Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1985, Page 24
24
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR1985.
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureíkningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri.
Innistæður þeirra yngri eru bundnar þar til
þeir verða fullra 16 ára. 65—75 ára geta iosað
innistæður með 6 mánaða fyrirvara. 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning-
arnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár. Reikningarnir eru
verötryggðir og með 9% vöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf-
eyrissjóðum eða almannatryggingum.
Innistæður eru óbundnar og óverðtryggðar.
Vextir eru 31% og ársávöxtun 31%.
Sérbók fær strax 3C%nafnvexti.2% bætast
síðan við eftir hverja þrjá mánuði sem
innistæða er óhreyfð, upp í 36% eftir níu
mánuði. Arsávöxtun getur orðið 37.31%
Innistæöur eru óbundnar og óverðtryggðar.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxtum
er óbundin 35% nafnvöxtun og 35% árs-
ávöxtun sé innistæða óhreyfð. Vextir eru
færðir um áramót og þá bornir saman við
vexti af þriggja mánaða verðtryggðum reikn-
ingum. Reynist ávöxtun þar betri er mismun
bætt við.
Af hverri úttekt dragast 1.8% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Sparibókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eða
lengur.
Iðnaðarbankinn: A tvo reikninga í
bankanum fæst IB-bónus. Overötryggðan 6
mánaða reikning sem ber þannig 36%
nafnvexti og getur náð 39.24% ársávöxtun. Og
verðtryggðan 6 mánaða reikning sem ber
3.5% vexti. Vextir á reikningunum eru bornir
saman mánaðarlega og sú ávöxtun valin sem
reynist betri. Vextir eru færöir misserislega,
30. júní og 31. desembcr.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
35% nafnvöxtum og 35% ársávöxtun sé
innistæða óhreyfð. Vextir eru færðir um ára-
mót og bornir saman við vexti af sex mánaöa
verðtryggðum reikningum. Reynist ávöxtun
þar betri er mismun bætt við.
Af hverri úttekt dragast 2.1% í svonefnda
vaxtaleiðréttingu. Kjörbókin skilar hærri
ávöxtun en almenn sparisjóðsbók á hverju
innleggi sem stendur óhreyft í tvo mánuði eöa
lengur.
Samvlnnubankinn: Innlegg á Hávaxta-
reikning ber stighækkandi vexti. 24% fyrstu 2
mánuðina, 3. mánuðinn 25.5%, 4. mánuðinn
27%, 5. mánuðinn 28.5%, 6. mánuðinn 30%.
Eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12 mánuði
32.5%. Sé tekið út standa vextir þess tímabiis
þaö næsta einnig. Hæsta ársávöxtun er
35.14%.
Vextir eru bornir saman við vexti á 3ja og 6
mánaða verðtryggðum sparireikningum. Sé
ávöxtun þar betri er munurinn færður á Há-
vaxtareikninginn. Vextir færast misseris-
lega.
Útvegsbankinn: Vextir á reikningi með
Ábót er annaðhvort 1% og full verðtrygging,
eins og á 3ja mánaða verðtryggðum spari-
reikningi, eða ná 33.4% ársávöxtun, án
verðtryggingar. Samanburður er gerður
mánaðarlega, en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 24%, þann almanaksmánuö.
Sparisjóðir: Vextir á Trompreikningi eru
stighækkandi. 24% fyrstu þrjá mánuðina, 4,—
6. mánuð 27%, eftir 6 mánuði 31.5% og eftir 12
mánuði 32.5%. Arsávöxtun 35.1%. Sé tekið út
af reikningi á einhverju vaxtatímabilinu,
standa vextir þess næsta timabil. Sé
innistæða óhreyfð í 6 mánuöi frá innleggsdegi
er ávöxtun borin saman við ávöxtun 6
mánaða verðtryggðs reiknings. Sú gildir sem
betri reynist.
