Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVKUDAGUR13. FEBROAR1985. . Útgáfulélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstfórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Áskrlftarvarð é ménuði 330 kr. Varð I lausaaölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Verótrygging og laun Spurningin um verðtryggingu launa er enn á döfinni. Þegar ráðherrar lögðu fram síðasta efnahagspakkann, sögðu þeir, að það mál yrði rætt við aðila vinnumarkaðar- ins á næstunni. Án lagasetningar renna núgildandi lög um bann við vísitölutryggingu launa ut fyrsta júní. Þá mundu Ólafslög samstundis taka gildi og mæla launþegum kaup- hækkun.“Ríkisstjórnin á að setja ný lög og framlengja bannið við verðtryggingu kaups. En hún hikar og vill fara með málið inn í „samráðin” við launþegahreyfinguna, eins og til greina kæmi að gefa þar eitthvaö eftir. Hugsunin að baki þess að binda kaup við verðlagshækk- anir er í grundvallaratriðum röng. Þótt verðlag hækki, þýðir það ekki, aö þjóðarbúið eða atvinnuvegirnir geti greitt meira kaup en áður. Það getur beinlínis þýtt, að þjóðarbúiö standi verr en fyrr. Kaupmáttur launa er kominn undir þjóðartekjum. Minnki þjóðartekjur mun að því koma, að kaupmáttur skerðist. Ætti einhver vísitala að koma til greina við ákvörðun launa, væri það vísitala þjóðartekna. Reynt var að bæta úr þessu með Ólafslögunum svo- nefndu, sem voru kennd við Ólaf Jóhannesson. En ekki tókst að sníða alla agnúa af. í reynd hélt verðtrygging launa áfram að vera undirrót víxlhækkana kaupgjalds og verðlags. Það kostaði okkur yfir hundrað prósent verð- bólgu á sínum tíma. Sumir launþegaforingjar, einkum í BSRB, kröfðust nýrrar verðtryggingar í kjarasamningunum síðastliðið haust. Slíkar kröfur munu enn verða háværar, þegar líður á þetta ár. Margir launþegar munu segja, að nú sjáist, að ríkisstjórnin hafi með gengisfellingu hirt kauphækkun kjarasamninganna. En hafa menn ekki skilið, að verð- trygging launa tryggir verðbólguna en ekki kaupmátt- inn? Hún eykur ekki kaupmáttinn, þegar þjóðartekjur standa ekki undir aukningu hans. Því má spyrja: Hverjir eru það, sem vilja verðtrygg- ingu launa á ný? Flestum launþegaforingjum er væntanlega ljóst, að verðtryggingin leysir ekki vanda, heldur eykur hann. Þó eru í röðum launþegaforingja menn, sem krefjast verð- tryggingar, en kannski vegna þess, að hún mundi styrkja stöðu stjórnarandstæðinga vegna glundroðans. Lausnin hefur verið að banna verðtryggingu launa. Þá hefur meðal annars sú freisting verið færð burt frá ráð- herrum að samþykkja í kjarasamningum að bera ábyrgð á því, að atvinnurekendur velti kauphækkunum beint í verðlagið og láti víxlhækkanirnar um afganginn. Því væri hættulegt að gefa málið frjálst, þannig að semja mætti um verðtryggingu launa. Verðtrygging launa byggðist aldrei á rökréttri hugsun, og hún mundi endanlega koll- varpa viðleitni til úrbóta í efnahagslífinu. Kjarabætur verður því aðeins unnt að fá í stöðunni nú, að samkomu- lag verði um skattalækkanir, úrbætur í húsnæðismálum og fleira slíkt, sem kemur launþegum mest til góða. Ríkisstjómin á tvo kosti. Hún getur sett ný lög og fram- lengt bannið við verðtryggingu launa. Hún gæti einnig látið nægja að taka úr sambandi það ákvæði ólafslaga, sem kveður á um verðtryggingu, þótt takmörkuð sé. Fyrri kosturinn er vænlegastur. Haukur Helgason. Hverjum í hag? Kjallarinn „En þegar minnisblöð Steingríms um efnahagsmál voru kynnt formönnum stjörnarandstöðuflokkanna sl. föstudag, var bara boðið upp á „kaffi og meðði" en hvorki upp á bjórferlíki né eðalbjór." 