Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 1
 á f t t t I t t t t t t t t t t t t t t t i i i i A DAGBLAÐIÐ & VÍSIR 8. TBL. — 75. og 11. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 1985 Breytingar é ríkisstjórn eru ekki væntanlegar — st jórnkerf isbreyting f er fyrir þingið — ekki „róttækar ef nahagsaðgerðir” Breytingar á ríkisstjóminni eru ekki væntanlegar á næstunni að sögn heimildarmanna DV í forystuliði Sjálfstæðisflokksins. Einn af toppum sjálfstæðismanna sagöi í viðtali við DV í gærkvöldi að Steingrimur Her- mannsson forsætisráðherra hefði ekki næg tök á Framsóknarflokkn- um. Þar gætti tvískinnungs. Sjálf- stæðismenn „héldu að sér höndum” meðan hluti framsóknarmanna væri í stríði við þá. Að baki þessu mun liggja að hugmyndir Steingríms um að skipta út 1—2 ráðherrum úr hvorum flokki fyrir nýja menn hafi strandað í Framsóknarflokknum. Ennfremur hefur ekki á reynt, og er óvíst, að Þorsteinn Pálsson hefði fylgi i þingflokki sjálfstæðismanna til að veröa kosinn ráðherra í staö einhvers annars. Stjórnkerfisbreyting verður ekki ákveðin áður en þing kemur saman, hvorki með breytingum á reglu- gerðum né bráöabirgðalögum, aö sögn þessa forystumanns í Sjálf- stæðisflokknum. Frumvarp um stjómkerfisbreytingu, svo sem fækkun ráðuneyta, kemur vænt- anlega fram á þingi eftir aö þaö kemur saman. Afgreiösla þess gæti dregist til vors. Þá segja heimildir í stjómarliðinu að nú sé ekki taiinn grundvöllur fyrir „róttaekum skyndiaðgerðum í efna- hagsmálum”. Þau mál hafa verið töluvert rædd að undanförnu. Helst er búist við að útkoman verði yfirlýs- ing stjómarinnar um stefnu og við- ræður við aðila vinnumarkaðarins.-HH. Margirvildu bjóða íflutn- inga ísals „Við hefðum bæði getaö og viljað bjóða i riutninga Islenska álfélagsins og við hefðum gert það ef við heföum fengið tækifæri tii þess,” sagði Axel Gislason, framkvæmdastjóri skipa- deildar Sambandsins, i samtali við DV. Eins og greint hefur veriö frá í DV gerði lsal samning við Eimskipafé- lagið um alla flutninga fyrir álveriö í Straumsvik næsta árið án þess að leitað haf i veriö tilboöa í flutningana. Flutningar þessir nema rúmum 100 þúsund tonnum á ári. Þeir hafa frá upphafi verið í höndum Eimskipafé- lagsins. Ekki var leitað tilboöa að þessu sinni þrátt fyrir að reynsla undanfarinna mánaða hafi leitt i ljós ótvíræða hagkvæmni þess með lækk- un farmgjalda. „Mér þykir þetta undarlegt miðað við þróun í flutningamálum að und- anfömu,” sagði Axel Gíslason. „Þar sem um er að ræöa flutninga á áli út og fiutning á rafskautum og öðrum afurðum hingað heim þá er mjög góð nýting á skipunum. Það gerir þessa flutninga mjög eftirsóknarverða. Á siöasta ári leituðum við bæði til stjómar Isals og beint til skrifstof- unnar í Sviss um að fá að gera tilboð í flutningana. Viö sendum verðtilboð. miðað við það flutningsmagn sem þá var áætlaö en fengum síðar upplýs- ingar um að samið hefði verið við Eimskip,” sagði Axel. Guðmundur Asgeirsson, forstjóri Nesskips, sagði að hann hefði gert tilboð i Qutningana ef tilboða heföi veriö leitað. Nesskip bauö í Qutning- ana árin 1981 tU 1983 þegar útboðs- gögn voru send á telexskeytum frá Sviss. Nú hafi hins vegar engin út- boðsgögn borist. ÖEF Jóhann efstur Jóhann Hjartarson er nú efstur ásamt norska skákmanninum Agde- stein eftir fjórar umferðir á svæða- mótinu í Gausdal. Eru þeir meö þrjá vinninga og lagði Jóhann Danann Curt Hansen snöfurmannlega að velli í siðustu skák sinni. Þeir Helgi Olafsson og Margeir Pétursson eru nú í þriðja til fimmta