Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985. 19 svæðiö viö landamæri Afganistans og Pakistans, varð aö einu umf angsmesta ópíumræktarsvæði á jörðinni. Þaö gerðist fyrir aðeins um f jórum árum. Þá höföu stjórnvöld í Thailandi gert skurk i baráttunni gegn fikniefna- smyglurum í „Gullna þríhym- ingnum,” svæðinu á landamærum Thailands, Burma og Laos. Þá jókst í staðinn útflutningur frá Pakistan- svæðinu. Þannig gengur þetta, þegar ráðist er gegn smyglurum og ræktendum á einu svæðinu þá stinga þeir ur> höfðinu annars staöar. Um leið f ylgir dauðinn í k jölfarið. Nú er talið að 1,3 milljónir manna neyti fikniefna aö staðaldri i Pakistan. 130.000 neyta heróíns reglulega. Flókin smyglleiö Dauðinn fylgir alls staðar fíkni- meginlandsins þvi enginn leitaöi að fflcniefnum í farangri farþega frá IslandL Mútupeningar ráöa Oft reynist erfitt að berjast gegn eiturlyfjasmyglurunum. Peningamir sem þeir hafa eru svo gifuriegir aö þdr geta mútaö hæstu valda- mönnum og drepið þá sem þeir geta ekki mútað. Þegar dómsmálaráöherra Colombíu, Rodrigo Lara, þótti helst til athafnasamur gegn smyglurunum var hann myrtur. Einn af yfirmönnum bandarísku ffkniefiialögreglunnar i Pakistan sagði við blaðamann DV í fyrrasumar aö í landinu væri aöeins einn maður sem virkilega hefði áhuga á útrýmingu fíkniefna: það væri forseti landsins, Zia ul-Haq. Hann er ákafur múhameðstrúarmaður og hef ur ýmugust á öllum vímugjöfum. En verst fara eiturlyfin með neyt- Umsjón: Þórír Guðmundsson efnunum. Þó má skipta heiminum í þrjú svæði: þar sem ffkniefnin eru ræktuö, þar sem þeim er smyglað í gegn og þar sem þeirra er neytt. Opíum, og heróínið sem framleitt er úr því, er yfirleitt upprunnið annað- hvort í Afganistan og á nálægum svæðum eða í Gullna þríhymingnum. Kókaín er að miklu leyti framleitt í Suður-Ameriku. Til að koma þessum eiturlyfjum til neytenda fara smyglarar oft í gegnum viökomulönd. Þeir smygla eiturlyfjum i gegnum Hong Kong, Singapore, Indland, Sri Lanka og önnur lönd. Yfir- maöur norsku fikniefnalögreglunnar í Pakistan sagði blaöamanni DV að dæmi væri um að heróíni hefði verið smyglaö frá Pakistan.til Sri Lanka, þaðan til Austur-Þýskalands og loks þaöan á markaö i Vestur-Evrópu. Hann sagði einnig að pakistanskir smyglarar væru að hugsa um aö nota Island sem viðkomustaö á leiöinni til endalöndin og það eru aðallega Vestur- iönd. I Vestur-Evrópu deyja að minnsta kosti 1.500 manns á ári af völdum fikniefna. Ástandið þar fer versnandi. Heróínneysla er að verða að alvarlegu heilsugæsluvandamáli. Magn þess heróins sem lögregla gerir upptarid á hverju ári fer sívaxandi. Sama er að segja um kókaín. Notkun skynvillulyfja fer einnig ört vaxandi, sérstakiega á Norðurlöndum og á Bret- landseyjum. Ariðl983fannst21 ólögleg amfetaminverksmiöja í Vestur- Evrópu. Holland er sennilega stærsta og jafnvel eina dreifingarmiðstöð á LSD. Hass- og maríjúanareykingar faraeinnigívöxt. Fjöldahandtökur Það hve vandamálið hefur vaxið mikið hefur líka orðið til þess að yfir- völd eru byrjuð að grípa í taumana. Þaö þekkist jafnvel aö yfirvöld séu farin að ná höfuðpaurunum, eða i það kona í Thailandi dregur afl sér reyk frá blöndu barbítúrats og heróíns. minnsta mönnum sem standa mjög nálægt þeim. Nokkuð hefur verið um fjöldahandtökur, sérstaklega á Italiu. Þar standa nú yfir réttarhöld yfir stórri fíkniefnamafíu. Um 500 grunaðir liðsmenn hennar voru handteknir í fyrra. A ræktunarsvæðunum reyna yfir- völd að fá bændur til aö rækta eitthvaö annað en eiturlyf. Sums staðar hefur tekist vel til. Á neytendasvæöunum eru skiptar skoðanir um hvað skuli gera viö fikniefnasjúklinga. Sumir telja í lagi að gefa neyslu á mildari lyfjum, svo sem hassi og maríjúana, frjálsa. Aðrir vilja banna alla neyslu alger- lega. I Hollandi er meira að segja sum sala á fíknief num ley fð. Skýrsla Alþjóða fíkniefnaeftirlitsins fyrir 1984 segir kannanir