140 ár tnnnlaftlnt Eystelnn Jónsson (sem á slnnl tíð var yngsti fjárméla- ráðherra i heimi) á þvi, að þjóðin yrði að „vinna sig út úr vandanum”. Er 3Ja „vinstri stjómin” kom tll valda 1971 var aðalmállð að stytta vinnuvikuna; m.ö.o. að „hvila sig frá vandanum”. Og i fyrri viku þóttl fjöl- miðlum það bera til tiðinda að for- sætisráðherra sæl það helzt til ráða fyrir hnípna þjóð i vanda, „að drekka sig frá vandanum.” Þar með var bjórfrumvarp okkar Ellerts, Guðmundar Einarssonar, Guðrúnar Helgadóttur og Friðriks Sophussonar orðiö aö bjarghring ríkisstjómarinnar. En þegar minnis- blöö Steingríms um efnahagsmál voru kynnt formönnum stjómarand- stöðuflokkanna sl. föstudag, var bara boöið upp ó , jcaffi og meððí”, en hvorki uppó bjórferlfki né eðal- bjór. Á sömu bókina lœrt Hvað er þaö, sem fólk þarf helzt að vita af minnisblöðum Steingrims? 1 fyrsta lagi: Þetta em ekki efna- Og Sjólfstæöisflokkurinn hatar Búseturéttarhreyfinguna eins og pestina. Húsnæðisfáránlelklnn mun þvi halda áfram, ýmist hjó uppboðs- haldara eða geðlækni. Það sem vantar: AO breyta þjóðfelaginu Þaö sem vantar ó minnisblöö stjórnarflokkanna er aöalatriði þeirra efnahagsaögeröa, sem viö jafnaðarmenn höfum boöað þjóðinni á undanf örnum mónuöum: Þar er ekkert um sjávarútveginn — og sjómannaverkfall framundan. Þar er ekkert um nýtt söluskatts-v kerfi og upprætingu söluskattssvika. Þar er ekkert um skattlagningu banka og hagnað Seðlabankans. Þar er ekkert um skatta á skatt- svikinn verðbólgugróða stórelgna- fyrirtækja og stórelgnamanna. Þar er ekkert um aðgerðir gegn einokunarhringjum og einokunar- verðlagninu (SlS, oliufélög, Aðal- verktakar, trygglngafélög). Þar er ekkert um einokunargróöa mlililiðakerflsins í landbúnaðinum. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju tg; „Framsókn mun halda fast viö stefnu flokksins, en hún er sem kunnugt er aö vera í stjórn meö hverjum sem er, hvenær sem er, um hvaö sem er — og hvaö sem þaö kostar.” Þar er ekkert um hvernig eigi að lækka innflutningsverð og frakt. Þar er ekkert um atvinnustefnu, markaðsmál eða aukið frelsi til út- flutnlngs. Þar er ekkert um aö draga úr „velferðarkerfl fyrirtækjanna” ó fjórlögum, né heldur um aö skerða ríkisbáknlð. Þar er ekkert um ranglátt lifeyris- réttindakerfi. Þar er enga byggðastefnu að finna. hagsróðstafanir, sem eiga að koma til framkvæmda strax. Annar ófangi tekjuskattslækkunar, sem Alþingi samþykkti í fyrra, að tillögu Alþýöu- flokks og Sjálfstæðisflokks, kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1986. Sama móli gegnir um virðisauka- skatt. Reyndar mó bóka að hann komi ekki til framkvæmda þó, enda búinn að vera ó loforðalista ríkis- stjóma ó annan áratug, og undirbún- ingur kominn i hönk. 1 öðru lagi: Þarna er aö finna endurtekin loforð frá liðinni tið, sem pkkl hefur verið staöiö viö. Dæmi: Sameining rikisbanka, löggjöf um krítarkort og afborgunarkjör, ein- földun aöflutningsgjalda. 