Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. Kjamtóðurgjald á alifugla tvöfaldað Samkvæmt reglugerð land- búnaðarráðherra, sem tók gildi um áramót, var kjamfóöurgjald til ali- fugla- og svínaræktar tvöfaldað frá því sem áður var, en gjald til kúa- og sauðfjárræktar lækkaö um þriðjung. Þetta gæti þýtt um 12 til 13% hækkun á verði til neytenda að sögn Gunnars Jóhannssonar, kjúklinga- og eggja- framleiðanda á Asmundarstööum. Reglugerð landbúnaðarráðherra kveður á um að frá áramótum skuli greiða 60% gjald af innkaupsverði kjamfóöurs. Reglugerðin gildir til 1. júní næstkomandi. Frá miðju síöasta ári var gjald þetta til svína- og ali- fuglaframleiðenda 1300 krónur á hvert tonn og 19% að auki, eða um 33% af innkaupsveröi. Það var hins vegar á sama tima 89% af innkaups- verði til kúa- og sauöf járbænda. „Það er enginn búinn að hækka vömna sem þessu nemur því það trúir enginn aö þetta standist,” sagöi Gunnar Jóhannsson i samtali viö DV. „Það lifa aliir í þeirri von að þetta hafi verið einhver misskilning- ur hjá landbúnaðarráðherra. Að minnsta kosti er þetta ekki í neinu samræmi við fyrri yfirlýsingar ráð- herra Sjálfstæðisflokksins.” Samkvæmt reglugerð er heimilt að endurgreiða hluta gjaldsins aftur. Að sögn Gunnars Guðbjartssonar, framkvæmdastjóra Framleiðsluráös landbúnaöarins, liggja ekki fyrir reglur um hvemig að þeirri endur- greiðslu skuli staðið. Nefnd manna undir formennsku Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofustjóra í land- búnaðarráðuneytinu, vinnur nú að mótun þeirra reglna. Formaður Sjálfstæöisflokksins gaf þá yfirlýsingu siðastliöið sumar að stefnt væri að því að fella niður kjarnfóðurgjaldið á þessu vori, ef til vill frá og með aprílmánuði næst- komandi. „Þetta getur veriö skoöun Þorsteins Pálssonar en það liggur ekki fyrir nein samþykkt um að fella eigi gjaldið niður,” sagði Gunnar Guöbjartsson. Hann benti á aö ríkis- stjómin hefði samþykkt á síðasta ári að kjamfóðursjóður skyldi greiöa 94 milljónir króna til Áburðarverk- smiðjunnar til lækkunar áburðar- — geturþýtt 12% verðhækkun til neytenda verðs. Þessa greiðslu átti að inna af hendi fyrir 1. júní á þessu ári. Þegar hafa verið greiddar 49 milljónir króna. Sagði Gunnar aö ólíklegt væri að hægt væri aö greiða þaö sem eftir stæði á næstu fjórum mánuðum og því sæi hann ekki möguleika á að leggja kjarnfóðurgjaldið niöur. Kjamfóðurgjald mjólkurframleið- enda er einnig endurgreitt að hluta. Aö sögn Gunnars Guðbjartssonar mun þessi endurgreiðsla úr kjarnfóöursjóöi væntanlega nema rúmum 20 milljónum króna fyrir síð- asta ár. ÓEF Sumarfrí er lífsnauðsyn — kvíði og leiði fylgir of mikilli vinnu, segirHannes Pétursson, yfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans Hamingjusöm fjölskylda „Það er ljóst að of mikiö vinnuálag er heilsuspillandi og veldur kvíöa og leiða. I kjölfariö fylgja svo ýmsir likamlegir kvillar, svo sem gikt og vöðvabóiga sem virðist vera landlægur sjúkdómur hér á landi og rekja má beint til streitu,” sagði Hannes Péturs- son, yfirlæknir geðdeildar Borgar- spítalans, aðspurður hvaða áhrif það hefði á heila þjóð sem ekki virtist hafa ráö á því aö fara í sumarfrí. En eins og greint var frá í fréttum DV í gær sýna niðurstöður