Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Side 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Franski kommúnistaf lokkurinn: Stalín er enn hér Georges Marchais, aöalritari franska kommúnistaflokksins, og fylgismenn hans í stjóm flokksins standa í ströngu um þessar mundir viö aö berja niður „óhlýöni” í flokknum. Helsti leiötogi andstæöinga Marchais, Pierre Juquin, formæl- andi flokksins og meölimur i stjórn- málaráöinu, hefur veriö settur út af, sakramentinu aö kalla má. Hafa hann og fylgismenn hans veriö harkalega gagnrýndir nú er undir- búningur 25. þings flokksins er í Juquin fékk birta grein í málgagni flokksins, L’Humanité, í bvrjun mánaöarins. Þar dró hann upp dökka mynd af ástandi flokksins. Hann kvaö hann vera „veiktan”, kjósendur flokksins flesta í eldri kantinum, aö hann heföi tapaö einkennum sínum og væri rúinn trausti. Bandalag við græningja „Hverjar eru orsakir þess aö flokkurinn hefur oröiö á eftir undanfarin rúm 20 ár? Hvers vegna og hvemig hefur stjóm hans skjátl- ast?” spyr Juquin í grein sinni. Juquin leggur til bandalag viö önnur kommúnisk og sósíalisk stjómmálaöfl, græningja og friöar- sinna til aö spyrna fótum viö „ameríkaniseringu” (americaini- sation) Frakklands. Aö auki leggur hann til „nýja alþjóðahyggju” sem sé ekki njörvuð viö stjómmálahags- muni risaveldanna. Juquin gagnrýnir síöast en ekki síst forystuna fyrir aö skirrast viö sjálfsgagnrýni á stefnuna sem fylgt hefur veriö frá 1977. Þaö ár sneri flokkurinn í raun baki viö Evrópu- kommúnismanum svokallaða og bandalagi vinstri flokkanna. Síðan þá hefur flokkurinn veriö taglhnýtingur Kremlverja í utanríkismálum og beðið afhroð í kosningum. Hann varö að þola það aö Mitterrand væri kosinn forseti þrátt fyrir samvinnu flokkanna og að sósíalistar ynnu hreinan meirihluta. Forysta flokksins beiö ekki boðanna. 5 dögum eftir aö grein Juquins birtist birti L’Humanité harðoröa svargrein André Lajoinie, formanns þingflokks kommúnista. Juquin sparkað ? Juquin var kennt um allar þær syndir sem andstæðingar forystunn- ar undanfarin 60 ár hafa drýgt: Hann er sakaður um árás á öllum vígstöðvum á stjóm og stjórnlist flokksins, um að hætta einingu flokksins, um aö hneigjast til aö hörfa fyrir stéttarandstæöingunum, um að hörfa fyrir „haturs- og lyga- áróöri sem heimsvaldasinnuö borg- arastétt beini gegn sósíalisku löndunum” og svo framvegis. Búist er viö aö Juquin veröi vikið úr helstu trúnaöarstöðum í kjölfar fiokksþingsins. Málstaöur Juquins virðist eiga töluverðan hljómgrunn í flokknum. Drög að stjómmálaályktun „eru til umræðu” á lægri stigum flokksins. Drögin eru samin af forystunni og venjulega eru þau samþykkt án umtalsverðra vífilengja. Sums staöar hefur þriðjungur setiö hjá eöa greitt atkvæði gegn þeim á svæðaráöstefnum. „Jean Fabien" Eitt undarlegasta atvik í frönskum stjómmálum síðustu missera, sem snertir jafnframt hluta af forystu stalíniska meirihlutans og endur- nýjunarsinna, er útkoma bókarinnar .JCremlin — franski kommúnista- flokkurinn”. Þar er um að ræöa bók meö skjölum frá umræðum forystu- manna franskra kommúnista viö Brésnef og Dubcek fýrir innrásina í Tékkóslóvakíu. Sagt var aö endumýjunarsinnar stæöu aö baki útgáfunni. Forystan brást hart við og taldi útgáfu skjal- anna vera klámhögg minnihlutans. Enda þótt skjöiin væm um margt merk var vandséð hvaö minnihlutinn hefði í huga meö útgáfunni. Innihald þeirra var aö fæstu leyti nýnæmi og sýnir raunar að Wadek-Rochet (þá- verandi aöalritari) hafi að vissu marki staðið uppi í hárinu á Brésnef og reynt að aftra innrásinni. Nú í byrjun janúar birti tímaritið Le Point fregnir þess efnis að í raun heföi forystan staöiö sjálf fyrir út- gáfunni í því skyni að sverta minni- hlutann fyrir að birta „viökvæm” leyniskjöl. Hér skal haft í huga að í mið- stýröum kommúnistaflokki eru and- mæli viö ákvaröanir, eftir að þær eru ÁmiSnævarrskrifar frá Frakklandi samþykktar, helgispjöll. I þessu máli eru ekki öll kurl komin til grafar og verður fróðlegt að fylgjast meö framvindu mála. En tvennt þykir ljóst. Annars vegar að dagar Pierre Juquin sem leiötogaefnis