Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVKUDAGUR13. FEBRUAR1985. E/ns og þorskur á þurru landi” Það hefði mótt heyra saumnól detta I Kristalsal Hótel Loftleiða þegar flautað var til leiks í fyrstu umferð afmælisskókmóts Skóksam- bands Islands. Menn hvískruöu þó og piskruðu um væntanlegan sigurveg- ara og efstur ó biaði var Jóhann Hjartarson. , Jiann skal vinna, enda sýnist mér hann I góöu formi,” sagði virðulegur maður sem spóði í stöðuna frammi ó gangi. Hátíöleg stund Þetta skókmót, sem er meö alira sterkustu skákmótum er haldiö hefur verið hér ó landi, var sett með pompi og pragt. Þorsteinn Þorsteins- son, formaður Skóksambands Islands, setti mótið og bauð gesti vel- komna meö örstuttri ræðu. Bað hann síöan menntamólaróöherra, Ragn- hildi Helgadóttur, aö ieika fyrsta leik fyrir Margeir Pétursson, er lék ó móti Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara. Og svo hófst mótið. Menn voru alvöruþrungnir þar sem þeir fylgdust meo nœsta leik. einhverju?” spurði skákskýrandinn. Það kom fát á manninn og hann leit flóttalega i kringum sig. „Kannski heföi ég ekki ótt að segja neitt,” hugsaöi hann. ,,Hann heföi hreinlega átt aö slátra þessu peði strax,” sagöi annar. ,,Ja, ég er nú eins og þorskur ó þurru landi,” sagði skákskýrand- DV-myndir KAE. inn. Og svona gengu skákskýring- amar. Skókmennimir sjálfir virtust þó taka þessu öllu með ró og spekt. A milli þess sem þeir léku sína leiki gengu þeir um, litu ó hinar skákimar ogfengusérkaffi.. -KÞ Haraldur Blöndal og Davifl Oddsson valta fyrir sér stöflunni. menn á borð við Ingvar Asmundsson skókirnar. En böggull fylgdi skammrifi. Sambandið milli skóksalar og skókskýringasalar var ekki sem skyldi. Það gekk erfiðlega að fó sam- band þar ó milli svo skákskýrendur lentu í því að þurfa að skýra þaö sem kallað er leiöinlegt hróksendatafl. Menn sættust þó á þaö og fóru að skýra skákimar s jálfir. , Jlann heföi getað leikiö biskup ó D7 og svo strax á F3,” sagði maður úti í sal. ,JEn breytir þaö Hort fjarri góðu gamni Fimm mínútum eftir að athöfnin hófst vom blaðaljósmyndarar beðnir að yfirgefa salinn þvi þaö gæti truflað skákmennina við leik. „Þetta heldur í manni lífinu,” hvíslaði eldri herra að öðrum þar sem þeir sátu framarlega á bekk í Kristaisalnum og hóstaði kirkju- hósta ofan í trefilinn. „Uss,” sagði maöur á bekknum fyrir aftan. Og skákmennirnir héldu áfram að tefla. Hort var hins vegar fjarri góðu gamni, skák hans við Jón L. Ámason hafði verið frestað. I fyrstu sátu menn í sætum sínum, pinnstífir og þöglir en eftir því sem leið á fóm þeir á rand. Helst ló leiöin inn í skákskýringasalinn sem var viö hliöina. Þar skýrðu kunnir skák- a „Ædar maðurinn virkilega að leika svona af sér?" Tómas Árnason, fyrr- verandi róflherra og núverandi Seðlabankastjóri, var mœttur til leiks og fylgdist grannt með. ÞESSIR VORU Þaö var margt um manninn á Ingvar Ásmundsson, skólastjóra Hótel Loftleiðum í gær. Mó þar Iðnskólans, Gylfa Þórhallsson, nefna: GuðmundArasonheíldsala, einn sterkasta skókmann Norður- Davíð Oddsson borgarstjóra, lands, Magnús V. Pétursson knatt- Ragnhildi Helgadóttur mennta- spymudómara, Þorstein Gauta mólaráöherra, Þór Vilhjálmsson Sigurðsson píanóleikara, Tómas hæstaréttardómara, Magnús Arnason, bankastjóra Seðlabank- 