Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. Tuttugu og fímm kauptún keknislaus Vamarsamnmgurmn: Biða frekari upplýsinga áðurendómar verða felldir „Þaö eru fjölmörg kauptún úti á landi læknislaus, um 25 talsins, svo Grundarfjöröur er ekkert einsdæmi,” sagöi Guðjón Magnússon, skipaöur landlæknir í f jarveru Olafs Olafssonar, ísamtali viöDV. Eins og sagt var frá í DV fyrir skömmu lá viö aö læknisleysið á Grundarfiröi kostaöi mannslíf. I fram- haldi af því hafa Grundfiröingar nú af- hent þingmönnum og ráöherra undir- skriftarlista þar sem þeir fara fram á aö fá lækni í bæinn. Samkvæmt upplýs- ingum DV hafa undirtektir oröið góðar og búast Grundfirðingar viö aö úr þeirra málum rætist um áramótin Hornafjörður: Sfldarsöltun og samkvæmislíf Frá Júlíu Imsland, Höfn Hornafirði: Síldarvertíöin er hér enn í fullum gangi. Fer síldin í frystingu, ýmist í flökun eöa heilfrystingu. Hjá KASK voru komin 1772 tonn um síöastliðin mánaðamót, á móti 1629 tonnum á sama tíma í fyrra. Kemur aflinn af tuttugu bátum og verður veitt fram til 15. desember. Um eitt hundraö manns vinna viö síldina. Er unnið öll kvöld og um helgar. Hjá Stemmu hafa veriö flökuð 40 tonn á móti 45 tonnum á allri vertíöinni í fyrra. Þar vinna um sautj- án manns. Tekiö er á móti tvö hundruö tunnum á dag og fer öll síldin í flökun. Hjá Stemmu er unnið til sjö á kvöldin en ekki um helgar. Þrátt fyrir mikla vrnnu stunda menn samkvæmislífiö hér af krafti um helg- ar. Eru ein til tvær árshátíðir um hverja helgi auk annarra skemmtana. Sem sagt, hér hafa allir nóg aö gera, bæöi viö vinnu og leik. Ekki spillir tíðarfariö fyrir. Þaö er eins og best veröur á kosiö. Eins og sagt er; elstu menn muna ekki annað eins. -EH Vaxtahækkun frestað Tillaga Seölabankans um vaxta- hækkun var lögö fyrir ríkisstjórnina í gær. Aö sögn Steingríms Hermanns- sonar forsætisráöherra var af- greiðslu um vaxtahækkunina frest- að. Þaö hefur komiö fram í fréttum aö bankaráð Seölabankans samþykkti á fundi í fyrradag aö leggja tillögur um vaxtabreytingar fyrir ríkis- stjómina. Samkvæmt heimildum er hér um samræmingar á vöxtum aö ræða^meöal annars „í kjölfar verö- bólgubylgjunnar”. -ÞG. næstu. En fleiri búa viö Iæknisleysi. Þaö eru Hellissandur, Reykhólar, Árnes, Skagaströnd, Bíldudalur, Suöureyri, Súðavik, Reykjanesskóli, Hofsós, Grenivík, Hrisey, Reykjahlíö, Stóru- tjarnir, Laugar, Bakkafjöröur, Borg- arfjöröur, Reyðarfjörður, Stöövar- fjöröur, Breiödalsvík, Laugarvatn, Eyrarbakki, Geröar, Sandgerði og Kleppjárnsreykir. Á 46 heilsugæslustööum úti um land- iö eru starfandi læknar, einn eða fleiri samkvæmt upplýsingum Guöjóns Magnússonar. Heilsugæslustöðvunum er skipt í þrennt, H, H1 og H2.1 þeirri fyrstnefndu situr annaðhvort hjúkrunarfræöingur eða ljósmóöir, þeirri næstu einn læknir og þeirri síö- ustutveirlæknarhiðminnsta. -KÞ I umræðu utan dagskrár í samein- uöu Alþingi í gær var rætt um varnarsamning fslands og Banda- ríkjanna í ljósi upplýsinga frá bandarískum sérfræöingi að nafni William Arkin sem hér er staddur. William Arkin hefur afhent forsætis- og utanríkisráöherra ljósrit af gögn- um eöa lista yfir riki þar sem Banda- ríkjamenn hyggjast staðsetja kjam- orkuvopn á stríðstímum. Á þeim lista mun vera merkt viö Island. Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur fyrir Alþýöubandalagiö, hóf um- ræðuna á þingi. Hann hafði orð á því í ræöu sinni aö framkoma Geirs Hall- grímssonar utanríkisráöherra í máli þessu væri til fyrirmyndar. Vék Hjörleifur að því hvort hugs- anlegt væri að Bandaríkjamenn túlk- uöu vamarsamninginn frá 1951 þannig aö þeim væri heimilt aö flytja kjamorkuvopn hingaö á stríðstím- um. Hjörleifur spuröi hvort utan- ríkisráðherra teldi ekki að endur- meta bæri afstöðu til framkvæmda á vegum hersins hér í ljósi upplýsinga Arkins. Geir Hallgrímsson taldi svo ekki vera. Ljósrit Arkins væri fjórar blaösíður úr stærri skjölum. ,,Viö þurfum aö fá betri upplýsingar áöur en viö hef jum málefnalegar umræö- ur um þetta mál,” sagöi Geir. Hann lagði til aö nefnd á vegum Alþingis kannaöi varnar- og öryggismál Islendinga. Utanríkisráðherra taldi túlkun Hjörleifs á varnarsamningn- um „ekki í samræmi viö íslenska hagsmuni”. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráöherra taldi mikilvægt aö gang- ast eftir skýringum á þeim upplýs- ingum sem um væri rætt. Itrekaði hann afstööu íslenskra stjórnvalda til afstööu í utanríkismálum. Kjart- an Jóhannsson og Haraldur Ölafsson véku báöir aö því, er þeir tóku til máls, aö framkoma utanríkisráö- herra í þessu máli væri rétt. Og lögðu þeir áherslu á að menn skyldu bíða frekari upplýsinga áöur en dómar væru felldir. -ÞG ■ íslendingar í Noregi hafa fengið sitt hangikjöt. DV-mynd KAE. Jólamatarpakkar til Noregs komast eftir ýmsum leiðum Islendingar sem búsettir eru í Noregi halda jólin sjálfsagt á íslenska vísu og til þess þurfa þeir hangikjötið góða. Kjötbúr Péturs, Laugavegi 2, hefur séö um jóla- pakkasendingar til Islendinga út um allan heim og sagöi verslunareig- andinn, Pétur Pétursson, aö sendingar gengju eðlilega fyrir sig til allra landa nema til Noregs. Hins vegar sagði Pétur aö jólapakkar til Noregs kæmust á leiðarenda og hefur Pétur sent milli 180 og 190 jóla- matarpakka til Islendinga í Noregi en samt eftir ýmsum leiöum. Pétur sagðist fyrst hafa fengiö endursenda matarpakka frá Noregi í haust, þar sem innihaldiö var lamba- kjöt, á þeim forsendum aö Noregur. vildi vernda sinn eigin fjárbúskap. En jafnframt er flutt inn lambakjöt frá Svíþjóö, Finnlandi, Danmörku og Ástralíu. Magnús Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri búvörudeildar Sambandsins, sagöi aö Noregur keypti 600 tonn af íslensku lamba- kjöti á ári hverju, en þaö væri samningur sem geröur hefði veriö fyrir nokkru. Hins vegar sagöi Magnús aö Noregur gerði ekkert meö íslenska lambakjötiö, heldur endurseldi þaö aftur úr landi, frá Noregi til annarra landa, því samningurinn um kaupin á íslenska lambakjötinu hefur ekki enn runnið út. -JI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.