Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 12
12 DV. FOSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustióri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLT111. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. Áskriftarverð á mánuði 310 kr, Verð i lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Staðhæfingar Arkins William Arkin, bandarískur vígbúnaðarsérfræöingur, hefur afhent Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra gögn, sem eiga að sýna fram á, að Bandaríkjaforseti hafi árið 1975 heimilað herjum sínum að flytja hingað til lands 48 kjarnorkuhlaðnar neðansjávarsprengjur, ef stríð brytist út. Arkin telur, að þessi heimild hafi verið endurnýjuð æ síðan. William Arkin starfar hjá stofnun, sem fylgist með her- málum og talin er standa vinstra megin við miðju í stjórnmálum. I útvarpsviötali hér á landi fyrir f jórum árum staðhæfði maður þessi, að samkvæmt heimildum sínum væru þá þegar kjarnorkuvopn hér á landi. Hann hefur nú dregiö þá fullyrðingu til baka. Að fenginni þessari reynslu er óvarlegt að trúa staðhæf- ingum Arkins eins og nýju neti. En rétt er að vísa þeim ekki á bug a ð óathuguðu máli. Athyglisvert er, að vígbúnaðarsérfræðingurinn segir, að Island sé eina landið í heiminum, þar sem Bandaríkja- forseti hafi veitt herjum sínum slíka heimild án sam- þykktar eða vitundar viðkomandi stjórnvalda. Meti Arkin gögn sín rétt, er um að ræða gróft brot Bandaríkjamanna á varnarsamningum við Island. Utanríkisráðherra kallaði forstööumann bandaríska sendiráðsins á sinn fund í fyrradag og óskaði eftir skýr- ingum. ,,Það er alveg ljóst, aö við höfum aldrei heimilað einum eða neinum að geyma hér á landi kjarnorkuvopn,” sagði Geir Hallgrímsson í viötali við DV í gær. „Enda er það svo samkvæmt varnarsamningnum við Bandaríkin, að við sjálfir höfum ákvörðunarvaldið varðandi hvaða að- stöðu við veitum varnarliðinu og hvaða vopn eru og verða geymd hér.” Auk þess hafa forsvarsmenn NATO-ríkjanna gert samning um, að kjarnorkuvopn séu ekki geymd í nokkru því landi án samþykktar viðkomandi stjórnar. Allt sýnir þetta, að samningsbrot forseta Bandaríkj- anna er mikið, sé svo í pottinn búið sem Arkin segir. Enginn getur séð fyrir, hvernig kjarnorkustríð yrði. Hugsunin er of geigvænleg til þess. En forystumenn í Bandaríkjunum hafa síðustu ár, einkum í stjórnartíð Ronalds Reagans, íhugað möguleika á því, sem þeir kalla „takmarkað kjarnorkustríö”, styrjöld sem til dæmis næði til Norður- og Vestur-Evrópu en ekki til Bandaríkj- anna sjálfra. Þess vegna eru til í Pentagon hvers konar athuganir á vörnum gegn útrás kjarnorkukafbáta Sovétmanna frá Kólaskaga suður og fram hjá Islandi. Möguleikinn á stað- setningu kjarnorkudjúpsprengja á Islandi tengist þessari umræðu. Islendingar verða einnig að gera sér ljóst, að Banda- ríkjamenn hafa hér herstöð fyrst og fremst til að verja Bandaríkin sjálf. Hafi Bandaríkjaforsetar veitt þá heimild, sem Arkin segir, þýða ekki annað en kröftug mótmæli Islendinga. Heimildina yrði að afmá þegar í stað og sjá til þess, að Bandaríkjamenn reyni ekki aftur slík samningsbrot. Mikill meirihluti Islendinga vill vera áfram í Atlants- hafsbandalaginu. Meirihlutinn telur, að hér þurfi að vera varnarlið á vegum NATO. Ekki þýði að vera óvarinn á þessum tímum. Við höfum hér herlið frá risaveldi. Mestu skiptir í við- skiptum við stórveldið, að við höldum fullri reisn, þótt smáir séum. Haukur Helgason. Nýmjólk Nýmjölk. OéfBsneyiM. (Itusprangó. NærlngBfgiKU > 100 grömmum m u.