Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. Spurningin Hafa auglýsingar áhrif á Þig? Þjóðbjörg Þórðardóttir lyfjafræð- ingur: Þær hafa alls engin áhrif á mig. Það er einna helst aö þær séu til leiöinda þegar þær eru jafnyfir- þyrmandi og nú fyrir jólin. Páll Kristjánsson deildarstjóri: Já, þær hafa það tvímælalaust. Maður fylgist með þeim auglýsingum sem höfða til áhuga manns og kaupir jafnvel vöruna í framhaldi af því. Jóna H. Ingadóttirncmi: Nei, ég held, að þær hafi engin áhrif á mig. Ég fylg-j ist heldur ekkert með auglýsingumj j hvort sem er í sjónvarpi eða dagblöð- j um. I Sigrún Ölafsdóttir nemi: Þær hafa frekar lítil áhrif á mig.Ég fylgist bara með þeim ef verið er að auglýsa góðar bækur eða kvikmyndir. örn Héðinsson sölmaður: Já, þær hafa vafalaust áhrif, óbeint. Og þessi óbeinu áhrif valda því að maður fer eftir þeim að vissuleyti. Magnús Þorgeirsson bifvélavirki: I Auglýsingar hafa vafalaust áhrif á mann þó maður sé sér kannski ekki alltaf meðvitandi um þau. Svo fer þaö auövitað líka eftir hvernig auglýsingin er gerð hver áhrifin eru. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Leigjandi skrifar: Osköp hefur að undanfömu verið lágt hljóðið í leigjendum. Þó er staðreyndin sú að ástandiö á leigu- markaðnum hefur sjaldan verið verra en í dag. Það veröur að teljast alveg makalaust hvaö þeir sem leigja út íbúðir komast upp með. Vegna þess hve húsnæðisskortur er mikill á höfuðborgarsvæöinu geta íbúðaeigendur leyft sér nánast hvað sem er. Húsaleiga hefur aö undanförnu hækkað upp úr öllu valdi, þannig að leiga á mánuði fyrir litla 2 herbergja íbúð er á bilinu 10— 12 þúsund. Og ekki nóg meö það. 1 flestum tilfellum þarf að borga a.m.k. hálft ár fyrirfram ef ekki meira. Ég bý í 2 herbergja íbúð í austur- bænum og borga fyrir það 12 þúsund kr. á mánuöi. Þar áður bjó ég í íbúð í Breiðholti. Eftir aö hafa leigt þar í þrjá mánuði, sem að sjálfsögðu voru greiddir fyrirfram, kom íbúðareig- andinn aö máli viö mig og sagöi að frá og meö næstu mánaðamótum hækkaði leigan úr 8000 kr. í 12000 kr. Húsnæðissamningurinn var aðeins gerður til 3 mánaöa og mér fannst orðið fullmikið að greiða 12000 kr. á mánuði fyrir litla íbúöarkytru. Ég spyr því eigandann hvort hann geti hækkaö leiguna um 4 þúsund kr. á mánuöi án þess að spyrja kóng eöa prest. Hann svarar því þá til að ef ég sætti mig ekki við þessa hækkun þá geti ég bara fariö, sem ég og gerði. Þetta finnst mér hreint ótrúleg ósvífni. 1 skjóli íbúöaskorts geta íbúðaeigendur farið með leigjendur sína eins og hunda. Heimilt er fyrir leigjendur samkvæmt lögum að gefa húsaleigu upp til skatts. I þau skipti sem ég hef haft orð á slíku hafa íbúðaeigendur brugðist ókvæða við og hótaö að reka mig úr hús- næðinu enda hafa viðkomandi alltaf passaö að gera húsnæðissamning til ekki lengri tíma en 3 mánaða. Fyrir utan að borga svo húsaleigu hefur maður að sjálfsögðu þurft að borga bæði rafmagn og hita. Eins og ég tók fram áður leigi ég nú 2 herbergja íbúð í austurbænum sem ég fékk um síðustu áramót. Fyrir hana greiði ég 12000 kr. á mánuði en finnst