Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. Spurningin Ferð þú á útsölur? Brynja Þóröardóttir, aöstoöarstúlka tannlæknis: Nei, þaö geri ég ekki. Ég kaupi þaö sem mig langar í þegar mig langar í þaö og er ekkert aö elta uppi útsölur. Berglind Ásmundsdóttir nemi: Já, ég fer stundum á útsölur. Ég kaupi þá yfirleitt föt og geri oft góö kaup, hef t.d. keypt buxur á mjög góðu verði. Ágúst Guömundsson, kominn á eftirlaun: Já, ég fer af og til á útsölur. Ég er þá oftast aö leita eftir fötum og geri oft góö kaup. Mér finnast útsölur alveg nauðsynlegar og þær ættu helst aö vera allt árið um kring. Ólöf Sigurjónsdóttir, atvinnulaus: Ég fer stundum á útsölur og kaupi mér þá helst föt. Ég hef farið á eina útsölu þaö sem af er árinu en keypti ekki neitt þar. Hrefna Guðnadóttir húsmóðir: Já, þaö kemur fyrir aö ég fer á útsölu. Ég er einmitt að fara af stað núna í leit að fötum á góöu verði. Stefanía Sigurðardóttir, aöstoðar- stúlka tannlæknis: Nei, ég feryfirleitt ekki á útsölur. Þó var ég rétt í þessu aö kaupa alveg ágætar barnabuxur á út- sölu sem ég er aö hugsa um aö gefa í afmælisgjöf. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Maríudýrkun í lúterskum kirkjum Mikjállskrifar: 1 lesendadálki eins dagblaöanna var fyrir skömmu bent á hve óviðeig- andi væri aö syngja maríubænir í lúterskum kirkjum. Þetta er aö mínu mati hárrétt athugasemd. Stuttu fyrir áramót var haldin mikil Biblíuhátíö á vegum nokkurra félagasamtaka m.a. Biblíufélagsins til aö minnast 400 ára afmælis Guðbrandsbiblíu. Þar voru hinir fær- ustu menn fengnir til aö flytja erindí og úrvalsfólk kom og flutti tónlist. En sannarlega kvaö viö annarlegan tón þegar fariö var aö syngja Ave María. Þetta er bæn til Maríu meyjar. María er auövitaö allrar viröingar verö, en ekki lotningar og tilbeiðslu frekar en aörir dauölegir menn. Guö einn á aö tilbiðja og ákalla, í nafni Jesú Krists. Þetta var þeim mun fráleitara þegar á það er litið aö þarna var fólk komið saman til aö hugleiða afrek Guöbrands Þorlákssonar, eins merk- asta biskupsins eftir siöbótina og raunar í íslenskri kirkjusögu. Það vita allir aö siöbótin snerist um þaö aö leiöa ritninguna á ný til öndvegis og víkja burtu því sem samræmist ekki boöskap hennar. „Sola scriptura”, ritningin ein, var eitt helsta áhersluorö siöbótarmanna. Maríuákall og dýrlingadýrkun eiga sér auövitað enga stoö í ritningunni. Því miöur heldur kaþólskan kirkjan ennþá fast viö allar kenningar sem siöbótarmenn hvöttu presta til aö hætta aö flytja af því aö þær kenning- ar eru gagnstæöar fagnaðarerind- inu. Nú verða kirkjunnar menn aö taka á sig rögg og gera sér grein fyrir hvaö á viö og hvaö ekki á samkom- um, guðsþjónustum og hátíðum kirkjunnar m.a. þegar fengiö er söngfólk til aö leggja fram krafta sína. Þaö er blátt áfram skylda þeirra. Að ööru leyti er ég þakklátur fyrir störf Biblíufélagsins og óska því allra heilla. Mig langar ennfremur hér aö minnast á aö kristniboö meöal heið- ingja hefur veriö nokkuö á dagskrá undanfarið og skilningur manna auösjáanlega töluvert mismunandi. Nú er Ástráöur Sigursteindórsson, starfsmaður Bibliufélagsins, farinn að lesa frásagnir um kristniboða um víöa veröld í útvarpinu kl. tvö á dag- inn. Þaö sem ég hef heyrt þykir mér sériega athyglisvert. Lesarinn á þakkir skildar fyrir aö koma meö þennan fróðleik einmitt núna og ætti fólk sem vill vita hvað kristniboöar eru aö fást viö aö gefa gaum aö þess- umlífleguþáttum. Tónlistarunnandi er ekki ánægður með afstöðu hljómsveitarinnar Kukls til islenskra tónlistarmála i útvarpsviðtali fyrir skömmu. „Dramb og tilætlun- arsemi Kuklara” Tónlistarunnandi skrifar: Mikill endemis rembingur og hr(M kom fram hjá liösmönnum hljómsveit- arinnar Kukls sem Jón Gústafsson tal- aöi viö í útvarpinu á sunnudaginn. Ekki bara að þeir gáfu skít í Islendinga og íslenskan tónlistarsmekk heldur fannst þeim ekki nema sjálfsagt aö viö héldum þeim ókeypis uppi líka. I þessu ágæta viðtali býsnuöust þess- ir herrar yfir því aö almenningur og stofnanir hans skuli ekki sjá sér fært aö borga þeim kaup eins og öðrum hokurbændum. Þeir vilja fá ókeypis stúdíóupptökur hjá útvarpinu