Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985.
37
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Dómararnir í einvíginu bera saman
bækur sínar, þó ekki um stólana.
Ólafur Ásgrímsson til vinstri og
Arnold J. Eigrem frá Noregi.
DV-myndir KAE.
Margeir Pótursson og Simen Agdestein eru hér komnir með islenska stóla undir sitjandana i 2. umferð einvígisins
ó Hótel Loftleiðum.
Ófærtaðteflaá
dönskum stólum
Þegar Islendingur og Norðmaður
sitja að tafli á Islandi þá er allsendis
ófært að þeir sitji á dönskum stólum.
Stólarnir eiga auðvitað að vera íslensk
framleiðsla. Það var að minnsta kosti
skoöun þeirra hjá húsgagnaverslun
Axels Eyjólfssonar, Axis.
Þeir létu ekki sitja við orðin tóm
heldur sendu nokkur eintök af fram-
leiðslu sinni niður á Hótel Loftleiðir
eftir 1. umferðina í einvígi þeirra Mar-
geirs Péturssonar og Simens Agde-
stein. I 2. umferð var því keppt á ís-
lenskum stólum. Agdestein er
greinilega ekki eins kenjóttur og
Bobby Fischer var hér í eina tíð, því
hann tók þessum umskiptum án mót-
mæla.
Ekki dugði það Margeiri þó til sigurs
að hann var kominn með íslenska
framleiðslu undir sitjandann. Hann
gerði jafntefli í 1. umferð, meöan setið
var á dönskum stólum, en tapaði
báðum skákum eftir að skipt var yfir í
islenska stóla. Stólarnir hafa samt
varla haft úrslitaáhrif á það.
En Margeir tapaði einvíginu. Eina
von hans aö komast á millisvæðamót
er að hann sigri þann sem verður í 2.
sæti á svæðamótinu í Israel. Ef Mar-
geir næði að taka þátt í millisvæðamóti
yrði hann annar Islendingurinn sem
kæmist svo langt I undanrásum heims-
meistarakeppninnar. Svo langt hefur
enginn komist síðan Friðrik Olafsson
keppti á millisvæðamótinu í Stokk-
hólmil962.
Kenny Rogers eyðir
miklu í hjónabandið
Sveitasöngvarinn Kenny Rogers
þarf að greiöa hátt verð fyrir að halda
saman hjónabandinu. Véröið er talið
vera um 80 milljónir islenskar krónur
áári.
Þetta stafar af því að kona hans,
Marianne, gerir þá kröfu aö hann komi
eins oft heim til fjölskyldunnar og
mögulega er unnt. Þetta getur oft verið
vandkvæðum bundiö á löngum söng-
ferðalögum, svo Kenny fjárfesti í
tveimur flugvélum og einni þyrlu. Það
ætti að tryggja að hann yrði hvergi
strandaglópur.
Kenny er nú á miklu söngferöalagi
um Bandarikin með Dolly Parton. Þau
ætla að halda tónleika þrisvar i viku
næstu þrjá mánuði. Eiginkonu Kenny
er aúðvitað ekkert um það gefiö að
hann eyöi öllum þeim tima meö
brjóstamiklu sveitasöngkonunni svo
hún heimtaöi þessar ráöstafanir.
Kenny Rogers og Dolly Parton þykja
láta nokkuð vel hvort að öðru opinber-
lega og á sviði. Marianne, eiginkona
Rogers, hefur þó gert samkomulag við
mann sinn um að halda þessu innan
vissra marka. Samkomulagið felur í
sér að þau Kenny og Dolly mega ekki
kyssast opinberlega og þau mega ekki
leika saman í kvikmynd þar sem ást-
arsenur eiga sér stað. „Eg hef séð svo
margar kvikmyndir sem eyðileggja
hjónabönd leikara,” segir Marianne.
J
Kenny Rogers og kona hans Marianne ósamt Dolly Parton. Ef til vill fer
komulagsins.
vel á með þeim vegna sam-
Indlra Gandhl hefur fengið verö-
laun úr minningarsjóði föður sins,
Jawaharlal Nehru, fyrlr framlag
til frlðarmóla i heimlnum. Sonur
Indiru, sem tók viö embætti for-
sætisróðherra að hennl iótinni, tók
við verðlaunafénu og sagði að það
yrði lagt i minningarsjóð um móð-
ur hans. Verðlaunaféð nam 1,6
milljónum islenskra króna
Miek Jagger er nú að gefa út sina
fyrstu sólóplötu eftir að hafa sungið
með RoUing Stones i tvo óratugi.
Platan heitlr She’s the Boss og
komu engir aðrir Roilingar nólægt
henni. Undirleikinn annast aðrir
koUegar eins og Jeff Beck, Herbie
Hancock og Pete Townhend. Þetta
þýðlr þó ekki að Jagger sé að gef-
ast upp ó RoUingunum.
*
*
*
*
Kvikmyndaieikstjórinn Martin
Scorsese hefur fengið það verkefni
að leikstýra óperunni Rigólettó eft-
ir Giuseppe Verdl sem sett verður ó
s við á ItaUu i sumar. Það þættl ekld
i frósögur færandi nema af því að
Scorsese er einkum frægur fyrir
kvikmyndaleikstjórn og það af
öðru tagl en þessl ópera. Frægustu
myndir hans eru Taxl Driver og
Raging BuU.
Kitt McDonald, dóttir söngkon
unnar Eartha Kitt, hefur nú tekið
að sér að auglýsa upp mömmu
gömlu. Dóttirin er 23 óra og þykir
likjast móður sinni. Hún kom ný-
verið fram ó næturklúbbnum Priv-
ate Eyes í New York tU að kynna
nýjustu plötu móöur sinnar, I Love
Men.
Kvikmyndalelkstjórinn Jeai
Luc Goddard ó nú i útistöðum vi
kaþólsku klrkjuna i Frakklam
vegna nýjustu myndar sinnar. Þj
kemur María mey fram naki
ósamt ungum manni að nafi
Jósep. Lögmenn kirkjunnar vfld
lóta banna myndina en sú krai
var ekkl teldn til greina. Borga
stjórinn i Versölum hefur engu i
síður bannað sýningu myndarinm
þar.