Verslunarbankinn: Kaskó-reikningurinn er
óbundinn. Um hann gilda fjögur vaxtatímabil
á ári, janúar—mars, apríl—júní, júlí—
september, októbei —desember. I lok hvers
þeirra fær óhreyfður Kaskó-reikningur vaxla-
uppbót sem miðast við mánaðarlegan út-
reikning á vaxtakjörum bankans og hag-
stæðasta ávöxtun látin gildet. Hún er nú ýmist
á óverðtryggðum 6 mán. reikningum með
30% nafnvöxtum og 33.5% ársávöxtun eða á
verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 2%
vöxtum.
Sé lagt inn á miðju tímabili og úinistæða
látin óhreyfð næsta tímabil á eftir reiknast
uppbót allan sparnaðartímann. Við úttekt
fellur vaxtauppbót niður það tímabil og vextir
reiknast þá 24%, án verðtryggingar.
Ibúðalánareikningur er óbundinn og með
kaskó-kjörum. Hann tengist rétti til lántöku.
Sparnaður er 2—5 ár, lánshlutfall 150—200%
miðað við spamað með vöxtum og
verðbótum. Endurgreiðslutími 3—10 ár.
tJtlán eru með hæstu vöxtum bankans á
hverjum tíma. Sparnaður er ekki bundinn við
fastar upphæðir á mánuði. Bankinn ákveður
hámarkslán eftir hvert sparnaðartímabil. Sú
ákvörðun er endurskoðuð tvisvar á ári.
Ríkissjóður: Spariskirteini, 1. flokkur A
1985, eru bundin í 3 ár, til 10. janúar 1988. Þau
eru verðtryggð og með 7% vöxtum,
óbreytanlegum. Upphæðir eru 5.000,10.000 og
100.000 krónur.
Spariskirteini með vaxtamiðum, 1. flokkur
B 1985, eru bundin í 5 ár, til 10. janúar 1990.
Þau eru verðtryggð og með 6.71 vöxtum.
Vextir greiðast misserislega á tímabilinu,
fyrst 10. júlí næstkomandi. Upphæðir eru 5,
10 og 100 þúsund krónur.
Spariskirteini með hreyfanlegum vöxtum
og vaxtaauka, 1. flokkur C1985, eru bundin tii
10. júlí 1986, í 18 mánuði. Vextir eru
hreyfanlegir, meðaltal vaxta af 6 mánaða
verötryggðum reikningum banka með 50%
álagi, vaxtaauka. Samtals 5.14% nú.
Upphæðir eru 5,10 og 100 þúsund krónur.
Gengistryggð spariskirteini, 1. flokkur SDR
1985, eru bundin til 10. janúar eða 9. apríl 1990.
Gengistrygging miðast við SDR-reiknimynt.
Vextir eru 9% og óbreytanlegir. Upphæðir eru
5.000, 10.000 og 100.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðla-
bankanum, hjá viðskiptabönkum, spari-
sjóðum og verðbréfasölum.
Útlán Irfeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lána-
upphæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að
lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir
bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og
áunnin stig. Lán eru á bilinu 144.000—600.000
eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru
verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Lánstími
er 15—35 ár eftir sjóðum og iánsrétti.
Biötimi eftir lánum er mjög misjafn,
breytilegur milli sjóða og hjá hverjum sjóði
eftiraðstæðum.
Hægt er að færa lánsrétt þegar viðkomandi
skiptir um lífeyrissjóð eða safna lánsrétti frá
fyrri sjóðum.
IMafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í
einu lagi yfir þann tíma. Reiknist vextir oftar
á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin
verður þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1.000 krónur liggja inni i 12 mánuði á
24,0% nafnvöxtum verður innistæðan í Iok
þess tíma 1.240 krónur og 24,0% ársávöxtun í
þvítilviki.
Liggi 1.000 krónur inni í 6+6 mánuði á 24,0%
vöxtum reiknast fyrst 12% vextir eftir sex
mánuðina. Þá er innistæðan komin í 1.120
krónur og á þá upphæð reiknast 12% vextir
seínni sex mánuðina. Lokatalan verður
þannig kr. 1.254.40 og ársávöxtunin 25,4%.
