Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 15
DV. FOSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. 15 Menning Menning Menning Menning „Styrkri hendi er stöfum skráð stefið í Óðins nafni” Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoöi. HEIÐIN Kvæðabók. Hörpuútgáfan, 1984. Það hefur lengi veriö á þjóðarvit- oröi, að Sveinbjöm allsherjargoði á Draghálsi væri vel ljóðmæltur og hagorður, satt að segja eitthvert besta rímnaskáld sem uppi er með þjóðinni á atómöld. Nú sendir hann frá sér hundrað síðna kvæðabók, og á þó vafalaust allmiklar fymingar, einkum í rímnahlöðunni, þó að hann taki tuggu þar líka til bragðbætis. Sveinbjöm er auðvitað trölltrúr stuölum og höfuðstöfum en leikur sér ekki aö dróttkvæðum hætti og öðmm fornum hendingum nema í hófi. En braglistin bregst honum ekki, enda segir hann í formála, að þá væri „illa komið fyrir okkar þjóö ef braglistin hyrfi af sjónarsviöinu”. Gegn þeim ósköpum stendur hann fast í orði og verki í nafni Oðins og annarra ása. Hitt mætti ef til vill þykja kynlegt, hve Oðni og Þór er ort þar fátt til dýröar beinum orðum, en auövitað svífur andi þeirra víða yfir vötnum. Allsherjargoðinn skipar kveð- skapnum í eina fimm flokka í bók- inni. Fyrst em kvæði af ýmsu efni undir margvíslegum ljóðaháttum. Næst koma nokkur minningarljóð, og er þar Snorra í Reykjaholti fyrst getið veglega, en síðan annarra nær höfundi í tíma. Þessum ljóöakafla lýkur með eina hreinkynja ásatrúar- ljóðinu, sem ég sá í bókinni og lýkur meöþessari vísu: Verði bjartara Ijós um láð lífgrös á jörðu dafni styrkri hendi sé stöfum skráð stefið í Óðins nafni. Grís sem bragð er að ELSKU LITLI GRlS. Texti: Ulf Nilsson. Myndir: Eva Eriksson. Þýðing: Þórarinn Eldjárn. Útgefandi: Mál og menning, 1984. Elsku litli grís er ekkert bleikt plast- svín né hnöttóttur sparigrís úr þeirri leikfangahjörð sem mörg böm þekkja sem hina einu sönnu heimilisgelti heldur sprelllifandi alvömgrislingur, fenginn úr svínabúi ónefnds bónda. Vanalega láta bændur ekki aUgrísi sína í hendurnar á strákum og stelpum úr borginni, en hvað er til ráða þegar grís er þrettánda systkinið sem fæðist sama daginn og móðirin hefur ekki nema tólf spena? Sagan Elsku litli grís segir frá samskiptum gríssins við fjöl- skylduna sem ólm vUl bjarga lífi hans og ala hann upp í venjulegri íbúð í borginni. Eins og kunnugt er reynist oft nógu snúiö að halda smáhund í borg hvað þá grís sem smám saman breytist í risa- vaxinn gölt. GrísU sem sagan Elsku litli grís segir frá er búinn kostum og göllum svína jafnt sem manna. Hann er matvandur og dálítið hrekkjóttur, en umfram aUt glaölyndur og til í tusk- ið. Með tímanum verður stærð Grísla I þriöja kaflanum eru stökur og stemmuvísur, margar íöilvel kveðnar. I fjóröa kaflanum eru nokkrar rímur Sveinbjarnar, ýmsar áöur kunnar Bókmenntir Andrés Kristjánsson rímnavinum. Þar er Timaríma, Hoff- mannsríma, Heiðaríma, Grímstungu- ríma o.fl. og eru nöfnin girnileg. Flestar eru stuttar, en kannski ekki allar heilar þarna, enda segú höfundur að þær séu fremur birtar sem sýnis- hom en fullnaðarskil. I fimmta kaflanum eru nokkur stutt ljóð, flest frá síðari árum og síðasta ljóðið, Töfrar, sem ort er á næstliönu ári, endar svo: Fagurt er