Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í OV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1984. y, Mikil ólga í lögregluliði Reykjavíkur: VIKINGASVEITIN ÓSTARFHÆF Hin margfræga víkingasveit lög- reglunnar er óstarfhæf vegna alvar- legs ágreinings sem upp er kominn milli liðsmanna hennar annars veg- ar og Arnórs. 'hgurjónssonar. Er nú svo komið að vikingasveitin mun ekki sinna útkalli ef og þegar það kemur undir stjóm Amórs og hafa því til áréttingar skilað lyklum sínum og tækjum öllum. Um síðustu áramót sendu liðs- menn víkingasveitarinnar lögreglu- stjóra bréf þar sem þeir kvörtuðu undan stjóm Arnórs og óskuðu eftir að hann yrði látinn víkja. Því bréfi var aldrei svarað og urðu lyktir málsins því þær er fyrr greindi; víkingasveitarmenn neita að vinna undir stjórn Amórs Sigurjónssonar. „Þetta gat ekki endað á annan veg. Dellan var orðin svo yfir- þyrmandi,” sagði einn heimildar- manna DV og benti á að slysið er varð á æfingu hjá Lögregluskólanum fyrir skömmu hefði ekki þurft að koma neinum á óvart. Þar lét Amór 24 lögreglunema utan af landi stökkva ofan af 4 metra háum palli meö þeim afleiðingum að 7 þeirra stóðu ekki upp aftur. Stjóm félags lögreglumanna hefur fylgst grannt með rannsókn þessa slyss og Einar Bjarnason, for- maður félagsins, segir: „Við eigum bágt með aö skilja tilganginn meö því að láta menn stökkva úr þessari hæð ofan í freðna jörð. Áfall á við þetta á einni æfingu gengur náttúr- lega ekki til lengdar.” -EIR. Handjárn í notkun á skemmtistöðunum um helgina: RÁÐUNEYTIRÁBÞROTA í HANDJÁRNSMÁUNU „Handjárnin verða á skemmti- stööunum um helgina. Við vitum ekki alveg hvemig við eigum aö snúa okkur í málinu vegna þess að engar reglur eru tii um hverjir mega bera handjárn og hverjir ekki,” sagöi Hjalti Zóphoníasson sem fer með mál lögreglunnar í dómsmálaráöu- neytinu. Eins og kunnugt er af fréttum DV hafa dyraverðir nær allra skemmti- staða í Reykjavík handjárn til taks í fatageymslunum til að nota á óstýri- láta gesti. Er talið aö um 20 handjárn séu í notkun um hverja helgi er Reykvíkingar gera sér dagamun — og jafnmörg á virkum dögum. „Við höfum rætt þennan hand- járnsvanda hér í ráðuneytinu en ekki fundiö neina lausn. Ekki er hægt að banna mönnum að eiga handjárn þótt þaö brjóti í bága við lög að aörir en lögreglumenn smelli þeim á fólk,” sagði Hjalti. „Þetta er svipað og með kylfur. Við getum ekki bannað fólki að eiga kylfur og getum reyndar ekki gripið inn í fyrr en viðkomandi er bú- inn að slá einhvern í höfuðið með henni. Við höldum áfram að þinga um handjárnin og ég vona aö lausn liggi fyrir í næstu viku,” sagði Hjalti Zóphoníasson. Þar til dingla handjárn dyravarð- anna í fatageymslum öldurhúsanna. -EIR. Snemma í morgun var ekið ð gangandi mann á Suðurgötunni á móts við Háskólann. Maðurinn mun hafa hlotið nokkur meiðsl, meðal annars höfuðhögg. Mikil hálka var á götum úti í morgun og er talið að hún hafi átt þátt i þessu slysi. Lögreglan sendi frá sér tilkynningar í útvarpi þar sem menn voru beðnir að aka varlega. DV-mynd: S. Gróusögur ígangi Að undanfömu hafa ýmsar sögur komist á kreik hér á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, og nú um allt