Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985.
13
ÚRELT FYRIRKOMULAG
Til hvers er
Fasteignamatið?
Ein er sú stofnun sem ber heitiö
Fasteignamat rfkisins. Þeir sem
húseignir eiga kannast eflaust viö
fyrírbæriö. Þetta er stofnun mikil aö
vexti.
Verkefni þessarar sto&iunar á víst
aö vera aö meta fasteignir lands-
manna. I hvaöa tilgangi er vist flest-
um hulin ráðgáta nema aö litlu leyti.
Ekki er fasteignamatið notaö þegar
viökomandi vill vita hversu mikils
virði húseign er. Til þess nota menn
brunabótamatiö miklu fremur.
Þegar húseignir ganga kaupum og
sölum þá er ekki spurt um hversu
hátt fasteignamatið sé, þá er spurt
um brunabótamatið. Fasteignamat-
iö er einungis notaö til viömiöunar
þegar skattleggja þarf, hvort sem
um er aö ræöa eignaskatt, fasteigna-
gjöld eöa vatnsskatt. Þar erum við
komin aö merg málsins.
Þar sem mat þetta er lagt til
grundvallar við gjaldtöku á jafn-
veigamikilli innheimtu og raun ber
vitni hlýtur þaö aö þykja sjálfsagt
mál aö vandað sé til verka þegar
unniö er aö matinu og allir sitji við
sama borö þannig aö skattamir séu
réttlátir og raunhæfir. Svo gott er
það nú ekki og langur vegur f rá því.
Misrœmi í mati
Fyrir það fyrsta er ekki nokkurt
samræmi i matinu, á milli húseigna
og er það algengt, já ég endurtek, al-
gengt og nær regla aö eins hús,
byggö á sama tima, viö sömu götu, i
sama ásigkomulagi, eru metin hvort
á sinn mátann sem þýöir þaö aö
mönnum er stórlega mismunað við
skattlagningu.
Þetta kannast allmargir húseig-
endur við í Vestmannaeyjum, svo
dæmi sé nefnt, og munar þar engum
smátölum.
Flestum er þaö hulin ráögáta
hvernig staðiö geti á slíkum mis-
muni, sérstaklega þegar þess er gætt
aö ekki skortir starfsliö viö stofnun-
ina. Til þess aö fylgjast meö aö hlut-
imir séu í lagi er sérstakt „kerfis-
apparat” viös vegar um landið og á
Vestmannaeyjum aö vera þjónað frá
útibúinu á Selfossi. Sú þjónusta er
ekkert nema orðin tóm þar sem full-
trúi þaðan er Eyjamönnum saldséö-
ur gestur. Undirritaöur ræddi mál
þetta viö fulltrúann og kom þá í ljós
aö ekki hafa allir sama skilning á
hvemig kerfið á að vinna, það er að
segja fulltrúinn telur sig eiga aö fá
gögn frá Vestmannaeyjabæ áður en
hann geti gert eitthvaö og á meðan
halda bæjaryfirvöld aö fulltrúinn og
hans menn eigi aö koma út í Eyjar og
vinna sitt verk. Á meðan vitleysan
gengur veröa húseigendur aö sitja
meö sárt enniö og greiöa kolvitlaus
gjöld. Já, apparatið er orðið þungt í
vöfum sem eftirfarandi dæmi sannar
ennbetur.
Dœmi úr Eyjum
Undirritaður þurfti fyrir nokkrum
árum aö leita eftir leiöréttingu á
fasteignamatinu fyrir skjólstæðing
sinn. Sá timi sem fór í lagfæringuna
skipti nokkrum árum áöur en ein-
hver lelörétting fékkst. A meöan
þurfti viökomandi aö greiða miklu
hærri gjöld en viðkomanda bar og er
svo enn þar sem umrædd húseign er
metin 30% hærra en nærliggjandi
hús sem eru ekki í verra ástandi og
byggö á sama tima eftir mjög svip-
uöumteikningum.
Ekki er annaö að sjá en að bæjar-
yfirvöld í Eyjum telji litlar likur á aö
samræmi fáist í þessi mál þvi aö á
fundi stjórnar Veitustofnana Vm.
var nýlega samþykkt aö vinna á
árinu aö samræmingu og breytingu á
gjaldskrá Vatnsveitunnar meö þaö i
huga aö vatnsskatturinn kæmi jafn-
ar niður á bæjarbúa en raun ber
vitni.
Bðknfð burt
Hvaö er til ráöa? Albert.þama er
leiö. StjómarQokkamir ræða um aö
það þurfi aö spara í ríkisbúskapnum.
