Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985.
Spurningin
Finnst þór að það œtti að
hœkka hámarkshraða?
Bryndfs Héðlnsdóttir húsmóðlr: Nei,
mér finnst hann i lagi eins og hann er.
Guðbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir:
Mér finnst hann yfirleitt i lagi, en sums
staöar of lágur.
Geirjón Þórisson lögreglumaður: Nei,
allt í lagi eins og hann er, á flestum
stöðum.
Stefán Hlíðberg vátryggingarmaður:
Já, það mætti hækka hámarkshraða á
lengri leiðum, t.d milli Reykjavíkur og
Hafnarfjarðar.
Hjördís Stefánsdóttir húsmóðir: Nei,
mér finnst hann alveg í lagi. Annars
keyri ég lítið.
Þóra Príbe bréfberi: Nei, það er allt í
lagi með hámarkshraöann. Annars
hugsa ég voða lítið út í það.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Óþarfa óþægindi hjá SVR
Tryggvi Hermannsson, vagnstjórl
hjá SVR, skrifar.
Nú hefur náðst samkomulag milli
SVR og hverfasamtaka gamla
vesturbæjarins um hraðahindranir á
Vesturgötu. Þessu fagna ég og bíö
vongóöur eftir ákvörðun borgarráðs
í málinu. Eg vil nota tækifærið og
þakka vagnstjórum á leið 2 hversu
I
„Auðveldlega hefði verið hœgt að komast hjá öllum þessum óþægindum gagnvart farþegunum," segir
lesandi.
einhuga þeir stóðu saman i þessu
undarlega máli. Farþegum okkar
þakka ég sérstakiega. Þeir veittu
okkur góðan stuðning og sýndu
flestir hverjir æðruleysi og skilning
þó svo þeir hafi sannarlega orðiö
fyrir miklum óþægindum, því miður.
Auöveldlega heföi verið hægt aö
komast hjá öllum þessum óþæg-
indum gagnvart farþegunum ef
settar heföu verið upp tilkynningar í
biðstöðvar Vesturgötunnar og
mörkuð ákveðin akstursleið framhjá
þessum hindrunum af hálfu SVR.
Mér er kunnugt um að Karl Gunnars-
son, eftirlitsmaöur SVR (?), vissi
með meira en sólarhrings fyrirvara
um mótaðgerðir vagnstjóra, en
aðhafðist lítið til að marka aðra
akstursleið eöa gera tilheyrandi
ráðstafanir. — Já, og yfirmönnum
SVR var ítarlega kunnugt um hvað á
seyði var, en því miður. Já, því
miður. Eg veit reyndar ekki alveg
hvað þeir eru að gera, blessaðir eftir-
litsmennirnir (?) hjá SVR?
Lítiö vitum við hvaö þeir hafast aö.
En virðingarleysið gagnvart far-
þegunum virðist algert.
Að lokum ætla ég aö stelast til að
nota tilkynningu SVK sem heyrist
stundumíútvarpi:
Við erum á ferðbmi fyrir ykkur.
Hlutdrægar þýðingar
Utvarpsblustandi hringdi:
Þær eru stundum einkennilegar
þýðingarnar hjá þeim á fréttastofum
Ríkisútvarpsins. Þegar Vietnam
stríðið stóö sem hæst voru
andstæöingar Saigon stjórnarinnar
kallaöir þjóöfrelsisher eða þjóðfrelsis-
fylking. Það var sem sagt þýðing
Ríkisútvarpsins á ensku orðunum
„freedom fighters”. Nú er Afganistan í
fréttunum og þá er allt í einu fariö að
þýða „freedom fighter” sem skæruliði
eða uppreisnarmaður. Þaö gengur
jafnvel svo langt að þegar birt eru
viðtöl við erlenda menn i sjónvarpinu
um Afganistan og áhorfendur sjá og
heyra í tali þeirra orðin „freedom
fighters” þá kemur íslenskur texti eða
túlkun fréttamannanna íslensku um
uppreisnarmenn og skæruliða i
Afganistan. Flokkast svona vinnu-
brögð undir heiðarlega frétta-
mennsku? Mér er spurn.
Þjóðfrelsisher Afgana eða uppreisnarmenn.
