Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985. Barist um hylli eiginkonunnar. Fró vinstri eru eiginmaðurinn (Arnór Benónýsson), eiginkonan (Tinna Gunnlaugsdóttir) og stigamaðurinn Tajomaru (Guðjón P. Pedersen) UFH) ER SILKIÞRAÐUR Þetta er þriller með siðrœnu ívafi," sagði Árni Ibsen, sem þýðir Rashomon, Undir Rashomon-hliðinu. Munkurinn (Hðkon Waage), hðrkollumeistarinn (Gunnar Eyjólfsson) og viðar- höggsmaðurinn (Bessi Bjarnason). DV-myndir Bj. Bj. Frumsýning á Rashomon hjá Þjóðleikhúsinu annað kvöld „Þetta var hráslagalegt kvöld. Undir Rashomon-hliðinu stóö þjónn Samurai-stríðskappa og beið þess aö regnið stytti upp. Þaö var enginn annar undir þessu mikla hliöi. Þjónn- inn stóð upp við þykka súlu og dumb- rauð glanshúð hennar var máð víðast hvar.” Þannig er upphaf sögunnar Rashomon, annars stofnsins i leikrit- inu Rashomon, sem gestum Þjóöleik- hússins gefst kostur á að sjá næstu vik- umar. A sviðinu standa súlurnar dumbrauðu og máðu en þjónninn er horfinn. Að baki súlunum er drunga- legur bambuslundur. Þar gerðust þeir atburöir sem segir frá í sögunni I lundinum. Sú saga er hinn stofninn í leikritinu Rashomon. Höfundur sagnanna sem hér er get- ið var japanski rithöfundurinn Akutagawa. Hann reit sögur sínar á fyrri hluta þessarar aldar og byggði þær á 9. aldar þjóðsögum og krónikum. Leikritiö Rashomon er önnur til- raunin til að flétta sögur Akutagawa saman. Hina fyrri gerði japanski kvik- myndaleikstjórinn Kurosawa i sam- nefndri kvikmynd. Fyrir hana hlaut Kurosawa hylli á Vesturlöndum eftir 1950. Árangur siðari tilraunarinnar getur aö líta á f jölum Þjóðleikhússins annað kvöld. Leikritið var fyrst sýnt á Broad- way árið 1959. Höfundar þess eru hjón- in Fay og Michael Kanin, velþekktir höfundar kvikmyndahandrita. I þetta sinn sneru þau dæminu viö og sömdu leikrit upp úr handriti því leikritið dregur mjög dám af mynd Kurosawa. „Þetta er fyrst og fremst „þriller”,” sagöi Arai Ibsen, þýðandi verksins. „Uppbygging þess er lík því sem alþekkt er í reyfurum. Það er framið morð og síðan eru leidd fram vitni sem öll segja ólíka sögu af því sem gerðist. Spumingin er síðan hver segir satt, allir eða enginn. Auk þess að vera spennandi vekur leikritið spumingar um hvað er rétt og rangt, um heiðar- leika og um sannleikann.” Efniviðurinn, sem sóttur er í söguraar tvær, er í stuttu máli þessi: Þrír menn, viðarhöggsmaöur, munkur og hárkollumeistari, sitja undir Rasho- monhliðinu og rifja upp réttarhöld vegna morös á Samurai-stríöskappa. Stigamaöur haföi ráðist á stríðs- kappann og eiginkonu hans á ferð um skóg; bundið karlinn og nauögað kon- unni. Kappinn fannst síöan dauður en vitnum ber ekki saman um hvernig dauða hans bar að. Af þvi spinnst gáta i verkinu. „Reyfarabragurinn á verkinu sprettur m.a. af þvi hvemig sögurnar eru tvinnaðar saman,” sagði Arai Ibsen. ,Mennimir við hliðið eru sóttir til sögunnar Rashomon en upprifjanir þeirra á ólíkum vitnisburðum úr rétt- inum til sögunnar I lundinum. I raun er þetta sama aðferö og Agatha Christie og fleiri reyfarahöfundar notuðu með góðum árangri.” Þrátt fyrir austrænan og foman uppruna verksins sagðist Ami Ibsen alls ekki telja það framandi i augum vestrænna áhorfenda. Hvort tveggja kæmi til að höfundur smásagnanna hefði verið mjög undir áhrifum frá vestrænni sagnagerð. Um hans daga voru vestræn áhrif mjög áberandi í Japan. Þá gekk Kurosawa enn lengra i þá átt að aðlaga verkið vestrænum hugarheimi. Leikgerðin gengur jafnvel enn lengra í þessa átt. Haukur J. Gunnarsson leikstýrir Rashomon. Svein Lund Roland frá Noregi hannaði leikmynd og búninga. Lýsingu annast Ami Baldvinsson. Bræðumir Haukur og Hörður Harðar- synir útfæra bardagaatriöi. Leikendur i sýningunni em Bessi Bjarnason, Hákon Waage, Gunnar Eyjólfsson, Guðjón P. Pedersen, Amór Benónýsson, sem leikur þar með sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu, Tinna Gunnlaugsdóttir, Jón S. Gunnarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Birgitta Heide úr Islenska dansflokkn- um. -GK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.