Dráttarvextir
1 þessum mánuði geta gilt tvenns konar
dráttarvextir. Annars vegar 2,75% á mánuði
og 33% á ári. Mánaðarvextir falla þá aö fullu
á skuldir um leið og greiðsla fellur í eindaga.
Hins vegar geta gilt dagvextir, sem munu
gilda eingöngu frá og meö 1. febrúar.
Dagvextir eru reiknaðir af Seðiabankanum
fyrirfram vegna hvers mánaðar. 1 janúar
miðast þeir við 30,8% á heilu ári eða 2,566% á
mánuði. Vextir á dag verða því 0,08555%.
Ðagvextina má gjaldfæra á skuldir mánaðar-
lega. Strax á öðrum mánuði frá eindaga koma
því til vaxtavextir. Arsávöxtun janúarvaxt-
anna verðurþví35,5%.
Vísitölur
Lánskjaravisitala fyrir janúar 1985 er 1.006
stig, 4.9% hærri en í desember. Miðað er við
100 íjúní 1979.
Byggtogarvísitala fyrir fyrsta ársfjórðung
1985 er 185 stig en var 168 stig síðasta árs-
fjórðung 1985. Miðaö er við 100 í janúar 1983.
Andlát
i
Guðrún Björasdóttir lést 19. febrúar sl.
Hún var fædd 27. febrúar 1897 á Mikla-
bæ í Blönduhlíð í Skagafirði. Foreldrar
hennar voru sr. Björn Jónsson og Guð-
finna Jensdóttir. Hún giftist sr. Lárusi
Amórssyni, en hann lést áriö 1962. Þau
hjónin eignuöust fjóra syni. Utför
Guðrúnar verður gerð frá Hallgríms-
kirkjuídagkl. 13.30.
Helgi Eggertsson lést 18. janúar sl.
Hann fæddist í Reykjavík þann 14. júlí
1932, sonur hjónanna Isfoldar Helga-
dóttur og Eggerts Bjama Kristjáns-
sonar. Helgi lauk prófi frá Stýri-
mannaskóla Islands 1957. Hann hóf
störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og
Reykjavíkurborgar árið 1962 og starf-
aði þar til dauöadags. Eftirlifandi
eiginkona hans er Jóhanna Jóhannes-
dóttir. Þau eignuöust sex börn. Útför
Helga verður gerð f rá Fossvogskirkj u í
dag kl. 15.
Helga Sigurðardóttlr Wendeldo lést í
Osló 27. janúar.
Guðrún S. Pálsdóttir, Hvalsnesi, lést
aökveldi 26. janúar.
Halldóra Jónsdóttir er látin.
Kjartan Árnason, Gnoöarvogi 36, lést á
heimili sínu 28. janúar.
Jón Stefán Rafnsson tannlæknir varð
bráökvaddur aö kvöldi 27. janúar.
Svanhlldur Áraadóttir, Leifsgötu 25,
lést í Landakotsspítala sunnudaginn
27. janúar.
Ása Áraadóttir andaðist aöfaranótt 27.
janúar á Elliheimilinu Grund.
Guðjón Jónsson bifreiöasmiöur og
trésmiður, Hvassaleiti 42, verður jarð-
■ sunginn frá Bústaðakirk ju f östudaginn
1. febrúarkl. 13.30.
Jóhannes Reykjalín Traustason,
Ásbyrgi, Hauganesi, verður jarð-
sunginn frá Stærri-Arskógskirkju
fimmtudaginn31. janúarkl. 14.
Einar Hilmar, Heiðarási 3 Reykjavík,
áöur til heimilis aö Austurgötu 29,
Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðju-
daginn29. janúar.kl. 13.30.
Gunnar Heigi Guðjónsson, Gnoöarvogi
30, andaðist i Landspítalanum laugar-
daginn 26. janúar.
Olfar P. Merk lést i Borgarspítalanum
26. janúar sl. Otförin fer fram frá Foss-
vogskirkju31. janúarkl. 10.30.
