Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Síða 11
DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBROAR1985. 11 Hrossarækt íVíkingasal I „Sandkornsdálkum” í DV birtist frétt meö fyrirsögninni „Hvasst í Víkingasal?” um fræöslufund um hrossarækt, sem veröur haldinn þ. 28. febr. nk. í Víkingasal Loftleiöahótels á vegum fræöslunefndar Fáks. Út af fyrir sig er ágætt aö vekja athygli á umræddum fundi en fullmik- ill æsingafréttastíll finnst mér þar vera, auk þess ekki alveg rétt meö fariö. Ég kann vel aö meta fréttir í léttum dúr en þetta með Flugleiðaþot- una er nú bara bull. Ekki veit ég um heimildarmann blaðamanns, aiia vega var ekki leitaö til mín. Eins og öllum hestaunnendum er kunnugt, eru hrossaræktarmálin ákaf- lega viökvæm. Svona fyrirfram skrif geta alveg eins oröiö til skaöa frekar en hitt og væri þaö miður. Hlutverk fræöslunefndar Fáks er aö efna til fræöslufunda fyrir félagsmenn um flest er lýtur aö hestamennsku. Til- efnið að við boðum til þessa fundar er aö upplýsa hestaeigendur um hvaö er aö gerast í hrossaræktarmálunum og aö hverju beri aö stefna. Fundurinn er auk þess haldinn í beinu sambandi viö fjórðungsmótið (FH 85), sem veröur haldiö á félags- svæöi Fáks 27,—30. júní nk., enda mun Þorkell Bjarnason kynna hvaða lág- markskröfur veröa gerðar til þátttöku kynbótahrossa og afkvæma þeirra á FH85. Framsögumenn fundarins veröa 5 en ekki 3 eins og er í fréttinni, þ.e. Þorkell Bjarnason hrossaræktarráöunautur, Grímur Gíslason, Blönduósi, í stjórn Félags hrossabænda, séra Halldór Gunnarsson, Holti, varaform. Fél. hrossabænda, Haraldur Sveinsson, Hrafnkelsstööum, form. Hrossarækt- arsamb. Suðurlands, Leopold Jóhannesson, Hreðavatnsskála, í stjórn Fél. hrossabænda. Þeir tala í eigin nafni, allir landsþekktir í samb. v. hrossaræktarmál, málhressir vel og kunna aö koma fyrir sig orði. Hókon Jóhannsson, formaður fræðslunefndar Fáks. „Ástin sigrar”á Húsavík Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, Húsavík: Þaö uröu mikil átök á Húsavík nýlega. Átökum þessum var beitt við tannlæknastól nokkurn og notuö til aö flytja hann frá tannlæknastofun- um í leikhúsiö. Það voru félagar í Leikfélagi Húsavíkur sem stóöu í ströngu og nutu þeir aðstoðar lögreglu staðarins og krafta þeirra Þórhalls Sigurössonar leikstjóra og Olafs Hauks Símonarsonar rithöfundar. Þaö var hin besta skemmtun aö fylgjast með flutningnum á stólnum, og ef eins gaman veröur aö horfa á nýja gleöileikinn eftir Olaf, sem Leikfélagið er aö æfa, mega leikhús- gestir bíöa spenntir eftir sýningum, sem áætlaö er aö hefjist um miöjan mars. Nýja leikritiö heitir „Ástin sigrar”. Tannlæknastóllinn var greinilega mjög þungur, en Þórhallur Sigurösson leikstjóri segir aö leik- ritiö sé miklu léttara en stóllinn þó verði hann nokkurs konar þunga- miöja í verkinu, enda sé ein af aðal- persónunum tannlæknir. En ástin sveimi þar allt í kring og sé sterkasta afliö í verkinu, eins og í lífinu sjálfu. Vettvangur leiksins gæti veriö Húsa- vík nútímans, en verkiö sjálft sé lauf- léttur gaman- og gleðileikur um ástina. Þórhallur fékk leyfi frá störfum viö Þjóðleikhúsiö til að setja upp þessa sýningu, en þar setti hann upp „Milli skinns og hörunds” eftir