þ.b: Hitaeiníngar 63 Prótln 3.4 g Flta 3.5 g KolveW 4.6 g Kalk 0,12 g Hvað er í femunni? Fyrir um þaö bil mánuöi ritaði ég grein í DV er bar fyrirsögnina Létt að hirða milljónir úr léttmjólk en þar var sýnt fram á aö léttmjólk, sem er 1,5% feit, er seld á sama veröi og ný- mjólk og var í tölum þessum gert ráð fyrir aö nýmjólk væri um þaö bil 3,8% feit, en eins og margir vita þá fá bændur greitt eftir fituinnihaldi mjólkur, m.a., því smjörfitan er tal- invera af hinugóöa. Ekki er neytandinn þó látinn njóta góös af því þótt seld séu ca 3.600 tonn af léttmjólk á ári. Mjólkurhofin hirða einfaldlega smjörfituna og hagnast á því um ca 60 milljónir á neytendum og ríkissjóði á ári. Ur hverju tonni af mjólk, sem breytt er í léttmjólk, rná nefnilega gera ráö fyrir 23 kílóum af „ókeypis” smjörfeíti en í smjöri er smjörfeitin 82%. Þetta þýöir aö um 100 tonn af smjöri fást þarna nær ókeypis því neytandinn er einskis látinn njóta og heldur ekki rikissjóöur. Niðurgreitt heildsöluverö á smjöri var 1983 kr. 217,91. Niðurgreiöslur af smjöri kr. 72,68 á kg og niðurgreiðsl- ur á þessari mjólk námu um 16 milljónum króna af umræddum 3.600 tonnum af léttmjólk. Aukaálag, við aö selja ódýrari afurð, eöa léttmjólk á nýmjólkurverði, gefur svo um 14 milljónir. Þannig aö alls hagnast mjólkurhofin um 59 milljónir á létt- mjólkurbralli sínu á einu ári (1983). I siðuöum löndum er söluverð á léttmjólk líka 20% lægra en á ný- mjólk út úr búö, t.d. í Danmörku, þótt hér kosti þessar afurðir þaö sama. Þaö má því segja aö mjólkurstööv- arnar hafi sett í feitt þegar þær hófu sölu á léttmjólk á samlagssvæðunum og þaö í orðsins fyllstu merkingu. Sextíu milljónir tæpar eru hrein- lega teknar og meö vægast sagt vafa- sömum hætti. Fólk áttar sig ef till ekki á því hversu gífurlegt magn hér er um aö ræöa af smjöri sem hirt er bótalaust gegnum léttmjólkina, en til glöggv- unar þá rúmast þessi 100 tonn í 250.000 smjöröskjum. Og ef maður gefur sér aö Stór-Reykjavíkursvæö- iö, eöa Mjólkursamsalan, annist um 60% af þessum kærleiksverkum gerir það um 150 þúsund smjöröskjur áári. Verður efnainnihald mjólkur staðlað? Þannig hljóöar fyrirsögn á frétt í Morgunblaöinu 14. nóvember og hef- ur blaöiö hana eftir Olafi E. Stefáns- syni sem er nautgriparæktarráðu- nautur Búnaöarfélags Islands. Þar veltir Olafur því fyrir sér hvort rétt sé að staðla mjólk og orö- rétt segir hann „aö meö stöðlun mjólkur væri átt viö að öll mjólk sem á markað færi væri meö ákveðnu efnainnihaldi. Sagöi Olafur aö hann teldi þaö kcma vel til greina aö taka JONAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR hluta fitunnar úr mjólkinni og nota umframfituna í smjör og lækka þannig smjörverðið.” Auövitaö hefur Olafur þarna lög aö mæla og þessi yfirlýsing gefur vissu- lega tilefni til þess að spyrja hvaða tryggingu almenningur hafi fyrir því aö svo veröi gert úr því að 250.000 smjöröskjur eru þegjandi og án borgunar hirtar af neytendum gegn- um léttmjólkurgaldurinn. Og