Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1985, Blaðsíða 2
2
DV. FIMMTUDAGUR10. JANUAR1985.
Kaffíbrennslumálið
aö mestu upplýst
—af hálfu skatt rannsóknarst jóra—vill ekkert segja um rannsókn
á öðrum kaffiinnf lutningi
„Þetta mál ætti svona nokkum
veginn að vera komið á hreint þegar
endanleg svör koma frá þeim tveim
stofnunum sem ég hef beðiö um aðstoö,
það er Verðlagsstofnun og gjaldeyris-
eftirlitið,” sagði Garðar Valdimarsson
skattrannsóknarstjóri um Kaffi-
brennslumálið.
Kaffibrennsla Akureyrar hf. og
Samband íslenskra samvinnufélaga
lentu bæði í útdrætti skattrannsóknar-
stjóra árið 1983. Þá um haustið fóru
tveir menn embættisins að einbeita sér
að rannsókn á kaffiinnflutningi fyrir-
tækjanna. Fljótlega kom í ljós að
töluverður mismunur var á tölum.
„Við höfum raunverulega fengið
okkar upplýsingar bara beint í gegnum
skoðun á Sambandinu,” sagði Garðar.
Hann sagöi aðspuröur að ekki hefði
verið leitað til Brasilíumanna beint um
upplýsingar.
„Upplýsinga hefur verið leitað
með ákveðnum hætti. Af hálfu
Sambandsins hafa verið tilnefndir á-
kveönir aöilar til að svara fyrir þetta.”
— Hefur komið upp ágreiningur
milli ykkar og Sambandsins um mat á
upplýsingum eöa ööru?
„Nei, enginn sérstakur á-
greiningur.”
— Eru skiptar skoðanir á milli
ykkar? Eru þeir ósammála einhverju
af því sem þiö hafið verið aö gera eða
einhverju áliti ykkar?
„Eg held að það sé of snemmt að
tala umþað.”
— Þið hafið haft samvinnu við yfir-
völd á Norðurlöndum um rannsókn
málsins.
„ Jú. Við höfum upplýst dönsk skatt-
yfirvöld um þetta kaffimál hjá okkur.
Þeir hafa hafiö einhverja athugun á
Garflar Valdimarsson skattrann-
sóknarstjóri.
kaffiinnflutningi,” sagði Garöar Valdi-
marsson.
Skattrannsóknarstjóri var einnig
spurður um hvort önnur kaffi-
innflutningsfyrirtæki hefðu verið eða
yrðu rannsökuö. Hann kvaðst ekkert
vilja segja um það.
úliiiti I
Brenri t
og
maiað
Ak:
Braga-kaffi pakkafl inn i Kaffibrennslu Akureyrar.
DV-mynd: JBH, Akureyri.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS
FLjOKKUR 1NNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*1 10.000 GKR.SKÍRTEINI
1972 - 1.fl. 1973-2. fl. 1975 — 1. fl. 1975- 2. fl. 1976 — 1. fl. 1976- 2. fl. 1977- l.fl. 1978 — 1. fl. 1979 — 1. fl. 25.01.1985-25.01.1986 25.01.1985-25.01.1986 10.01.1985- 10.01.1986 25.01. 1985- 25.01. 1986 10.03. 1985- 10.03. 1986 25.01.1985-25.01. 1986 25.03.1985-25.03.1986 25.03.1985-25.03.1986 25.02.1985- 25.02.1986 kr. 16.676,90 kr. 9.181,68 kr. 4.986,70 kr. 3.762,65 kr. 3.584,19 kr. 2.816,67 kr. 2.628,89 kr. 1.782,39 kr. 1.178,59
* Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram
í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10,
og liggja þar jafnframtframmi uppiýsingar um skírteinin.
Reykjavík, janúar 1985
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Gjaldeyríseftirlitið í
lokaþætti
rannsóknar
„Við erum að skoða hvemig
greiðslum er háttaö á þessu, hvað á að
greiöa, hvað greitt var, hver mis-
munurinn er og hvemig honum hefur
verið ráðstafað,” sagði Sigurður
Jóhannesson, forstöðumaður gjald-
ey riseftirlits Seðlabanka.
Gjaldeyriseftirlitið vinnur nú að
lokaþætti rannsóknar Kaffi-
brennslumálsins svokallaöa. Málið
hefur vakiö mikla athygli hérlendis en
það snýst um innbyrðis viðskipti fyrir-
tækja innan samvinnuhreyfingarinnar
með kaffi.
