Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. LANDSBYGGDARFLÓTTINN — í fyrra f lúðu þúsund manns heimahagana til að komast á mölina og f lóttinn heldur áf ram nema á Vestf jörðum Miklar breytingar hafa orðið á íbúaþróun á Islandi undanfarin ár. Fólk utan af landsbyggöinni hefur flúið heimahagana til að setjast að á suðvesturhorni landsins. Hafa fólks- flutningar aukist jafnt og þétt til suð- vesturhornsins síöan 1979. A síöasta ári var fjöldi brottfluttra umfram aöflutta á landsbyggöinni tæplega eitt þúsund manns. A sama tíma varö svipuð fólksfjölgun á suðvestur- horninu. En ætlar þessi þróun aö halda á- fram? DV ræddi við sveitarstjórnar- menn víðs vegar á landsbyggðinni um þessi mál. I viðtölum viö þá kemur meðal annars fram að í ár hefur dregið nokkuð úr þessum flótta á Vesturlandi. A Suðurlandi, Austur- og Norðurlandi hins vegar virðist þessi þróun þó ætla eitthvað aö halda áfram. Eða eins og Austfirðingur einn komst að oröi. „Hér eru margir í startholunum á leiö suöur en það strandar á því að fólkið getur ekki selthíbýlisín.” Hér á eftir fer samantekt um þessi mál. KÞ/EH. A þessari töflu getur að líta þróunina á fjölda nýbyggðra íbúöa á suðvestur- horninu annars vegar og úti á landsbyggðinni hins vegar á árunum 1979 til 1983. 1979 1980 1981 1982 1983 SV-homið 879 944 1010 1276 1213 Landsb. 839 717 533 461 338 Arið 1979 eru 54% nýbyggðra íbúöa á sv-horninu á móti 46% á landsbyggð- inni. Bilið eykst svo eftir því sem árin líöa og 1983 er hlutfalliö orðið þannig , að 78% nýbygginga eru á sv-horninu, en aðeins 22% á landsbyggðinni. „Fjármagnið leitar til þjónustumiðstöðvarinnar” — segir Bjarni Einarsson, f ramkvæmdastjóri byggðaáætlanadeildar Framkvæmdastofnunar „Það er grundvallarmunur á at- vinnulífi á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu,” sagöi Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri byggðaáætlunardeildar Fram- kvæmdastofnunar, í samtali viö DV er hann var spuröur um íbúaþróun á Islandi síðustu ár. A landsbyggðinni eru yfír- gnæfandi þessar svokölluðu grunn- greinar, eða fiskveiðar, landbún- aöur, fiskvinnsla og byggingastarf- semi. Frá Hvalfjarðarbotni og hringinn í kringum landið aö Hellis- heiöi samsvara störf í grunngreinum 66% ársverka. Samsvarandi tala fyrir höfuðborgarsvæðið er 33%. Af- gangurinn er þjónustustörf. Höfuðborgarsvæðið er þjónustumið- stöð alls landsins í miklu ríkari mæli en þekkist annars staöar í okkar heimshluta. Fjármagni, sem veröur að megin- hluta til í útflutningsgreinum, er eytt til kaupa á þjónustu, ýmist í gegnum skattakerfið eöa á hinum frjálsa markaði. Þess vegna hlýtur fjár- magnið að leita til þjónustumiðstöðv- arinnar. Það verður mikill minnihluti nýrra starfa til í grunngreinunum. Síöan 1980 er talan fyrir ný störf komin niður í 20% í grunngreinum á móti 80% í þjónustugreinum. Nýju störfin verða því fyrst og fremst til á höfuöborgarsvæðinu. — Sú mikla sveifla sem var úti á landi 1970—'80 orsakaöist af uppbyggingu í fiskvinnslu. Auk þess var mikil uppbygging í opinberri þjónustu. Nú stöndum við frammi fyrir allt öðrum aðstæðum. Sú hætta sem vofir yfir eru miklir fólks- flutningar til höfuðborgarsvæðisins og hnignun úti á landi. Bjarni Einarsson, framkvæmda- stjóri byggðaáætlanadeildar Fram- kvæmdastofnunar. Vestfirðir virðast hafa nokkra sérstöðu varðandi íbúafjölda. Á flestum stöðum hefur íbúafjöldi staðið í stað eða aukist í ár miðað við í fyrra, eins og útlitið er fyrir í Bolungarvik þar sem þessi mynd er tekin. „Allt út af þensl- unni fyrir sunnan” — segir bæjarstjórinn á Sigluf irði Til marks um þá þróun sem orðiö hefur í búsetu íslendinga hefur orðiö mikill samdráttur í íbúðabyggingum úti á landi undanfarin ár. Hefur stöö- ugt dregið í sundur með nýjum fram- kvæmdum á suðvesturhorninu ann- ars vegar og úti á landi hins vegar. Árið 1979 voru 54% nýbyggðra íbúða á suðvesturhorninu á móti 46% á landsbyggðinni. Fjórum árum síðar, 1983, eru 78% nýbyggöra íbúöa á suðvesturhorninu og aðeins 22% þeirra úti á landi. En hvaö veldur þessu? „Þaö var mikil fólksfjölgun hér á Hvammstanga síðasta áratug, en það hefur dregið verulega úr henni undanfarin ár. Þetta er óheillavæn- leg þróun. Fjármagnið er flutt með skipulegum hætti frá landsbyggðinni til Reykjavíkur. Þar er mikil þensla á sama tíma og þaö er samdráttur úti á landi,” sagöi Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga. Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, tók í sama streng: ,,A öllum síðasta áratug fjölgaöi fólki hér um 16,2%. Árið 1980 snerist dæmið við og í ár megum við þakka fyrir ef viö höldum í horfinu. Það er ekki nokkur leið aö reka út- gerð eða fiskvinnslu á íslandi í dag. Þær raddir verða nú æ háværari, að hver landsfjórðungur stofni meö sér fylkjasamtök og taki gjaldeyrismál- in í sínar hendur. Selji hann svo á réttu veröi til þeirra sem vilja kaupa.” Á Siglufirði var sama hljóö í strokknum: „Iðnaðarmennirnir flytja suður vegna þess að þar eru yfirborganirnar. Þetta stafar auðvit- að af þenslunni sem er fyrir sunn- an,” sagði Ottar Proppé bæjarstjóri. „Undanfarin þrjú ár hefur fólki fækkað hér jafnt og þétt. Grunnat- vinnugreinarnar borga lágt kaup og hér veröur hvorki fjármunamyndun nénýsköpun.” „Hér á Akureyri var engin f jölg- un íbúa á síöasta ári. Slíkt hefur ekki gerst síðan 1951,” sagöi Olafur Hauksson, hagsýslustjóri á Akureyri. „Samdrátturinn, sem hef- ur átt sér stað í þjóðfélaginu, hefur fyrst og fremst komið fram utan Reykjavíkursvæðisins. Það hefur orðið mikill tilflutningur á fjármagni frá landsbyggöinni á suðvesturhom- iö. Og menn elta auövitaðpeningana. Þetta finnst mér uggvænleg þróun.” Þeir Vestfiröingar sem blaðiö ræddi við voru þó sýnu kokhraustari en þeir austan- og norðanmenn, enda hefur lítil breyting orðið á íbúaf jölda fyrir vestan á þessu ári miðað við í fyrra. „Ibúum hefur fjölgaö hér í Bolung- arvík á þessu ári ef eitthvað er og það á reyndar við um Vestfirði alla,” sagði Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjórií Bolungarvík. „Hér er mikið jafnvægi. Það má segja, að þeir sem hafa fariö séu jafnmargir þeim sem hingað hafa flutt,” sagði Olafur Thoroddsen, sveitarstjóri á Patreksfirði. „Ástæöan fyrir þvi að fólk fer er kannski sú að atvinnulífiö er auðvit- aö fulleinhæft, en það er ekkert verra hér en annars staðar. Á móti kemur aö hér er ekkert atvinnuleysi og hef- ur ekki verið lengi. Þótt Reykjavík hafi ýmislegt fram yfir okkur, svo sem meiri þjónustu og fjölbreyttara menningarlíf, þá höfum við annaö á móti. Til dæmis getum við boðiö öll- um bömum upp á pössun.” Á ísafirði og í Olafsvík, svo ein- hverjir staðir séu nefndir, voru svör- in svipuð. Eitthvaö væri um hreyf- ingar á fólki, en svipaöur f jöldi flytt- ist til staðanna og frá þeim og at- vinnuleysi væri nær óþekkt fyrirbæri um þessar mundir á þessum stöðum. KÞ. A þessari töflu getur að líta þróunina á íbúaaukningu í prósentum talið á suðvesturhorninu annars vegar og úti á landsbyggðinni hins vegar á árun- um 1979 til 1983. 1979 1980 1981 1982 1983 SV-hornið 0,9 1,1 1,6 2,1 1,5 Landsb. 1,1 1,1 0,6 0,6 0,3 Þegar litiö er á árin 1981 til ’82 fjölgar íbúum mjög á suövesturhorninu, en talan lækkar aftur 1983. Astæðan er sú að 1982 komu mun fleiri til aö setjast að á suðvesturhorninu erlendis frá en þeir sem fluttust búferlum til útlanda. Þá fækkaði fæðingum mjög milli áranna 1982 og ’83. „Langar ekki aftur austur” — segir Guðmundur Einarsson sem er nýfluttur með fjölskyldu sína til Reykjavíkur „Okkur fundust engir möguleikar þama fyrir austan og því ákváöum við að flytja suður,” sagðiGuðmund- ur Einarsson í samtali viö DV. „Læknisþjónusta á Eskifirði er mjög bágborin en dóttir okkar hefur verið veik svo að það spilaöi inn í.” Þau hjónin Guðmundur og Nanna Maríasdóttir eiga eitt bam og flutt- ust til Reykjavíkur fyrir þremur mánuöum. „Möguleikarnir hér fyrir sunnan eru mun meiri hvaö snertir atvinnu. Eg fékk undireins starf á veitinga- húsinu Svörtu pönnunni og hef ágætis kaup. Það er líka ódýrara fyrir okk- ur að lifa hér í Reykjavík. A Eskifirði eru flestar matvörur á uppsprengdu verði og svo er skortur á þjónustu. Félagslífið hér á höfuöborgarsvæö- inu hefur líka mikið aðdráttarafl. Á Eskifirði eru það gömul hjón sem reka félagsheimiliö og þau fylgjast lítið með tímanum. ” — Hvernig standið þið varðandi íbúöarkaup? „Við áttum litla íbúö á Eskifirði sem viö seldum fljótlega eftir að við komum suður. Við fengum 650 þús- und fyrir hana, en mér sýnist að sambærileg íbúð í Reykjavík kosti uml400þúsund.” — Hefur þú enga heimþrá ? „Konan mín er Reykvíkingur og hún var hálfhrædd um aö ég myndi ekki tolla hérna. Mig langar hins vegar alls ekki aftur austur,” sagði Guðmundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.