Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1984, Blaðsíða 19
DV. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER1984. 19 Aðalf undur Hagsmunaf élags hrossabænda: RÆKTUNARMÁLIN í BRENNIDEPLI Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri ávarpar fundinn. Vinstra megin viö hann við háborðið er Leopoid Jóhannesson, gjaidkeri félagsins, en hægra megin er Sigurður J. Lindai, formaður félagsins og fundarstjóri, og Grímur Gislason á Blönduósi. Ljósm.: G. T. K. Það skipti heldur betur um gang í frekar lognværri byrjun aðalfundar Hagsmunafélags hrossabænda þegar ræktunarmál islenska hestsins bar á góma. Grímur Gislason á Blönduósi sté i pontu og bar fram eftirfarandi til- lögu sem var samþykkt samhljóða. „Fundurinn samþykkir að beina því til stjórnar H.H. að kanna það hvort framkvæmd ræktunarmála íslenskra hrossa samræmist, svo sem æskilegt væri, hagsmunum hins almenna hrossabúskapar í landinu.” Grímur sagði það ekkert launungar- mál lengur aö mikið torleiði væri oröiö að koma hrossum í ættbók. Ættbókar- færð hross kæmu orðið mest frá vissum aðilum sem hefðu efni á því að temja hrossin til furðanlega vanda- samra sýningaratriöa, sem hrossa- ræktarráðunautur ríkisins krefðist, og ætti fátt skylt viö kynbótagildi hross- anna. Rekstur stóðhestastöövar B.I. aö Gunnarsholti slævði einnig metnað og tilreynd einstakra hrossabænda og það væri afdrifaríkt að hafa þau mál öll í hendi eins manns. Skúli Kristjónsson á Svignaskaröi tók næstur til máis og sagði Búnaðarfé- lag Islands allt of einrátt um þessi mál, algjörlega án samráös við þá sem rækta og nota hross. T.d. ætti H.H. vissulega að hafa eitthvað um þetta að segja. Einstaklingum væri orðið ofviða að koma kynbótahrossum á sýningar og menn þegðu allt of mikið um rekstur stóðhestastöðvarinnar. Hestar sem kæmu frá einstaklingum sætu alls ekki við sama borð í stóðhestadómum og stöðvarhestarnir. A stóðhestastöðinni færi fram blöndun út í loftið, þar væri engin stofnrækt og alls konar þyng- ingar og tól notuö á hesta stöðvarinnar í dómum. Sr. Halldór Gunnarsson í Holti sté næstur í pontu og sagöi þaö á allra vit- orði aö félagið hefði vísvitandi haldið sig frá allri umræðu um ræktunarmál. Nú hefði það örlagaríka spor veriö stigið og þá gætu menn átt von á ýmsu. Ræktunarmálin væru nefnilega gjör- samlega í hnút og áhugasamir einstaklingar sendir ítrekað heim með hross sín eins og fallistar á prófi. Dómar hefðu þyngst svo mjög að sér- þjálfa yrði hross í allt að tvö ár til þess aö ná árangri og í það verk dygðu ekkert nema útlærðir tamningamenn. Hvaö þetta kæmi kynbótum beint við sæi enginn nema hrossaræktarráðu- nauturinn. Fyrir bónda, sem ætti svona tíu hryssur og einn graöhest, væri þetta kostnaður upp á eina milljón. H.H. ætti sjálft að ráða sér ráðunaut til þess að dæma hrossin og koma meö eigin ætt- bók. Utlendingar gerðu það t.d. orðið að skilyrði fyrir kaupum á hesti að þeir væru ættbókarfærðir eða undan ætt- bókarfærðum foreldrum. Stífni í þessu máli stórskaðaði því markaðinn og sölu hrossa. Stóðhestastöðin væri svo að drepa niður allt uppeldi stóðhesta í landinu. A einu ári hefðu t.d. verið keypt um tutt- ugu hestfolöld undan sama stóðhest- inum sem var í tísku það árið. Samband einstakra ræktunarmanna við stöðina væri verra en ekkert, enda væru dæmi þess aö stofnverndarsjóös- gjaldið væri notað í bága við lögin. Ein- staklingum hér innanlands hefði t.d. veriö hjálpað til kaupa á stóðhestum. Þetta gjald ætti auðvitað aö fella niður og hrossaræktarráðunauturinn ætti að koma meira til móts við sjónar- miö H.H. en ekki að vera í sífelldri and- stöðuviðfélagið. Kjartan Georgsson á Olafsvöllum talaði máli stöðvarinnar og sagði hana hafa veitt mikilvæga þjónustu. Ometanlegt væri að hafa úrval graðhesta á einum staö til almennings- nota. Sigurður