sýna að lítið þýði að aðgreina þannig hörö og mild fikniefni. Lönd sem hafi leyft mildu efnin hafi lítið grætt á því. Vandamálið hafi ekki minnkaö þar. Margir telja aö eina leiðin til baráttu gegn ffkniefnunum sé alþjóðleg herferð gegn þeim sem mest græða á þessum bölvaldi mannkynsins: smyglurunum. Bandaríski sér- fræðingurinn i Pakistan benti á að neytendasvæöi Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu væru svo stór að ómögulegt væri að ná öllum þeim lyfjum sem til þeirra væri smyglað. Miklu vænlegra til árangurs væri aö taka á vandanum þar sem upptök hans væru, þar sem efnin væru framleidd. , Meö þetta i huga hafa flest lönd Evrópu sent fíkniefnasérfræðinga til landa þar sem fíkniefni eru framleidd. Noröurlöndin hafa samvinnu um þetta. Sérfræðingar hvers norræns lands eru jafnframt umboðsmenn hinna líka. Þannig er norski sérfræðingurinn í Pakistan jafnframt sérfræðingur Svia, Finna og Dana á svæðinu. lslendingar taka ekki þátt í þessari samvinnu. -ÞóG Tollarar í Flórida með níu tonn af maríjúana sem þeir nóflu af smyglurum. Mikið er um smygl yfir Karíbahafið á smábœi ð ströndum suflurríkja Bandarikjanna. Amsterdam: Stjómin lokar af- drepum dópistanna skýring sé á þeim lífsstfl. Forsætis- ráðherrann hefur í hyggju að setja strangari reglur um allar ferðir frá landinu. Þannig hyggst hann ná frekari tökum á smyglinu. Bandarískir embættismenn efast um árangur slíkra aðgerða. Vandamálið er póli- tiskt, segja þeir. Stjórnmálamaður sem tekur á þvi með þeim hætti sem nauðsynlegt er tapar eflaust gífurlegu fylgi. Á meöan ... Á meðan þessu vindur fram eru fjöl- miðlar hér uppfullir af frásögnum af glæpum tengdum eiturlyfjum. I síðustu viku voru 26 menn handteknir á bóndabæ i Loudon nálægt Washington D.C. Talið er að þeir hafi hagnast um 100 milljónir doliara á siðustu 10 árum á sölu og dreifingu á marijúana og hassi. Dreifingunni var stýrt í gegnum fyrirtæki sem seldi teppi og annan vaming frá Austurlöndum. Höfuðpaur- inn einn er sagður hafa smyglað 293 tonnum af maríjúana til Bandaríkj- anna á síðustu 10 árum og haft fyrír sinn snúð um 11 milljónir dollara. Sveitabæir hafa í vaxandi mæli verið notaðir sem bækistöövar fyrir fíkni- efnadreifingu. Ræktun neðanjarðar Á einum slikum sveitabæ í Atlanta hafði bóndinn varið stórum fjárhæðum til að grafa undan bænum. Þar haföi hann komið fyrir stóru gróðurhúsi og stórri dísilrafstöð til rafinagnsfram- leiðslu til ræktunarinnar. Sá er talinn hafa haft um fjórar milljónir dollara upp úr krafsinu á ári. I gær var 22 ára maður í Virginíuriki handtekinn fyrir sölu og dreifingu á LSD. Frá þessu var aðeins skýrt í smáfrétt í einu dag- blaöanna hér. Maðurinn hafði enda ekki haft nema um eitt þúsund og sex hundruð dollara á dag að undanförnu (um sextiu þúsund krónur). Sextán ára nemendur við grunnskóla voru handteknir fyrir nokkrum dögum fyrir neyslu og sölu eiturlyfja í skólan- um. Nemendurnir voru á aldrinum 15 til 17 ára. Eiturlyfjaneyslan er gífurlegt vandamál í mörgum grunn- skólum hér. Harðnaöir eiturlyfjaneyt- endur leggja hart að saklausum skóla- félögum sínum að taka þátt í „leikn- um”. Þetta er auövitaö misjafnt eftir skólum en víða eru eiturlyf auðfengin á göngum grunnskóla í löngu frí- mínútunum. Á öllum vtgstöðvum Hér í Bandaríkjunum er barist gegn eiturlyf jum af öllum gerðum á öllum vigstöðvum. Varnarmálaráöuneytið segist gera aflt sem í sínu valdi standi, svo ekki sé minnst á lögregluna. Nancy Reagan tekur þátt í þessari baráttu og fyrir skömmu réð hún sér nýjan aðstoðar- mann sem mun stjóma herferö for- setafrúarinnar gegn eiturlyfjaneyslu. Aðstoðarmaðurinn er fyrrum eitur- lyfjaneytandi sem vann fyrir forset- ann í siðustu kosningabaráttu. Hann fær sem svarar tvö hundruð þúsund krónum á mánuði i laun. I gegnum hafnarborgir Niðurianda fer nú mikið af vörum til nágranna- landanna. Þaö er löngu þekkt stað- reynd að meirihluti