Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 10
10 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kendrick Radix, hinn nýi ieiðtogi stjórnmáiafiokks Maurice heitins Bishops. Herbert Biaize, hinn nýi forsætisráðherra Grenada. Sir Bric Gairy. Flokkur hans náði aðeins einu þingsæti af 15 en fiokkur Blaize fókk 14. Grenadabúar, sem eru flestir af- komendur Afrikunegra eöa kreólar, eru ekki nema eins og helmingur íslensku þjóöarinnar eöa um 100 þúsund. Byggja þeir þrjár eyjar. Grenada er stærst þeirra en Carriacou og Litla-Martinique liggja norður af henni. Samtals eru þær um 344ferkílómetrar. Innrásin sem Bandaríkin og sjö Karíbahafsríki geröu á Grenada í fyrra mæltist misjafnlega fyrir. Hétu innrásaraðilar því þá strax að svo fljótt sem auöiö yrði, og helst innan árs frá innrásinni, yröi efnt til kosn- inga meðal eyjaskeggja til þess aö koma þar á aö nýju löglega kjörinni lýðræðisstjóm heimamanna sjálfra. Kosningamar núna um síðustu helgi voru efndir þess fyrirheits. Grenada komst undir yfirráð Breta 1783 og varö hluti af breska samveldinu 1967 með eigin heima- stjórn en Bretar stýröu varnar- og utanríkismálum. Fullvalda uröu eyj- arnarl974. Fyrsti forsætisráðherra hins full- valda ríkis var sir Eric Gairy, dul- spekingur og furöufugl, en stjóm hans fékk fljótlega á sig iilt orö fyrir spilhngu og misnotkun valds. 1979 var henni bylt og til valda kom „New Yewel”-hreyfing vinstrisinnans Maurice Bishop en sir Eric Gairy flúöi í útlegötil Bandaríkjanna. Meöal fyrstu verka Maurice Bishops var aö koma á tengslum viö Kúbu og austantjaldsríkin og fyrir Lofuðu Grenada kosningum að ári og ef ndu það þeirra atbeina kom hann á laggimar 2000 manna her. Bandaríkjastjórn, sem lengi hefur haft hinn versta bif- ur á útbreiöslu kommúnisma frá Kúbu til nágrannaríkjanna, leit hina nýju stefnu Grenadastjórnar óhýru auga og óttaðist aö Kúba fengi hernaðaraðstöðu á Grenada. Þegar Bishop bauö Kúbumönnum félag um gerö nýs alþjóöaflugvallará Salines- höföa óttaðist Bandaríkjastjórn aö hann yrði nýttur sem herflugvöllur fyrir Kúbu. Innan New Jewel-flokksins komu upp persónulegar deilur milh for- vígismanna og hugmyndafræöilegur ágreiningur. Viröist sem harölínu- marxistum hafi ekki fundist Bishop vilja ganga nógu langt til samstarfs viö Kúbu og þá sennilega á hemaöar- legu sviöi. Þaö leiddi til hallarbylt- ingar 19. október í fyrra þar sem Bishop og um 100 manns voru drepn- ir. Viku síðar var innrásin gerö og réttlætt sem lögregluaðgerð og til verndar bandarísku námsfólki og hjúkmnarfólki sem var á Grenada. — Innrásarliðiö mætti helstu mót- spymunni hjá flokki kúbanskra „verkamanna”, þrautþjálfuöum og vel vopnuðum. Um 100 Grenada- menn og 20 bandarískir dátar féllu í átökunum. Kúbumenn voru allir með tölu sendir til föðurhúsanna og komiö var á bráðabirgðastjórn undir forystu vel metins Grenadamanns, Nicholas Braithwaite, sem fyrrum hafði fariö meö yfirstjóm menntamála og veriö fulitrúi Grenada á diplómatavett- vangi. Á þessu ári eftir innrásina hefur Bandaríkjastjórn veitt 57 