Sjálfstæöismenn eru þekktir fyrir
allt talið um báknið burt. Allir vita
aö hingað til hafa þetta einungis
veriö orðin tóm. Er ekki kominn tími
til að r jldð verði dustaö af frumvarp-
inu hans Magnúsar H. Magnússonar
þar sem hann lagði til að Fasteigna-
mat rikisins yröi lagt niður sem þvi
miöur haföi ekki meirihlutafyigi á
Alþingi þá? Þaö hlýtur aö hafa fylgi
nú. Leggið niöur Fasteignamat rikis-
Kjallarinn
GUÐMUNDUR
Þ.B.
ÓLAFSSON
ÍÞRÓTTAFULLTRÚI
VESTMANNAEYJUM
ins. Þaö er óþarfi að vera meö tvöfalt
kerfi því brunabótatryggingafélögin
sjá um matiö, matið sem landsmenn
nota og er raunhæfara.
Samfara slíkri breytingu færi að
sjálfsögðu fram breyting á álagning-
arreglum fyrmefndra skatta, til
samræmis viö breytt mat, sem kæmi
jafnar og réttlátara niöur á gjald-
endum.
Hvers vegna að vera að burðast
með handónýtt Fasteignamat sem er
þjóðinnirándýrt?
Vestmannaeyjum
4. febrúar 1985.
Guöm. Þ.B. Ólafsson.
^ „Er ekki kominn tími til aö rykið
verði dustað af frumvarpinu hans
Magnúsar H. Magnússonar þar sem
hann lagði til að Fasteignamat ríkisins
yrðilagt niður?”
BJARGRADK) — BJORINN
— eða sagan af „Steingrími sterka”
Með allsérkennilegum hætti hefur
bjórinn nú komið inn í þjóðfélagsum-
ræöuna. Fyrst var að vísu nokkur
umræöa i kjöifar niöurstaðna i
skoöanakönnun HP, sem sýndi ótrú-
lega mikiö fylgi viö aö leyfa sölu
áfengs öls og enn ótrúlegra fylgi við
aöleyfa þá sölu án allra skilyröa.
Eg leyfði mér aö leggja nokkuö út
af þessu í HP, þó ég taki mátulega
mikið mark á skoðanakönnunum.
Ástandið nú, alveg sér í lagi „bjór-
lfkhúsin”, hefur sjálfsagt sin áhrif.
Fólk gefst upp og segir: Ætli sé ekki
bara bezt að leyfa þetta, fyrst þetta
veður umallt.
Já, áfengisauömagniö er ekki af
baki dottiö. Ef ekki er hægt aö kom-
ast inn um aðaldyrnar, þá er smeygt
sér inn um bakdyrnar, enda fer betur
á því, þegar slfkt er á ferðinni.
Og samlagsstjórinn i Ámunni bros-
ir sinu breiðasta eftir vel heppnaöa
auglýsingu. Og frelsiskjaftæðið,
óskilgreint með öllu, tröllríður svo
þessu þjóðfélagi, aö fólk beinlinis
veigrar sér viö því aö bera sér í
munn svo óguðleg orð sem hömlur og
skilyrði.
„Gatafyllirí"
.JEndurlausnari” Alþýðuflokksins
með fríðri fylkingu berst hetjulegri
HELGI SELJAN
ALÞINGISMAÐUR FYRIR
ALÞÝÐU BAN DALAGIO
komnar úr reiknitölvum almáttugr-
ar Þjóöhagsstofnunar og i raun ekki
annað eftir en fá handayfirlagningu
yfirpáfans i Seðlabankanum, sem
ekki heföi oröiö mikiö fyrir því aö
breyta blávatni i bjór s.s. hann hefur
breytt allsleysi í undrahöll viö
Amarhól.
Nú hefur forsætisráðherra aö visu
horfið frá því „gatafylliríi”, sem
„Nú hefur forsætisráðherra að
vísu horfið frá því „gatafylliríi”,
sem hann sannanlega hafði í hyggju og
er vel þegar menn vitkast og bæta ráð
sitt.”
