Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Síða 31
DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Sœmundur Guðvinsson HÆTTUFLUG. . Sannar spennusögur af þolraunum íslenskra flugstjóra. Hættuflug ... heitir bók eftir Sæmund Guövinsson sem bókaútgáf- an VAKA hefur gefið út. I bókinni segir frá ævintýrum og tvísýnum þolraunum á starfsferli sjö reyndra íslenskra flug- stjóra. íslenskir flugmenn hafa á liönum árum lent í margvíslegum ævintýrum í háloftunum og oft komist í hann krappan. Fæstar þessara þolrauna hafa verið á vitorði almennings, en nú gefst fólki kostur á að fylgjast með spennandi andartökum þar sem lítið eða ekkert má bregöa út af. Á kápu bókarinnar Hættuflugs segir meðal annars: Sæmundur Guðvins- son segir þessar sönnu sögur í þessari nýstárlegu bók. Stíll hans er hlaöinn spennu og slær á efnið ævintýralegum blæ. Byggt er á upplýsingum frá þeim sem koma við sögu og ýmsum öðrum traustum heimildum. Lesendur fylgjast meöal annars með hættuflugi yfir Rotterdam á vél með bilaöa hreyfla, annarri sem lend- ir í helgreipum ísingar á norður- slóðum, stefnumótum flugstjóra við fljúgandi furðuhluti. og áhöfn sem lendir í skotárás á Uga-flugvelli í Biafra. Þessir flugstjórar eru aðal- söguhetjur í bókinni Hættuflug: Björn Guömundsson, Þorsteinn Jónsson, Jóhannes Markússon, Anton Axelsson, Ingimar K. Sveinbjörnsson, Arni Yngvason og Höröur Sigurjónsson. Bókin Hættuflug. .. er sett, prentuð og bundin hjá Eddu hf. en kápan er prentuð í Prentsmiðjunni Rún sf. HERMANN GUNNARSSON OG ÓSKAR INGIMARSSON 1000 SPURN- INGAR OG SVÖR ÓSKAR INGIMARSSON OG HERMANN GUNNARSSON r SPORNINGAR CGSVÖR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Við Islendingar erum taldir forvitn- ari um menn og málefni en almennt gerist. Spurningakeppni af ýmsu tagi hefur t.d. verið mjög vinsæl í sjónvarpi og útvarpi. En einnig í heimahúsum og á skemmtunum hefur fólk iðkað spurn- ingaleiki og haft mikið gaman af. Og nú hefur Setberg gefið út bókina „1000 spurningar og svör” eftir Her- mann Gunnarsson og Oskar Ingimars- son. Hér er að finna fjörugar og fræð- andi spurningar úr öllum áttum, létt- ar, þyngri, heillandi, spennandi.og aftast í bókinni má svo finna öll svörin. Bókin skiptist í 29 kafla og skulu hér nefnd nokkur dæmi um kaflaheiti': Mannslíkamainn — Iþróttir — Landið okkar — Kvikmyndir og ieiklist — Málið okkar — Peningar — Rétt eöa rangt — Poppheimurinn — Föt og tíska — Islandssaga — Tölvur og reikni- dæmi — Ég spyr, þú svarar — Tímatal og merkisdagar — Utvarp og sjón- varp. I hverjum kafla eru að meðaltali 35 spurningar. Höfundarnir, Oskar Ingi- marsson og Hemmi Gunn., segja m.a. umbókina: „Þessi bók er tekin saman með það í huga að skemmta jafnt og fræða og gefa fólki kost á að spyrja og svara við öll möguleg tækifæri. Hún getur veriö handhæg jafnt í afmælisveislum, á stórhátíðum eða í sumarleyfinu, eða bara á ósköp venjulegum virkum degi þegar menn langar til aö breyta eitt- hvað til. Bókin „1000 spurningar og svör” er 144 blaðsíöur og myndskreytingar Harðar Haraldssonar létta lundina. Þá eru líka í bókinni margar felumyndir sem æfa augað. Og þá er bara aö byrja að spyrja. KARL SIGURBJÖRNSSON HVAÐÁ BARNIÐ AÐ HEITA? Setberg