Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bretland: AIDSað veröa ibúar Stokkhólms klœfla sig hlýlega þegar þeir fara i morgungöngu i nistingsfrostinu sem þar er eins og annars staflar i Evrópu. YfirlOOmanns fórust i kuldunum faraldur Einn af hverjum 50 Bretum mun hafa fengið hinn banvæna AIDS sjúk- dóm, eða áunna ónæmisbæklun, innan sex ára, að sögn hins Konunglega hjúkrunarskóla þar í landi. Skólinn sagöi að hjúkrunarfólk gæti ekki réttlætt það að sjá ekki um AIDS sjúklinga en ráðlagði aö þaö gerði ráðstafanir sér til vamar. Vísindamenn skóians spá að þó aðeins hafi orðið uppvíst um 108 tilvik af AIDS núna, muni ein milljón Breta hafa virusinn 1991. Sami fjöldi muni hafa AIDS í Bandaríkjunum eftir aðeins þrjú og hálft ár. Sjúkdómsins hefur hingaö til aðal- lega orðið vart i kynvillingum en skól- inn segir að nú berist æ fleiri tilfelli þar sem aðrir en kynvillingar hafa fengið sjúkdóminn. Sex- burar Þrítug kona í Róm ól sexbura í gær, allt drengi. Sá stærsti var ekki nema 3 pund og sögðu læknar aö hvítvoðungarnir þættu ekki úr hættu þar sem þeir gætu ekki and- aöhjáiparlaust. Sexburamir fæddust tíu vikum fyrir timann og voru teknir með keisaraskurði. — Móðurinni haföi verið gefiö frjósemislyf fyrir þung- unina. Þetta eru fjórðu sexburamir, sem fæðast á Italíu síöustu tíu árin en í aðeins einu tilviki lifðu þeir all- ir. Víetnamskur herflokkur úr liði því sem náði á sitt vald skæruliðabæki- stöðinni í Ampil fór yfir landamærin inn í Thailand í gær, á eftir flótta- mönnum khmeranna. En Thailands- her, sem haföi mikinn viðbúnað á landamærunum, rak þá jafnharðan yfir landamærin aftur og gekk það án þess að til bardaga kæmi. Samtímis hafa menn spumir af því, að skæruliöar þjóðfrelsishreyfingar khmera (undir stjórn Son Sann) dragi að sér lið og hyggi á gagnsókn til þess Harðindin sem ganga yfir Evrópu hafa nú drepið yfir 100 manns, beint eða óbeint, að minnsta kosti. Lang- verst er ástandið í Frakklandi. Þar hafa að minnsta kosti 38 manns orðiö úti. I gær dóu þar 25 manns í eldi sem kom upp á eliiheimili. A Spáni hafa 30 dáiö i kuldunum og á að endurheimta Ampil. Er talið, aö skæruliðar muni einbeita sér fyrst að því aö skera á aðdrætti víetnamska heriiðsins og síðan reyna að einangra það. Um 23 þúsund óvopnaðir kmerar flúðu yfir landamærin til Thailands undan áhlaupi Víetnama á Ampil, en mannfall meðal skæruliða mun ekki hafa veriö svo mikið (talað er um 20 til 50), þvi að þeir létu Qjótlega siga und- an ákafri stórskotahríð Víetnama í fyrradag. Italiuminnstsjö. Oveðrið hefur jafnvel náð til Norður- Afríku. Þar hafa að minnsta kosti 20 dáið í flóðum, aðallega í Alsír. Frostið fór niður í mínus 33°C í þorp- inu Mouthe í austurhluta Frakklands. Hinum megin við landamærin, í sviss- neska þorpinu La Brevin, var kuldinn minus 40°C. I París er neðanjarðarbrautarstöðv- um haldið opnum og heitum. Kirkjur og önnur samtök eru með hæli fyrir heimilislausa. Eldur eyðilagði 12 byggingar í sögu- bænum Troyes en engan sakaöi. Fimm dóu í Frakklandi þegar bíll nam staðar á járnbrautarteinum og lest lenti á honum á miklum hraða. I Barcelona, hafnarborginni