:
„Nýju götin keisarans" skyldu nú fyllt með vökva og glœstar upp-
hseðir svifu fyrir sjónum róðherranna."
baráttu á Alþingi og vel má vera aö
„almenningsálitiö” svokallaöa hafi
þau áhrif á þingheim aö loks veröi
undan látiö. Vart hefur honum og
liössveit hans komið í hug í haust við
framlagningu frumvarpsins aö fá
liösauka af ekki iakari gerö en sjálf-
an forsætisráðherra landsins. Minna
mátti nú gagn gera. „Nýju götin
keisarans” skyldu nú fyllt með
vökva og glæstar upphæðir svifu fyr-
ir sjónum ráðherranna, upphæðir
hann sannanlega haföi í hyggju og er
vel þegar menn vitkast og bæta ráö
sitt. En eftir þennan ótrúlega sirkus
sem nú er veriö aö reyna aö klóra yf-
ir, koma ýmsar hugsanir upp i ljósi
þess, hvernig útreikningar voru
framkvæmdir.
Við sem höfum varað viö því aö
leyfa áfengan bjór höfum haft þaö aö
einni meginröksemd, studdri reynslu
annarra þjóöa, að bjórdrykkjan
komi til viðbótar annarri drykkju,
sem allir vitibornir menn telja alltof
mikla núþegar.
„Sirkus Denna dœm"
Viö höfum eölilega sagt þaö, aö
grátlegt ósamræmi væri í því viö-
horfi fólks aö styrkja og styöja svo
glæsilega átök i baráttunni viö afleiö-
ingar ofdrykk junnar, en vilja um leið
aukc enn stórlega á drykkjuna og um
leið illar aflelðingar ofneyzlunnar. A
móti því hefur ævinlega veriö teflt
kenningunni um, aö bjórdrykkjan
mundi draga úr heildameyzlu, þ.e.
neyzla sterkari vina myndi dragast
saman. Svo ágætur og virtur visinda-
maöur sem dr. Jón Ottar Ragnars-
son hefur þessa skoöun t.d. Þaö sem
mér þótti athyglisveröast í „sirkus
Denna dæm” eins og gárungamir
kalla bjórathugun forsætisráðherra
ætti í raun aö vera okkur umhugs-
unarefni. Bjórsalan átti að færa
rikissjóöi 915 milljónir i hagnaö, og
nú fengum við marktæka tölu frá
sjáifri Þjóðhagsstofnun um liklega
drykkju, einfaldlega miðaö viö aörar
þjóöir og sú tala er einnig merkileg,
40 lítra neyzla árlega á hvert manns-
barn. En hin talan — hagnaöartalan,
sem örvaöi munnvatnskirtla ýmissa
ráðherra aö sögn — er vitanlega enn
athyglisverðari, þar sem verið var
að finna út beinharða tölu inn í fjár-
lagadæmi þessa árs og næstu ára,
þar sem verið var að vinna sig út úr
efnahagsvandanum, eins og það er
orðað og því engar gervitölur á ferð.
Það var sem sé engínn mínus til í
dæminu góða, sem gladdi hjarta ým-
issa æðstu oddvita okkar.
„Heillaráð"
Þjóðhagsstofnun eða ráðherrum
datt ekki i hug aö draga frá tölunni
915 einhverja minnkun á tekjum
ÁTVR vegna minni sölu á sterkum
drykkjum. Eg hefði nú dregið eitt-
hvað frá, því ekki hefi ég fullyrt eða
flogiö í hug aö allt yrði hrein viöbót
sem bjórinn skapaöL Eg heföi aö
visu ekki haft þá tölu háa, en ráð-
gjöfunum snjöllu flaug ekkert slikt i
hug og ekki forsætisráöherra heldur,
svo vitaö sé. Máske hefur skynsemin
ónáöaö þá óþyrmilega, þegar debet
og kredit var annars vegar? Máske
hefur grunurinn oröiö að fullvissu
um, að allt yröi þetta til aukningar
og þeir því gengið lengra en við í
andófinu höfum lengst af gert. Svona
lita þá staðreyndir málsins út i aug-
um þeirra, sem sumir hverjir vilja
endilega bæta hér viö.
Eg hygg að við, sem í andófinu er-
um og munum verða nýtum okkur
þetta nýja vopn, þessa ágætu tölu
þeirra hagspekinga og eitt er a.m.k.
víst. Vísbendingin er augljós, betri
mótrök var ekki unnt aö fá.
Hafi þvi Steingrímur heilar þakkir
fyrir „heillaráðið” sitt, sem hann
hvarf að visu blessunarlega frá,
fyrst það leiddi þetta svo í ljós sem
raunbervitni.
Bjórinn verður hrein viðbót á þá
óheilladrykkju, sem kallar á fjölda
sjúkrarúma árlega, kostnað upp á
hundruö milljóna. Þökk sé því Stein-
grimi sterka.
Helgi Seljan.