Baldvin Kristjánsson rafvirkjameist-
ari, Vesturbergi 119, lést í Landspítal-
anum26. janúar.
Inglbjörg Guðmundsdóttlr, Höfn,
Homafirði, lést 27. janúar.
Hjörtur ögmundsson, fyrrum bóndi í
Álftatröðum, andaðist á heimili sínu,
Hörðalandi 8 Reykjavík, að kvöldi
sunnudagsins 27. janúar.
Sonui' minn, Erling Kristjánsson, lést i
Osló þann 16. jan. Utför hans verður
gerð frá Fossvogskirkju kl. 10.30 á
morgun, miövikudag. Fyrir hönd
aöstandenda, Svava Sigvaldadóttir.
Tilkynningar
Árshátíð Snæfellingafélags-
ins
Snæfeliingafélagiö í Reykjavík heldur árlega
árshátíð sina laugardaginn 2. febrúar í Dom-
us Medica og hefst hún kl 18.30 nieö borð-
haldi. Eins og venja hefur veriö undanfarin ár
veröur mætt timanlega til upphitunar. Vonast
stjórn og skemmtinefnd til aö húsið fyllist af
hressu og kátu fólki. Aðgöngumiðar veröa
seldir hjá Þorgils í Lækjargötunni frá 31.
jan.,sími 19276.
Myndakvöld Útivistar
veröur fimmtudaginn 31. jan. kl. 20.30 í Fóst-
bræöraheimilinu, Langholtsvegi 109—111.
Sýndar veröa myndir úr htoum sérstöku
haust- og vetrarferðum Utivistar, þ. á m. úr
Núpsstaðarskógum, Hánípufit, haustblóti á
Snæfellsnesi, aðventu- og áramótaferðum í
Þórsmörk. Þátttakendur feröanna eru hvattir
til aö mæta. Allir velkomnir að koma og kynn-
ast Utivistarferðum. Kaffiveitingar.
Ttodfjöll í tunglsktoi. Helgarferö 1,—3. febr.
Gist i skála. Skíöagöngur og gönguferðir m.a.
á Tindfjallajökul. Farmiöar á skrifst., s. ■
14606.
Dagsferöir 3. febr. kl. 10.30. 1. Fljótshlið. 2.
ölkelduháls, skíðaganga kl. 13.00, Krókatjöm
— Elliðakot.
Utivistarfélagar: Greiöið heimsenda gíró-
seöla fyrir árgjaldinu.
Utivist.
Kvöldvaka Ferðafélags ís-
lands
Miövikudaginn 30. janúar efnir Ferðafélagið
til kvöldvöku í minningu Gests Guöfinnsson-
ar. Guðfinna Ragnarsdóttir hefur valið efni
sem flutt verður, ljóð, frásagnir o.fl. eftir
Gest.
Kvöldvakan hef st á ávarpi Davíðs Olafsson-
ar, forseta F.I. Næst er samleikur á píanó,
fiölu og þverflautu, leikiö lagið 1 grænum mó.
Guðfinna Ragnarsdóttir o.fl. lesa kvæði úr
verkum Gests, Ottar Kjartansson flytur
ferðaminningu, ertodi um séra Jóhann eftir
Gest les Guðfinna Ragnarsdóttir og síðast fyr-
ir hlé flytur Arni Bjömsson lausavísur úr
Ferðafélagsferðum eftir Gest. Að hléi loknu
hefst skuggamyndasýning og að lokum verð-
ur fjöldasöngur og sungiö ljóð Gests i grænum
mó.
Gestur lést 4. maí 1984 og var afar virkur fé-
lagi í Ferðafélaginu, skrifaöi Árbók um Þórs-
mörk og var í mörg ár einn af vinsælustu far-
arstjórum félagsins.
Kvöldvakan verður haldin í Risinu á Hverfi-
isgötu 105 og hefst stundvíslega kl. 20.30. Að-
gangurerkr. 50.-
Trúnaðarbréf afhent
Nýskipaður sendiherra Danmerkur, hr. Hans
Andreas Djurhuus, afhenti í dag forseta Is-
lands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum Geir
Hallgrímssyni utanrikisráðherra.
