Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985. 13 Halldór Blöndal um stjórnarsamstarfíð: „HAGSMUNAGÆSLAN FYRIR SAMBANDIÐ ÞREYTANDI” Tveir sinubrunar urðu með örstuttu millibili i Mosfellssveit um hádegi ð föstudag. Varð annar við Brúarland, hinn við barna- og gagnfrœða- skólann. Samkvœmt upplýsingum slökkviliðsins hefur verið mjög lítið um sinubruna að undanfömu, enda janúarménuður ekki beint timi sinubruna. -KÞ/DV-mynd Arinbjöm. Frá Olafi B. Tboroddsen, Dalvik: Halldór Blöndal og Bjöm Dagbjarts- son komu á almennan stjómmálafund á Dalvik i síöustu viku. Þeir ræddu almennt um efnahagsmálin. Síðan notaöi Halldór nokkum tíma til að gagnrýna Jón Baldvin Hannibalsson fyrir lausnir hans á efnahagsvand- anum. Þeir félagar tóku samt fram að Sjálfstæöisflokkurinn þyrfti ekki aö vera hræddur um aö tapa fylgi til Al- þýðuflokksins. 1 lok fundarins vom þeir félagar spuröir meö hverjum þeir vildu helst starfa ef til stjórnarslita kæmi. Þá sagði Halldór að hann treysti á aö stjómin gæti lokið ætlunarverkinu, aö ná veröbógunni niður. Forsætis- ráðherra heföi fullan huga á því en yfirlýsingar einstakra þingmanna og ráöherra Framsóknarflokksins væm þannig aö ekki væri víst hvort hægt væri aö starfa með þeim áfram. Þá væri hagsmunagæsla Framsóknar- fiokksins fyrir Sambandið nokkuö þreytandi i samstarfinu. Þá sagöi Halldór aö Sjálfstæðis- flokkurinn ætti aö mörgu leyti mesta samleið með Alþýöuflokknum og Bandalagi jafnaöarmanna. Þrátt fyrir stórar yfirlýsingar Jóns B. Hannibals- sonar, þegar hann væri á atkvæöa- veiöum í fjölmiðlum, sagöist Halldór þekkja hann þaö vel aö hann vissi aö Jón væri miklu skynsamari en þá virt- ist vera. Svo sagöi hann aö gamla viöreisnarstjórnin væri skásti kosturinn, þ.e. Alþýöuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, ef kæmi til nýrr- ar stjórnarmyndunar. Einn fundargesta spurði Halldór hvort ekki væri kominn tími til að sjálf- stæðismenn tækju sæti í stjóm SIS. Svaraöi Halldór þvi til aö svo sannar- lega væri slikt orðið tímabært. -EH. , SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKADSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna það í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, i bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn ný- komnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir... Við birtum... Það ber árangur! Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 1 i. Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 laugardaga, 9.00— 14.00 sunnudaga, 18.00—22.00 ER SMÁAUGLÝSINGABLADIÐ Frjálst.óháð dagblað Þroskaþjálfi Laus staða þroskaþjálfa viö vistheimilið Sólborg, Akureyri, frá 1. mars næstkomandi. Upplýsingar 1 síma 96-21755 alla virka daga frá kl. 9—17. Forstööumaður. Getum afgreitt með stuttum fyrir- vara rafmagns- og dísillyftara: Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna." Disillyftara, 2,0-30 tonna. Ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í annan. Tökum lyftara í umboössölu. Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenr.i. Littu inn — við gerum þér tilboð. LYFTARASALAN HF.f Vitastíg 3,. simar 26455 og 12452. r ZANUSSI 1 ZB 2406 R Kæliskápur Kælir: 240 Itr. án frystihólfs. Sama hæð og 200 I. frystir. Mál: (H x B x D): 128,5 x 52,5 x 60 cm. Sjálfvirk afhríming. «8 Má snúa hurð. Orkunotkun 33 W á klst. Verð.... kr. 18.463,- —5%stg kr. 17.540,- VERKSMIÐJAN, HAFNARFIRÐI SÍMAR: 5 00 22 • 5 00 23 ■ 5 03 22 V-vj I unvLm VIu iiHHLlI I löDhMU I SÍMAR: 8 44 45-68 60 35

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.