Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985. 11 Sigmund-búnaðurínn prófaður: Reyndist ónothæfur íflestum bátanna „Við prófuðum sjálfvirka sleppi- búnaðinn í 35 bátum núna i janúar. Það kom í ljós að aðeins í 3 til 4 bátum reyndist hann í lagi. Eftir þessa sorg- legu niðurstöðu fannst okkur tilgangs- laust að halda því áfram,” sagði Magnús Jóhannesson siglingamála- stjóri í samtali vð DV. A síðasta ári gerði Siglingamála- stofnun prófun á handvirkum sjósetn- ingarbúnaöi gúmmíbjörgunarbáta frá vélsmiðjunni Þór í Vestmannaeyjum, þessum af Sigmunds-gerð. Komu fram allnokkrir ógallar. I framhaldi af því var óskaö eftir tillögum frá fram- leiðendum um endurbætur á búnaöinum. Um síðustu áramót ákvaö svo siglingamálastjóri að láta fara fram prófun á sjálfvirka búnaöinum í skipum og bátum í Vestmannaeyjum og fleiri stööum á landinu. „Astandiö reyndist mjög slæmt," sagði Magnús. „Við höfðum því fund meö framleiöendum og gáfum þeim frest til 15. febrúar til lagfæringar. Mér sýnist það ætla að ganga og mér er nær að halda aö þeim lagfæringum sé alis staöar lokið nema á Aust- fjöröum. Við munum svo gera skyndiprófanir núna á vertíðinni til aö athuga hvort lagfæringarnar reynast i lagi.” — Eru þetta bráðabirgöalagfær- ingar eða til frambúðar ? „Við höfum ekki tekið endanlega afstöðu um hvort þessar lagfæringar eru fullnægjandi til frambúðar. Tíminn mun leiða það í ljós. Við munum hins vegar fylgjast mjög grannt með þessu og erum tiltölulega bjartsýnir á að þetta sé i lagi. Þá eigum við von á sérstökum búnaði til prófunar með þessum nýju lag- færingum,” sagði Magnús Jóhannes- son. -KÞ „Tímasóun að ræða um lánsfjárlögv Þrír þingmenn stjórnarand- stöðunnar geröu nokkuð harkalegar at- hugasemdir við umræöu lánsf jórlaga i efrideild. Helgi Seljan, Alþýðubandalagi, kvað tölur allar í lánsfjórlögum þarfnast endurskoöunar eftir nýjasta boðskap ríkisstjórnarinnar. Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, sagði aö þetta frumvarp væri ómarktækt, því eðlilegast væri fyrir fjármóla- ráöherra að leggja fram nýtt frum- varp eftir hinar „svokölluðu efnahags- tillögur ríkisstjómarinnar”. Taldi Eiður það tímasóun aö ræöa þetta plagg „sæmst hefði verið að ráöherra drægi það til baka”, sagði hann. Kolbrún Jónsdóttir, Bandalagi jafnaðarmanna, kvað niöurskurð ríkis- stjómarinnar um einn milljarð, sem nú hefur verið boðaður, vekja til um- hugsunar um hversu ábyggileg þau plögg hafi verið sem lögð hafa verið framáöur. Albert Guðmundsson fjármála- róðherra taldi eðlilegt að breytingar viö lánsf jórlög kæmu fram við máls- meöferð og nánari skoöun „ég er opinn fyrir þvi að skoða tillögur sem em til spamaðar”, sagöi róöherrann. -ÞG. Tœkjabúnaðurinn, sem settur verflur upp í norska togaranum, er eins og sá sem hór er, að viöbœttum lausfrysti. DV-mynd GVA Skelfiskverksmiðja seld um borð í norskan togara: „Fyrsta skipið i heimi sem útbúið er á þennan hátt” „Þetta er fýrsta skip sem útbúið verður á þennan hátt í heiminum, svo vitað sé,” sagöi Svavar Ottós- son, véltæknifræðingur hjá Trausti hf., en fyrirtækið hefur selt norsku fyrlrtæki fullkominn tækjabúnað til aö vinna hörpuskelfisk og verður út- búnaöurlnn settur upp í norskum togara. Fyrirtækið Traust hf. hefur undanfarin ár sérhæft sig i smíði tækja til skelvinnslu og afhent slíkar verksmiðjur með öllum vélum til nokkurra frystlhúsa úti á landi. Tækin hafa hins vegar ekki verið sett upp um borð i togara f yrr en nú. Kaupandi er Longva Mek. Verksted í Haugsbygda i Noregi. Hefur útgerðarfélagiö keypt togara, sem reyndar er systurskip Sjóla I Hafnarfirði, og breytt honum þannig að hann henti fyrir þessar veiðar og vinnslu. Vinnslulinan um borð samanstendur af búnaði á dekki til að hreinsa og flokka skelina, sem fer síðan í sHó undir þilfari, í opnara, úr- hristara, brotaskiljur og hreinsivél, sem er tvöfalt lengri en þær er þekkjast á Islandi i dag. Skelin er möluð í kvörn. Hörpudiskurinn er síðan fínhreinsaður, flokkaður og lausfrystur í lausfrysti. Þar með er varan tilbúin á markað. Afköst eru um 2500 kíló ó klukkustund af skel úr sjó. „Þaö þarf svona tíu, tólf menn um borð i skipinu til að vinna við út- búnaðinn,” sagði Svavar. „Þá fara tveir menn fró okkur með til Noregs og í fyrstu ferð togarans til að fylgjast með hvort búnaðurinn vinnurréttogvel.” — Þarf ekki óhemjustóran togara undir þennan búnaö? „Nei, alls ekki. Þessi norski togari, sem hér um ræðir, er meira að seg ja af minni gerðinni.” — Hafa fleiri togarar pantað sams konar búnað hjó ykkur? „Ekki ákveðið, hins vegar eru margir í biöstöðu,” sagði Svavar Ottósson. -KÞ Deilt um endurgreiðslu vaxta Margir hafa reynt að greiðlega gengur hjó yfirvöldum að reikna vexti á vangoldin gjöld. En er jafnauðvelt fyrir gjaldendur aö fó vexti á það sem reynist ofgreitt? I lögum eru skýr ákvæði um að endurgreiöa skuli „það sem ofgreitt var ósamt vöxtum”. Einn gjaldenda i Hafnarfirði, Gisli Jónsson prófessor, fékk laust fyrir jól endurgreidd gjöld frá bæjarfógeta og bæjarsjóöi i Hafnarf irði án þess aö fá tilskilda vexti fyrr en mánuöi siöar. Þá voru vextirnir komnir inn á reiknlnga hans hjá þessum stofnunum án þess aö tilkynnt væri um það. Hjá stofnununum fengust þær skýringar á þessum seinagangi að ómögulegt væri að reikna vextina um leiö og endurgreitt væri vegna tíma- skorts. Hjá bæjarfógeta sögðust þeir reyndar hafa tölvu til verksins en hún reiknaði ekki vextina um leið og endur- greiðsluna. A bæjarskrifstofunni er enn notast viö handvinnslu við útreikn- inga á gjöldum. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.