í flokknum eru taldir. Hins vegar aö hörö barátta er framundan þar sem búast má við aö forystan reyni aö ganga milli bols og höfuös á endumýjunarsinnum. AS/Frakklandl. Svíar dárast meö kafbátamál Palmestjórnarinnar Sovéskir dvergkafbátar skríöa út úr móöurskipi sínu og hverfa í skerjagarðinn fyrir utan Stokkhólm. Þeim er háski búinn á báöar hendur, tundurduflagiröingar og djúp- sprengjur. En til mikils er að vinna. Eitthvert verðmæti, faliö inni í miðri höfuðborgSviaríkis. Skeppström skipherra í sænska flotanum teflir fram sínu liöi til þess að stöðva þessar innrásir og lætur ekkert aftra sér, hvorki skort á tækj- um né tregðu launþegasamtakanna til þess aö leyfa sjóher hans aö vinna eftirvinnu. Nýtt spil Þetta er ekki atriði klippt út úr flotaæfingum hjá Svíum, heldur er þetta gangurinn í nýju spili sem kall- ast „Kafbátaveiöar” og á kannski al- veg eftir aö skáka til hliðar „Mata- dor”. Og inn í þaö allt fléttast létt háö um ófarsælar tilraunir sænskra til þess aö handsama einhvern af þess- um erlendu kaf bátum sem hafa veriö á rápi inn og út um skerjagarðinn sænska síðan 1981. Þaö sem úrvalsliðið í sovésku dvergkafbátunum er aö sækja til Stokkhólms í spilinu er rússneskur kavíar. Hann er fáanlegur í einum af betri matsölustöðum höfuðborgar Svíþjóöar. Flotaforingi þeirra, Ragolin aðmiráll, leggur mikiö kapp á að komast yfir nokkrar dósir. Spilaboröiö er kort af skerjagaröin- um og víöa eru fyrirmæli til leik- manna. Eins og t.d.: ,,Sjóveikur blaöamaöur um borö i sænskum varöbát mengar sjóinn. Skyggni núll. Hörfiö aftur tvo reiti.” — Eða þá aö teningurinn færir áhöfn kaf- bátsins á reit þar sem henni býöst óvænt aðstoö skattalögreglunnar sænsku: „Skqjpström skipherra hefur gleymt aö telja fram til 3katts og er færöur til yfirheyrslu. Neytiö færis. Fram um þrjá reiti.” Skortur á sönnunum Þetta nýja spil kom á markað í nóvember 1983 og hefur selst í tug- þúsundatali. Þaö þykir næstum taka tölvuspilunum fram. Þaö skyggir þó á hjá framleiðend- unum aö ekkert meiriháttar kafbáta- mál hefur komið upp síðan í mars í fyrra. Að visu þóttist strandgæslan nokkrum sinnum hafa orðið vör viö kafbát innan sænsku landhelginnar en ekki þótti tilefni til meiriháttar leitar, sem er afskaplega dýrt fyrir- tæki, og hefur raunar aldrei til þessa skilaö af sér neinum afla í kafbátum talið. — A meðan hefur dregiö heldur úr sölu þessa leiks, .JCafbátaveiö- ar”. Moskvustjórnin sver og sárt viö leggur aö kafbátamir séu ekki á hennar vegum. Sænska stjórnin hefur, vegna skorts á áþreifanlegum sönnunum, veriö afskaplega orövör í ásökunum. Hún hefur í rauninni ekki í höndunum annaö tilefni en kafbáts- strand Sovétmanna við Karlskrona til þess aö gruna Sovétmenn. Ekki opinberlega aöminnsta kosti. Alger tilviljun Framleiöendur kafbátaspilsins láta ekki neina slíka hlédrægni halda aftur af sér. Aö vísu tala þeir tveim tungum og taka skýrt fram aö þaö sé ekki aö yfirlögðu ráöi gert, þótt spil- inu svipi í einhverju til raunveru- legra atburða, „því að allir sem lesa Pravda vitá að það eru engir sovésk- ir kafbátar í sænskri landhelgi og engar þrælafangabúöir í Síberíu”. — En kafbátaspilið speglar skýrt og skorinort þá trú almennings í Svíþjóö að kafbátamir séu sovéskir eöa frá einhverju Varsjárbandalagsríkj- anna. Háðiö beinist aö sænsku ríkis- stjórninni sem mörgum Svíum þykir haga sér eins og strúturinn og stinga höföinu í sandinn. Spaugiö þótti þó ganga of langt og þótti almennt hneyksli þegar Lennart Bodström utanríkisráöherra lýsti því yfir aö hann teldi engar sönnur fyrir því aö kafbátar hefðu veriö í landhelgi Sví- þjóöar. Síðar reyndi hann aö leið- rétta sig og kvaöst hafa meint engar sönnur á því að kafbátarnir væru sovéskir. — Krafist var afsagnar hans en Olof Palme forsætisráöherra lét ekki undan þrýstingnum, sem varö þá til þess aö Anders Thunborg vamarmálaráðherra sagöi af sér í fússi. Hefur kafbátamálið og nú síðast Bodström-máliö orðiö til þess aö grafa undan fylgi sósíaldemókrata í Svíþjóö en þingkosningar eru fram- undan í september. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.