Síðdegis þáöi sendiherrann boð forseta Is-
lands á Bessastöðum ásamt fleiri gestum.
Sendiherra Danmerkur hefur aðsetur í
Reykjavík.
Kvenfélag
Árbœjarsóknar
Aðalfundur Kvenfélags Arbæjarsóknar
verður haldinn í safnaðarheimilinu þriðju-
daginn 5. febrúar nk. kl. 20.30. Venjuleg aðal-
fundarstörf.
Stjórnin.
Þorrablót Átthagafélags
Sléttuhrepps
veröur haldið laugardaginn 2. febrúar nk. í fé-
lagsheimiltou Seltjarnamesi. Húsið verður
opnað kl. 19 og hefst borðhald kl. 19.30.
Skemmtiatriði verða meðan á borðhaldi
stendur og að því loknu mun hljómsveitin
Stuðlatríó leika fyrir dansi til kl. 02. Miðaverð
er kr. 800.-. Þátttaka tilkynnist til Góu 33825,
Þóreyjar 37414 eða Friðriks, 39570, fyrir 30.
janúar.
Kvennalistafundur
Kvennalistinn heldur kynningarfund í félags-
helmilinu á Seltjamarnesi f dag, þriðjudaginn
29. janúar, kl. 20.30. Komið og kynnist kraft-
miklu kvennastarfi 1 kjördæminu.
Saurbœingar
hór og þar
Blótum öll þorrann i félagsheimili Kópavogs
þann 9. febrúar. Pantið miða timanlega í sim-
um 83843,42361,30211 og 621541.
Námskeið fyrir þá
sem vilja hætta að reykja
Islenska bindindisfélagið heldur námskeið
dagana 3.-7. febrúar nk. Þetta er hin vel
þekkta 5—daga áætlun gegn reykingum. Á
námskeiðið, sem haldið var fyrir jólin,
komust margir ekki og hefur verið hringt
mikið og óskað eftir öðru námskeiði. Greini-
lega fjölgar þeim stöðugt sem vilja losna við
reykingamar. Að vanda verður námskeiðiö
til húsa í Háskóla Islands, Hugvístodahúsi,
stofu númer 101, og hefst kl. 20.30 hvert
kvöld. Aðalleiðbeinandi og stjórnandi verður
Jón Hjörleifur Jónsson og með honum
læknarnir Sigurður Björnsson, dr. G. Snorri
Ingimarsson, Sigurgeir Kjartansson og Sig-
urður Ámason, Eric Guðmundsson sjúkra-
þjálfari. Með fræðslumyndum, kvikmynd-
um, litskyggnum, tölfræðilegum upplýsing-
um, læknisfræðilegum staðreyndum og
mæltu máli verður allt gert til hjálpar fólk-
inu að sigrast á reykingavananum. Þátt-
tökugjaldið er kr. 500,00. Innritun er í síma
13899 á skrifstofutíma og 36655 á kvöldin.
Einnig er hægt að innritast við upphaf nám-
skeiðsins.
Orlof húsmæðra í Reykjaík
heldur kvöldvöku á Hótel Sögu, Súlnasal, nk.
fimmtudag 31. janúar kl. 20. Húsið opnað kl.
19. öllum heimill aðgangur.
Kvenfélag Kópavogs
heldur spilakvöld þriöjudaginn 29. janúar kl.
20.30 ífélagsheimilinu.
Aðalfundur
skíðadeildar Fram
verður haldton miðvikudagton 30. janúar 1985
kl. 20.30 í félagsheimili Fram við Safamýri.
Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.
Fressköttur hvarf
frá Hjallavegi sl. föstudag. Þeir sem ein-
hverjar upplýsingar geta gefið um hann
vinsamlega hrtogi í síma 32104.
Allt efni sem á aö koma í Hvaö er á
seyði um helgina, sem fylgir blaðinu
á föstudögum, þarf að berast blaðinu
í síðasta lagi fýrir hádegi á miðviku-
dögum.
