Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR13. FEBRUAR1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Flettofan afÁroru Pentagoniö, vamarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna, hefur fyrir slysni svipt hulunni af leynilegri flugvél sem Banda- ríkjamenn eru að hanna. Inn á eitt fjárlagaskjal ráðuneytisins slæddist nafn vélarinnar, Arora, og upphæðin sem verja á til smíði hennar. Ekkert meira er vitað um flugvélina en sagt er að hún eigi að vera njósnaútgáfa af hinni svo- kölluðu „Stealth” sprengivél. Stealth-tæknin er hönnuð til þess aö gera flugvélar ósýnilegar í ratsjá. Ólympíuleikamir íBelgrad? Vel er hugsanlegt að Belgrad verði valin til að halda ólympíuleikana 1992, segir Juan Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar. Hann benti á í Júgóslavíu að þegar væru á staðnum um 80 prósent þeirra mannvirkja sem hafa þyrfti. Það eru Belgrad, Nýja Delhí, París, Barcelona, Amsterdam og Brisbane sem keppa um að fá að halda leikana. Leikamir 1988 verða íSeoulíKóreu. Carrington gefursigekki Carrington lávarður, aðairitari NATO, sagði í Danmörku að ef myndaö yröi kjarnorkulaust svæði á Norðurlöndunum myndi það veikja NATO. A blaðamannafundi eftir tveggja daga dvöl í Kaup- mannahöfn sagði hann: „Ef einhverjir okkar halda að þeir geti valið og hafnað stefnum banda- lagsins þá myndi það veik ja banda- lagíð.” Sihanouk kokhraustur Norodom Sihanouk, prins í Kampútseu, heimsótti víglínur manna sinna nýlega. Þar tók hann við embættisbréfum fjögurra sendiherra þjóða sem viðurkenna stjórn hans sem hina löglegu stjóm Kampútseu, þrátt fyrir að Víet- namar ráði yfir mestum hluta landsins. Sihanouk sagði að menn sínir myndu berjast þangað til sigri yrði náð., Jafnvel þó það taki eina eða tvær aldir. Fimmáreöa fimmtán? Aðildarríki Varsjárbandalagsins eru ósammáia um framlengingu vamarsáttmála rikjanna. Sátt- málinn rennur út í maí. Sovétmenn lögðu fyrst til að hann yrði fram- lengdur í 20 ár en Rúmenar vildu fimm ára framlengingu. I nóvember náöu þeir samkomulagi um 10 ár. Nú vilja Sovétmenn hins vegar lengri gildistima og heimta að sáttmálinn framlengist um 15 ár. Engarumbætur Franskir kommúnistar endur- kusu Georges Marchais sem leiðtoga sinn á flokksþingi um helgina. Þetta er í fimmta skipti sem hann er kjörinn formaður. Kjörtímabilið er þrjú ár. Flokks- menn höfnuöu breytingarstefnu nokkurra umbótasinna. Sá hávaða- samasti, Pierre Juquin, náði ekki einu sinni að koma sér aftur í 22 manna stjórnmáianefnd flokksins. Hittuóvininn Sex vinstrisinnaðir Israelsmenn hittu leiötoga Palestinumanna, Yasser Arafat, að máli nýlega til að spyrja hann um örlög fjögurra ísraelskra hermanna sem saknaö er síðan í Líbanonstríðinu. Er þeir| komu aftur til Israels var tekið á móti þeim með öskrum og bauli. Meðal vinstrisinnanna voru tveir þingmenn. Hægrisinnar á þinginu vilja að þeir verði sviptir þinghelgi. Témenkó of veikur fyrir Papandreou Andreas Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, lýkur i dag heim- sókn sinni til Moskvu án þess aö fá tækifæri til þess að hitta Térnenkó for- seta. Vekur það nýjar umræður um að veikindi Térnenkós hljóti að vera alvarlegri en Kremlverjar hafa viljað veraláta. Búist hafði verið við að Témenkó mundi hitta Papandreou i gær en því var aflýst. Astæöan var veikindi sov- éska leiðtogans. — Talsmenn utanríkisþjónustunnar sovésku hafa haldið því fram að Térnenkó væri í or- lofi og dveldi ekki í Moskvu. Témenkó hefur ekki komið fram