Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. 13 Hóf er best í hverjum hlut Ég minntist á þaö í síðustu grein minni aö þótt um margt væri deilt i íslenskri utanríkisstefnu þá væri þar aö finna tvær heilagar kýr, sem sjaldan eða aldrei væri amast við, það er þátttaka í Sameinuðu þjóðun- um og svo veislustand það sem nefnt er norræn samvinna. Nú skal ég strax viöurkenna að enda þótt ég velji norrænni samvinnu þetta háðs- yröi þá geri ég mér harla vel ljóst að hún getur verið meira en það og er það meira að segja á stundum. Ég tók það lika fram að hvorki vildi ég að við hættum þátttöku í starfi hinna Sameinuöu þjóða né norrænu sam- starfi, enda þótt óþarfi sé að tala um hvort tveggja með gagnrýnislausum helgisvip. Veisluglaumur til skaða? Ég er í engum vafa um það að við höfum haft ýmislegt gott af norrænu samstarfi. Vel kann að mega leiða að því rök að við höfum fengið allt það fjármagn á ýmsan hátt margfald- lega til baka sem viö höfum í þaö lagt enda er það oft svo í svona „stemmn- ings”-samstarfi að minnsti aðiiinn hefur af því hvað mest gagn. En það fer varla fram hjá neinum að al- menningur hefur í raun harla lítið álit á því og telur það einkum fólgið í veislum og gleðskap fyrirmanna þjóðfélagsins. Ekki er raunar fjarri lagi að ýmsir þeir sem veljast til for- ystu í hinu norræna samstarfi séu bæði viljugir til ferðalaga og veislu- glaðir og á það að minnsta kosti ekki síður við um fulltrúa frænda okkar en okkar eigin menn. Nú er það vissulega svo að ýmis mál leysast miklu farsællegar undir veisluborðum en á þreytandi fundum og formlegum ráðstefnum. Þátttaka í samkvæmislifi er nauðsynlegur þáttur í aiþjóðlegu samstarfi hvort sem mönnum likar betur eða verr. Engu að síður er það svo að það þarf að fara vel með veislugleðina ekkert síður en svo marga aðra hluti og mig grunar að með óvarkárri meðferð á henni hafi menn á stundum komið óorði á annars góð málefni. Það er hins vegar athyglisvert að engri gagnrýni er haldið uppi á hið norræna samstarf og framkvæmd þess af þeim aðilum sem annars telja flest í ólestri í þjóðfélaginu. Ekki einu sinni hagsýnipostular telja þar neina brotalöm, enda er þess vandlega gætt að ferðum og veislum sé réttlátlega skipt meðal allra póli- tiskra afla í þjóðfélaginu. Sýnir það út af fyrir sig hið fomkveðna að allt sé til sölu, aðeins misjafnlega dýrt. Allt gott sem þaðan kemur? Hin mikla samtrygging pólitískra varðhunda um hið norræna samstarf hefur orðið þess valdandi að við höfum fyllst andvaraleysi gagnvart frændum okkar. Andvaraleysi, sem ég óttast að geti snúist I andhverfu sína við minnsta tilefni, eins og oft vill verða. Segja má að það sé orðin viðtekin venja hjá okkur að taka öllu sem frá þeim kemur gagnrýnilaust, allt hljóti að vera gott sem frá þeim kemur. Af þessu höfum við sopið beiskt seyði á ýmsum sviðum, í menntamálum, skipulagsmálum, að ógleymdu margháttuðu fargani í svokölluðum lýðhjálparmálum og yfirþyrmandi forsjá fyrir fullvita fólki, eins og frændur vorir eru hreint að farast fyrir. Það er rétt eins og postular norr- ænnar samvinnu vilji helst að við gleymum því um aldur og ævi að við séum sjálfstæð þjóð, heldur einhver óskilgreind ögn úr norrænni þjóða- deiglu. Á það er sárasjaldan minnst að það eru einmitt hinir norrænu frændur okkar sem eru okkar hörð- ustu keppinautar á velflestum mörkuðum og beita okkur þar engum vettlingatökum, heldur gera okkur