hefur gefið út bókina „Hvað á barnið að heita?” eftir séra Karl Sigurbjörnsson. I bókinni er aö finna 1500 stúlkna- og drengjanöfn með skýringum. Enga gjöf gefum viö börnum okkar, sem er varanlegri en nafnið. Það fylgir einstaklingnum frá vöggu til grafar og svo lengi sem hans er minnst. Hvað á barnið að heita? er spurning sem allir verðandi foreldrar velta fyrir sér meðan beðið er komu hins nýja einstaklings, og komast ekki hjá því að svara, þegar hann er í heiminn kominn. Þessi bók er ætluð til aðstoðar foreldrum við val á nafni handa börnum sínum. Og eins og fyrr segir er birt skrá yfir 1500 íslensk mannanöfn og gerð grein fyrir merkingu þeirra eftir því sem unnt er. Mörg nafnanna hafa Islendingar borið svo lengi sem byggð hefur verið í landi. önnur eru tilkomin í nútímanum. Ætti hér að vera að finna allflest nöfn sem notuð eru um þessar mundir og nothæf mega teljast. I bókinni er einnig fjallað um lög, reglur og siövenjur sem varða nafn- gjöf og skírn í íslensku þjóðfélagi og tíndur til margvíslegur fróðleikur úr nafnasögunni. „Hvað á bamiö að heita?” er 120 blaðsíður, prýdd fjölmörgum teikn- ingum og ljósmyndum. Bókin er prentuð í Prisma, bundin í Arnarfelli, en hlífðarkápu gerði Auglýsingastofan hf. GEORGETTE HEYER Á VALDIAUÐS OG ÁSTAR Enska skáldkonan Georgette Heyer hefur um langt skeið verið einn al- vinsælasti höfundur skemmtisagna víða um lönd. Nú hefur bókaforlagið Vaka sent frá sér fyrstu bókina eftir hana sem út kemur í íslenskri þýðingu. Á valdi auðs og ástar er dæmigerð fjrir metsölubaácur Georgette Heyer: Spennandi söguþráður, lifandi per- sónur, heitar tilfinningar og ljúf rómantík. Og ekki má gleyma því að stíllinn leiftrar af kímni sem gerir and- rúmsloft sögunnar einkar notalegt. Hér gefst lesandanum tækifæri til þess að hverfa frá ys og þys nútímans inn í glæsiveröld liðinnar tíðar, — en fólkið sjálft er ekki framandi, því mannlegt eðli breytist ekki. Á bókarkápu er vitnað í ummæli ýmissa heimskunnra blaða og tímarita um rithöfundinn Georgette Heyer. Gagnrýnandi Time Magazine sagði: „Þegar þú velur Georgette Heyer kaupiröu ekki aðeins bók, heldur sér- staka veröld. Þar er líklegt að þú setj- ist að til langframa.” 1 Sunday Times stóð meðal annars: „Það sem sögur Georgette Heyer hafa umfram ástar- sögur annarra þekkra höfunda er stíl- snilldin, gamansemin og skýrar myndir af mannlegum söguhetjum.” Gagnrýnandi Newsweek hafði þetta að segja: „Bækur Georgette Heyer verða alltaf metsölubækur og eiga það fylli- lega skilið.” Á valdi auðs og ástar er bók sem unnendur spennandi, rómantískra og skemmtilegra sagna ættu ekki að láta fara fram hjá sér. Á valdi auðs og ástar er um 240 blaðsíður. Ásgeir Ingólfsson þýddi bók- ina á íslensku. Prentstofa G. Benedikt- sonar sá um setningu og prentun, en bókin er bundin hiá Amar-Bergi hf. i>—---..... HEIMILDARÞÆTTIR FRÁ MILLISTRÍÐSÁRUNUM EFTIR ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON ALDARSPEGILL Aldarspegill heitir bók sem Vaka hefur gefiö út. Höfundur er Elías Snæ- land Jónsson og er þetta fyrsta bók hans, en Elías hefur árum saman stundað ritstörf og fjölmiðlun af ýmsu tagi. A bókarkápu segir meðal annars: Þegar litið er í spegil þessarar