Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt - hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krénur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985. Beið bana í Malaysíu 25 ára gamall Islendingur, Siguröur ___. Björnsson, beið bana í umferðarslysi í Malaysíu sl. sunnudag. Samkvæmt upplýsingum sem DV aflaöi sér hjá utanrikisráðuneytinu var Siguröur á feröalagi um Asíu ásamt systur sinni og annarri íslenskri stúlku. Þegar slysiö varð voru þau á ferö í langferðabíl. Rútan ók á kyrr- stæðan vörubíl með þeim afleiöingum aö Sigurður beiö bana. Hann sat fremst í bílnum. Hvorug stúlknanna meiddist. Ekki er vitaö um afdrif annarra farþega í rútunni. -EH. Hafþór Már Hauksson sporlaust horfinn: Hvergi skýring „Viö erum sífellt aö útiloka ein- hverja möguleika. Enn hefur ekkert komið til okkar sem gefur vísbendingu nema upplýsingarnar úr Borgarfiröin- um,” sagði Amþór Ingólfsson aöstoðaryfirlögregluþjónn sem stjóm- ar leitinni aö Hafþóri Má Haukssyni, í samtali viö DV. Eins og flestum er kunnugt hefur Hafþórs veriö saknaö síðan 20. janúar sl. Fór hann aö heimsækja kunningja . sinn um hádegisbiliö þennan sunnu- dag. Þar dvaldist hann stutta stund. Síðan hefur hvorki spurst til Hafþórs né grábláu jepþabifreiöarinnar sem hann ók. Þó segjast tvö vitni hafa séö til ferða Hafþórs í Borgarfirði daginn eftir aöhannhvarf. Að sögn Amþórs Ingólfssonar vom kafarar viö leit nálægt Gufunesi og Kjalarnesi um helgina. Þá var flogið austur að Krossá til aö skyggnast eftir Hafþóri. Smygluðuhassi Tveir Reykvíkingar á tvítugsaldri hafa viöurkennt að hafa smyglað einu kílói af hassi til landsins fyrir skömmu. Að sögn Arnars Jenssonar hjá fikniefnalögreglunni var annar maöur- inn handtekinn á föstudaginn. Hinn var handtekinn í gær á Isafirði. Þegar mennirnir voru teknir var búiö aö selja megniö af hassinu sem kom til landsins frá Amsterdam. Sagöi Arnar aö sjálfur innflutningurinn væri upplýstur en dreifingin á hassinu væri í rannsókn. Mennirnir tveir hafa ekki áöur komið viö sögu hjá fíkniefnalögregl- unni. -EH. Bílstjórarnir aðstoða '25050 SSTlDIBíUlSTÖÐin LOKI En gaman fyrir Stein- grím að eiga sór leynd- armál í 25 iiöumi STEINGRÍMUR HERMANNSSON FORSÆTISRÁÐHERRA: „KOSNINGAR LÍKA NEFNDAR HJÁ MÉR” „Þaö er ekki bara í Sjálfstæðis- flokknum sem menn nefna kosningar í vor, kosningar em lika nefndar hjá mér, ég neita því alls ekki, þótt ég sé því algerlega ósammála aö leggja út í slíkt nú,” sagöi Steingrímur Her- mannsson forsætisráöherra í morgun. Hann var spurður hvaö tæki viö ef ekki næðist samstaða ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaöarins. Því svaraöi forsætisráöherra í fyrstu þannig, að auövitaö heföi ríkisstjórn- in sín markmiö um aö koma verö- bólgu undir 10% og halda gengi innan 5% lækkunar. „Við höfum með okkar efnahags- sérfræðingum kannað allar færar leiöir. Ríkisstjórnin mun ekki horfa aðgerðalaus á nýja kollsteypu. Eg get hins vegar ekki tilkynnt þaö fyrirfram hvaö við gerum ef samráö viö aðila vinnumarkaöarins ber ekki árangur.” Hvernig og hvenær hef jast viöræð- ur? „Ja, við höfum nú bæði póst og síma. Viö höfum tilkynnt ákveönar aögeröir í 25 liöum, eins og kunnugt er. Aöilar vinnumarkaöarins vita ná- kvæmlega um hvað er aö tala. Við höfum þegar rætt