Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 36
44 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. HALL&OATES - BIG BAM BOOM: HIN BESTA SKEMMTUN Frá því aö Hall & Oates sendu frá sér Voices 1980, eftir nokkurt hlé á ferli þeirra, hafa þeir veriö meöal hinna stærstu í poppheiminum í dag. Hvert lagiö af ööru hefur skotist upp vinsældalistana, vestanhafs, sem í Evrópu. Tónlist þeirra er best gefiö heiti meö nafninu á safnplötunni sem kom út í fyrra, Rock ’n Soul, eða soul- lög með sterkum rokkáhrifum og hefur þeim tekist mjög vel viö lagasmíöar í þessum stíl. Hafa plötur þeirra virkilega átt skiliö þær vinsældir sem þeim hefur hlotnast. Nú eru liðin tvö ár frá því Hall & Oates sendu frá sér síöustu stúdíóplötu H20. I millitíðinni kom út safnplatan Rock ’n Soul Part 1 sem innihélt tvö ný lög. Þaö var því kominn tími til aö þeir létu eitthvaö bitastætt frá sér fara. Og aödáendur þeirra geta veriö hreyknir af Big Bam Boom, en svo nefnist nýj- asta platan þeirra. Hún er hin besta skemmtun. Pottþétt lög sem eru langt frá því aö vera sykursæt. Dans- takturinn í hávegum haföur án þess aö þaö komi niður á tónlistinni og viss er ég um aö sum lögin eiga eftir aö skreyta vinsældalistana á næstu mánuöum. Sem sagt dúettinn vinsæli er langt frá því aö vera á niöurleið eins og oft vill henda þegar vinsældir hafa verið stööugar. A plötunni eru átta lög fyrir utan lítinn inngang og eru þau öll í lengraj lagi. Daryl Hall er sem fyrr atkvæöa-! meiri viö tónlistarsköpun þeirra og hefur hann samið tónlistina viö sjö af lögunum. Hafa þeir hjálpast aö meö textana og notið þar aöstoöar Söru og Jane Allen. Þaö er erfitt aö gera upp á milli laga á Bib Bam Boom. Öll eru þau í þeim stíl sem þeir hafa skapaö sér. Taktur og hraöi yfirleitt sá sami. Samt sem áöur býr sérhvert lag yfir sér eiginleik- um er koma í ljós viö hlustun. Platan byrjar eins og áöur sagöi á litlum inn- gangi. Síöan kemur Out Of Touch sem nýtur þegar töluverðra vinsælda. Þaö er helst að f jórða lagiö á fyrri hliðinni skeri sig eitthvað frá hinum, Bank On Your Love nefnist þaö og vinnur töluvert á viö hlustun. Þaö er Daryl Hall sem syngur öll lögin á fyrri hliöinni. Það er ekki fyrr en í öðru lagi á seinni hliö plötunnar sem viö heyrum eitthvaö aö ráöi í John Oates, í Cold Dark And Yesterday. Þaö er lag sem hann einn hefur samiö. Rödd hans er mýkri en Halls, en um leið venjulegri og má segja aö meðal annars liggi styrkur þeirra félaga út á viö í rödd Daryl Halls sem er auöþekkjanleg á fyrstu nótum. Bib Bam Boom er plata sem virkilega er gaman að. Hún er nokkuð krefjandi. Tónlist Hall & Oates er ekki auömelt í fyrstu, en strax viö aðra hlustun fer ekki á milli mála að Daryl Hall og John Oates eru menn sem kunna sitt fag. -HK. YMSIR - ENDURFUNDIR: ÞÆGILEG OG RÓMANTÍSK Endurfundir eru ólík þeim safnplöt- um sem gefnar hafa verið út hérlendis. Hún inniheldur ekki vinsæl lög síðustu mánuðina eins og venjan er. Heidur eru á plötunni f jórtán lög, flest nokkuð komin til ára sinna, sem eiga það sam- eiginlegt aö vera róleg og um leiö Nýjar,„ þlötur rómantísk. Flest þeirra hafa á sínum tima náö umtalsverðum vinsældum og inn á milli leynast lög sem má telja klassísk. * Þrátt fyrir aö sameiginlegt sé meö lögunum rólegheitin, eru þau ólík aö gerö og uppruna. Meöal þessara fjórt- án eru tvö alíslensk og eitt erlent flutt af Islendingum. Islensku lögin tvö