Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR10. JANÚAR1985. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Gengisfellingar gera flestum gramt í geðl. Sérstak- lega þegar þær verka aftur í timann eins og henti á dögun- um. Það mun hafa verið i september að maður einn fór i gegnum Frihöfnina i Keflavik. Keypti hann slatta af girnilegu góssi svo sem tíðkast. Fyrir vörumar greiddi hann með krcditkorti. t desember síðastliðnum var gengið svo fellt. Og viti menn. Þegar ferðalangurinn fékk reikninginn fyrir við- skipti sín í Frihöfninni var reiknað á nýja genginu. Það var einum fimmtíu dögum eftir að hann bafði gert kaupin góðu þar syðra. Maðurinn varð að hlíta þess- ari nýstárlegu reiknings- kúnst. Rn víst hvarflaði það að honum, að vænlegra væri að versla i dollurum beldur en i íslenskum krónum eins og kaupmenn hér aulast til að GengisMlingin i Frihöfnmni þóttí vera snemma á ferðinni. gera. Og vafalaust faefur gengisfellingargróðinn lent á réttum stöðum. Fleirí hættir Mikil óánægja ríkir meðal kennaramenntaðra vegna launakjara sem þeir þurfa að búa við. Þetta er kunnara en s vo að f jölyrða þurf i um það. Einkum eru það þó skóla- melstarar fjölbrautaskól- anna sem bera sig illa. Kjörum þelrra er þannig háttað að auk fastra launa fá þeir 30 fasta yfirvinnutíma. Þeim er þvi lifsins ómögulegt að koma launum sínum út fyrir þann ramma hvemig sem þeir rembast. Þetta hefur orðið til þess að nokkrir skólameistarar hafa látið af störfum. Eins og DV greindi frá á dögunum hætti Jón Böðvarsson skóiameist- arastörfum á Suðumesjum. Munu iaunamál hafa ráðið þvi að mestu. Þá hafa skóía- meistaramir í Vestmanna- eyjum og á Akranesi yfirgefið stöður sinar af sömu sökum. Báðir snem þeir sér að betur launuðum störfum. o Reykingar auka hættuna á aeðakölkun og kransæða- stiflu. LANOLÆKNIR Reykingar eru heiibrigðisvanda- /■ ■-'v mál sem þú í O I getur átt þátt j|y ^ i aö leysa. LANOLÆKNIR 1T Áriega deyja hunafU? fslendinga af völdum reykinga. LANOLÆKNIR Þoir vi/a ti mynd af ongtí lika. AHa leid Sígarettupakkar verða sér- staklega merktlr frá og með 1. júli næstkomandl. Sem fram hefur komið i fréttum fylgja þeim þá sér- stakar hryllingsmyndir. Táknn þær hættu þá sem reykingafólk leggur sig L Eiga þær að minna á hjarta- og æðasjúkdóma og fleiri kvilla sem hrjá hina púandi. Hafa spaugsamir bent á að Iíklega sé rökrétt að láta mynd af engii aftast i safnið. Með því verði neytendur ieiddir i allan sannleika um endalokin. Allir með Útsýn Ferðamálafrömuðir era froðufellandi þessa dagana. Ástæðan er vinnubrögð þau sem ferðaskrifstofan Útsýn notaði þegar Hagvangur skoðanakannaði ferðamál á dögunum. Þegar Hagvangur fór af stað með könnunina gafst fyrirtækjum kostur á að kaupa spuraingar sem yrðu með i pakkanum. Fyrirtækið Miðiun, sem gefur út Markaðsfréttir, keypti eina spurningu. Var þar spurt hjá hvaða ferðaskrifstofu fólk myndi kaupa farseðil hygði þaö á ferðalög núna. Spurningin þótti mjög leið- andi og voru t.d. stærstu söluaðilar farseðla, flugfélög- in, ekki nefnd í spurningunni. Meðan á könnuninni stóð aug- lýsti téð ferðaskrifstofa svo grimmt. Og ekki stóð á viðbrögðum. Útsýn kom langbest út úr spurningunni. Þá hófst önnur auglýsingaiota, grundvölluð á skoðanakönnun Hagvangs. Eins og nærri má geta, eru Hagvangsmenn heidur óhressir með að umræddri aukaspurningu skuli vera klínt opinberlega á þá. Athafnamenn í ferðamálum eru Htið kátari. Fer þessi „skoðanakönnun” einkum fyrir brjóstið á flugfélögun- um sem telja að sér vegið. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir \ Kvikmyndir ~ Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir TÖFFGÆJAR OG TÖFFPÍUR Streets Of Fire. Leikstjóri og handritshöfundur: Walter Hill. Kvikmyndun: Andrew Laszlo. Tónlist: Ry Cooder. Aðalleikendur: Michael Paré, Diane Lane, Rick Moranis og Amy Madigan. Þær eru orðnar nokkuö margar kvikmyndimar sem byggöar eru a átökum unglingahópa á strætum stórborganna. Oftast skiptir tónlistin miklu máli og er rokkiö í hávegum haft í þessum myndum. Flestar þess- ara mynda eru nánast eftirlíkingar hver af annarri. Streets Of Fire fell- ur inn í þennan hóp mynda. Þaö er aðeins eitt sem skilur hana frá flest- um sams