við þá óformlega. Hitaveita Suöumesja í viðræðum við Sjóefnavinnsluna: Tekur hitaveitan við fyrírtækinu? „Mér hefur verið tilkynnt að Hita- veita Suðumesja hafi áhuga á viðræðum," sagði Gunnar Malm- quist, stjómarformaöur Sjóefna- vinnslunnar á Reykjanesi og aðstoðarmaður iðnaöarráöherra, viö DV. „Við höfum rætt saman áður, síöastihausterleiö.” „Þetta mál er mjög skammt á veg komið, ekkert minnst á peningaupp- hæö ennþá. Viö höfum helst áhuga á orkumannvirkjunum,” sagði Júlíus Jónsson, skrifstofustjóri Hitaveitu Suðurnesja, er hann var spurður um viðræður á milli þessara aöiia um yfirtöku hitaveitunnar á sjóefna- vinnslunni. „Við munum ræða þetta við stjórn sjóefnavinnslunnar á breiðum grundvelli. Annars erum við rétt tæplega i startholunum og lítið hægt aö segja að svo komnu máli,” sagöi Július. Hitaréttindi á Suöurnesjum munu vera sameign ríkisins og sveitarfé- laganna samkvæmt sérstökum samningi á milli aðila. Byrjunar- rannsóknir eru á nýtingu orku þarna og aöstööu til fiskeldis. -ÞG En næsta skref hjá mér er að kalla saman atvinnumálanefndina síöan í fýrra og skýra fyrir henni áform um nýsköpun í atvinnulífinu. Nánari ákvarðanir liggjaekki fyrir.” Margir, aö minnsta kosti í Sjálf- stæðisflokknum, segja síðustu aö- geröir allt of litlar og óákveönar og tala um kosningar í vor. „Jú, ég þekki það, líka úr mínum flokki. ’ ’ HERB Strætó afturum Vesturgötu — byrjað að f jarlægja hraðahindranir í morgun Borgarráð samþykkti á fundi sinum i gær, aö hliöarhindranir á Vesturgöt- unni skuli fjarlægöar strax. I þeirra staö komi sebragangbrautir á upp- híritkunum viö Ægisgötu, Stýrimanna- stíg og Bræðraborgarstig. Þar meö verður hindrunum fjölgaö um eina. Var þetta samþykkt samhljóða. Mikil óánægja hefur veriö með hraðahindranir þær sem nú skulu fjar- lægðar. Hafa vagnstjórar SVR m.a. neitað að aka Vesturgötuna vegna þeirra enda taliö aö þær skapi hættu í umferðinni. Sveinn Bjömsson, for- stjóri Strætisvagna Reykjavíkur, sagöi aö vagnarnir hæfu akstur aftur um götuna um leið og hindranirnar heföu veriö fjarlægðar sem yröi ein- hvemnæstudaga. Ofangreind samþykkt borgarráös er gerö í kjölfar fjölda yfirlýsinga hlutaöeigandi aðila um þetta mál. Meöal annarra samþykktu fulltrúar íbúa vesturbæjar og Strætisvagna Reykjavíkur nýlega tillögu um aö bungur kæmu á götuna í stað þrenging- anna. Vom þau tilmæli send borgar- ráöi. -JSS -*------------m. Snemma i morgun var hafist handa um að rifa hraðahindranirnar. DV-mynd KAE Langtíland — segir sáttasemjari um fiskimannadeiluna „Það þokaðist lítið i samkomu- lagsátt og satt aö segja finnst mér langt i land aö samningar takist,” sagöi Guölaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari í samtali við DV. Undir- og yfirmenn á f iskiskipun- um vom á stuttum fundi hjá sátta- semjara í gær. Var þar skipuð undimefnd til aö sjá um heildar- samninga fyrir frystitogarana og rækjuskipin. „Það má vera aö nefndin leggi eitthvaö fyrir fund- inn, sem veröur í dag, en það er ekki ljóst ennþá,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson. Deiluaðilar hittast siödegis í dag. Þá voru yfirmenn á farskipum á fundi í gær meö viösemjendum sínum. Mun lítið hafa gerst á þeim fundi. -KÞ 4 i 4 i i i i i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.