eiga vel heima meöal allra þessara þekktu laga. Lag og texti Magnúsar Eiríks- sonar, Sönn ást, er annaö þeirra. Björgvin Halldórsson syngur. Jóhann Helgason flytur hitt lagið, Sail On, eig- iö lag og texta. Dúmbó og Steini eru svo þriðji íslenski aöilinn og þaö er aö sjálfsögöu Angelía sem þeir flytja. Erlendu lögin eru æöi misjöfn aö gæðum. Best aö mínu mati eru Feelings meö Andy Williams, How ’Bout Us með Champagne og Wherever I Lay My Hat (That’s My Homé) meö Paul Young. Einnig eru þarna lög sem á sínum tíma heyröust mikið og þóttu góð, en hafa ekki þolað aldurinn, Love Will Keep Us Together meö Captain and Tenille og Silence Is Golden meö Tremeloes eru þess háttar lög. Silence Is Golden er aö vísu þekkt- ast í flutningi Four Seasons. Eitt lag er þaö sem fer sériega í taugamar á mér. Er þaö hálfgildings konsertútsetning á klassísku lagi, House Of The Rising Sun. Peter Hoff- mann heitir sá sem ber ábyrgö á þess- ari útsetningu. Þrátt fyrir aö ég sé ekki alveg sáttur viö lagavalið á Endurfundum er platan í heild hin þægilegasta og ágæt hlustun eftir erfiði vinnudagsins. HK ■ mbmbumm ■■ DURAN DURAN — ARENA: JOLABISNESS Hljómleikaplötur eru gefnar út af ýmsu tilefni. I vel flestum tilvikum er tilgangurinn sá að gefa aöra mynd af hljómsveitinni en kemur fram á stúdíóplötum og jafnframt aö gefa mynd af þeirri stemmningu sem skap- ast á hljómleikum viökomandi hljóm- sveitar, leyfa þeim sem ekki hafa kom- ist á hljómleika meö hljómsveitinni aö heyra stuðiö. Sumar hljómleikaplötur viröast aftur á móti vera gefnar út bara til aö gefa eitthvaö út. Og því miður á þaö dæmi viö um hljómleikaplötuna Arena sem hin svo mjög dýrkaöa hljómsveit Dur- an Duran hefur nýveriö sent frá sér. Eg er ansi hræddur um aö einhverjir aödáendur hljómsveitarinnar verði fyrir vonbrigðum eftir aö hafa hlustaö á plötuna. Hún bætir nefnilega ósköp litlu við þaö sem áður hefur heyrst frá hljómsveitinni. Lögin eru flest kópíur af fyrri stúdíóútgáfum og hvaö áheyr- endurna varðar eru hálfkæfö vein í f jarska þaö eina sem í þeim heyrist. Aö öllum h'kindum er því hér um aö ræða jólabisness hjá hljómsveitinni og sést þaö í rauninni best á því aö eitt stúdíólag er látið fljóta meö hljóm- leikaupptökunum, lagiö Wild Boys sem nú nýtur geysilegra vinsælda hérlend- is. Mér finnst þetta lag hins vegar langt frá því að vera í hópi betri laga hljómsveitarinnar. En þaö selur ef- laust þlötuna og þá er tilganginum náö. -SþS- UB40 - GEFFREY MORGAN: VITSMUNAROKK AF FINUSTU GERÐ Gamhr aödáendur UB40, sem vita að einhver pólitísk merking liggur gjarn- an aö baki oröum hljómsveitarinnar, *geta hætt að pæla í tith þessarar plötu: Geffery Morgan. Þetta er hvorki nafn á verkalýðshetju, frelsisgyðju né nokki u ööru sem máh skiptir og fær síöui en svo dýpri merkingu á innra huls ri þar sem segir: Geffrey Morgan Loves White Girls. Frómt frá sagt er þetta merkingarlaust veggkrot sem fest var á filmu og fer vel í munni. Allt og sumt. Tónlist og textar UB40 halda þó sem betur fer áfram aö hafa merkingu og mitt í öUu poppþvarginu, sem yfrið nóg er af, má heita guösmUdi að eiga hljómsveit eins og UB40 til aö oma sér viö. Fæstar hljómsveitir nú tU dags hafa ekkert aö segja rétt eins og allt í okkar nútíma þjóöfélögum sé í lukk- unnar velstandi og lausn á öllum smá- próblemum aö syngja I-love-you í mis- munandi útfærslum. UB40 hefur hins vegar aUt frá byrjun, í kringum 