það góður kostur miöaö við það leiguhúsnæði sem ég hef áður búið í þar sem íbúðin er í góðu ástandi og leigutíminn til eins árs. Mér finnst mál til komiö að ofríki íbúðaeigenda verði skoðað rækilega af stjórnvöldum þessa lands. Aö fámennur hópur fólks skuli beinlínis geta kúgað samborgara sína sem ekki eiga þak yfir höfuöið er mál sem taka þarf föstum tökum. Tillögur um breytingar á rás 2 Vinnufélagar skrif a: Við erum hérna nokkrir vinnu- félagar og okkur langar til þess að gera nokkrar athugasemdir við dag- skrá rásar 2 og jafnframt aö koma með tillögur um breytingar með von um vinsamlegar undirtektir. Við vorum mjög ánægð meö rásina til að byrja með, sérstaklega þar sem nú getur maður valið hvort maður hlustar á tónlist eöa ekki. Það sem viö erum sér- staklega ánægð með eru morgun- þættirnir. Þeir eru bæði líflegir og skemmtilegir, tónlistin f jölbreytt og úr öllum áttum. Aðrir þættir eru mjög misjafnir að gæðmn, t.d. finnst okkur íþróttaunnandi hringdi: Um leið og mig langar að þakka sjón- varpinu fyrir að sýna okkur frá leik Is- lands og Noregs í Polar Cup vii ég taka undir aö íþróttaþátturinn á mánu- dögum er á mjög slæmum tíma. I raun er óskiljanlegt að þessi tími skuli valinn fyrir íþróttir því að flestir ungir íþróttaunnendur eru sofnaðir á þessum tíma. Ég ætla því að vona að þessu Þakkirtil Verðlags- stofnunar Neytandi hringdi: Mig langar að bera fram þakkir til Verðlagsstofnunar fyrir verðkönnun- ina sem gerð var opinber í dagblöðum fyrir skömmu. I könnuninni kom fram allt að 420% verömunur milli búða á dilka- og nautakjöti. Þetta verður aö teljast mikill munur í svo litlu samfé- lagi sem viö Islendingar búum í. Það er í raun þörf fyrir að gera svona verð- kannanir mun oftar. Það veitir kaup- mönnum verðugt aðhald. Eins finnst mér gott að birt séu nöfn þeirra verslana sem lengst ganga í álagning- unni þannig að neytandinn geti bein- línis forðast þær búðir. Ég hvet því Verðlagsstofnun til að halda áfram þessari sjálfsögðu þjónustu viö neytendur. HRINGIÐ i ÍSÍMA 68-66-11 I kl. 13 til 15 eða ISKRIFIÐ allt of mikið spilað af sömu lögunum og mætti gjarnan vera meira af íslenskri tónlist. Stjórnendur þáttanna mættu einnig gera meira af því að segja hverjir semja lag og texta og þá gjarnan spjalla svolítið meira um hvert lag. Sem dæmi um þátt sem féll vel í kramiö hjá okkur má nefna þátt- inn „Á heimaslóðum” sem Ragnheiður Davíðsdóttir stjórnar. Þar var íslensk tónlist allsráðandi og svo skemmtilegt spjall með nauðsynlegum kynningum á lagahöfundum og textahöfundum. Það mættu gjaman vera fleiri slíkir þættir. Inger Anna Aikmann er líka mjög áheyrileg í útvarpi svo og Helgi verði breytt sem fyrst. Að undanfömu hafa heyrst gagn- rýnisraddir á annan íþróttafrétta- mann sjónvarpsins, Ingólf Hannesson. Mér finnst sú gagnrýni að mörgu leyti óréttmæt. Vissulega er þörf á aö hafa íþróttaefni sjónvarps fjölbreytt og Ingólfur gerir einmitt því efni skil sem Bjarni gleymir. Framsögn hans mætti að vísu vera betri en það kemur allt Bára Aradöttir hringdi: Á meöan allir em farnir að hlakka til