landið og stundin stór, stormurinn sem um hug minn fór fellur í logn og ljóðið sitt leggur á jörð i fótspor þitt. 1 bókarauka eru fáeinar ljósmyndú frá vorblóti ásatrúarmanna í júní 1983 undir berum himni. Hof hefur víst ekki verið byggt enn, og þótt pottur sé yfú eldi undir steini, fylgú ekki myndinni hverju blótað hafi verið. Og illilega vantar í myndartexta kynningu á goðalíkneski því sem á steininum stendur. Sveinbjöm allsherjargoði er orð- hagur maður og næmur á blæbrigði málsins. Þama er margt þekkilega sagt. Eg bendi á þetta erindi úr kvæð- inuHátíð: Fjallkonumálið, móðurtungan góða, mótaðist hér við líf í sorg og gleði fáguð við hreim og hætti dýrra ljóða helgust af þvi sem gæfan okkur léði. Allsherjargoðinn yrkir eftú þessari ástarjátningu. Hann notar stundum gamlar kenningar og elduö orö en fer með þau af mikilli smekkvísi, og maður undrast oft hve þetta orðafar fellur vel í löö ljóömáls á tuttugustu öld. Sveinbjöm er þó fyrst og fremst ítækur og hagvirkur visnasmiður. En rétt getur verið sem hann segir, að þessi kvæði og vísur sé betra að heyra en sjá. Nú, þá getur maður reynt að lesa þau upphátt fyrir sjálfan sig. Og það held ég að mörg vísan þarna fari vel í nefi þegar maður þarf að.raula sér eitthvað í lagleysu svo að enginn annar heyri. Andrés Kristjánsson. FÖSTUDAGSKVÖLD Bókmenntir SolveigK. Jónsdóttir að risavöxnu vandamáli og lausnirnar á því fáar og ófýsilegar. Gæludýr eru nefnilega ekki leikföng. Að lokum tekur gölturinn til sinna ráða og finnur úrræði sem ef til vill er ekki í miklu samræmi viö raunveruleikann en ágætt til sins brúks í barnabók. Elsku litli grís hefur flesta kosti barnabókar fyrú krakka á aldrinum fimm til tíu ára. Texti Ulf Nilssons er fyndinn og þýðing Þórarins Eldjárns ljómandi lipur. Nútúnalegt málfar gríssins á til dæmis ekki minnstan þátt í að skapa persónu hans. Myndir Evu Eriksson í bókinni, sem öll er lit- prentuð, eru hreint óborganlegar enda mun svínslegt atferli Grísla verða mörgum aðhlátursefni. Bókin er hnökralaus hvað allan frágang varðar. Sem sagt, lystilega framreiddur grís. -SKJ. í Jl! HÚSÍWUI f JQHÚSINU OPIO í ÖLLUM DEILDUM TIL KL.20 f KVÖLD Raftækjadeild II. hæð. Jólaperur: aðeins 36 kr. stk. Aðventuljós í úrvali. Húsgagna- deild átveimur hæðum. Nýkomin sending af REYRhúsgögnum NÝR AFGREIÐSLUTÍMI Mánud.-fimmtudaga kl. 9-18.30. Föstudaga kl. 9—20. Laugardaga kl. 9—16. Grillréttir allan daginn ^ og réttir dagsins . i.E S Munið okkar hagstæðu greiðslu- skilmála jmt rA A A A A 4 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 □ CEH CD CI S C lJ UUPQJÍj^ Huaaruuuuiiiiiil likin Sími 10600 Þægilegt wiðmót, þrautþjálfað starfsfólK Vlð höfum opið wirHa daga frá Hl. 9—18 og á laugardögum frá Hl. 9-15. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Rauðarárstíg 18, Hótel Hof, Sími 15777. að við erum 11 hressar stelpur, sem vinnum hér á MÁRQREIÐ5LU- og 5hYRTI5T0rUhm KRI5TU á Rauðarárstíg. Við höfum lagt oKKur fram við að fylgjast náið með því nýjasta í hártísKu, snyrtingu og förðun og erum tilbúnar að veita 5em besta þjónu5tu. Bara svo þú vitir af því, þá bjóðum við 20% afslátt af Klippingu og lagningu nema, undir handleiðslu meistara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.