Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. S Líkur eru á því aö væntanlegar ratstjárstöðvar eigi eftir aö líta svona út. Fyrirhugaðar ratsjár: Ákvörðun tekin í byrjun næsta árs Utanríkisráöherra, Geir Hallgríms- son, kynnti í gær skýrslu sem Varnar- málanefnd utanríkisráöuneytisins hefur unniö í sambandi við endumýjun á á ratsjárkerfi varnarliösins. Utanríkisráöherra sagöi aö enn lægi ekki fyrir formleg beiðni frá varnar- liöinu um þessa endurnýjun. Upphaflega heföu íslensk stjórnvöld farið fram á aö slík beiðni bærist ekki fyrr en lokiö væri könnun á fyrirhuguð- um aðgeröum hér. Nú væri þessari könnun lokiö og líklegt aö beiöni bærist á næstunni. Ef að líkum lætur mun ríkisstjórnin þá taka afstööu til málsins í byrjun næsta árs. Þá er mögulegt aö fyrstu ratsjárstöðvar veröi gangsettar hér á árinu 1987 eöa 1988. Þorgeir Pálsson kynnti nánar inni- hald skýrslunnar. Eins og fram hefur komiö í DV er fyrirhugaö aö reisa hér tvær ratstjárstöövar. Líklegustu staöirnir eru viö Stigahlíð hjá Bol- ungarvík og á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi. Viö þessar stöövar er gert ráö fyrir aö vinni um 10 manns og þaö verði íslenskir starfsmenn. Ekki er gert ráö fyrir aö þeir verði búsettir viö stöövarnar, heldur aö þeir sæki þangaö vinnu frá næstu þéttbýlisstöðum. Þá er einnig gert ráö fyrir aö þær gömlu stöövar sem hér eru fyrir veröi endur- nýjaöar. Allar þessar stöövar veröa síðan samtengdar gegnum eina eftir- litsstöö á Keflavíkurflugvelli. Þá má búast viö að starfsmönnum viö rat- sjána á Stokksnesi verði fækkaö. Þor- geir greindi frá hvaöa not Islendingar gætu haft af þessum stööum. Meö til- komu þeirra eykst sjónsviö ratsjár- kerfisins til muna. Þaö kemur því til mikilla nota fyrir innanlandsflug. Einnig fyrir utanlandsflug og má búast við aö árlegar tekjur vegna þjón- ustu viö millilandaflug veröi um 3 milljónir dollara. Þá kom einnig fram að tæknilegir gallar eru á stöövunum til aö þjóna skipaumferð. Til þess að svo verði verður að byggja aukaratsjár. Fyrirhugaöar ratsjár koma einnig að notum fyrir veöurathuganir. Hver stöö kemur til meö aö kosta 30—35 milljónir dollara. Þær veröa boönar út á vegum mannvirkjasjóös Natós og mun hann fjármagna þær aö mestu leyti. En ekki liggur ljóst fyrir hver myndi fjármagna aukastöövar fyrir skipaumf erö ef til kæmi. Þá kom fram aö hernaðarlegt hlut- verk stöövanna sé það sama og þeirra stööva sem nú eru fyrir hendi. Hins vegar aukast möguleikarnir mikiö með þeim stöövum til að fylgjast meö allri flugumferð viö landiö. Geir Hall- grímsson sagöi aö á síöastliðnum 7 ár- um heföi flug sovéskra flugvéla hér við landtvöfaldast. „Það væri því ástæða til aö láta þá vita aö fylgst væri meö þeim. Þeir sem fara hér meö friöi þyrftu ekkert aö ótt- ast,” eins og ráöherrann oröaöi það. -APH. Skagstrendingar ekki forríkir? Fáir þéttbýlisstaöir á landinu blómstra nú glæsilegar en Skaga- strönd. Þá er ekki aðeins veriö að tala um kántríiö margfræga heldur líka aflamagniö sem berst þar á land og tekjurnar sem þaö færir þjóðarbúinu. Þó á Skagaströnd séu aðeins um 660 íbúar kom t.d. nærri því jafnmikill botnfisksafli þar á land frá janúar til loka september og á Sauöárkróki þar sem eru um 2300 manns, 8.196 tonn á móti 8.942 tonnum. Viö þetta bætist mikil rækju- og skelfiskvinnsla á Skagaströnd. Þessa sömu mánuöi var sá afli talinn rúm 1100 tonn. A aðeins tveimur stööum noröanlands var hann meiri, á Hvammstanga og Siglufirði. Tveir skuttogarar eru á Skaga- strönd, Arnar og frystitogarinn Orvar. Báöum hefur gengiö mjög vel og aflaverömæti þeirra verið mikið. Frystitogarinn kemur sérstaklega vel út. Til loka september var aflaverö- mæti þeirra beggja samtals 76,5 milljónir króna. Sigfús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, var spurður hvort Skag- strendingar væru ekki forríkir: „Eg segi þaö nú ekki, þaö er upp og ofan eins og gengur. En margir hérna hafa þaö ágætt. Eg hef aðeins fundiö einn stað þar sem aflaverömæti á mann er meira, Stöövarfjörö.” Hann nefndi líka aö nauösynlegt væri að breyta samningum viö sjómenn á frystiskipinu á þann veg aö frí væru ákveðin í þeim, svo hægt væri aö fastráöa fleira fólk. Nú eru aðeins 24 fastráðnir en nokkuð fleiri væru í raun á skipinu. Þetta væri illt því aö fólk treysti sér ekki til aö setjast að og því missti hreppurinn af hundruöum þúsunda í útsvarstekjur til annarra sveitarfélaga. Húsnæöisskortur væri að vísu mikill á Skagaströnd en til stæöi aö gera stórátak til að bæta þar úr. -JBH/Akureyri. KANGOL Hattar og húfur Filthattar Angóruhattar Furgóruhattar MB húfan Alpahúfur, 3 stærðir Angóruhúfur Pepe junior Kuldahúfur Leðurhanskar Slæður og treflar MB húfan Melinda Rachel PÓSTSENDUM HATTABÚÐIN Sport húfan Frakkastíg 13, sími 29560. filthattar Fashion-húfan VINNU PALLAR -innanhúss- inni-vinnupallar eru einkar nettir og auöveldir í meðförum, - og því sérstaklega hentugir til notkunar innanhúss. Hver pallur er aðeins 50 kg að þyngd. Honum er rennt auðveldlega um á hjólum og smýgur undir öll venjuleg dyraop. Með einu handtaki er pallurinn síðan reistur í þá hæð sem óskað er- allt að fimm metra vinnuhæð. r=Hii-N inni-vinnupallar eiga vlða heima; þeir einfalda vinnu hreingerningarfólks og iðnaðarmanna og auðvelda viðhald og breytingar í verslunum, skólum, veitingahúsum, íþróttahúsum og frystihúsum svo dæmi séu tekin. Við eigum einnig fyrirliggjandi utanhúss- vinnupalla í mörgum stærðum Sérstakiega hagstæð innkaup gera okkur nú kleift að bjóða ERNST inni-vinnupalla á mjög góðu verði; aðeins kr. 18.600.- Hringið og leitið frekari upplýsinga. . rri.u f í.v/ju j wi FOSSHÁLSI 27 - SÍMI 687160

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.