1 þriðja lagi: Þrótt fyrir það sem stendur ó minnisblöðunum, er ljóst, að ríkisstjómin heldur áfram ó sömu braut í grundvallaratriðum: (1) Erlendar lóntökur verða eftir sem óöur auknar um 2 milljarða umfram ’84 (en það verður reynt að draga úr aukningunni). (2) Vonir standa til að vlðskiptahallhm minnki úr áætluöum 6 milljörðum í 4—5 milljarða. (3) Ríkissjóður verður ófram rekinn með balla og (4) ránvaxtastefnunni veröur haldið til streitu. Þannig er flest ó sömu bókina lært. Hvað er jókvœtt við fyrir- ætlanir stjórnarinnar? Það eru einkum fjórar tillögur, sem reyndar eru allar teknar traustataki úr þingmólum Alþýðu- flokksins. Þær era þessar: að fjölga skattrannsóknarmönnum og dómurum og herða viöurlög við skattsvikum (sbr. tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur), að bæta fyrir misgjörðir við íbúða- kaupendur 1980—84, en þeir eru sem kunnugt er flestir undir hamrinum hjó borgarfógeta eða hjá geðlæknum. Það er hins veg- ar galli, að þessar 150—200 milljónir, sem í þetta eiga að fara, era teknar af nýbyggingar- fé. Þaö þýðir samdrátt í ibúða- bygglngum, að veita húsbyggjendum skatta- ívilnanir (sbr. tillögur okkar Jóhönnu), að takmarka húsnæðislán við hóflega ibúðarstærð, i staö þess að nú er einkum stunduð fyrir- greiðsla viö villubyggjendur. Hins vegar vantar botnlnn í þessar tillögur, þ.e.a.s. fjórmögnun hús- næðiskerfisins. Alþýðuflokkurinn leggur til að fjórhagur byggingar- sjóðanna verði endurreistur með 2Ja milljarða skatti á skattsviklnn verð- bólgugróða stórelgnafyrlrtækja og stóreignamanna. Og aö lelgu- markaðurlnn verði sklpulagður í bú- seturéttarfélögum og verulegu fjár- magni verði veitt í því skyni. Hvorugur stjómarflokkanna getur stutt stóreignaskatta (SIS, olíufé- lögin, tryggingafélögin, verzlunin). Þetta þýðir: að ríkisstjórnin hjakkar ófram i sama farinu, þar sem innan hennar er engin samstaða um að taka ó stærstu mólunum (skulda- söfnun, viðskiptahalla, halla- rekstri ríkissjóðs og ránvaxta- stefnunnl), að landsbyggðln mun halda áfram að drabbast niður meðan ekki er tekið ó vanda sjávarútvegsins (skuldaskil gjörgæzlufyrlrtækja, rétt gengisskráning, lækkun olíu- og fjármagnskostnaðar, lækkun á verði aðfanga, fram- leiðslunýjungar I frystilðnaði, lelðréttingar á göllum kvótakerf- is og átak í markaðsmálum og sölumennsku), að unga fólkið verður áfram svikið um stórótak við byggingu íbúða af hóflegri stærð i fjölbýll og Búseta verður ófram útíiýst. Ríkisstjómin mun því halda áfram að safna glóöum elds aö höföi sér. Sjálfstæðismenn munu ófram sinna sérþörfum sínum og leita að stól handa Steina. Framsókn mun halda fast við stefnu flokksins en hún er sem kunnugt er að vera í stjórn með hverjum sem er, hvenær sem er, um hvað sem er — og hvað sem það kostar. A meöan munum við jafnaðar- menn halda áfram að byggja upp stjórnarforystuafl framtiðarinnar. -Jón Baldvin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.