORNI Bók BAB félaga. Útgefandi: ALMENNA BOKAFÉLAGIÐ, 1983. Lesendur skrifa bók Það er yfirleitt ríkjandi mjög klár verkaskipting í bókaútgáfunni. Höf- undar skrifa og ganga með þjáningu sína og steinbörn undir hendinni á fund foríeggjara sem annaðhvort gefur bók- ina út eöa hún veröur ódauðleg með öðrum hætti og lesendur kaupa bókina eða fá hana aö gjöf. — Eöa sjá hana aldrei. Það var því frumlegt, þegar Bóka- klúbbur Almenna bókafélagsins varö 10 ára, seint á þessu ári, aö gefa félags- mönnum kost á því aö skrifa sjálfir bók fyrir forlagiö og klúbbinn. Það var ekki afleit hugmynd því svo að segja annar hver Islendingur virðist núskrifa í „landinuþarsemekkert má vera ósagt lengur”, eins og Guöbrand- ur Magnússon orðaði það (Guðbrandur í Ríkinu) einu sinni er bókaflóöið var komið uppfyrir hálsmál. I formálsorðum að bókinni, er þann- ig varð til, lýsir Eiríkur Hreinn Finn- bogason útgáfustjóri tilurö hennar og getur þess að um 30 höfundar hafi sent inn efni eftir auglýsingu í félagsbréfi. 1 félagsbréfinu hafði BAB gefið les- endum frjálst val um það hvað þeir kysu að skrifa en forlaginu til undrun- ar var obbinn af því sem inn kom skáldskapur. Var því efnaö í smásagnasafn 16 höf- unda sem allir munu óvanir að gefa út sögur þótt sum nöfn komi kunnuglega fyrirsjónir. Og af sagnaheitunum má fara nærri um efni bókarinnar, en sögurnar heita: Frelsi, Blessuð augun, Frelsi, Jafnrétti, Bræðralag, Örlagasaga Vignis eða einn ex tveir, Í djúpi hug- ans, Hundavakt, Gengið eftir brauði, Sunnudagur í ágúst, Skapadægur,- Saga af hælinu, Tímanna tákn, Leiftur frá liðinni tíð, Vinur minn Gráni, Sjón- varpsloftnetið og Óvænt tafllok. Utgáfustjórinn greinir lítið frá sínum hlut annað en aö velja og hafna og senda þaö til baka sem eigi voru smásögur þótt öröugt sé oft um að segja hvað er smásaga og hvað er frá- sögn eða skýrsla um raunverulega at- Bókmenntir Jónas Guðmundsson burði þar eð fyrir kemur (í bókinni) að nafngreindir menn koma við sögu, en ljóst er þó aö höfundar eru komnir mis- langt í vinnu innan hins agaða smá- söguforms. Það sama á við hvort held- ur menn skrifa sér til frægðar eða hug- arhægðar. Þó finnst manni að sumar sögurnar hefði að skaðlausu mátt vinna betur og þá segir maður eins og sænski biskupinn sagði við sveitaprest- inn: — það verð ég aö segja að þér predikiö betur en andinn — en prestur- inn hafði sagt honum frá ræðugerð sinni og aðferð sem var sú að vera með skrifað til að hita sig upp. Svo læt ég andann um restina og tala þá blaða- laust. Lærdómsrík verkaskipti Haukar í homi koma víöa viö. Við Af svölun- um heima Vfðáttur. Ljóö. Sigvaldi Hjálmarsson. Bóklýsing: Snorri Sveinn Friðriksson. 60 bls. Hliðarskjálf 1984. Sigvaldi Hjálmarsson hefur nú sent frá sér ljóðabókina Víðáttur en Sig- valdi (f. 1921) hefur fengist við orðið lengi, fyrst sem blaðamaður á fá- tækum blöðum sem voru aö missa kaupendur af því að draumamir höfðu ræst þannig að menn fóru með lífs- þorstann annað. Og þaö gjörði Sigvaldi reyndar líka þegar hvunndagslífið meö sínum gráu dögum fór að verða honum ofviða. Hann minnkaði við sig launavinnu og byrjaði að leita á nýjum miðum eftir að hafa séð þúsundáraríkið leysast upp í launaflokka og bónus, og þjáningin fékk vinnu í sjónvarpi og bubbi. En á þetta er minnst vegna þess að höfundur þeirrar Víöáttu, sem nú er út- listuð í um þaö bil fjörutíu kvæðum sem skipt er í fimm kafla er bera heitið Hengiflug, Tilbrigði við kvöldið, Úr djúpunum, Hver ert þú og Utan alfara- leiða, hefur tekið lífið nokkuö öörum tökum en fólk almennt gerir, hefur farið í langar ferðir með þotum og lestum til þess að leita uppi ný viöhorf og er aukinheldur vel lesinn, eða betur /ÍÍeIMGK /fe>ÖNIMUR\ /VIMUEFIMIV