á Spáni, varð rafmagnslaust þegar rör og pípur aQstöðvar sprungu í kuldanum. I austurhéruðum Spánar var tjón á sítrusávöxtum metið á rúma fjóra milljarða króna. Hinir frægu bleiku Qamingóar í Suður-Frakklandi urðu illa úti í vetrar- hörkunum. Talið er að 200 fuglar, minnst, hafi látið lífið í frosnum tjörnum og mýrlendi eins stærsta villi- fuglasvæðis Evrópu, nálægt Arles. Björgunarmenn náöu að forða 100 fuglum frá bráðum dauöa. Um 5.000 af 7.000 flamingóum svæðisins hafa Qúið til Spánar eða Korsíku. Um 90 prósent svala á staðnum eru dauð. 25 BRENNAINNI A ELLIHEIMIU Frá Friðriki Rafnssyni, fréttaritara DVíParís: Aðfaranótt miðvikudags kom upp eldur í hluta af hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem staðsett er i bænum Grandvilliers, 75 kílómetra suöur af París. Um 200 vistmenn voru á hjúkrunarheimilinu þegar eldurinn kom upp. Fórust 25 þeirra í brunanum, flest rúmfast fólk og far- lama. A annaö hundrað slökkviliðsmenn börðust við eldinn fram undir morgun. Það olli nokkrum erfið- leikum að vatn fraus i vatns- slöngum slökkviliösmanna. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá blautum rafleiöslum en hitalögn mun hafa sprungið í húsinu þá um nóttina. Þannig virðist kuldinn hér vera óbeinn valdur eldsvoðans í Grand- villiers. Þá fer tíðrætt kuldakast að verða Frökkum nokkuð dýrkeypt í mannslifum. Mitterrand forseti fór á bruna- staöinn ásamt þremur ráðherrum stjórnarinnar og vottaði hinum látnu virðingu sína. KHMERAR SAFNA LIÐIAÐ NÝJU Sœrður rauflur khmeri borinn til bœkistöðva Raufla krossins vifl landa- mæri Kampútseu og Thailands. HÆTTA FRA TYRKJUM Grikkir hafa samþykkt nýja varnar- að leggi meiri áherslu á hættuna frá málastefnu sem embættismenn segja Tyrklandi en kommúnistaríkjunum á Þræta fyrir allt byltingarmálæði Bandaríkjamenn segjast ekki hafa vitað af byltingaráformum Ndaban- ingis Sithole gegn Zimbabwestjórn. Ut- varpið í Zimbabwe hafði eftir öryggis- málaráðherra landsins aö Sithole hefði beðið Bandaríkjastjórn um vopn tii aö koma frá völdum stjóm Robert Mugabe. Talsmaður utanríkisráðuneytisins bandariska sagði að Sithole hefði heimsótt Bandaríkin fyrir um ári. Hann hefði hitt einstaklinga og fariö i fyrirtæki og einnig talaö við menn í utanrikisráðuneytin u. .Jíkkert var talað um byltingu og það hefði ekki veriö um neitt slíkt aö ræða þó farið hefði verið fram á slíkt,” sagði talsmaöurinn. Sithole er leiðtogi minnihlutaflokks- ins ZANU. Hann flúði Zimbabwe í fýnra og býr núí Bretlandi. Balkanskaga. Opinberar yfirlýsingar gefa lítið upp um nákvæmari útlistanir á þessari nýju stefnu. Áður en Papandreu forsætisráð- herra og vamarmálasérfræðingur gengu inn á fundinn sem samþykkti þessa ný ju stefnu sögöu embættismenn að hún myndi endurspegla þá trú þeirra að Grikklandi stafi ekki hem- aðarleg hætta frá Balkanskagaríkjun- um. Hún stafi frá meðaðildarlandi þess í Atlantshafsbandalaginu, Tyrk- landi. Balkanskagaríkin sem liggja aö Grikklandi eru Júgóslavía, Albania og Búlgaría. Papandreu hefur sagt að Grikkland muni segja sig úr NATO en þetta sé langtímamarkmiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.