aldar blasa við örlagaríkir atburðir og ólg- andi mannlíf. Þetta á ekki síst við um fyrri helming aldarinnar. Að því tíma- bili er sjónum beint í þessari bók eins og undirtitill hennar sýnir: Atök milli stríða. Elías Snæland Jónsson, fyrrum rit- stjóri Tímans og núverandi aðstoðar- ritstjóri Dagblaðsins Vísis hefur hér skráð stórfróðlega og nýstárlega heim- ildaþætti um íslenskt mannlíf og eftir- minnilega atburöi. Hann reisir frásögn sína á traustum sögulegum grunni og ítarlegri könnun viðamikilla heimilda, þar á meöal má nefna réttarskjöl og dómabækur, dagblöð og timarit, og samtöl við þá, sem tengdust þessum atburðum á sínum tíma. Ennfremur segir í forlagskynningu Vöku: Elías vinnur vísindalega úr heimildum, gefur lesandanum glögga og litríka mynd af átökum og örlögum fólks á liðnum árum. Hann beitir áralangri reynslu sinni við ritstörf til þess að færa efnið í listrænan og einkar læsi- legan búning, með léttum undirtón þar semviðá. Hér gefst ungum sem öldnum kostur á að bregða upp aldarspegli og skyggnast um öxl. I Aldarspegli eru fjórir ítarlegir heimildarþættir sem bera þessi heiti: Evangelíum mannhatursins: Slagur- inn um hakakrossinn, Andalæknar á sakborningabekk: Ég gef þér straum í Jesú nafni, Stórsmyglarar á bannár- unum: Færandi spírann heim, og Halastjarnan á bolsahimninum: Hannibal handtekinn í Bolungarvík. Aldarspegill — Átök milli stríða er 224 blaðsíöur. Mynd á kápu gerði Olafur Pétursson teiknari. Bókin er sett í Prenttækni og Rún sf., filmuunn- in og prentuð í Prenttækni og bundin í Bókfellihf. OPINN KYNNINGARFUNDUR AA DEILDANNA í REYKJAVÍK VERÐUR HALDINN í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 8. DESEMBER KL.14 ALLIR VELKOMNIR Styrkir til háskólanáms í Finnlandi, Hollandi og Svíþjóð 1. Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til há- skólanáms eða rannsóknarstarfa í Finnlandi námsárið 1985— 86. Styrkurinn er veittur til níu mánaða dvalar og styrkfjár- hæðin er 1.300,- —1.700,- finnsk mörk á mánuði. 2. Hollensk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa Islending- um til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1985—86. Styrkirnir eru einkum ætlaðir stúdentdm sem komnir eru nokkuð áleiöis í háskólanámi eða kandídötum til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við al- mennt háskólanám. Styrkfjárhæð er 1.100 fls. á mánuði í 9 mánuði. 3. Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til há- skólanáms í Svíþjóð námsárið 1985—86. Styrkfjárhæð er 3.270 s.kr. á mánuði í 8 mánuöi. — Jafnframt bjóða sænsk stjórn- völd fram þrjá styrki handa Islendingum til vísindalegs sér- náms í Svíþjóð á háskólaárinu 1985—86. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar, en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. — Ennfremur gefst íslenskum námsmönnum kostur á að sækja um styrki þá, er sænsk stjórnvöld bjóða fram í löndum þeim, sem aðild eiga að Evrópuráðinu, en þeir styrkir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 15. janúar nk., og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt með- mælum. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 30. nóvember 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.