01afssonritstjóra,EinarS.Einars- ans, Baldur Oskarsson, fyrrver- son, fyrrverandi forseta andi framkvæmdastjóra Alþýðu- Skáksambandsins, Gísla Torfason bandalagsins, Sigurgeir Gíslason, fótboltamann, Harald Blöndal skókmann úr Hafnarfirði, Ingimar alþingismann, Gunnar Gunnarsson Jónsson, fyrrverandi forseta fyrrverandi forseta Skáksam- Skóksambandsins, Jóhann bandsins, Birgi Sigurðsson, fyrsta Sigurðarson leikara, Pólma Jóns- ritstjóra tímaritsins Skókar, son, fyrrverandi ráöherra, Jón Sæmund Pólsson lögregluþjón, Þóro&lsson lögfræðing og fleiri.-KÞ 1. umferð afmælismóts SÍ: Helgi með betri bmskak gegn Larsen Fyrsta umferð afmælismóts Skóksambands Islands bauö upp ó miklar sviptingar ó skákborðunum. Fyrirfram beindist athygli manna helst aö skók Margeirs og Spasskys annars vegar og hins vegar að skák Helga og Larsens. Það var hin síðar- nefiida sem stal senunni og hefur Helgi nú vænlega biöskók gegn Dananum en óvíst hvort honum takistaðvinna. Jón L.—Hort frestað Ljóst varð um hódegisbiliö i gær að Jón L. ætlar að tefla í mótinu þrátt fyrir að hann sé enn aö nokkru leyti þjakaður af flensu. Hann fékk því fyrstu skók sinni frestaö en vonandi mætir hann vígreifur til leiks í kvöld. Hort tók frestuninni meö stillingu og kvaöst reyndar sjálfur vera hálf- slappur til heilsunnar. Margeir—Spassky 1/2—1/2 Fyrstir til þess að ljúka skák sinni í gærkvöldi voru þeir Margeir og Spassky. Fyrrverandi heimsmeist- ari tefldi byrjunina mjög varfærnis- lega og haföi þröngt en öruggt tafl aö henni lokinni. Fyrir meira rými á borðinu hafði hins vegar Margeir þurft aö gefa biskupapariö og mótti því vera smeykur við að opna taflið. Sá var honum þó einn kostur til þess aö brjóta niður vamarmúr and- stæðingsins sem svaraði meö því aö gefa biskupaparið til baka og jafna þannig taflið. Þegar jafntefli var samið hafði Spasský síðan síst verri stöðu og var lærdómsríkt að finna þó virðingu sem fyrrverandi heimsmeistari bar fyrir okkar manni. Karl—Jóhann 1/2—1/2 Fyrir þessa skák var Karl Þor- steins vitaskuld talinn þurfa að berj- ast af miklum krafti til þess að sjá við Islandsmeistaranum okkar unga. Mikill munur er á skákstigum þeirra félaga og Karl hefur ekki sýnt sitt allra besta undanfarið. Skókin varð hins vegar allan tímann í jafnvægi þó að um tíma liti út fyrir aö Jóhanni ætlaði að takast að gera sér mat úr hálfopinni a línunni. Þegar tími keppenda tók að stytt- ast tóku þeir að þróleika sem senni- lega var skásti kosturinn. Voru það góð úrslit fyrir Karl, sem er stiga- lægsti keppandinn, því hvert jafntefl- ið færir hann nær 5 vinningum, sem jafngildir árangri alþjóðlegs meist- ara. Guðmundur—Van der Viel 0-1 Fæst orð hafa minnsta ábyrgð: Guðmundur missteig sig í byrjuninni og þrótt fyrir góð tilþrif tókst honum ekki aö bjarga taflinu. Mikill skellur fyrir okkar geðþekka stórmeistara en vonandi reynist fall vera farar- heill. Hansen—Jusupov 1/2—1/2 Daninn ungi og heimsmeistari unglinga, Curt Hansen, lét sovéska stórmeistarann sannarlega hafa fyrir jafnteflinu. Um tíma virtist só sovéski hafa tapað tafl en fann þá snjallan biskups]eik sem leiddi út í hróksendatafl. Hafði Daninn þá peði yfir en gat ekki nýtt sér það til vinn- ings. Keppendur sýndu þá drengilegu framkomu gagnvart óhorfendum að tefla skókina