skoðanakönnunar sem Hagvangur gerði í október að þriðjung- ur íslensku þjóðarinnar fer ekki í sumarleyfi. Hollt að vinna í hófi „Það er hollt að vinna í hófi en það eru öfgar í báðar áttir. Atvirmuleysi fylgja geöræn vandamál og erlendar rannsóknir sýna að of mikil vinna er einnig heilsuspillandi. Það er vitað mál að lslendingar vinna lengur og meira en aðrar þjóðir og bera auk þess minna úr býtum fyrir störf sín. Fólkið lendir í vítahring; það bætir viö sig vinnu til aö ná í fleiri aura. Kvíðinn og leiðinn magnast, afköst minnka og svo þegar ofan á allt bætist að ekki er lengur ráö á sumarfríi þá stefnir í hreint óefni,” sagði Hannes Pétursson. Hann bætti því við að í nágranna- löndum okkar tíðkaöist það ekki að fólk ynni mikla aukavinnu, nema brýna nauösyn bæri til. „Eg bjó í Bret- landi í 6 ár og þar fara menn í sumar- frúð sitt hvaö sem tautar og raular. Þeir skipuleggja það vel og einhvem veginn virðist þeim hafa lærst aö sumarfrúð er úfsnauösyn. Alla vega hefur þaö forgang umfram flest annaö.” Niðurgreiddar sólarlandaferðir Hannes Pétursson yfirlæknir lýsti vissum áhyggjum súium yfú- því að Hannes Pótursson yfirlæknir: — Almannatryggingar greiði niður sumarferðir landsmanna. DV-mynd GVA. miðað við núverandi efnahagsástand í landúiu stefndi allt í eina átt; meiri vinnu. Launakerfið hérlendis ýtti undir yfú'vinnu gagnstætt því sem tíökaöist í nágrannalöndunum. „En hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að breyta þessu kerfi? Varla er það náttúrulögmál að Islendúigar verði aö vinna svona mikla yfirtíð. Ég fæ ekki betur séð en farsælasta lausnúi í þessum vanda sé að almannatrygg- úigar taki að sér að greiða niöur sumarleyfisferðir fyrir almenning því sumarfrí er nauðsyn, tilbreytúig er úfsnauösyn,” sagði Hannes Pétursson yfú-læknú-. -EIR. Það voru þrjú bros sem mættu á rit- stjórn DV í gær: Armann Jónasson og eiginkona hans, Sigríður Fúinboga- dóttir, ásamt dótturinni, Iris Júúu. Þau voru komin til aö ná i verðlaunagripinn sem þau unnu í jóla- getraun DV, myndbandstæki frá Pana- sonic. Fjölskyldan er búsett í Borgar- nesi en kom gagngert í bæinn tú að skoða gripinn. >rEiginlega höfum við hugsað okkur að skipta myndbandinu og fá útsjón- varp og leiktölvu í staðúin,” sagði i Sigríður er hún tók undir kassann með myndbandinu góða. Undir það tók Iris Júúa og húsbóndúin sagði myndbands- tæki í Borgarnesi enga nauðsyn á meðan íbúarnir nytu kapalkerfisúis sem sendir út kvikmyndir fjögur kvöld í viku og barnaefni daglega. Kostar sú þjónusta 250 krónur á mánuði en myndbandstækið í jólagetrauninni kostar aftur á móti 39.900 krónur. „Góð búbót það,” sagði fjölskyldan er hún hvarf á brott meö gripinn. -EIR. Sigriður Finnbogadóttir, íris Júlía og Ármann Jónasson með mynd- bandstækið. DV-mynd E.J. Áskorandúin Garrí Kasparov virðist eiga góða möguleika á að saxa á forskot Anatoly Karpovs í heúnsmeistaraeinvígúiu í Moskvu. Er fertugasta skákin fór í biö í gær var hann með sælu peði meira — hvor um sig hafði hrók og riddara í endatafli og Kasparov þrjú peö gegn tveimur peöum heimsmeistarans. Stórmeistarar í Moskvu voru ekki á eitt sáttir hvort staða hans væri unn- úi en 75% vinningslíkur töldu þeir ekki fjarri lagi. Búast má við að