Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR10. JANÚAR1985. 15 ATHAFNAFRELSIÚT- h VEGSMANNA AUKIÐ „Meginhugmyndin að baki þessari nýju reglugerð er að gefa þeim sem útveginn stunda aukinn sjálfsákvörð- unarrétt um það hvemig þeir stunda veiðamar og auka athafnafrelsi þeirra sem fannst þeim þröngur stakkur skorinn með kvótakerfinu,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra um hina nýju reglu- gerð um stjórn botnfiskveiöa, er tek- ið hefur gildi. Með þessari nýju reglugerð er öllum þeim sem leyfi fá til botnfisk- veiða gefinn kostur á að velja miUi sóknarmarks og aflamarks. Fyrr- nefnda reglan var undantekning á síðasta ári og henni settar þröngar skorður. Með því að gefa útgerðarmönnum kost á að velja sóknarmark við botn- fiskveiðar á þessu ári er sjálfs- ákvörðunarréttur þeirra aukinn frá því sem var í fyrra. Taki þeir hins vegar þann kost geta þeir ekki framselt eða tekið sóknardaga frá öðrum. En velji þeir aflamarkiö geta þeir keypt eöa selt kvóta eftir áþekkum reglum og gUtu á síðasta ári. Tilgangur þessara reglna er að heUdarafla mikUvægustu botnfisk- tegundanna veröi haldið innan tiltek- inna marka. Er meöal annars gert ráö fyrir að þorskaflanum sé haldiö innan við 260 þúsund lestir. Meöal nýmæla í reglugerðinni er að fiskur sem fluttur er óunninn á er- lendan markað, þar með talinn fisk- ur í gámum, telst aUur með 10% álagi, þegar meta skal hversu mikið er gengið á aflamark skips. I lok þessa mánaðar verður ákveð- ’ iö hvort og hversu mikið loðnuskip- unum verður leyft að veiða af þorski, þegar niðurstöður um stærð loðnu- stofnsins Uggja fyrir. Reglugerö þessi er sett í samráöi við sjávarútvegsnefndir beggja dedda Alþingis og á grundvelU tU- ‘lagna ráðgjafanefndar um fiskveiði- stefnu sem sjávarútvegsráðherra skipaði síðastliðiö haust. Sjávarútvegsráðuneytiö getur þó breytt áður veittu aflamarki og sóknarmarki allra veiðiskipa frá 8. apríl í ljósi áUts Hafrannsókna- stofnunar á ástandi fiskistofna. -KÞ Eftirlitsmönnum fjölgað um þrjá „Það verður ekki um neina yfir- byggingu að ræða vegna þessarar nýju stjómunar botnfiskveiða. Við ætlum ekki að gera hana að neinu bákni,” sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, aðspurður hvort einhverra breytinga væri að vænta í ráðuneytinu vegna þessara nýju reglugerðar. HaUdór sagði að að vísu yrði eftir- Utsmönnum fjölgað um þrjá, úr 11 í 14, en ekki yröi nein fjölgun í ráðu- neytinu sjálfu. -KÞ DV-mynd GVA. Sverrir Þóroddsson dregur TF-GTI inn i flugskýli eftir naufllendinguna á mánudag. Mezzoforte á faraldsfæti Hljómsveitin Mezzoforte mun halda forte mun hefía leikinn 1 Keflavík nokkra hljómleika úti á landsbyggð- fimmtudaginn 10. janúar og hefjast inni á næstunni. Með þeim í för veröur tónleikamir kl. 19.30. Hljómsveitin danski saxófónleikarinn Níels Mac- mun síöan sPila 1 Skansinum Vest- holm. Hann kom sérstaklega hrngað tU mannaeyjum föstudags- og laugar- lands vegna Eþíópíutónleikanna sem dagskvöldiðll. ogl2. jan. voru í höUinni sl. sunnudag. Mezzo- Fimmtíu aðilar vilja fé úr Kvikmyndasjóði „Það hafa borist nálægt 50 umsóknir sjóðnum tU úthlutunar, þótt nýju kvik- og hafa þær aldrei verið fleiri,” sagði myndalögin geri ráð fyrir um 30. Þeg- Knútur HaUsson, formaður Kvik- ar þing kemur saman á ný í lok janúar myndasjóðs, í samtali við DV. má þó ef tU vUl búast við að eitthvað Um síðustu helgi rann út frestur til bætist í sjóðinn eins og DV sagði frá að sækja um styrki úr Kvikmynda- fyrir helgi. Sagði Knútur að þangað tU sjóði. Eins og er eru átta miUjónir í væri málið í biðstööu. -KÞ Flugfloti Sverris til viðgerðar Sverrir Þóroddsson flugrekandi hef- ur verið óheppinn upp á síðkastiö. Tvær af þremur flugvélum hans hafa skemmst í óhappi. Hann á þessa dag- ana aðeins eina vél flughæfa. Snjóplógur Flugmálastjómar eyði- lagði stél TF-GTM 21. desember síðast- liöinn. A mánudag nauðlenti TF-GTI nefhjólslaus á ReykjavíkurflugveUi. Liklega líður að minnsta kosti vika þar til þessar vélar komast aftur í gagnið. Flugvélar Sverris em aUar af gerð- inni Cessna 402. Þær eru tveggja hreyfla og taka hver níu farþega. Eina flughæfa véUn hans nú er TF-GTO sem í fyrradag flaug aUa leiö til Jan May- en. Leiguflug Sverris hefur að vísu fjórðu véUna tU umráða. Það er sex sæta vél af gerðinni Skymaster, með hreyfil bæði að framan og aftan. Sverr- ir leigir þá vél af HaUdóri Jónssyni og IngimarSveinbjörnssyni. -KMU. Seyðisfjörður: Bjartsýni um framtíð mannkyns A sama tíma og stórtónleikar voru haldnir í LaugardalshöU í Reykjavík um síðastUðna helgi söfnuðust Seyð- firðmgar saman á sínum heimaslóöum og söfnuðu fé tU handa bágstöddum í Eþíópíu. Um 180 manns sóttu samkomu þar sem flutt vom gamanmál auk alvar- legra efnis og ríkti bjartsýni um að takast mætti að bjarga mannkyninu frá tortímúigu. Þá söfnuðust 16.4511 króna í Eþíópíusöfnunina. 1 lok samkomunnar sungu viðstaddir lag John Lennonsj ImagUie, og sam- tímis vora sýndar UtmyndU- á tjaldi af faUegum börnum í ósnertri íslenskri náttúru. Það vom Friðarsamtökin á Seyðis- f irði sem stóðu fy rir samkomunni. -EIR. SfMI 27022 AFGREIÐSLA Aragötu Grundarstíg Neðstaleiti Laufásveg Laugarásveg Arnarnes Tómasarhaga Tjarnargötu Melhaga Kambsveg Laufásveg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.