Sigurður var spurður hvort ljóst
væri að kaffisölufyrirtæki í Brasilíu
hefði veitt afslátt — hvort þetta gæti
hugsanlega verið tilbúin skýring Sam-
bandsins eftir á:
„Það var veittur afsláttur. En ég
held aö það sé best að þeir sem skrifa
um þetta afli sér upplýsinga um
hvemig þessi afsláttur verður til. Eg
get ekki upplýst það. Það væri frekar
að Sambandið gæti það.”
— Koma skýringar Sambandsins
um þennan afslátt heim og saman við
niðurstöður ykkar rannsóknar?
„Skattrannsóknarstjóri tekur af-
stöðu til þess. Hann sér alveg um
tekjuhliðina. Við könnum hvort þaö
séu einhver gjaldeyrissvik og hvernig
gjaldeyri hefur verið ráðstafað.
Þannig er verkaskiptingin á milli
okkar.”
Sigurður kvaðst vonast til að rann-
sókninni lyki á næstu vikum.
„Við reynum að gera þetta eins
fljótt og við getum. Þetta ræðst af því
hvað okkur miðar fljótt og hversu
fljótlegt verður aö finna skjöl og
annað. Þetta er leit fram og til baka.”
— Vinna margir að þessu?
„Nei, það em ekki margir. Við
höfum ekki mikinn mannskap.”
— Hafið þið samvinnu við erlend
gjaldeyrisyfirvöld?
„Við höfum dálitla samvinnu, sér-
staklega viö Norðurlandabankana.”
— Reynið þið aö afla upplýsinga frá
Brasilíu?
„Það hefur ábyggilega ekkert upp á
sig. Við höfum ekki reynt að gera það.
Við höfum ekkert samband þangað. Eg
veit ekki hvort skattrannsóknarstjóri
hefur fengið eitthvað þaðan.”
— Það eru þá fyrst og fremst
viöskipti milii NAF (Samvinnusam-
band Norðurlanda) og Sambandsins
sem verið er að kanna?
„Já, ég held að það megi segja
það,”sagöi Sigurður.
Samband íslenskra samvinnufélaga:
Skammtar sér 1,3
milljónir dollara í
kaffiumboðslaun
Samband íslenskra samvinnufélaga
virðist hafa skammtað sjálfu sér 1,3
milljónir Bandaríkjadala í umboðs-
laun fyrir kaffi sem flutt var inn á
þremur árum, 1979 til 1981, til Kaffi-
brennslu Akureyrar. I íslenskum krón-
um á núgildandi gengi nemur þessi
fjárhæð um 53 milljónum.
Kaffið var flutt inn frá Brasilíu í
gegnum NAF, Samvinnusamband
Norðurlanda, sem SlS hefur umboö
fyrir hér á landi.
Kaffibrennsla Akureyrar var
upphaflega látin greiöa um 16 milljónir
dollara fyrir kaffið frá Brasilíu. Eftir
að skattrannsóknarstjóri var kominn í
spilið ákvað stjóm Sambandsins að
endurgreiöa Kaffibrennslunni um 2,8
milljónir dollara. Skattyfirvöld hér-
lendis höfðu nefnilega komist að því að
ekki þurfti að borga nema um 10,5
milljónir dollara fyrir brasiliska
kaffiö.
Áður var Sambandiö búið að endur-
greiða Kaffibrennslunni 1,4 milljónir
dollara. Alls hefur Sambandiö endur-
greitt dótturfyrirtæki sínu um 4,2
milljónir dollara, samkvæmt
heimildum DV.
Upp á þessar 4,2 milljónir vantar 1,3
milljónir dollara til að ná f járhæðinni
5,5 milljónir sem er mismunurinn á 16
milljónunum, sem Kaffibrennslan var
rukkuð um, og 10,5 milljónunum sem
raunverulega þurfti að greiöa fyrir
Brasilíukaffiö.
Þessar 1,3 milljónir dollara virðist
stjóm SlS telja réttmæt umboðslaun.
Eins og áöur hefur komið fram í fjöl-
miðlum hefur þessi 5,5 milljóna dollara
mismunur verið skýrður sem af-
sláttur, greiddur eftir á, frá Kaffiút-
flutningsráði Brasilíu. -KMU.