Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Móðurmjólkin er að þvi leyti frábrugðin kúamjólkurblandi og þurrmjólkurblandi að hún inniheldur öll þau nœringarefni sem ungbarnið þarfnast i réttum hlutföllum. Fæði ungbarna (0-12 mán.) OF EINHÆFT FÆÐI SLÆMT FYRIR UNGBÖRN Upphafsorð Grunnurinn aö velferö og heilbrigöi hvers einstaklings sem fæöist í þennan heim er lagöur meö réttu mataræði inóöurinnaryfirmeögöngutímann. Hin verðandi móðir þarf aö gæta þess aö boröa úr öllum fæðuflokkum dags daglega til þess aö tryggja sér öll nauðsynleg næringar- og bætiefni. Viö fæöingu þarf ungabarnið aö hafa járnforða í líkamanum sem dugar því í 3—4 mánuði. Brjóstamjólk og mikilvægi hennar Fyrstu vikurnar eftir fæöingu nær- ast ungabömin yfirleitt á brjósta- mjólk. Þó er mjög misjafnt hversu lengi bömin eru á brjósti. Þaö fer mest eftir aðstæöum móöurinnar. Mjólkurframleiðsla móöurinnar er mjög næm og veröur auöveldlega fyrir truflunum frá umhverfinu, t.d. þegar móöirin feraftur útá vinnumarkaöinn. Þess vegna er mjög mikilvægt aö fæö- ingarorlof þeirra kvenna sem vinna - MATUROG HOLLUSTA- Gunnar Kristinsson matvælafræðingur utan heimiiis sé aukiö í alla vega 6 mánuöi. Meö því að auka þann tíma sem kon- an getur verið heúna hjá sínu bami er stuðlað aö því aö bamið geti veriö leng- ur á brjósti. Þetta eru sjálfsögö mann- réttindi vegna þess aö barnið fær ör- ugga næringu lengur en ella. Meö brjóstagjöf myndast mikilvægt tilfinn- ingalegt samband á milli móöur og bams og er því mikilvægt aö viðhalda brjóstagjöf eins lengi og hægt er, en aö vísu innan eölilegra marka. Móðurmjólkin er aö því leyti frá- brugöin bæöi kúamjólkurblandi og þurrmjólkurblandi aö hún inniheldur öll þau næringarefni sem ungbarniö þarfnast í réttum hlutföUum. Bamiö á mjög auðvelt meö aö melta móöur- mjólkina. Engir sýklar eru í mjólkinni. En þaö sem gerir móöurmjólkina mik- ilvægari fyrir bamið en kúa- eöa þurr- mjólkurbland er að hún inniheldur mótefni gegn smitsjúkdómum, sem móöirin hefur fengiö á lífsleiöinni. Æskilegast væri ef barniö gæti nærst eingöngu á brjóstamjólk þrjá fyrstu mánuöi lífs síns. Meltingarfæri bams- ins eru í flestum tilfellum ekki orðin nógu þroskuö til aö geta melt annan mat. Jafnvel er talið aö ofnæmi geti myndast hjá börnum ef þeim er gefinn of snemma mjög próteinríkur matur, eins og til dæmis skyr. Neysla annarra fæðutegunda Ef börnin veröa ekki nægilega södd af mjólkinni má gefa þeim þunnan barnamjölsgraut 1—2svar á dag. Þetta er gert til þess aö börnin veröi södd en ekki vegna þess aö þau þurfi á því aö halda. Ekki er æskilegt aö bæta viö fleiri matartegundum fyrr en barnið hefur vanist grautnum vel, en þaö tekur um 2—3 vikur. Eftir þann tíma er ágætt aö byrja aö gefa barninu ávexti sem hræröir eru út í grautinn, t.d. skafin epli, banana eða appelsínusafa úr app- elsínu. Þaö gildir þaö sama meö ávext- ina eins og meö grautinn, gefa ekki baminu fleiri en eina tegund í einu. Þegar bamið hefur vanist ávöxtun- um má fara aö gefa því grænmeti, t.d. rifnar gulrætur eöa rófur, og hræra því saman viö grautinn. Eftú fúnm mánaöa aldur má bæta á matseöilinn soðnum fiski og kartöfl- um. Einnig má kenna börnunum aö japla brauö. Eftú 6 mánaöa aldurinn má síöan hægt og sígandi f ara aö venja bömrn á fjölskyldufæðið, þannig að 10—12 mánaöa geti börnin borðaö hvaö sem er, þó í aðgengilegu formi fyrir þau. Gæta skal þess aö þau boröi úr öll- um fæöuflokkum til þess aö þau fái öll þau næringarefni sem mælt