Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR10. JANÚAR1985, Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Presloy hélt áfram að syngja allt þar til yfir lauk þótt mjög væri af honum , ... ■ W' • ■ ■ ■ «* i:,n ■ . ift : v 'V' # * :ff .: Presley á tónleikum í heimabæ sínum, Tupelo, árið 1956 þegar frægð hans var hvað mest. Hinn ódauðlegi Elvis Presley dregið undir lokin. Presley syngur einn af stóru smellunum, „Hound Dog". Um þessar mundir minnast menn þess aö Elvis Presley heföi orðið fimm- tugur ef hann heföi lifað. Hann fæddist 8. janúar 1935. En þaö átti ekki fyrir honum aö liggja aö lifa svo lengi. Hann lést siðla sumars árið 1977. Dánaror- sökin veröur víst aldrei ljós. Hitt er þó víst aö ofnotkun áfengis og lyfja átti sinn þátt í aö stytta ævi stjörnunnar. Endanlegar skýringar á frægð hans verða ekki heldur gefnar. Hitt er þó víst að engin rokkstjama hefur orðið frægari. Imynd hans er í hugum margra ímynd sjötta áratugarins. Hann var dýrkaður og stældur þá og síðar. Þó skar hann sig ailtaf úr eftir- myndunum. Það var bara einn Elvis. HETJAN TÝNDA Atriði úr myndinni þar sem bjargvætturinn Wallenberg er mættur á síð- ustu stundu. Upptökum á sjónvarpsmynd um ævi Raoul Wallenberg er nú lokið. Myndin segir frá umsvifum Wallen- bergs á stríösárunum síðari og þar til hann hvarf á hernámssvæöi Sovét- manna. Eftir það veit enginn um af- drif hans. Frægð Wallenbergs stafar sem kunnugt er af hjálp hans viö gyðinga í Þýskalandi á stríðsárun- um. Richard Chamberlane fer með aðalhlutverkið. Hann segir að þetta sé mikil átakamynd sem gefi þeim stríðsmyndum sem geröar hafi verið fram til þessa ekkert eftir. Chamber- lane segir að það hafi verið mjög erf- itt að átta sig á þessari dularfullu persónu. Margar þjóðsögur ganga af afrekum hans og því sé vandkvæðum bundiö aö átta sig á hvað gerðist í raun og veru. Aö áliti Chamberlanes var mest að græða á viðtölum við fólk sem Wallenberg bjargaði á sín- um tíma. Myndin er fjögurra tíma löng og verður tilbúin til sýninga inn- anskamms. r PETUR PAN David Bowie á misjöfnu láni að fagna um þessar mundir. Frægö hans sem poppstjörnu fer minnkandi og framinn í kvikmyndunum er ekki slík- ur sem hann hafði vonast til. Bowie reynir þó að vera vandlátur og hafna auðvirðilegustu hlutverkunum þrátt fyrir gróðavonina. Nýlega bauðst hon- um að leika Pétur Pan á sviöi en hann sagði nei takk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.