jólanna og þeirra kræsinga sem þeim fylgja þá megum við ekki gleyma því fólki sem nú sveltur heilu hungri í Eþíópíu. Ég held aö hver einasti Islendingur sé fær um að láta eitthvert smáræði af hendi rakna til þessa fólks. Már Baröason og Þorgeir Ástvaldsson rásarstjóri. Margir fleiri stjórnendur eru einnig ágætir en það mætti að okkar mati skipta oftar um dagskrár- gerðarmenn, t.d. mætti alveg gefa þeim Páli Þorsteinssyni, Asgeiri Tómassyni, Jóni Axel og Valdísi Gunnarsdóttur frí. Pósthólfiö er orðinn gamall og lúinn þáttur og stjórnandinn spilar alltaf sömu tegund tónlistar. Við viljum því fá meira af íslenskri tónlist og léttu spjalli. P.s. Umsjónarmenn næturútvarps mættu gjarnan kynna sér hvernig beygja skal persónufornöfn og orðið dóttir. með reynslunni. Þaö er líka ágætt að vita að þegar Bjami er með íþrótta- þáttinn eru alltaf boltaíþróttir (eða skautar). Og eitthvað annað þegar Ingólfur sér um þáttinn. I heild finnst mér þessir tveir menn gera íþróttum góð skil í þáttum sínum og ég vona að þeir haldi áfram á sömu braut. Margt smátt gerir eitt stórt og ekki þarf hver og einn að láta mikið til að úr verði stór upphæð sem kæmi þessu fólki til bjargar. Það sem skiptir máli er að við gleymum ekki þessum meðbræðrum okkar þegar allir hér hafa nóg til hnífs og skeiðar og eru aflögufærir. 1 Pakkarnir opnaðir á aOfangadags- kvöid. Verður auglýsingaflóðið til þess að börnin þreyta foreldra sina með endalausu tali um jóiagjafir? Auglýsinga- fárjólanna i Guörún Guðmundsdóttir hringdi: Þó aö enn sé töluvert langt til jóla eru allar þessar auglýsingar farnar aö fara verulega í taugarnar á mér. Á þessum tíma árs fara skyndilega ólík- legustu búðir að auglýsa ólíklegustu vörutegundir og það svo um munar. Þetta dynur mest á bömum og öldruöu fólki því þetta eru einu þjóðfélags- hóparnir sem iiafa einhvern tíma til að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp og þessir hópar hafa fæstir neina peninga á milli handa til að kaupa munaðinn fyrir. Einhvers staðar las ég á dögunum aö allir auglýsingatímar sjónvarpsins væru upppantaöir fyrir löngu. Fyrst svo er þá hlýtur sjónvarpið að geta grætt nóg til að festa kaup á og framleiöa betra sjónvarpsefni en nú er boðið upp á. En látum nú vera allt það f é sem fjöl- miðlar græða á auglýsingum og gerum okkur frekar grein fyrir þeim miklu áhrifum sem þær hafa á einstakling- inn. Það er sannað aö áhrif auglýsinga á böm t.d. eru gífurleg. Þau fá í höfuöið alls konar hugmyndir sem auglýsing- arnar gefa þeim um gæði ýmissa vöm- tegunda og þreyta foreldra sína með endalausu tali um hitt og þetta dót. Mér, og vafalaust fleiri foreldrum, finnst nóg koiniö af þessu auglýsinga- fári í kringum jólin þegar allt þjóðfé- lagið er á hausnum. Verkfall er nýaf- staðið og hinn almenni launþegi á almennt ekki bót fyrir rassinn á sér. UM ÍÞRÓTTIR í SJÓNVARPI Bitt af fórnariömbum hungursins i Eþiópíu. Bára hvetur alla til að gieyma ekkiþessu fóikinú þegarjóiin náigast með sinum allsnægtum. „Gleymum ekki þeim sem svelta”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.