allt til bölvunar. Það er raunar ekkert nema eðlilegt, því enginn er annars bróðir í leik, en það hvarflar stundum að manni hvort þeir séu ekki einum of vissir í sinni sök um að við æmtum hvorki né skræmtum, vegna þess að þeir eiga í hlut, enda þótt viðskiptahættir séu á stundum á takmörkum velsæmis. Ef litið er á viðskipti okkar við þessi lönd er svipað uppi á teningn- um. Þau eru okkur ákaflega óhag- stæð. Við kaupum og kaupum af þeim vörur, enda þótt þeir sýni okkar framleiðslu á stundum beinlín- is fyrirlitningu og rakki hana niður. Vegna þessa dálætis sem við höfum á viðskiptum við frændur okkar langt umfram það sem verð og vöruval segir til um. I skjóli hins norræna dálætis hefur ein frændþjóðin okkar komist upp með það að gera okkur í raun að nokkurs konar verslunarný- lendu sinni á sviði heildverslunar. Ef við þeim er amast vegna þess að þeir „Ekki or raunar fjarri lagi að ýmsir þeir sem veljast til forystu í hinu norræna samstarfi séu bæði viljugir til ferðalaga og veisluglaðir." Kjallari á fimmtudegi MAGIMÚS BJARNFREÐSSON soga fjármagn út úr landinu er sagt: „Hva, þetta eru bara Danir, bestu vinir okkar!” Þannig liggja fleiri dæmi við bæjardyr okkar en við vilj- um ekki sjá þau því það er ekki í tísku að gagnrýna neitt sem norrænt er. Því skal öllu kyngja gagnrýni- laust. Eitt ljósasta dæmið um þetta er til- raun núverandi menntamálaráð- herra til þess að troða upp á okkur einu leiðinlegasta sjónvarpi norðan Alpaf jalla, sem mér er raunar alger- lega ofviða að skilja. Ég hefi engan mann hitt, hvorki til hægri né vinstri í stjórnmálum eða þar í milli, sem skilur þetta mál. Það virðist bara eitthvert einkamál ráðherrans að dengja þessum andsk... yfir okkur hvort sem við viljum eða ekki. Rök- semdum er svarað með útúrsnúning- um. Á meðan Ríkisútvarpið reynir að halda í eitthvað af starfsliöinu með óvenjulegum greiðslum er til þess ætlast að fé sé fleygt í það að sjónvarpa yfir okkur Lavaloppett og Harðangursfiðlutilbrigöum þeirra frænda okkar án þess að við getum svo mikið sem borgað fyrir okkur með íslensku glímunni, þjóðdönsun- um eða rímunum. Þar með verður menningarlegi viðskiptajöfnuðurinn ekki betri en hinn efnislegi! En gamanlaust: Við eigum að hafa gott samstarf og samvinnu viö frændur okkar á Norðurlöndum. En það samstarf á ekki að byggjast á gagnrýnileysi og undirgefni. Við þurfum þess ekki. Við skulum ekki gleyma því að enda þótt að okkur sæki sterkir og vafalítið hættulegir menningarstraumar og pólitísk áhrif úr ýmsum áttum, þá höfum við að- eins einu sinni á ellefu hundruö árum glatað sjálfstæði okkar og það var í hendur frænda okkar sem notuðu veislur, skjall og fagurgala sem meginaðferðir í að gera okkur háða sér. Ég er ekki að gera því skóna að forráðamenn frændþjóða okkar hafi neitt slíkt í huga en ekki sakar fyrir þá forráðamenn okkar sem blindast- ir sýnast í dýrkun sinni á hinu norr- æna samstarfi að hafa í huga hina fornu speki Hávamála: Gáttir allar, áðr gangi fram, um skoöask skyh, um skyggnask skyli, því at óvíst er at vita, hvar óvinir sitja á fleti fyrir. Magnús Bjarnfreðsson. Frakkland—Kína: Athyglisverð þróun Á sl. ári varð athyglisverð þróun í tveimur ólíkum ríkjum, þ.e. Frakk- landi og Kína, sem vert er að huga nánar að. Það sem gerst hefur þar hlýtur að vera þeim mikil vonbrigði, sem í blindni trúa á kenningar sósíal- ismans til lausnar vandamálum í efnahags- og stjómmálum. Mitterrand