milljónum dollara til efnahagsaöstoöar viö Grenada og meöal annars lagt hönd á plóginn til aö ljúka gerö flugvallar- ins á Salines-höfða sem tekinn var í gagnið í síöasta mánuði. Efnahags- kreppa er á eyjunum og þrátt fyrir efnahagsaðstoöina er atvinnuleysi áætlaö um 40%. Grenadamenn hafa gjaldeyristekjur sínar aöallega af ferðaþjónustu, hnetum, kakói og banönum. Þjóöarframleiðsla á mann nam 681 doliara á árinu 1981. Fljótlega eftir innrásina var haf- inn undirbúningur aö þvi aö endur- reisa mætti lýöræöislega valda stjóm heimamanna. Sir Eric Gairy haföi flutt aftur til Grenada eftir inn- rásina og höföu menn áhyggjur af því að hægriflokkur hans virtist njóta mests fylgis því aö fæstum þótti heppilegt aö Gairy kæmist aftur til valda. Fylgi miöjumanna dreifðist á svo marga smáflokka að lítil von þótti til þess aö endurkoma Gairys yröi stöövuö. Tilraunir til sameiningar miöjuflokka gengu framan af treglega en tókst fyrir at- beina nágrannaríkja aö leiða þá saman í einn flokk, Nýja þjóðar- flokkinn. New Jewel-hreyfing Bishops heitins var áfram við lýöi en harðlínumarxistar vora lamaðir eft- ir byltingarvikuna og innrásina, enda helstu forsvarsmenn þeirra, eins og Bernard Coard, fyrrum aö- stoðarforsætisráöherra, og 18 aörir, í fangelsi vegna manndrápanna. Til forystu fyrir Nýja þjóðarflokk- inn var fenginn 66 ára lögfræðingur, Herbert Blaize, virtur maður á Grenada. Hann er hægrimaöur í hófi og gamall keppinautur Gairys. Blaize var aöalráöherra Grenada á árunum 1962 til 1967 í stjómartíö Breta. Hann leiddi Þjóöarflokkinn til sigurs í kosningunum eins og fram hefur komið í fréttum. Stefna hans er einhvers staðar mitt á milli stefnu Gairys og vinstrimanna. Blaize nýtur mikils álits sem einarður, heiöarlegur og einlægur lýöræðissinni meö tröllatrú á stjóm- arskrá og lögum landsins. Hann er maöur mildur í tali og fasi, skarp- greindur en nær fatlaöur af gikt- veiki. Hann er hliðhollur Bandaríkjunum og innrásaröflunum úr nágrenninu og hefur beöið þá aðila aö halda úti setuliði til eflingar landvörnum og löggæslu enn um sinn. Umsjón: Guðmundur Pétursson Jolagetraun DV — I. hluti Hvað heitir hamarmn? Hann er vígalegur þar sem hann þyt- ur um loftin, dreginn áfram í kerru af tveim jólalegum geithöfrum. Þama er guöinn Þór á ferö og hann sveiflar hamri sínum til aö keyra hafrana áfram, enda ekki skrýtiö þar sem hann er á síðustu stundu aö komast í búöir tii aö kaupa jólagjafir. Ekki vitum við hvort hann ætlar að gefa vinum sínum nagla en hitt viljum viö vita; hvaö hamarinn hans heitir. Þeir sem geta rett eiga möguieika á völdum vinningum sem sæma myndu sér í hvaða höll sem er, sannkölluðum VALHALLAR-vinningum. Vinningamir eru myndbandstæki, Panasonic MV—370, hljómtækjasam- stæöa, SG—X 10, og ferðatæki, Panasonic RX—4930. Munið aö safna öllum lausnunum 10 saman og senda í einu lagi tii DV, Síðu- múla 14 Reykjavík, fyrir 2. janúar. r-------------------------------------1 □ Hófjárn □ Mjölnir □ Hallarhamar Nafn Heimilisfang | Sírni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.