þeirra fflcniefna sem þar eru í umferð er fluttur sjó- lelðis til hafnarborga Niöurlanda og er dreift þaðan rétt eins og annarri vöru á markaði i Vestur-Evrópu. Amsterdam er mikilvægur tengiliður í dreifingu fíkniefna sem gerir borgina að hálfgerðri paradis eitur- lyfjaneytandans. Arlega koma þúsundir manna til borgarinnar i þelm tilgangi að verða sér úti um eiturlyf og ber þar mest á vestur- þýskum ungmennum. Mikið er um að vesturþýskir heróinneytendur komi til borgarinnar til aö fá spraut- umar sínar ódýrari en það verður þeim siöar aö fjörtjóni þvi það efni sem er á markaðnum i Amsterdam er miklu hreinna og sterkara en þekkist í Þýskalandi og jafnstór skammtur og þeir eru vanir er nóg til aö drepa þá og deyr um þaö bil einn Þjóðverji á dag i Amsterdam af þessum sökum. Alitið er aö um 12 þúsund forfallnir eiturlyfjaneytend- ur séu í Amsterdam og eru þeir af ýmsuþjóöerni. Felldi heróínáœtlun Ríkisstjómin hér i Hoflandi fefldi meirhlutasamþykkt þingsins um heróínáætlun Amsterdamborgar siðastliðinn mánudag þar sem ráö var gert fyrir að gefa langt leiddum heróínneytendum sprautumar, sem þeir þurfa, undir læknishendi. Þetta á eingöngu við um þé neytendur sem annare em í lifshættu og er Jafn- framt hugsað til að létta á glæpum í auðgunarskyni af völdum heróínistanna. Verkamannaflokk- inn, demókratar, Liberaflokkurinn og litlir vinstriflokkar standa með áætluninni en á móti eru kristilegir demókratar. Liberaflokkurinn hefur fimm ráöherra í rflcisstjórn en þeir eru á móti, þó þingmennirnir séu með áætluninni, og er þvi flokkurinn klofinn um þetta mál. Þessi áætíun stangast á við lög, sem kveða á um að ekki megi gefa fömiefiianeytendum heróín, og yrði þvi lagabreyting að koma til til þess Frá Sigrúnu Harðardóttur, f réttaritara DV í Amsterdam að áætlun þessi yrði lögleg. Menn eru hræddir við að með þvi að heróin y rði gefið til langt leiddra neytenda veröi fíkniefnanotkun orðin hálflögleg, eins og geret hefur með kannabisefni sem leyfilegt er að seija i litíum mæli á sérstökum kafiihúsum sem auglýsa starfsemi sina viöa um borgina. Sprautur lengja Iffið Amsterdamborg hefur um nokkurt skeið gefíð örfóum heróinneytendum sprautur undir læknlshendi til aö halda lífi i þeim og með þvi geta þeir lengt lif þessa fólksaflt upp í tvö ár, en þessir heróinneytendur eiga enga möguleika á að endurhæfing gæti hjálpað þeím eitthvað. Eitt af meginvandamólunum viö endurhæfingu fflcniefnaneytenda er að þeir nota ekki aðeins eitt fflcnieftii í einu heldur minnst þrjár til fjórar tegundir og það er þvi þrisvar eða fjórum sinnum erfiðara fyrir þá að hætta. Auk þess kostar þaö helmingi meir að nota til dæmis heróín og kókain saman þar sem dag- skammturinn af hvoru efninu fyrir sigkostarsvipaö. Fjármagna með stuldum Margir fíkniefnaneytendur hér i Amsterdam fjármagna fíkniefna- kaup sín með innbrotum, vasa- þjófnaði og ránum, og má rekja meirihluta smáafbrota til fíkniefna- neyslu. Þar til í október 1984 voru nokkrir staðir i Amstardam þar sem fflcniefnaneytendur gátu komið og notað fflcniefni óáreittir en þó var fíkniefnasala þar bönnuð. Ifla gekk aö koma í veg fyrir fflcni- efnasölu á þessum stöðum og þvi lokaði lögreglan þeim. Einn af þessum stöðum var bátur fyrir utan jámbrautarstöðina. Ibúar i ná- grenni Zeedijk, sem er svæsnasta gata Amsterdamborgar, keyptu bátinn og sögðu fikniefnaneytendum að fara þangað en vera ekki að þvælast fyrir íbúum götunnar. Vegna þessa framtaks meöal annara voru fíkniefnaneytendur ekki mjög áberandi á götunum nema þá i Zeedijk hvar lögreglan herti mjög eftirlit um svipað leyti og hún lokaði þessum athvörfum fíkniefna- neytendanna. Var þetta gert án þess að gera aðrar ráöstafanir til hjálpar þessu fólki sem dreifðist nú um afla borgina og er því orðið stærra vanda- mál en óður fyrir hinn almenna borgara Amsterdamborgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.