opinberlega síöan 27. desember en sagt var aö hann hefði setið fund æösta ráösins síðasta fimmtudag og tekið þar tilmáls. Papandreou átti fund við Tikhónoff forsætisráöherra í gær og mun hitta Andrei Gromykó utanríkisráðherra í dag. Térnenkó forseti Sovétrikjanna œtlaði að hitta Papandreou en forfallaðist. Langvarandi veikindi hans eru mönnum umtalsefni um hvort ný leiðtogaskipti séu skammt undan i Sovétrikjunum. Næturklúbba- heimsókn til falls ráðherr- anum Varnarmálaráðherra Kanada sagði af sér eftir hneyksli vegna klámklúbbsheimsóknar Það hrikti í ráðherrastólum Kanadastjórnar þegar Robert Coates varnarmálaráðherra sá sig knúinn til að segja af sér í kjölfarið á hneyksli þar sem ráðherrann var talinn hafa sótt vestur-þýskan næturklúbb þar sem nektardans og klámkvikmyndir voru meðal skemmtiatriða. „Ottawa Citizen”, eitt af áhrifa- meiri blöðum Kanada, birti skrif þar sem haldið var fram að ríkisleyndar- málum hefði verið stofnaö í hættu með næturlífi Coates ráðherra. Mulroney forsætisráðherra tók af- sögn Coates gilda en fullvissaði neðri málstofu þingsins um aö hann hefði kynnt sér málið rækilega og sannfærst um að öryggi ríkisins hefði aldrei verið stefntineina hættu. Blaðið sagði að heimsókn ráðherr- ans í þýska næturklúbbinn hefði átt sér stað í nóvember þegar ráðherrann ásamt aðstoðarliði var í heimsókn til fjögurra NATO-ríkja. Einhverjir fylgdarmanna ráðherrans voru sagöir hafa horfið inn í bakherbergi með stúlkum klúbbsins en ráöherrann sat í tvær stundir yfir glasi sínu frammi á meðan. Coates lýsti því yfir um leið og hann sagði af sér að hann væri saklaus af því aö hafa stefnt öryggi Kanada í hættu og hann mundi höfða meiðyrðamál á hendur blaöinu. Hann bar ekki á móti því að haf a heimsótt næturklúbbinn. Joe Clark utanríkisráðherra mun taka ráðuneyti vamarmála fyrst í stað. Mulroney og Ihaldsflokkurinn kom- ust í ríkisstjórn í september að fengnum sigri í. þingkosningunum í Kanada. FBI njósnarar vitna gegn Ame Treholt Bandarískir alríkislögreglumenn munu bera vitni í réttarhöldunum gegn hinum grunaða norska njósnara, Ame Treholt. Réttarhöldin hefjast 25. febrúar. Einnig mun fyrrum yfirmaður hans, Jens Evensen, bera vitni. Evensen var nýlega kjörinn einn af dómurum Alþjóðadómstólsins í Haag. Arne Treholt leiddur í handjárnum úr varðhaldinu til yfirheyrslu. I bók konu Treholts, Kari Storækre, er sagt frá bandarískum hjónum sem njósnuöu um Treholt og Storækre á meðan þau dvöldu í New York vegna starfa viö Sameinuðu þjóðirnar. Hjónin fluttu inn í íbúð við hliðina á Treholt-hjónunum og vinguðust við þau. Eftir að Treholt hafði verið handtek- inn, segir Storækre, komu þau til Oslóar og tóku þátt í yfirheyrslum yfir hafa nú birt myndir af þessum hjón- um, sem sögð eru heita Jim og Bar- bara Glennom. Því má ætla að þar með sé bundinn endi á frama þeirra sem njósnara. rm spair lítilli þátttöku Einn af leiðtogum stjórnarand- stöðunnar í Pakistan, Benazir Bhutto, dóttir Zulfikar ali Bhuttos, sem Zia hershöfðingi lét taka af lífi, spóir því að lítil þátttaka muni verða í kosningunum sem halda á þar 25. febrúar. Stjómarandstaðan hefur hvatt fólk til að sniöganga kosningarnar. I viðtali sagði Benazir Bhutto að kosningakerfiö í heimalandi sínu væri allt til þess gert að viöhalda veldi Zia. „Næstu fjórir mánuðir munu skipta sköpum um hvort lýðræði muni nokkru sinni komast á i Pakistan og hvort hægt verði að halda land- inu saman,” sagði hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.