Sigmundsson lagði fram til- lögu um aukinn fjárstuðning hins opinbera við stóðhestastöðina í Gunnarsholti. Allt fé til stöðvarinnar færi nú í bernan rekstur og ekkert væri byggt upp. Við borð lægi svo að stöðinni yröi sagt upp húsnæðinu hvenær sem væri. Einar Gíslason á Skörðugili sagði stóðhestastöðina hafa gert mikið gagn, hana vantaði bara peninga og pláss. Norðlendingar vildu einnig fá anga af stöðinni norður að Hólum. Hann per- sónulega legði mikið upp úr því aö fylgjast með sínum hrossum í tamningunni. Sigurður Lindal á Lækjarmóti tók undir það að stöðina vantaði peninga, sérstaklega í frekari uppbyggingu. Fundurinn samþykkti áskorun til aðildarfélaga um milljón króna tillegg til reiðhallarbyggingar sem legðist á félagsmenn. Þá kom fram að hrossa- kjötssala gengi mjög vel. Góð þénusta væri af sölu lífhrossa úr landinu og skilaði það bændum mun hærra verði en innanlandsmarkaðurinn. Gott hrossakjöt væri t.d. núna dýrasta kjötið á franska markaðinum. Stefna bæri þó að því að EBE viðurkenndi íslensk stórgripasláturhús þannig að slátrun til útflutnings færi fram hér heima í framtíðinni. Einar Birnlr hélt fróðlegt erindi um blóðtöku úr hrossum til lyfjageröar og hefur þessi starfsemi reynst mörgum bændum góður búhnykkur. Einnig ávarpaði fundinn Jónas Jónsson bún- aðarmálastjóri, Sveinbjörn Dagfinns- son ráðuneytisstjóri og Sigurður Ragn- arsson,framkvstj. L.H. -G.T.K. íslendingar í London: METAÐSÓKN Á ÁRSFUND ÍSLENDINGAFÉLAGSINS Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, tíðindamanni DV í Lundúnum: Aöalfundur tslendingafélagsms í London var haldinn laugardaginn 1. desember, á fullveldisdaginn. Á undan fundinum hélt félagið land- kynningu, svona rétt til aö hnýta aftan í hina vel heppnuðu Islands- viku. Aðsókn á kynningu þessa, sem haldin var í Royal Festival höllinni, var framar öllum vonum. Munu um 300 manns hafa verið viðstaddir. Hófst kynningin klukkan 14.00 er Einar Benediktsson sendiherra bauð gesti velkomna. Síðan tók BBC maðurinn Magnús Magnússon við og kynnti kvikmynd sína, Three Faces of Iceland. A eftir dró hann upp nokkrar skuggamyndir úr fjöl- skyldualbúminu, sýndi viðstöddum og sagði frá sögu þeirra staða sem myndirnar sýndu. Næst komu Hafliöi Hallgrímsson sellóleikari og Pétur Jónasson gítar- leikari fram með hljóöfæri sín og léku tónlist eftir Hafliöa. Eftir kaffi var tískusýning og var þar á feröinni sama fólk og sýndi á Islandsvikunni. A eftir þessu atriði sýndi dr. Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Hand- ritastofnunar, skuggamyndir og sagði frá lifnaðarháttum Islendinga til forna. Sjálfur aðalfundurinn hófst klukkan 18.00. Ný stjórn félagsins var kjörin og skipa hana eftirtaldir: Steindór Olafsson formaður, Vigdís Pálsdóttir varaformaður, Jóhannes M. Jóhannsson gjaldkeri, Jóhann Dan Jónsson ritari og Maureen Thomas meðstjórnandi. Guörún Sig- valdadóttir, fráfarandi formaöur, gaf ekki kost á sér á ný. -EH. renndu við eða hafðu samband möguleikar af mömum 1. STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Ef þú staðgreiðir þá vöru sem þú kaupir, veitum viö þér 3-20% afslátt eftir vöruflokkum. 2. SKULDABRÉF________________________________ Þú stendur í stórræðum, greiðir 20% út og afganginn á allt að 6 mánaða skuldaþréfi. Ef þú greiðir vöruúttekt strax með peningum og skuldaþréfi færð þú afslátt. 5. MANAÐARREIKNIIMGUR________________________ Þú stendur þig vel í viðskiptum og stofnar mánaðarreikning sem gengið er frá fyrir 10. hvers mánaðar. Sé þá greitt í peningum veitum við þér 2% afslátt. * HRINGBRAUT 120: Byggingavörur... Gólfteppadeild... Simar: Harðviðarsala.................28-604 .28-600 Málningarvörur og verkfæri....28-605 ..28-603 Flisar og hreinlætistæki.....28-430 byggwigavobBri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.