1980, sungiö um þaö sem miður fer og bæta má. Sérstaöa þeirra í rokkinu felst samt ekki síöur í tónhstinni en textun- um; og í þeim efnum hafa þeir þróaö sinn stíl, reggírokk, og hafa markaö spor í breskt rokk sem seint fennir yfir. Raunar er hljómsveitin skólabókar- dæmi um samstarf sem er á góöri leið meö aö veröa næsta fuUkomiö. I öllu sínu vitsmunarokki hefur UB40 þó haldið bærUegum vinsældum og hljómsveitin á til dæmis dyggan stuön- ingshóp hérlendis. Snjallt herbragð þeirra í fyrra skiptir miklu í þessum efnum; þá útsettu þeir gamlar perlur og gleymda söngva á sinn hátt og út- koman var geipivinsæl plata: Labour of Love meö söngvum eins og Red Red Wine, Please Don’t Make Me Cry og fleiri. Á þessari nýju plötu eru tíu frum- samin lög; þarna stingur hljómsveitin aö venju á nokkrum kýlum þjóðfélags- ins og bregöur hka á léttari strengi, best finnst mér UB40 takast upp í lögunum The Riddle og The PUlow. I fyrra laginu er spjótunum beint gegn j því hvemig fólki er pískaö út í Ufinu, skólanum, vinnunni og endar hfshlaup- iö gersamlega örmagna. 1 hinu segir frá vændiskonu, draumum hennar og veruleika og sorglegum endi: ótíma- bærum dauða af eigin völdum. En hvemig sem á allt er Utiö: Geffrey Morgan er enn ein rósin í hnappagat UB40. Og þá á ég ekki viö neina venjulegakratarós! -Gsal i SMÆLKI Sælnú! 1 mörgum biundar draumurinn utn trægö og mctorö í tónlistinni. Fiesta dre\ mir um aÖ s\ngja og láta þaö heist ettir ser i baði. Ugglaust haia tnargir ótundnir snillingar alrirei naö uiur sturtukletauuiit uc þvi h\ggst Motmvn-útgátan gela þemi tækilæri. Hún het- ur getiö út plotu meö miirgutn vinsæium iögutn trægra listatuanna — án siings. Textar eru htnsvegar prentaöír á iiinra hulstur og ekki eitir neinu aö biöa: þenja raddböndin takk lyrir . . . ABC hljótnsveitin breska gulaði næstum þvi upp ettir trábæra b\ rjun. NÚ á að ivtta sér uppúr ölriu- dalnuin og myndbandiö at nýja stneilinutn. How To Be A Miilionaire; er í lortni æsandi teiknimyndasögu . . . fiömium hippum, græn- triöungum og öörum nm- hvertísverndarsinnum er bent á aö Nik Kershaw vill iriða hvalina. Eitt laganna á u\ ju plötunni hans heitir: Save The W'hate... . Nýja smaskitan trá Bowie hefur aö geytna titiiiagið at breiö- skífunni: Tonight. Tina Turner s\ ngur meö honum í laginu og spillir auðvitað ekki . . , Margir trægir ieik- stjórár hala gengtö til liös viö poppmyndböndin og Sam Peekinpah, sem geröi Wild Buneh og Straw Dogs, er nv- gengiitn í hópinn. Hann stjórnar tnyndböndum íyrir. Julian Lennon; i iiigunum Too Late For Goodbyes og Valotte. Þaö síðara er komiö út á smáskíiu og þar er Julian bara nákvæmlega eins og pabbinn . . . Nú er ný'ja Mez/otorte piatan kom- in út og væntanlega verður henni vei tekiö. Breskur gagnrýnandi lét þau orð lalla um Mezzo ettir viku- hljomieika á Konnie Scott siðastliðið sumar aö ísienska hljómsveitin væri best varö- \ eitta Je\ ndarmáliÖ í heim- inum :.!!... Meira um tm ndbönd: sá sem stjórnaði upptiiku á nýja myndbandi Cars meö laginu Hello Again var enginn annar eu And\ W'arhol . . . Nú hetur Michael Jaekson veriö vændur um stuld. Manu Dibango samdi lag aö na.ai Soui Makossa árið 1972 og kveöst aöspuröur og á- minntur uni sannsögli að W'anna Be Starting Sonte- thing meö Miehael Jackson sé ettir sig og engan annan . . . Búiö aö sinni . . . -f.sai i I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.