Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Sundhallarflokkurinn einn morgun með þaninn brjóstkassa. Benedikt Antonsson, foringi flokksins, fyrir miðju. Við hlið hans er Jón Steingrims- son, aldursforseti flokksins, 93 ára. Sundhallarflokkurinn — þar sem lýðræðið ríkir „I tilefni af þessu afmæli viljum við morgunhanar og sundaselir senda starfsfólkinu bestu þakkir fyrir góða þjónustu undanfarin ár og árnum því og Sundhöllinni allra heilla á komandi árum. Minnumst um leið hinnar ódauðlegu Sundhallarvisu. „I Sundhöllinni synda fleiri en Siggi Hreins/ — enginn er þar öðrum meiri, allireins”. Þannig hljóðaði kveðjan sem Sund- höllin fékk frá Sundhaliarflokknum í tilefni af 45 ára afmæli hennar. Kveðjan var undirskrifuð af foringjum og flokksfélögum. Sundhallarflokkurinn Allir sundstaðir í Reykjavík eiga sér sína fastagesti. Þessir fastagestir taka oftast ástfóstri við sinn sundstaö. Sundhallarflokkurinn er dæmi um trygglynda fastagesti sem eru orðnir aö skipulögðum samtökum eða flokki. Þessi flokkur er skipaöur fastagestum sem koma í Sundhöllina á hverjum morgni. Flokksfélagar koma upp úr átta á morgnana. Flokkurinn hefur lengi verið við lýöi og hefur ávallt haft sinn ákveðna foringja. Núverandi foringi er Benedikt Antonsson, skrif- stofustjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins. Hann hefur sótt Sundhöllina frá því að hún var opnuö 1937. „Við mætum hér á hverjum morgni,” segir Benedikt. „Þetta er líklega líkt eiturlyfjaneyslu, því þetta verður algjör fíkn og það er ekki hægt að vera án sundsins. ’ ’ Þetta geta lQdega flestir sund- áhugamenn tekið undir. Margir eru hálfir menn þegar þeir geta ekki mætt til sunds og bera sig ákaflega aumlega. Þeir taka gleði sína aftur þegar þeir fá lykil í hönd. Meðlimir I flokknum eru menn úr öllum átt- um. Þar eru til dæmis Magnús Gunn- arsson, framkvæmdastjóri VSI, og Þröstur Olafsson frá Dagsbrún. Nokkrir tannlæknar svamla þama á morgnana. Við látum lesendur um að þekkja flokksfélaga á myndum sem fylgja þessu spjalli. Stefna flokksins Stefna flokksins virðist vera nokkuð frjálsleg og beinist fyrst og fremst að því að hvetja félagana til að mæta. „Þetta er mjög frjáls flokkur. Foringinn stjórnar honum vel og í flokknum er ríkjandi lýðræði,” segir Magnús Gunnarsson, félagi í flokknum. Hann segist koma á morgunfundi þegar hann getur og telur þetta vera allra meina bót. Reglulegir fundir eru haldnir vikulega á þurru. Þá hittast félagar á Veitingahúsinu Laugaási og fá sér morgunkaffi. Þar eru málin krufin til mergjar. Tveir yfir 90 ára I Sundhallarflokknum eru bæði aldnir og ungir. Dæmi um það er að í honum eru tveir yfir nírætt. Og eru þeir hvor öðrum sprækari. Syndir sem selir og leika við hvem sinn fingur. Blómvöndur og terta ,j5g kann mjög vel við þá. Þetta eru Magnús Gunnarsson, framkvæmda■ stjóri VSÍ. „Lýðræði ríkjandi i flokknum." Sigfús Halldórsson var á leiðinni i sund þegar flokkurinn var að fara upp úr. „Mæti alltaf þegar stætt er." hressir menn,” segir Stefán Trjámann Tryggvason sundlaugarvörður. Hann hefur starfað lengi i höllinni og veit hvemig dagurinn líður þar. Hann segir að þegar opnað er á morgnana komi fyrsti hópurinn. Það er hópur fasta- gesta og eru þeir sem verða að mæta í vinnu klukkan 8. Um áttaleytið kemur svo Sundhallarflokkurinn og þeir sem mæta i vinnu klukkan 9.1 hádeginu er svo einnig viss kjarni sem mætir reglulega. Síðdegis eru margir fasta- gestir. En þá er meiri dreifing á gestum. ,,Á fjörutíu og fimm ára afmæli hallarinnar komu þeir með rjómatertu í tilefni dagsins. Þá var Konni í Hell- as foringi og Benedikt varaformaður,” segir Stefán. Allir með sama númer Fastagestimir og flokksfélagamir eru alltaf með sama klæðaskápinn morgun hvem. Sami maöur með sama skáp. Stundum kemur fyrir að þetta brenglast og eru menn þá súrir í bragði, en taka þó gleði sína fljótt aftur þegar þeir hreppa gamla skápinn daginn eftir. íslendingar sundsjúkir? Eftir sólarmerkjum að dæma bendir margt til þess að fólk á höfuðborgarsvæðinu og víöar sé sundsjúkt. Þetta er reyndar ekki alvarlegur sjúkdómur og mikið fagnaöarefni fyrir lækna. „Sundaðsóknin hér á landi er algjörlega sér á parti,” segir Erlingur Jóhannsson, starfsmaður hjálþróttaráði. ,,Aösókn að sundstöðum hér er liklega meiri en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. ” Hann bætir reyndar við að víða erlendis séu baðstrendur sem fólk sækir umvörpum yfir sumartímann. Því er erfitt að fara út i nákvæman samanburð. Arið 1982 var metaðsókn að sund- stöðum borgarinnar. Þá voru sund- gestir 1.321.095 stykki. Það er ekki fjarri lagi að hver og einn á öilu höfuöborgarsvæðinu hafi farið 15 sinnum í laugar það árið. Þá eru allir taldir með, bæði aldnir sem ungir. Eriingur segir að stór hluti þeirra sem sækja laugarnar séu fasta- gestir. Þá sé orðinn mun minni munurá aðsókn að sumri og vetri Það eru einmitt þessir fastagestir sem ætlunin er að lita aðeins nánar á. A Qestum sundstöðunum eru ákveðnir hópar sem koma á sama tima dag hvem. Þetta eru fasta- gestirnir. Þeir taka Qestir ástfóstri við laugarnar og telja sig ekki geta verið án þeirra. Hætt sé við því aö þeir leysist upp í frumeiningar sínar ef þeir fá ekki að s vamla í vatninu. -APH. v . Flokkurinn allsráðandi i lauginni. Þeir eiga laugina eins og sumir hafa stundum átt völlinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.