Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Síða 34
34
DV. MIÐVKUDAGUR13. FEBRUAR1985.
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn
Undraheimur tískunnar:
Nú bendir allt til þess að það verði
afturendi kvenna sem fatafrömuðir
reyni að trana fram í f ötunum sem þeir
eru að sniða um þessar mundir.
Markaðsöflin eru slungin og þeir
sem eru drifkraftar þar eru allan dag-
inn og árið með höfuðið i bleyti til að
komast að því hver hugur fólksins er
og þarfir. Eða þeir jafnvel ákveða
hverjar þarfimar eiga að vera. Til
þess að koma þessu á framfæri verður
að auglýsa og leggja línumar. Allt
verður að seljast. Það er til lítils að
framleiða ef enginn vill kaupa. 1
neysluþjóðfélaginu hafa menn fyrir
löngu komist að þessu.
Reyndar vom hér Danir í heimsókn
sem voru að kenna Islendingum á læ-
vís markaðsöflin. Þeir sögðu þegar
þeir fóm að hér væri allt til alls nema
aö enginn kynni á markaðinn. Þetta er
kannski útúrdúr. Hins vegar er mikil-
vægt fyrir framleiðendur að þekkja
undraheima markaðsaflanna.
Afturendinn aö verða
vinsæll
Fyrir nokkm var því slegið föstu í
— segja Svíar
sænsku blaði sem f jallar sérstaklega
um markaðsmálin að nú væri það
afturendi kvenna sem væri vinsælast-
ur og það væri hann sem ætti að vera
áberandi. Aberandi brjóst em á miklu
undanhaldi samkvæmt þessum upplýs-
ingum. Þessar stefnuyfirlýsingar Svi-
anna era fyrst og íremst ætlaðar fyrir
þá sem em nátengdir markaðinum.
Þetta er því hugsað sem tips fyrir fata-
hönnuði.
Brjóstleiði?
Samkvæmt þessum upplýsingum
virðist vera kominn einhver brjóstleiði
í karla. Það má að sjálfsögöu til sanns
vegar færa aö þegar menn fá of mikið
,af einhverju er það ekki lengur
spennandi eða gott. Þetta þekkjum við
öil. Ofgnótt tekur burt spennuna.
Þaö er þvi hugsanlegt aö þetta hafi
átt sér stað með brjóstin. Þau haf a ver-
ið nokkuð áberandi og konur hafa eng-
ar áhyggjur lengur af því hvort þau
sjáist opinberlega eöa ekki. Þess
vegna telja sænsku fræðingamir að
karlar séu í þann mund að leggja af
stað niður eftir konunni. Því yfirleitt
em markaðsöflin að hugsa um þá sem
horfa á viökomandi en ekki um hann
sjálfan. Til dæmis hvort fötin séu þægi-
leg eöa svoleiðis.
Skýringar
Skýringamar á því að það sé bak-
hlutinn sem á að þrengja sér fram í
sviösljósið eru ekki alveg ljósar. Þeir
sænsku segja aö sú tiska sem hefur
verið undanfarið, þar sem móður-
imyndin er dregin fram, sé á undan-
haldi. Það sé eitthvaö kynæsandi sem
nú sé á dagskrá og það veröi að þessu
sinni rassinn.
Þetta er reyndar ekki alveg nýtt
fyrirbrigði. Þetta var fyrst fyrir
alvöru þekkt í Eden foröum daga. Þá
fannst Evu óhætt að sýna á sér rassinn
en skellti fikjublaöi á sig aö framan-
veröu þegar hún komst upp á kant viö
himnaföðurinn.
Líkamshiutar í tísku
I gegnum aldimar hafa alltaf verið
Jœja stúlkur, þá er það afturendinn sem blivur. Það segja að minnsta kosti
sœnskir markaðssérfræðingar.
Dolly Parton er ekki feimin við að
sýna þá likamshluta sína sem erfitt
er að leyna.
Engar tiiviijanir
En þetta með tískuna og likamshlut-
ana er ekki lengur tilviljunarkennt nú
til dags. Það er stöðugt verið að búa til
nýjar ímyndir. Hinir blásaklausu og
óráönu vita ekki í hvora löppina þeir
eiga að stíga. Þeir em ekki fyrr búnir
að kaupa sér ný föt og nýja skó en boð
koma frá tískufrömuðunum aö nú eigi
að skipta um í fataskápnum.
Ekki bara konur
Það em ekki bara konur sem tísku-
frömuðimir og markaðsspekúlantam-
ir beina spjótum sínum aö. Karlamir
hlusta einnig á þetta og apa eftir. Fyrir
nokkrum árum var þaö i tisku að troöa
sér í sem þrengstar buxur. Með þessu
sást hver ójafna og graftarbóla sem
hugsanlega leyndist innanklæða. Þaö
var á þeim tíma sem Mae West komst
nokkuð vel að orði við einn dolfallinn
aödáanda sinn: , fio you have a gun in
your pocket, or are you just happy to
seeme?”
Mótmæli
Það var fyrst 1968 sem ungt fólk reis
upp og mótmælti þessari fjarstýringu í
tiskunni. Það brá sér í gervi andstæð-
unnar og gaf skit í allt og alla.
En þetta dugði ekki til. Forráða-
menn i tískuheiminum vom strax bún-
ir aö fylla glugga verslana sinna af
búningum mótmælendanna. Síöan hef-
ur þetta veriö þannig. Allir sem
hafa gefið skít í samtiðina hafa veriö
gripnir glóðvolgir og seldir á mark-
aðinum. Hvað um pönkarana til dæm-
is?
Kóka kóla
Við sem hrærumst í þessu daginn út
og inn vitum að stöðugt er verið að
reyna að hafa áhrif á okkur. Nær dag-
Iega horfum við kjaraskertir á vel-
heppnað fólk sem hefur að því er virð-
ist höndlað hamingjuna i rikum mæli.
Það brosir og hlær og er klætt í falleg
föt. I föt sem eru í tísku.
Gott dæmi um þetta em hinir ham-
ingjusömu og fallegu unglingar sem
drekka mikið af kóki í auglýsingum frá
framleiöendum drykkjarins. Þar em
unglingar sem aðrir unglingar eiga að
taka sér til fyrirmyndar og gera eða
reyna aö gera það. En þaö er ekki
alltaf nóg aö kaupa sér bara eina kók.
APH
ákveðnir líkamshlutar sem hafa veriö
meira i tisku en aörir. Gömlu frönsku
kóngarnir geröu allt til að vera með
sem fegursta fætur. Minna máli skipti
hvernig kroppurinn leit út ofan við
lappimar. Þeir gengu um í hnébuxum
og glæsilegum silkisokkum.
Svo eru náttúrlega sumir sem em
þannig skapaðir að ekki er hægt aö
fara leynt með ákveöna iíkamshluta.
Þá er um aö gera aö Játa sem þeir séu i
tisku eða að öðrum kosti að líða og
þjást af minnimáttarkennd. Gott dæmi
um þetta er liklega Dolly Parton sem
er óneitanlega með stór og myndarleg
brjóst. Hún er heldur ekkert að draga
dul á þessa staöreynd og þaö fyrsta
sem menn sjá þegar þeir horfa á Dolly
em auðvitað br jóstin sem standa beint
út i loftið eins og risavaxnir karameliu-
búðingar eða þannig.
Efla er þafl kannski svona sem hin
fagra dis á að lita út?
Er þafl svona sem kariar eiga afl vera i klæflaburfli? Um það voru margir
sammála 1976.
AFTURENDINN
FRAM í
SVIÐSUÓSIÐ