skákmeistararnir hafi gengið seint til náða í gærkvöldi því biðskákin verður tefld áf ram í dag. Enn varð sama byr jun uppi á ten- ingnum og í tveúnur síöustu skákum, gamla góða drottningarbragðið, en nú breytti Kasparov um leikjaröð. Beiö með hrókfærúigu og hóf strax aðgerðir á drottningarvæng. Þetta virtist koma Karpov á óvart því hann hugsaði um 13. leik sinn í tæpan hálf- tíma. Leikur hans hlaut ekki náð fyrú augum skákskýrenda og tuttug- asti leikur hans þótti beinn afleikur. Með honum freistaði Karpov þess greinilega að reyna að einfalda taflið en eftir þvingaða leikjaröð komst hann ekki hjá peðstapi. Þá var farið að spá Kasparov sigri, sem var að auki kominn meö klukkustundarfor- skot á skákklukkunni. „Hvíta staðan er mjög góð en enn er hún ekki unn- m,” sagði heimsmeistarinn fyrrver- andi, Mikhail Tal. Karpov lenti í tímahraki en Kasparov hafði hins vegar 45 minútur fyrir síðustu 8 leiki sína. Heimsmeistaraeinvígið íMoskvu: Vinnur Kasparov? — stórmeistarar telja 75% líkur á sigri hans í40. einvígisskákinni sem fóríbiðígær Samt þótti mörgum hann slaka á klónni með því að leyfa drottninga- kaup. Nú verður fróölegt að sjá hvort honum tekst aö knýja fram sigur. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð I. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. Bxf6 Bxf610. cxd5 exd511. b4 „Ekki hróka nema þú sjáir engan betri leik,” segir gömul skákregla. I síðuxtu tveimur skákum var skotið úin leikjunum 11. 0-0 Rd7 og þá fyrst lék hvítur b-peðinu fram. II. — c512. bxc5 bxc513. Hbl Da5 Hvítur virðist fyrr en seinna neyðast til að hróka eftir 13. — Bc6 og þá er hætt við að sama staða kæmi upp og í síðustu tveún skákum. Leikur Karpovs kom á óvart og Kasparov hugsaði nú í 20 múiútur. 14. Dd2 cxd4 Eftir 14. - Bc6 15. Rb5 Dxd2+ 16. Kxd2 á hvítur betri stöðu. 15. Rxd4 Bxd4 16. exd4 Bc6 17. Rb5! Dd8 Skák Jón L. Ámason Nú eru drottnúigakaupm 17. — Dxd2+ 18. Kxd2 hagstæö hvítum því kóngurinn er sterkur á miðjunni. 18.0-0 a619. Ra3 Leikið eftir 6 minútna umhugsun og nú er ljóst að hvítur hefur náð undirtökunum — hann getur sótt a peöum svarts á a6 og b5 og biskuj svarts er lokaöur rnni af peðurr. sínum. 19. —He8 Nú hugsaði Karpov í 52 mínútur. Hótunrn er 20. — De7 sem setur á tvo menn en það er auðvelt að sjá við því. 20. Rc2Hxe2! Svartur hefði betur leikið 20. — Bb5 þótt enn eigi hann í erfiðleikum. Textaleikurúm virðist byggður á eúiföldum misreiknmgi. 21. Dxe2 Bb5 22. Hxb5 axb5 23. Dxb5 Hxa2 24. Re3 Að sögn David Goodman, fréttarit- ara DV á emvíginu, roðnaði Karpov greinilegaí kinnum eftir þennan leik. Hann kemst ekki hjá peðstapi og út- litið er ekki bjart. Túni: Kasparov 1 klst., Karpov 2 klst. og 6 mínútur. 234. —Ha5 25.Db7De8! Besti möguleikinn. Hvítur hótaði Hcl—c8. 26. Rxd5 Hb5 27. Da8 Dd7 28. Rc3 Hb4 29. d5 Dc7 30. Rdl Hb5 31. Re3 Hér kom 31. Da2 til grerna og halda drottnúigunum úiná borðinu. 31. — Da5 32. Dxa5 Hxa5 33. Hdl Rd7 34. g4 g6 35. Kg2 Ha4 36. h3 Kg7 37. d6 Ha6 38. f4 Hc6 39. h4 Kf8 40. g5 hxg5 Hér fór skákin í biö og lék Kaxparov (hvítur) biðleik, vafalaust 41. hxg5. Svartur verður aö bíöa og vona en spurningin er hvort hvítur nær að brjótast í gegn. -JLÁ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.