Whamí-hátíð- endilega
Endursýnið
Skonrokk
Skonrokksvelunnarar skrifa:
Okkur langar að koma á framfæri
við sjónvarpið hvort það væri mögu-
leiki á aö endursýna Skonrokksþáttinn
sem sýndur var 1. febrúar. Þessi
þáttur var mjög góður að okkar mati
og þvi ekki að endursýna hann eins og
aöra Skonrokksþætti sem hafa veriö
endursýndir?
Einnig tökum viö undir með þeim
stóra hópi sem skrifað hefur í lesenda-
dálka biaðanna um aö endursýna tón-
leikana með Duran Duran sem sýndir
vorusumariðl984.
Svo er Skcnrokk aðeins sýnt hálfs-
mánaðarlega vegna efnisskorts. En
hvers vegna ekki að sýna gamla þætti
sem sýndlr voru fyrir einu til tveimur
árum hina föstudagana?
Vlð vonum að sjónvarpið taki þetta
til greina, a.m.k. um endursýningu
siðasta þáttar.
Wham! -aðdáandl skrifaði:
Eg er alveg sammála Wham!-
aðdáandanum sem skrifaði þann 1.2.
1985. Það ætti að halda Wham!-hátíö
þvi nú eru búnar að vera tvær hátíöir
með Duran Duran, önnur í Safari en
hin í Traffic, og tvennir hljómleikar íi
Nú er kominn tími til að halda Wham!-
hátíð, segir í bréfinu.
sjónvarpinu. Þetta er gert fyrir Duran-
Duran-aödáendur. Af hverju eldcert fyrir
Whaml-aðdáendur. Wham!-aðdáendur,
skrifiö í DV svo eitthvað verði úr þessu.
Hveijir eru bestir? Auðvitað WHAM!
EkkiDuranDuran.
Uppmeð
Wham!
Ingi og Helgl bringdu:
Við félagamir erum miklir aðdá-
endur hljómsveitarinnar Wham! og
viljum að haldin verði hátíð með
hljómsveitinnl eins og gert var með
Duran Duran. Viö erum alveg vissir
um að Wham! nýtur jafnmikilla
vinsælda hér á landi og Duran Duran.
Svo væri auðvitað alveg frábært ef
hægt væri að fá þá félaga tíl landsins. Upp
meðWham!
Valgeir vill fá framhaldsþættina um
þá Onedin og Bains endursýnda í
sjónvarpinu.
Endursýnið
Onedin
Valgeir Gunnarsson skrifar:
Kæra sjónvarp: Getið þið ekki
endursýnt Onedin skipafélagið? Það
var frábær framhaldsþáttur. Einnig
væri skemmtilegt aö sjá Brekkukots-
annál eftir Halldór Laxness.
Fleiri framhaldsþættir af léttara
taginu væru líka vel þegnir.
Ofmikið
affótbolta
Einn á suðupunktl hringdl:
Mér finnst alveg ófært að sjónvarpið
skuli vera með þriggja tíma íþrótta-
þátt á laugardögum og þá aðallega til-
einkaðan fótboltaaödáendum. Eg hef
mikinn áhuga á skiðaíþróttum og
myndi gjarna vilja sjá sýnt frá þeim en
ég nenni ómöglega aö hanga lon og don
yfir sjónvarpinu og bíða. Það er lág-
marks kurteisi hjá sjónvarpsmönnum
að kynna i dagskrá sinni hvenær
fjaliað er um hvað, þetta er bara
svipað og aö dagskrárþulan segöi:
„Derrick verður á dagskrá einhvern-
tima í kvöld.” Þessu mætti gjaman
breyta þannig aö maður þyrfti ekki að
eyöa tímanum i aö bíöa kannski í einn
tU tvo tima eftir því sem maður vill sjá.
Skilnings-
lausirbanka-
stjórár
Einn f járþurfi hringdi:
Hvað á að gera þegar bankastjórar
svara alltaf á sama veg þegar beðið er
um lán? — Hefur þú viðskipti héma?
Venjulegir launamenn hafa ekki efni á
viðskiptum við banka því að þeir eiga
ekkert afgangs til að leggja inn!