sæti, ásamt Ostenstadt, og hafa þeir 2,5vinninga. -ÖBG Það hefur verið mikið rœtt og skrafað um hugsanlegar breytingar é ríkisstjórninni. En það er sama hvað spéð er i þessar breytingar, ekkert gerist. En nú virðist leyndarmélið vera leyst. Samkvœmt „éreiðanlegum heimildum" DV ætlar rikisstjórnin að gera gagnmerkar breytingar é sjélfri sér. Hún ætlar að fé sér ný föt. Ljósmyndari DV tók þessa mynd i gær þegar einn af mörgum klæðskerum skaust inn i stjórnarráðið með nýju fötin. Réðherrarnir voru að méta fiíkumar langt fram é nótt. i morgun tókst ekki að fé staðfest hvemig þessar breytingar hefðu tekist. -APH DV-mynd. HREINSANIRI HEGNINGARHÚSINU „Við vildum nýja siði í Hegningar- húsiö, nýtt loft i gamalt hús. Þess vegna hreinsuðum við til í yfirstjóm- inni,” sagöi Jón Thors í dómsmála- ráðuneytinu. Hreinsanimar geta aft- ur á móti haft það í för með sér að Fangavarðafélagið hefji málsókn gegn ríkinu vegna uppsagnar varð- stjóra. -" Forstöðumaður Hegningarhússins við Skólavörðustíg sótti um starf varðstjóra á Litla-Hrauni og greip dómsmálaráöuneytið umsókninni fegins hendi vegna þess að...það hafa verið undarlegar væringar í Hegningarhúsinu sem ekki geta tal- ist til venjulegra hluta,” eins og Jón Thors orðaði þaö. A hann hér viö samskiptaörðugleika forstöðu- mannsins, sem nú er orðinn varð- stjóri á Litla-Hrauni, og næstæösta yfirmanns Hegningarhússins, varð- stjórans sem sagt var upp störfum um áramót. Em mennimir hálf- bræður og hafa lengi eldaö saman -Fangavarða- félagið hótar málsókn grátt silfur innan veggja Hegningar- hússins. „Uppsögn varðstjórans er full- komlega lögleg. Hann hætti störfum strax um áramót en fær laun í þrjá 'mánuöi. Við íhugum aftur á móti málsókn gegn ríkinu vegna þess aö við teljum uppsögnina óþarfa og munum fara fram á bætur til handa varðstjóranum,” sagði Björk Bjarkadóttir, formaður Fanga- varðafélagsins. -EIR SigurðurHelga- sonyngrifor- stjóri Flugleiða? „Eg mun styðja þá tillögu að Sig- urður Helgason yngri verði for- stióri,” sagði Kári Einarsson, annar tveggja fulltrúa ríkisins í stjóm Flugleiöa, í samtali við DV í morgun. Stjórnarfundur hófst klukkan ell- efu í morgun. Á dagskrá er ráðning nýs forstjóra. Tvær tillögur voru komnar fram; um Sigurgeir Jóns- son, aðstoöarbankastjóra Seðla- banka, sem er hinn fulltrúi ríkisins í stjóm Flugleiða, og um Sigurð Helgason, svæðisstjóra í New York. I fjögurra manna nefnd, sem skip- uð vár til að gera tillögu um for- st jóra, náðist ekki samstaöa um einn mann. I nefndinni áttu sæti Halldór H. Jónsson, stjórnarformaður Eim- skips, Sigurgeir Jónsson, Kristinn Olsen og Sigurður Helgason, stjórn- arformaður Flugleiða. Nefndin klofnaði. Tveir þeir fyrmefndu stungu upp á Sigurgeiri en hinir stungu upp á Sigurði Helgasyni yngri. Fyrir stjórnarfundinn i dag var talið aö fjórir stjómarmenn af niu styddu Sigurgeir: Eimskipafélags- fulltrúamir Hörður Sigurgestsson og Halldór, Olafur 0. Johnson og Sigur- geirsjálfur. Þessi blokk, sem myndaðist fyrir nokkru um Sigurgeir, samanstendur einkum af gamla Flugfélagsarmin- um. Gamli Loftleiðaamiurinn hefur síðan náð samstöðu um að styðja Sig- urð yngrl Stuöningsmenn hans eru Sigurður Helgason 'ldri, Kristiiui Olsen, Kristjana Miila Thorsteins- son og Grétar B. Kristjánsson. Kári Einarsson styöur einnig Sigurð þrátt fyrir að f jármálaráðherra hafi óskað þess að hann styddi Sigurgeir. -KMU. Sigurður Helgason. Hann var éð- ur yfir fjérmélasviði Flugleiða en er nú i New Vork.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.