konar myndum. Streets Of Fire er góð kvikmynd. Leikstjórinn Walter Hill hefur gert kvikmynd sem virkilega gaman er aö horfa á. Streets Of Fire er látin gerast í byrjun rokktimabilsins á sjötta ára- tugnum. Mótorhjólatöffarar ráöast inn á skemmtistað og ræna söngkon- unni Ellen Aim, (Diane Lane) og setja allt í rúst sem nálægt þeim er í leiöinni. Fyrrverandi kærasti söng- konunnar, Tom Cody (Michael Paré) er fenginn til aö ná henni úr klónum á mótorhjólatöffurunum. Cody, sem er mikill haröjaxl og minnir mann á þann karakter sem Clint Eastwood geröi hvaö frægastan, tekur aö sér verkiö gegn hárri þóknun frá um- boðsmanni og elskhuga söngkonunn- ar. Hann ætlar sér aö vinna verkið einn en ung stúlka, McCoy (Amy Madigan) sem haföi áður verið her- maður en hætti í hemum vegna þess aö lítið var um skotbardaga, slæst í förina meö honum. Má ekki á milli sjá hvort þeirra er meira töff í viö- skiptum við náungann. Þeim tekst að ná söngkonunni úr höndum mótorhjólahópsins og leggja i leið- inni nánast heilt bæjarhverfi í rúst. Foringi mótorhjólahópsins ,Taven (William Dafoe), hótar blóðugum hefndum. Hefst nú ævintýralegur flótti ungmennanna úr einu bæjar- hverfi í annað og eru þau Cody og McCoy ekki alltaf vönd aö meöulum í samskiptum sinum viö aöra. A það jafnt viö lögregluna og aðra sem fyrir þeim verða. Myndin endar eins og viö er að búast með uppg jöri milli Raven og Tom Cody og í iokin halda þau Tom Cody og McCoy í leit nýrra ævintýra... Streets Of Fire er mynd um töff- gæja og töffpíur. Gerist í íbúðar- hverfum þar sem enginn sómakær borgari myndi láta sjá sig. Walter Hill hefur reynslu af gerö myndar eins og Streets Of Fire. Hann gerði The Warriors fyrir nokkrum árum og þótti hún á sínum tíma þaö rosa- leg að sums staðar var hún bönnuö. Streets Of Fire er aðeins mýkri og á þar stóran þátt í frábær tónlist Ry Cooder sem fylgir myndinni. Þótt tóhlistin sá á köfium nútímalegri en góðu hófi gegnir, sérstaklega í loka- atriðinu, þá fellur hún vel aö efninu og eykur á spennuna. Ekki er ég frá því aö ný stjama sé fædd í líki Michael Paré. Hann nær góöum tökum á hlutverki sínu. Minnir á Clint Eastwood og hefur rödd eins og Sylvester Stallone. Walter Hill hefur sagt aö Streets Of Fire sá fyrsta myndin af þremur um Tom Cody, svo Michael Paré þarf ekki að kvarta um verkefnaskort á næstunni. Diane Lane er ekki óvön myndum er fjalla um unglinga. Hún var í aðal- hlutverki í tveim myndum eftir Francis Ford Coppola fyrir stuttu, The Outsiders og Rumble Fish. Hlut- verk hennar hér er frekar hlutlaust. En hún hefur góða sviðsframkomu sem söngkona. Töffpían McCoy er leikin af óþekktri leikkonu, Amy Madigan, og þrátt fyrir ýkta tilburði nær hún ósjaldan að stela senunni. Streets Of Fire er ein þeirra kvik- mynda þar sem spennan helst út alla myndina. Hvergi dauöan punkt að finna og verður spennandi aö sjá framhaldskvikmynd. Hilmar Karlsson. McCoy (Amy Madigan) og Tom Cody (Michael Paré) bera saman ráð sin. LAUGARÁSBÍÓ—STREETS OF FIRE Samtök um kvennaathvarf óska eftir 2 starfsmönnum í hlutastarf. A. starfsmanni á skrifstofu. B. starfsmanni til að vinna með bömum. Umsóknir berist fyrir 17. jan. ’85. Upplýsingar í síma 21204. Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með lausar til umsóknar námsstjórastöður á grunnskólastigi. Stærðfracði, heil staða. Kristinfræði, hálfstaða. Fíkniefnafræðsla, hálf staða. Stöðurnar eru lausar nú þegar. Áskilin eru kennsluréttindi og kennslureynsla svo og fagleg og kennslu- fræðileg þekking á viðkomandi sviði. Einnig er laus til umsóknar staða ritara í skóiamálaskrifstofú ráðuneytisins. Vélritunarkunnátta áskilin. Æskilcgt er að umsækjandi hafi reynslu af rit- vinnslu og auk þess nokkra þekkingu í ensku og dönsku. Umsóknarfrcstur er til 10. febr. 1985. Umsóknum sé skilað tii mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 4, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar eru veittarí síma 26866. Jazzballetskóli Kristínar Þróttheimum 12 vikna námskeið hefst miðvikudaginn 16. janúar. Kennsla fyrir alla aldurshópa, börn frá 6 ára aldri. Innritun daglega frá kl. 9—12 og 14—19 í síma 39160. Kristín Svavarsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.