vann eftirminnilegan sigur undir vígorðum sósíalisma og vinstri-mennsku árið 1981 og sósíalistaflokkur hans fékk síðan meirihluta í þingkosningum stuttu seinna. Sigur Mitterrand í forseta- kosningunum hrærði mjög hjörtu vinstri manna á Islandi. Svavar Gestsson sendi m.a. sérstakt heilla- skeyti til Parísar og gott ef ekki var dansað í herbúðum Alþýðubanda- lagsins þá nótt. Vinstri úrræðin Hinn nýi forseti gekk til starfa í þeirri trú að hinar hefðbundnu leiöir vinstri manna gætu leyst hin miklu efnahagslegu vandamál, sem steðj- uðu aö Frakklandi. Ráðin voru: auk- in samneysla og hækkun ríkisút- gjalda, miklar skattahækkanir, sem hio „breiðu bök” áttu að bera, þjóðnýting ýmissa atvinnugreina, einkum í stóriönaði og bankastarf- semi. Afleiðing þessara aðgerða urðu mikil vonbrigði. Verðbólgan minnk- aði ekki, viðskiptahalli var gífurleg- ur, erlendar skuldir jukust mjög hratt, atvinnuleysið jókst og hópur fátæklinga stækkaöl Viðbrögð Mitter- rands við afleiöingum þessara mis- heppnuðu vinstri aðgerða voru þau að reyna að snúa við, hverfa frá braut sósíalismans og taka upp „gömlu íhaldsúrræðin”. Hann tók að skera niður ríkisútgjöld, hvatti til einkareksturs og skar niður óarðbær atvinnufyrirtæki í eigu ríkisins. Misheppnuð tilraun Þessar nýju aðgerðir hafa gert það að verkum, að verðbólga hefur .minnkað úr 14% 1982 í tæp 7% nú. Gengi frankans hefur haldist stöðugt eftir þrjár gengislækkanir í upphafi Kjallarinn BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON ALÞINGISMAÐUR. tímabils Mitterrands og viðskipta- hallinn hefur minnkað. Hins vegar hefur atvinnuleysi aukist og nú eru yfir 10% vinnufærra manna (2,4 milljónir) atvinnulaus. Allt hefur þetta valdið því, að gengi Mitterrands fellur stöðugt. Skv. nýjum skoðanakönnunum hefur hann nú fylgi 25% kjósenda, en flokkur hans 21%. Þessi vinstri tilraun í Frakklandi hefur reynst dýr og er ekki til eftirbreytni. Almenningur á Islandi ætti að taka hana sem víti til vamaöar. Þróunin í Kína Á sama tíma og þessi þróun hefur verið í Frakklandi berast austan úr Kína athyglisverðar raddir um grundvallaratriði sósíalismans. For- ystumenn þar létu hafa eftir sér að kenningar þeirra Marx og Lenins séu úreltar og leita veröi nýrra leiða til lausnar þjóðfélagsmálum. Þær leiðir sem Kínverjar fara eru í átt til auk- ins frjálsræðis, einkareksturs og samkeppni. I landbúnaði hafa fjölskyldubú verið tekin upp á ný, en aö sama skapi dregið úr samyrkjubúum. Þetta hefur valdið gífurlegri breyt- ingu í Kína, enda 80% íbúanna tengd- ir landbúnaði. Nú hefur forystan í Kína snúið sér að borgunum. Ný áætlun hefur verið gerð, sem losar um hin miklu ríkisafskipti. Einstakl- ingar eru hvattir til að stofna fyrir- tæki, örvað er til samkeppni, og reynt er að laða erlent einkafjár- magn til landsins. Jafnvel verðbréfa- markaður hefur verið settur á stofn. Engin furða er þó þeir Kínverjar telji kenningu Marx og Lenins úrelta, því að hin nýju úrræði Kínverjanna eru í kenningum tvímenninganna einhver verstu einkenni kapítalismans. Þó að þessi tvö lönd, Frakkland og Kína, séu gjörólík, hlýtur þróunin þar að vera sósíalistum mikiö umhugsunarefni. Á Islandi berja menn samt enn höfðinu viö steininn. Það var síðast stuttu fyrir jól að einn þingmanna Alþýðubandalagsins flutti sósíalisma þeirra Marx og Len- ins mikla ástarjátningu. Birgir ísl. Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.