af því að þeir séu svo mikilvægir íslenskri menningu. Gott ef þeir ekki biöja um að fá aö skreppa niður í Japis ti! aö kaupa hljómborö — skrifa þaö á ríkið, takk. íslenska menningin þeirra er þó ekki meiri en svo að textar þeirra eru á erlendum málum og í viötalinu viöur- kenndu þeir, neí stærðu þeir sig af því aö þeir væru sko ekkert aö syngja ofan í íslensk smetti heldur miðuðu þeir á útlenska markaöi. Þeir heföu sinn „eigjent” í London sem sæi um þeirra mál, auk þess sem alltaf væri einn þeirra í útlöndum. Nú er allt í lagi aö brosa blítt til ís- lenskra tónlistarmanna, frekar en ann- arra. En Kuklarar kröfðust þess aö rás tvö útvarpsins spilaði nær eingöngu ís- lenska tónlist. Sú krafa hljómar kannski eins og hún geti verið sann- gjörn þangað til maöur gerir sér ljóst aö þetta myndi þýöa lítiö annaö en aö lélegar íslenskar stælingar á útlendum dægurflugum dyndu yfir hlustum okk- ar sakleysingjanna. Og ekki myndi slíkt koma Kuklurum til góöa því ekki ætlast þeir til aö útvarpsmenn flokki engilsaxneskuna þeirra sem íslenska tónlist? ISIMA 68-66-11 I kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ m\ HRINGIÐ „Börnin mótast af uppeldinu og umhverfinu. Þau læra að hegða sér eins og þeir sem þau umgangast mest, þ.e. fullorðna fólkið," segir Helga m.a. i grein sinni. „Börn og unglingar mótast af uppeldimT Heiga skrifar: Mig langar aö svara grein Bjargar sem birtist á lesenda lesendasíöu DV 27. des. sl. Það er gaman til þess aö vita hvaö allir voru vel upp aldir og kurteisir í eina tíö. Ég held þó aö fólk ætti aöeins aö líta um öxl og hugsa sig tvisvar um áður en þaö níðir niöur þann þjóöfélagshóp sem þaö einu sinni tilheyröi sjálft. En þaö er svo skrýtiö meö suma aö þeir eru alveg ótrúlega fljótir aö gleyma. Börnin mótast af uppeldinu og um- hverfinu. Þau læra aö hegöa sér eins og þeir sem þau umgangast mest, þ.e. fullorðna fólkiö. Björgu finnst aö sýna eigi sér og hinum fullorönu kurteisi og tek ég undir það. En hvaö er meö börnin og unglingana. Er engin ástæöa til aö sýna þeim hiö sama? Björg talar einnig um aö viö unglingarnir njótum erfiðis eldra fólksins og aö sjálfsögðu gerum við það. Þannig mun það líka halda áfram kynslóð eftir kynslóö. Þetta er gangur lífsins. Mér og öörum ungl- ingum er kunnugt um aö margt hefur veriö gert fyrir okkur og ég held aö flestir séu þakklátir fyrir það. En ég vil bæta því við aö þaö gildir ekki ein- göngu um okkur heldur einnig um ykkur eldra fólkiö. I dag er boðið upp á ýmislegt til dægrastyttingar fyrir aldraöa og er þaö vel. Leyfi ég mér líka aö efast um að þeir vildu verða af því. Þykist ég vera nokkuö viss í því aö þessi þjónusta var ekki til staðar fyrir eldri borgara þegar þú varst unglingur. I lokin vil ég óska þess að næst þegar Björg skrifar um kynslóð þá sem á aö erfa landiö verði það gert meö aðeins meiri sanngirni í hennar garö. Hafa ber í huga aö þaö er full- oröna fólkið sem elur bömin upp rétt eins og í gamla daga. „BURT MEÐ NÝJU ÚTVARPSLÖGIN” Útvarpshlustandi skrifar: Til hvers er veriö aö eyöa tíma Alþingis í aö fjalla um ný útvarpslög? Gerir fólk sér grein fyrir afleiðingum f jölmiölaflóööldu á Islendinga? Nei, fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað slík holskefla getur kostaö. Ég á líka mjög erfitt með að skilja til hvers fólk er aö heimta nýjar útvarps- og sjónvarpsstöövar. Við höfum hér nú tvær útvarpsrásir sem ættu að geta sinnt landinu öllu vel og sjónvarpið er fullfært um aö sýna okkur sjónvarps- efni. Fólk vill bara heimta og heimta þó aö íslenska þjóðin þurfi allt annað en slíka mötun sem fjölmiölarnir eru, eins og málum er háttað í dag. Gleggsta dæmiö um þessa mötun er myndbandaæðið. Fólk liggur nú öll kvöld yfir og glápir á alls konar glæpa- efni af myndbandi. Og þessi hryllingur þykir oröinn besta barnapía sem völ er á. Mín skoðun er sú að þessir f jöimiðlar sem viö höfum í dag séu fullgóöir handa okkur. Þaö er ekki rétt stefna að ætla aö fara hrúga niöur útvarps- og sjónvarpsstöðvum á meöan andlegum þroska fólksins í landinu hrakar stöö- ugt. Burt með nýju útvarpslögin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.