Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Einingar- leiðtoga veitt sak- aruppgjöf Höföu ekki sama tölvu- öryggisútbúnaö f Bho- pal og í Bandaríkjunum Eugeniusz Szumiejko, einn hulduleiðtoga hinna bönnuðu verkalýðssamtaka Einingar, gaf sig fram við pólsk yfirvöld í gær. Samkvæmt löggjöf um sakarupp- gjöf var honum sleppt eftir yfir- heyrslur. Szumiejki er háttsettasti huldu- leiðtogi Einingar sem hefur gefið sig fram. Hann hafði farið huldu höfði síðan Eining var bönnuð 1981. Að sögn þeirra sem til þekkja tók hann sakaruppgjöfina af persónu- legum ástæðum. Faðir hans er meö krabbamein. Um leið og hann gaf sig fram lýsti Szumiejko því yfir að hann segði af sér sem einn af fimm leið- togum TTK, neöanjaröarsamtaka sem stofnuð voru þegar Eining var bönnuð. Indlandsstjórn kappkostar að hraða hjálparstarfi við borgina Bhopal, þar sem 2000 hafa farist af völdum eitrun- ar vegna gasleka frá eiturefnaverk- smiöju. Læknar streyma til Bhopal víðs veg- ar af Indlandi, en hundruð manna bæt- ast daglega í hóp þeirra sem leita á náöir sjúkrahúsanna. — Vitað er um 100 þúsund manns sem hlotið hafa ein- hverja læknisaöstoö en ætlað er að 150 þúsund hafi orðið fyrir eituráhrifum. Menn kvíða því aö dánartalan eigi eftir að hækka enn verulega í þessari 700 þúsund manna borg. Sex yfirmenn verksmiðjunnar sitja í gæsluvarðhaldi en grunur leikur á að vanræksla hafi valdið slysinu. Varsla er höfö um verksmiöjuna svo að ekki verði hróflað þar viö neinu þar til rann- sókn hefur fariö fram. Bandarískur framkvæmdastjóri frá Union Carbide, eiganda indversku verksmiðjunnar, kom til Bhopal í gær og ætlaði að fara í verksmiðjuna en var meinaö aö fara þangað inn. Einn aöalforstjóra Union Carbide, sá sem hefur með heilbrigðis- og um- hverfismálin aö gera, Jackoson Browning, lét eftir sér hafa í Banda- ríkjunum í gær að til væri tölvuörygg- isbúnaöur, notaður í systurverksmiöju í Bandarikjunum, er hefði getað varaö menn við biluninni í Bhopal. — En það hafði dregist að ákveöa hvort slíkum búnaði yrði komið þar upp. Viðgerðar- þjónusta við slíka tækni er ekki til í Indlandi og hörgull á varahlutum. Warren Woomer, fyrrum forstjóri Bhopal-verksmiðjunnar, sem meinuð var aðganga að verksmiðjunni í gær, sagði að þeir hjá Union Carbide við- hefðu allar sömu öryggisráðstafanir í Bhopal eins og í bandarísku systur- verksmiðjunni í V-Virginíu, sem væri aö vísu stærri verksmiðja. Búist er viö því aö krafist verði skaðabóta af Union Carbide vegna slyssins en forráðamenn félagsins telja þaö vel tryggt fyrir slíku. Opið laugardag frá kl. 10 — 4 Mest fyrir penmgana! bIlabörg hr Smiðshöfða 23 sími 812 99 Við bjóðum velkomna þá, sem hafa hug á að skipta sínum bíl upp í nýlegri MAZDA bíl. Sýnishorn úr söluskrá: GERÐ ÁRG. EKINN 626 2000 4 dyra v/s ’82 43.000 626 2000 4 dyra sj.sk. v/s '82 30.000 626 2000 4 dyra sj.sk. v/s '82 20.000 929 4 dyra HT sj.sk. v/s '80 56.000 929 4 dyra LTD sj.sk. v/s '82 38.000 929 4 dyra SDX sj.sk. v/s '82 66.000 929 Station sj.sk. v/s '82 35.000 929 Station '82 21.000 929 2 dyra HT LTD sj.sk. v/s ’82 29.000 E 1600 sendibfll '81 69.000 GERÐ ÁRG. EKINN 323 1400 5 dyra sj.sk. '79 67.000 323 1300 5 dyra '81 39.000 323 1300 Saloon '81 60.000 323 1300 Saloon sj.sk. '81 66.000 323 1500Saloon '81 45.000 323 1300 3 dyra '82 53.000 323 1300 3 dyra '83 23.000 626 1600 4 dyra '80 72.000 626 1600 4 dyra '81 53.000 626 2000 4 dyra '82 35.000 BÍLAR í ÚRVAU! Við höfum til sölu glæsilegt úrval notaðra MAZDA bíla í sýn- ingarsal okkar. Allir bílarnir eru í 1. flokks ástandi og þeim fylgir 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Athugið að gamla verðið er enn í fullu gildi. ■ Líkum var raðað hlið við hlið eftir eiturgaslekann mikla í Bhopal. Scargill tókst ekki að breiða útverkfallið Breskum námamönnum mistókst í gær að fá hin almennu samtök launa- manna til að útbreiða verkfall sitt. Arthur Scargill, leiðtogi námamanna, ræddi við leiðtoga Samtaka verkalýðs- félaga í sex og hálfan tíma en gat ekki fengið þá á sitt band. Scargill vildi fá önnur verkalýðsfé- lög til að fara í samúðarverkföll fyrir námamenn. Samtök verkalýðsfélaga lofuðu honum „fullum stuðningi”, en það virðist ekki þýða að þau ætli í verk- fall fyrir hann. Um tveir þriðju hinna 181.000 kola- námamanna eru í verkfalli. Nokkuð var um að verkfallsmenn sneru aftur til vinnu fyrr í vikunni en sú þróun hef- ur stöövast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.