Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 23
DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985. 23 Brennustaður Borgnesinga var á Seleyrinni og þar var mikill mannfjöldi samankominn til þess aö kveöja jólin. DV-mynd Sigurjón Gunnarsson Lausir við af- skipti pölitíkusa — rætt við Sigurð Daníelsson, forstjóra Landssmiðjunnar Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur mikiö veriö rætt um sölu ríkisfyrirtækja. Ýmsum þykir aö vísu sem minna hafi orðið úr framkvæmdum en ætla mátti í fyrstu. Þó hafa fyrirtæki verið seld, þá á meöal Landssmiðjan á síðast- liðnu hausti. Landssmiöjuna keypti hlutafélag starfsmanna fyrirtækis- ins. DV sló á þráðinn til Sigurðar Daníelssonar forstjóra og spurði frétta af fyrirtækinu. „Við erum bjartsýnir á að þetta gangi vel,” sagöi Sigurður. „Áður voru allar ákvarðanir um framtíð fy rirtækisins háöar pólitikinni í land- inu á hverjum tíma. I tíð vinstri stjórnarinnar átti að byggja fyrir- tsdcið upp, eins og frægt er orðið. Síð- an var hætt við allt en þó aldrei tekin ákvörðun um framtíö fyrirtækisins. Þetta breyttist ekki fyrr en á síðast- liðnu sumri þegar starfsmönnum var boðið að kaupa smiðjuna. I fyrstu ætluðu 52 að vera með í kaupunum en hópurinn minnkaði smám saman og á endanum stofnuðu 22 menn hlutafé- lagið um rekstur smiðjunnar.” Kom upp óánægja í röðum starfs- manna meö þessi málalok? „Fyrirtækið kostaði 20 miiljónir þannig að kaupin þýddu meiri fjár- skuldbindingar en margir vildu eða gátu lagt í. Af því var hópurinn, sem keypti smiðjuna, ekki stærri. Aftur á móti er góö samstaöa hjá þeim sem keyptu. Þeir hafa lagt á sig mikla sjálfboðavinnu við hagræðingu og endurskipulagningu á rekstrinum. Þetta verður öflugra fyrirtæki á eftir. Það neikvæða við þetta er að störfum fækkaði og óhjákvæmilegt reyndist að segja nokkrum upp. ” Sigurður hefur unnið hjá Lands- smiðjunni í þrjá áratugi, fyrst sem vélvirki, svo starfsmaður á teikni- stofu, þá verkstjóri og síðan sem for- stjóri frá miðju ári 1983. Hann er kvæntur Amleifu Ivarsdóttur og eiga þauþrjúbörn. Sigurður Daníelsson, forstjóri Landssmiðjunnar. JÓUN KVÖDD í BORGARNESI Frá Sigurjóni Gunnarssyni, fréttarit- ara DV í Borgarnesl: Þrettándann bar nú upp á sunnudag, rétt eins og annars staöar, í Borgar- nesi og voru jólin þá „brennd út og skotin”. I Borgarnesi hefur sá háttur verið hafður á aö í stað brennuhalds á gamlárskvöldi eru slík hátíðahöld færð til þrettándans. Lionsklúbbur Borgar- ness hefur haft veg og vanda af fram- kvæmd þessari, safnrð í brennu og skipulagt samkomu þessa. Upp úr kl. 20 jókst bílastraumur yfir Borgarfjarðarbrú yfir á Seleyri en þar er brennustaður. Lionsmenn, böm og unglingar tóku sér stöðu viö húsa- kynni Vegagerðar. Voru þar tendraðir kyndlar og stærri blys. Um hálfníu var svo lagt af stað i einni halarófu i átt að brennusvæðinu. Fór fyrir hóp þessum maður einn með olíu í fötu er ætluð var til að hvetja eldinn til dáöa gegn spýtna- og dekkjahrúgu er safnað hafði verið. Vel gekk að kveikja og logaði fljót- lega glatt og kættust þá allir. Reynir í Rafblik var að vanda mætt- ur á bil sínum og útvarpaði tilheyrandi tónlist. Voru það bæði jóla- og álfalög leikin af segulbandi. Flytjendur voru ýmsir kórar. Einnig var leikin upptaka með söng Lionsmanna. Góð stemmning var, fólkið sjálfsagt á þriðja hundraðið ef ekki fleira og veðráttan einstök. Þó var létt hrim- þoka og sást t.d. ekki til Borgarness frá Seleyri en það kom ekki að sök og á mánudag var enn slík glóð í bálkestin- um að sá í hann handan yfir f jörð. GRUNNNÁM- SKEIÐ Hnitmiðað byrjendanámskeið sem kynnir vel notkun tölva í nú- tímaþjóðfélagi. DAGSKRÁ Grundvallaratriði í tölvunotkun. Forritun í BASIC. Ritvinnsla með tölvu. Töflureiknar. Tölvur í íslensku atvinnulífi. Tölvurog tölvuval. Tími 14., 16., 21. og 23. janúar kl. 18—21. Innritun í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLANs/f Ármúla 36. Plasthús á pallbíla Amerísk plasthús fyrirliggjandi é flestar gerðir japanskra pallbíla. Verð 35.000 þús. Gísli Jónsson og Co. hf Sundaborg 41, sími 686644. HOLME GAARD ol ( ()H Miv.l \ Bláskógar Húsgögn — gjafavörur. Ármúla 8. Sími 68-60-80. Holmegaard og aðrar góðar gjafavörur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.