land, að hjón og jafnvel heilu fjölskyldumar hafi látiö lífið í Reyk javík fyrir eigin hendi. Eru sögur þessar svo magnaðar, eins og oft vill verða þegar slíkar sögur fara af stað, að ekki er hægt að átta sig á hvort sama sagan er á ferðinni eða ekki. Við könnuðum sannleiksgildi þess- ara óhugnanlegu sögusagna hjá lögreglunni í Reykjavík í gær. Sagðist hún kannast viö þær, en þær hefðu ekki við nein rök aö styðjast. Engin hjón, eða fjölskylda, hefðu látið lífiö fyrir eigin hendi hér. Væru þetta gróusögur sem erfitt virtist aö kveða niður eins og margar slíkar. -klp- Slysumborð í Álafossi Slys varö um borö í Álafossi, skipi Eimskipafélagsins, er verið var aö sjó- búa gáma í lestinni. Bátsmaðurinn féll ofan af gámi og niður á dekk. Hann rif- beinsbrotnaði og marðist nokkuð í and- liti. Þegar atburðurinn átti sér stað var skipið statt í Antwerpen. Samkvæmt læknisráði var ákveðið að senda mann- inn heim til íslands vegna hugsan- legrar hættu sem getur stafað af rif- beinsbroti. Maðurinn kom heim meö áætlunarflugi frá Amsterdam í gær- kveldi. Honum heilsast vel. APH Andstaða við vaxtahækkun „Verðbólgan hefur stigið snögglega og hún fellur snögglega aftur, vonandi eftir áramót. Menn vilja sjá hver vaxtaþróunin verður,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra við DV í morgun. I gær frestaði ríkisstjómin af- greiðslu tillagna frá Seölabankanum um vaxtabreytingar. Að sögn Halldórs vilja menn fá frekari upplýsingar frá Seðlabankanum um málið. I sama streng tók Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra. „Eg vil fá nánari upplýsingar um hvernig atvinnu- vegirnir standa áður en ég tek ákvörðun,” sagðihann. Sumir í þingflokki sjálfstæðismanna hafa lýst andstöðu við vaxtahækkanir nú. Telja þeir að hækkun vaxta á af- urðalánum sé óhagstæö fyrir sjávarút- 'veginn. Töluverð andstaða er um vaxtahækkanir innan þingflokks fram- sóknarmanna, en margir þar vilja lækkun raunvaxta. -ÞG. Pentagon tjáir sigekkium kjamorkuvopn r „Bandarísk stjórnvöld svara engum fyrirspurnum er varða kjarnorku- vopn, staösetningu þeirra eða meðhöndlun.” Þetta var svarið sem DV fékk við fyrirspurn til bandaríska vamarmálaráðuneytisins, Pentagon, varðandi upplýsingar sem fram koma í skjali því sem bandaríski fræði- maðurinn William Arkin færði for- sætisráðherra og utanríkisráðherra fyrr ívikunni. Eins og fram hefur komiö segir í skjali þessu að forseti Bandaríkjanna hafi heimilað að flytja hingaö til lands 48 kjamorkudjúpsprengjur á ófriöar- tímum. Skjalið er frá árinu 1974 en Arkin segist hafa heimildir fyrir því að þessi heimild hafi verið endurnýjuð á hverju ári síðan að minnsta kosti til ársins 1981. Utanríkisráðherra hefur óskað eftir svari frá bandarískum stjórnvöldum um þetta skjal og hvort þessi heimiíd er f yrir hendi. DV óskaði í gær eftir því við Upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna að hún kæmi á framfæri fyrirspum til embættismanna í Pentagon, hvort þessi heimild væri fyrir hendi eða hvort staðsetning kjarnorkuvopna væri ákveöin með þessum hætti. Svarið vareinfaldlega: „Nocomment.’^gp Míkiö fyrir lítið... /MIKLIOIRDUR m LOKI Já, ráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.