er meö. Varist aö láta þau lifa á mjög einhæfu fæöi, vegna þess aö slíkt leiðir oft til mikils mjólkurþambs og lystarleysis samfara því. Lýsi er mjög mikilvæg fæöutegund fyrú smáböm. Ef gefið er þorskalýsi skal byrja með einum dropa og auka magnið síöan smám saman í eina bamaskeið (15 ml.). Ein bamaskeiö gefur um 500 ae. eða 12,5 ug af D-víta- míni. 4 dropar af lýsisdropum úini- halda um 600 ae. eöa 15 ug af D-víta- míni. Annars skal fara eftir þeim leið- beiningum sem gefnar eru upp á lýsis- glösunum eöa þeim upplýsingum sem veittar eru viö mæöraskoöun. Eftúfarandi tafla sýnir þörf barna frá 0—12 mán. fyrú nokkur næringar- efni, orku og vökva. Tafla þessi er fengin úr greúi sem Helga Hreúisdóttir ritaöi í Manneldismál, rit Manneldisfé- lags íslands, í nóvember 1981. Ymsar upplýsingar eru fengnar úr grern henn- ar og grein sem Gunnar Biering barna- læknú ritaöi í sama blað. Til þess aö næring barnsins geti orö- iö sem best skiptir öllu máli aö foreldr- ar séu sér meðvitaöú um rétta sam- setningu fæðisins. Á þann hátt miðla foreldrar þekkúigu til barna sinna. Þannig læra börnin þaö aö fæöiö getur stuölaö aö mögulega bættri heilsu og langlífi þeirra sjálfra. Komiö er í veg fyrir einhæft mataræöi barna og um leið í veg fyrir þá fylgikvilla sem fylgja einhæfu mataræöi. 0 — 6 mán. 6 — 12 mán. Orka(ha/kg) 110-120 100-110 Móðurmjólk Mjólkurmatur og aða önnur mjólk fleira Vökvi (ml/kg) 130-180 120-145 Móðurmjólk aða önnur mjólk Mjólk, vatn, safar Prótain (gr/kg) 2,5 g/kg 2,2 g/kg Móðurmjólk Mjólkurmatur, agg. aða önnur mjólk fisk- og kjötmati Kolvatnl Móðurmjólk aöa Mjólkurmatur, grautar. önnur mjólk ávaxtir, gmnmeti Fita Móðurmjólk aða Mjólkurmatur, kjötmati önnur mjólk smurfita o.fl. D-vít. (aa./dag) 400 aa./dag Fœstúrlýsi aða lýsisdropum 400 ae./dag C-vit. (mg/dag! 34 mg/dag Kamur úr ávaxtasafa 35 mg/dag Kalk (mg/dag) 380 mg/dag 540 mg/dag Móðurmjólk aða önnur mjólk Mjólkurmatur Járn (mg/dag) 10 mg/dag 15mg/dag Darnamjöls- Grautar, kjötmati grautar eftir (t.d. lifur) 4. mán. gróf brauð Flúor (mg/dag) 0,25 mg/dag Flúortöf lur I ráðlögðu magni 0,25 mg/dag Tartalettur dýr- astar og ódýr- astar á sama stað Á dögunum þurftum við aö nota tartalettur og fórum því aö kynna okkur verö á þeún. Kom mjög á óvart hve verö er mismunandi á tartalettum. Vera má aö einhver gæöamunur sé frá einu bakaríi til annars en þar sem í deigið fer nánast ekkert nema hveiti, smjörlíki og vatn er varla hægt aö svindla neitt í því sambandi. Þaö er hins vegar dálítil fyrirhöfn aö baka þær. Dýrustu tartalettumar voru hjá Bridde í Miöbæ og kostuöu þær 8 kr., stk. en þar var hægt aö fá magnaf- slátt, 40 stk. á 160 kr., eöa aðeins 4 kr. stk. Þannig voru tartaletturnar einnig ódýrastar hjá Bridde. I Ragnarsbakarú í Keflavúc kostuðu þær einnig 4 kr. stk. Er hér átt viö innlendar tartalettur. I Víöi er hægt aö fá danskar tartalettur, 10 stk. í pakka sem kostar 34 kr. I JL-húsúiu voru til íslenskar tartalettur frá Myllunni, 12 stk. í pakka sem kostar 52,65 kr., eöa 4,38 kr. stk. Niðurstaða könnunar okkar var annarsáþessa leið: A.Bj Brauðgerflarhús Verð á stk. Afsláttarverð Stk. Álfheimabakarí 6 kr. stk. 12 stk. á 60 kr. 5,00 Austurver 6,00 Bernhöftsbakari 7,00 Bridde 8,50 40 stk.á 160,00 4,00 Mosfellsbakari 8,00 8 stk. á 58,00 7,25 Nýja kökuhúsið 7,00 Ragnarsbakari, Kefl. 4,00 Víðir, Mjóddinni (danskar) 10 stk. á 34,00 3,40 JL-húsið (Myllan) 12 stk.á 52,65 4,38 Lokaorð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.