alveg út. Þ.e.a.s. hættu ekki fyrr en út í jafnt peðaendatafl var komið. Helgi—Larsen, biðskák Skók gærdagsins. Þrungin spennu frá upphafi. Bent Larsen, sem kunnur er af bjartsýni sinni, lék aö þessu sinni Leningrad afbrigðiö af hollenskri vörn. Er þaö afbrigöi taliö hvítum hagstæðara í öllum afbrigð- um en hann má þó gæta sin á gagn- sókn svarts sem getur verið geig- vænleg: Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Bent Larsen (Danmörku) Hollenskvöm (Leningrad) LRf3f52.g3Rf63.Bg2g6 Upphafsleikur Leningradaf- brigðis. 4.0—0 Bg7 5. d4 0—0 6. c4 d6 7. d5 Annar möguleiki er 7. Rc3 Rc6 8. d5 Re5 9. Rxe5 dxe5 og upp geta komið skemmtilegar sviptingar. 7. — c5 8. Rc3 Ra6 Riddarinn er á leið til c7, þar sem hann valdar hinn veika e6 reit og styður við f ramrásina b7—b5. 9. Hbl Bd7 10. b3 Hb8 11. Bb2 Rc7 12. a4a613. a5!? Helgi býst nú þegar til hemaðar ó a línunni. Hugmynd hans er að stööva mótspil svarts drottningar- megin. E.t.v. spilar sólfræðin einnig inn í: Larsen er mjög frægur fyrir aö leika kantpeðum sínum fram í tíma og ótíma. 13. —Rce8 Liður í endurskipulagningu ridd- araflotans. Hinn leikni riddari fer á staö hins, en sá fer til e5 meö viðkomu á g4. 14. Hal Svartur hótaöi a peði hvíts með drottningunni. 14. —Rg415. Ha3!? Hugaður leikur. Svo sem fyrr segir er hvítum í mun aö vera viðbúinn atlögu svarts ó drottningarvæng. Hann hefur því ó þessu stigi ekki áhyggjur af því að tvo leiki þarf nú til þess að koma þessum hrók í skot- stööuómiöborðinu. 15. —Ref6 Athyglisverður möguleiki er 15. — f4!? 16. Dal Dc 7 17. e3 b518. axb6 (frhl.) Hxb619. Rd2 Bc8 20. Dbl Re5 21. Dc2. Hvítur hefur hér betra tafl. Hann ræður miðborðinu og peð hans ó d5 hamlar hreyfifrelsi svörtu mann- anna. Nú leikur svartur slæmum leik, sem veitir hvitum öflugt frum- kvæði. 21. — g5? 22. f4! gxf4 23. exf4 Peðastaða svarts er sundruö. Hann hefur nú fjórar peðaeyjur ó mótitveimur. 23. — Rf7 24. Hfel He8 25. Haal Hb8 26. He2h5! Kantpeö eins og þetta hefur oft bjargað Larsen í erf iöum stöðum. 27. Rf3 Db6 28. Ha3 e5! ?! Hvað var til róða. Textaleikunnn stenst ekki ströngustu gæðakröfur. Hins vegar var ekki fýsiiegt fyrir svartan að biöa átekta og horfa upp á hvítan þróa yfirburöatafl meö leikjum eins og: Rdl—e3. Bfl—d3, Rh4 o.sv.fr. 29. dxe6 (frhl.) Hxe6 30. Rg5! Svörtum er af fullri hörku refsaö fyrir frumhiaup sitt. 30. — Hxe2 31. Dxe2 Dd8 32. Rd5! Eftir 32. Rxf7 Kxf7 33. Rd5 Kg6, skrimtir svartur enn. Nú standa þó öll spjót á honum. 32.—Rxg5 Skák Ásgeir Þ. Árnason 33. fxg5? Millileikurinn 33. Rxf6+ er mjög sterkur. T. d. a) 33. — Bxf6 34. fxg5 Bxb2 35. Dxh5!! Bd4+ 36. Kg2 og svartur fær ekki varist máti á h6 eða F7. b) 33. - Bxf6 34. fxg5 Bd4+ 35. Bxd4 cxd4 36. Bd5+ ósamt Dxh5. c) 33. — Bxf6 34. fxg5 De7 35. Bd5+ Kf8 36. Dxe7+ Bxe7 37. g6 og vinnur. 33. —Rg4! Nú er svartur enn á róli. 34. Re7+ Kf8 35. Bxg7+ Kxg7 36. Rxc8 36. Rc6 er ekki hollt vegna 36. — Dxg5 og svartur snýr vörn í sókn. 36. — Hxc8 37. Hxa6 Dxg5 38. Hxd6. Loks vinnur hvítur peð. En dugar það? 38. - h4 39. gxh4 Dxh4 40. h3 Rf 6 Skákin fór hér í bið og verður tefld áframkl. 13.00ÍKristalsalnumídag. I kvöld kl. 17.00 hefst siðan 2. umferð, helst ber þó til tíðinda að Larsen teflir við Margeir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.