Áfengi og önnur vímu- efni eiga aldrei sam- leiö meö akstri, hvorki á ferðalagi né heima við. Ekkert hálfkák gildir í„éumferðar þeim efnum. MrAo Bókmenntir Jónas Guðmundsson að sér í dulspeki og heimspeki en rit- höfundar og skáld almennt, sem þá annaðhvort yrkja með öðrum líffærum eða skrifa fy rir markað. Og ef til vill er fyrsta kvæðið í nýju bókinni meira til leiðbeiningar en þaö sem að framan var sagt; þaö nefnir hann Útlegð: „Meðsamhljóða atkvæðum er mér vísað á brott úr nútímanum og ég flý inní f jarlæga tið þarsem engir sjást á ferli nema útlagar sem einungis vita hvert þeir eru ekki aö fara horfa í augun á sjálfum sér og breiða andartakið yfirsálina.” Heimspeki og orðaleikur Sigvaldi Hjálmarsson fer að dæmi nútíðarskálda og heldur sig fyrir utan hið hefðbundna ljóðform sem svo er nefnt. Arkitektúr, eða uppsetning kvæöanna, er breytilegur og hann rímar lítið. Auk þess eru kvæðin stutt því í svoleiðis kvæðum hendir það skáld stundum aö yrkja dálítið meira eftir að kvæöið er raunverulega búið lesum um mann sem útskrifaðist af sjúkrahúsi, líkt og fangi eftir langa af- plánun. Uti bíður lífið með aðra þján- ingu og öðruvísi gleði. Viö förum í fín boð. Við stundum hafnarvinnu og ang- istin fer til sjós. Utgerðin í þeirri sögu er því sams konar ímyndun og önnur útgerð. Án efa eru þeir til er telja sig þekkja gott fé ef þeir sjá þaö og koma því auga á ýmsa agnúa á þeim sögum er les- endurnir tóku aö sér að rita fyrir bóka- félag sitt. En annað kemur líka á móti, sumt sem fellur undir einlægni, annað undir reynslu, t.d. þegar von er á „homum í búið”. Vera kann, að ritstjóri bókarinnar hafi farið á ystu nöf í skilgreiningu sinni á „smásögu” en Haukur í homi líöur þó ekki fyrir þaö. öðru nær. Þaö er einnig auðsætt, ef betur er að gáð, að þessi nýja verkaskipting er á vissan máta lærdómsrík. Til erugrimmir lesendur, vondir höf- undar og svo auðvitað allt þar á milli. Fyrir lesanda er þaö gott að fá tæki- færi til þess að spreyta sig við sagna- gerð í landi þar sem menn telja aö greindir alþýöumenn riti bestu bréfin. Og fyrir höfunda er einnig fróðlegt að vita um hvaö og hvemig lesendur bera sig að. Af því má ef til vill ráöa í hvaöa farvegi þeir vilja hafa ritað mál. Hvort þeir vilja láta söguna streyma fram hægt eins og Dimmu, eöa í straumfalli stríöu; eða hvort um sams konar misk- unn og hamingju er beðið hjá lesanda og höfundi. Um einstaka höfunda fjöllum við ekki hér, aðeins um þessa tilraun sem heild. Og ég hygg að hún sé til eftir- breytni, fremur en hitt. Jónas Guðmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. því í raun og veru snerist þaö aðeins um eina setningu eöa tvær, eða fáein orð. ViðþaðsleppurSigvaldi. Og við höfum ekki lesið lengi þegar okkur verður það ljóst að þessi smá- vers eru yfirveguö; sumsé að höfund- ur kastar ekki höndunum til hlutanna. Þó er ekki alltaf ljóst hvað er orða- leikur og haft til skemmtunar og hvað er táknmál. Til dæmis segir á einum stað: „. . . er mér auðnaðist / aö brenna eldinn / og drekkja vatninu. / Síðan horfi ég rór / útá miklubraut / af svölunum / heima...” „Eg er ekki ekki staðinn upp til aö kappræða um paradís,” sagði presturinn í einni af sögum Indriða G. Þorsteinssonar. Og það sama má segja um ljóð Sigvalda Hjálmarssonar þótt þau séu á vissan máta andleg. Og þótt ljóðmyndir séu ekki allar jafngóðar, eða auöskildar, þá lífgar myndmál höfundar upp á kvæðin. Ef til vill mætti nefna sum þeirra abstraktionir eins og til að mynda kvæðiö Ýlustrá. Þetta er ekki löng bók aflestrar og þótt eigi sé Sigvaldi stefnuhöfundur þá koma efnistök hans á óvart. Og les- andinn veröur ofurlítiö skáld líka. Jónas Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.