sú spuming vaknar líka. Er ekki þegar búiö aö staðla nýmjólk- ina? Þaö vekur t.d. ákveönar grun- semdir um að svo sé að hér á landi er prentaö á nýmjólkurfemur aö mjólk- in sé 3,5% feit. I Danmörku og Sví- þjóö er nýmjólk á markaði hins veg- ar prentuð 4,1—4,2% feit og er þaö. Ef aöföng Mjólkursamsölunnar eru skoöuö þá var nýmjólk send suö- ur frá Mjólkurbúi Flóamanna (meöalfita) 3,92% feit en er svo seld 3,5% feit í búöir en obbinn af Sam- sölumjólkinni kemur þaðan. Ef þessi fitumunur er hagnýttur, mjólkin 3,9—4,1% feit frá bóndan- um, en á fernunum er henni skilaö með 3,5% fituinnihaldi, gefur þaö mjólkurstöövunum um 250.000 öskj- ur af smjöri til viöbótar léttmjólkur- smjerinu. Og þessari fitu er mjög auðvelt aö ná þar sem nýmjólk sest til á ótrúlega skömmum tíma í geym- um og eru t.d. hreyfanlegir spaðar í öllum mjólkurkælum á sveitabæjum til þess aö hindra að rjóminn fljóti upp. Það sama skeður auðvitaö í mjólkurstöð. Með því að tappa undan getur mjólk, sem er 3,9—4,1% feit, runnið inn í gerilsneyðingu og töppun og þá 3,5% feit en það sem oná situr má síöan nota í t.d. rjóma, smjör, rjómaís eða annan munað. Hráefniö er ókeypis. Sú viöbára aö hin prentaða tala á femum sé svona lág „vegna örygg- is” er markleysa og til eru tölur um fitu í mjólk á Reykjavíkursvæðinu og þær gefa ekki tilefni til þess aö ætla að mikið sé í mjólkurtrogum hrært á samlagssvæðinu áöur en tappaö er á femur. Og væri fróðlegt ef Olafur E. Stefánsson segði okkur hvaö neyslu- mjólk Reykvíkinga er feit þegar hún er komin á fernur og við hvað er átt þegar nú á aö f ara aö staðla. Og mað- ur spyr: Á Vatnsveitan aö koma þarna inn eða á aðeins aö staðfesta eöa lögleiöa að 250 þúsund öskjur af smjeri megi veröa til meö því aö tappa undan? Líka er athyglisvert að ráöu- nauturinn segir aö „Nú væru til mæl- ingatæki sem geröu þaö mögulegt að leggja áherslu á eggjahvítuinnihald mjólkur.” Þetta er mjög áhugavert enda þótt allir viti aö slík tæki hafa verið til á íslandi í rúmlega tvo áratugi, enda er efna getiö í prentaöri áletrun á femum hér og ekki dregur maöur þær tölur frekar í efa en fituinnihald- iö sem gefur mjólkuriðnaöinum 250 þúsund öskjur af smjöri framhjá kerfinu upp á tvíborgun. Einhverjum kann að þykja mikiö fullyrt hér, en ég biö menn aö athuga aö viö erum meö sams konar mjólk- urvinnslu og Noröurlandaþjóöirnar og þar er fitan skilgreind rétt í prent- uöum innihaldslýsingum. Hér í borginni er hins vegar ekkert eftirht meö samlagssvæðinu, hvorki með kærleiksverkum né þjáningu, nema að saurgerlar í búöarmjólk munu taldir ööm hverju og fernur þá sóttar í verslanir til þess arna. Þá er þaö líka áhugavert að í stjóm Mjólkursamsölunnar eru menn úr ýmsum fögrum sveitum, allt vestan úr Staðarsveit og langt austur í Ámes- og Rangárvallasýslu. Menn úr Landeyjum og Miödölum, en Reykvíkingar eiga hins vegar engan í stjóm, ekki frekar en kýrnar. Þessum sóvetórétti þyrfti aö breyta og gæti til aö mynda Vatns- veitan tilnefnt fuUtrúa frá borginni eöa Heilbrigöisráö. Jónas Guðmundsson. (ððfc „Þaö má því segja að mjólkurstöðvarnar W hafi sett í feitt, þegar þær hófu sölu á létt- mjólk á samlagssvæðunum og það í orðsins fyllstu merkingu.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.