Afmæli
85 ára afmæll á i dag, 29. janúar, Guð-
laugur G. Guðmundsson bóndi, Stóra
Laugadal í Tálknaflrði. — Hann verður
í dag staddur á heimili dóttur sinnar,
Miötúni 18 í Tálknafirði. Eiginkona
Guðlaugs er Hákonía Pálsdóttir.
90 ára afmæli á í dag, þriðjudaginn 29.
janúar, Andrés Þormaij.fyrrum aðal-
gjaldkeri Pósts & síma, Sóleyjargötu
33 hér í bæ. Hann var um áraraðir einn
af forvigismönnum Fél. ísl. sima-
manna. Var t.d. formaður i stjórn þess
með hléum á árunum 1932—1953. Þá
var hann ritstjóri Símablaðsins og
lengi formaður eftirlaunadeildar FlS.
VEXTIR BftNKfl OG SPflRISJÚÐfl (%)
innlAn með sérkjörum SJt StRUSTA llfl HiiiHi 1 .8 II li !i íi
INNLÁN Overðtryggð
sparisjOosbækur Öburaín irataða 24,0 244) 24.0 245 245 245 245 24.0 245 24,0
SPARIREIKNINGAR V mánséa uppsögn 27 5 28.8 274) 275 275 27,0 275 265 27,0 27,0
6 mánaAa uppsögn 364) 39,2 304) 315 365 315 295 305 31,5
12 mánaéa uppsögn 324) 34,6 32.0 315 31,0
18 mánaða uppsögn 344) 36,9 345
SPARNAOUR - LANSRÉTTUR Sparað 3-5 mánuði 274) 275 275 275 265 275 275
Sparað 6 mán. og maáa 304) 305 27,0 275 295 305 30,0
INNLANSSKlRTEINI Ti 6 mánaða 31,5 345 304) 31,5 31,5 31,5 305 31.5
TtKKAREIKNINGAR Avbanwaðtnngar 224) 224) 185 19,0 195 195 195 195 185
Hlauparaðuwigw 194) 165 185 195 195 125 195 195 185
INNUN verðtryggð
SPARIREIKNINGAR INmtnNl.wugn 44) 45 25 0.0 2.5 15 15 15 15
6 mánaðs uppsögn 6.5 65 35 35 35 35 25 25 3.5
innUn gengistryggð
GJALOEYRISREIKNINGAR Bandwfltjadoðww 95 95 85 85 75 75 75 7.0 85
Slariingxpund 95 95 85 85 85 85 85 85 85
Vesturjrrsfc mörk 44) 45 45 45 4.0 45 «5 «5 45
Danskw krúnur 95 95 85 8.5 8.5 8.5 8,5 85 85
útlAn úverdtryggð
AiMENNIR VlXIAR Iforvextk) 314) 315 315 315 31,0 315 315 315 315
VIOSKIPTAVlKLAR (forvextsr) 324) 325 325 325 325 325 325 325
ALMENN SKULOABRiF 344) 345 345 34.0 34.0 345 345 345 34,0
VIOSKIPTASKULOABREF 354) 355 355 355 355 35.0
HLAUPAREIKNINGAR Yfkdráttur 324) 325 325 325 325 325 325 325 25,0
útUn verðtryggo
SKULDABRÉF Að 2 1/2 ári 44) 45 4.0 45 45 45 45 45 4.0
Lengri en 2 1/2 ár 54) 5.0 55 55 55 55 55 55 5.0
ÚTUN Tll FRAMLEIÐSLU
VEGHA INNANLANOSSðLU 244) 245 245 245 24,0 24,0 245 245 245
VEGNA ÚTFLUTNINGS SOR reðuárnym 95 95 95 95 95 9.5 95 9.5 95
SENDISVEIIMN
Óskum að ráða sendisvein strax.
Þarf að hafa umráð yfir bifhjóli.
Rolf Johansen og c/o,
Laugavegi 178,
sími 686700.