Olaf sem sýnt var í vetur við mjög góðar undirtektir. Þórhallur segir þaö tvöfalda ánægju að setja upp nýtt íslenskt leikrit, þaö sé gaman að koma og vinna meö leikfélaginu á Húsavík, þar ríki kraftur, drift og myndarskapur. Ölafur var í stuttri heimsókn á Húsavík, hann sagöi að sér litist vel á Höfundur leikritsins, Ólafur Haukur Símonarson, ásamt leikfélagsfólki og leikstjóra leikritsins. DV-mynd Ingibjörg. þaö sem hann væri búinn aö heyra af verkinu og efaðist ekki um að leik- félagiö skilaði þokkalegri sýningu. Elja og áhugi væri forsenda fyrir að leiklistin næöi þroska í landinu og höföaöi til fólksins. Höfundur verks heföi alltaf blendnar tilfinningar fyrir frumsýningu. Þar sem mér finnast tannlækna- stólar ein óskemmtilegustu sæti sem ég get hugsað mér spurði ég Olaf hvaö hann væri aö nota tannlækna- stól í gleöileik. Hann sagöi aö alls konar stólar heföu verið notaöir i leikritum, þar á meöal oft tannlæknastólar, þaö væri engin nýjung. Mörg leikfélög höföu beðið um aö fá aö sýna „Ástin sigrar”. Leikfélagi Húsavíkur hlotnast sá heiður nú á áttugasta og fimmta leikári sínu. Þetta er þriöja verkefni leik- félagsins á þessu leikári, í haust voru teknar upp sýningar á Sölku-Völku sem sýnd var á síðasta leikári og fyrir jól var sýnt barnaleikritiö Gúmmí-Tarsan. „Okkur er sérstaklega mikill heiöur og ánægja aö fá aö njóta krafta þessara góöu manna sem starfa nú með okkur, þaö er mikill styrkur aö hafa þá sér viö hliö. Viö höfum reynt áöur aö fá Þórhall sem leikstjóra en þá tókst þaö ekki, svo viö lítum á þaö sem nokkurs konar sigur aö hafa hann hérna núna,” sagði Anna Ragnarsdóttir, formaður Leikfélags Húsavíkur. -EH. Samtök heimsf riðar og sameiningar: Moonistar hjálpa til í garðinum „Viö gerum hvaö sem er. Eiginlega allt sem fólk biöur okkur um ef viö mögulega getum komiö því við,” sagöi Patricia Ivarsen í Samtökum heims- friöar og sameiningar í samtali viö DV. Samtökin eru þekktari sem hreyfing Sun Myung Moon sem býr í Bandaríkjunum og var mikiö í heims- fréttunum er hann var dæmdur fyrir skattsvik er þóttu meö ólíkindum. Aö undanförnu hafa fjölmargir Reykvíkingar fengiö tilkynningu inn um bréfalúguna hjá sér frá íslenskum moonistum. Þar bjóöast þeir til að þvo glugga fólks, laga til í garðinum, gæta barna, mála hús aö utan og innan og fjölmargt annaö. Fyrir ekki neitt. „Viö getum nú ekki annað öllum beiðnum þar sem viö erum svo fá í söfnuöinum,” sagöi Patricia. „Alls sjö hér á landi, þar af tveir á Eskifirði. ” Samtök, heimsfriðar og sameining- ar voru stofnuö í Kóreu áriö 1954 og á ensku nefnast þau Unification Church. Aö sögn Patriciu er söfnuöurinn stærstur í Japan og nágrenni. „Þaö er eins og sumir séu hræddir að þiggja hjálp okkar, sérstaklega hér í höfuðborginni. Á Akureyri er fólk aftur á móti opnara. Það hef ég sjálf reynt,” sagði Patricia. — En smíöiö þið skútur, skerpið skauta, búiötil þrumuost og grauta? „Viö gerum allt sem viö getum,” sagði Patricia en hún er eiginkona trú- boöans Halvards Ivarsen er kom hing- aö til lands áriö 1975 frá Noregi. Hann starfar annars viö aö stoppa upp fugla. Þeir sem óska aöstoöar í garöinum eöa annars staöar geta hringt í síma 28405 og þá verður maður kominn á staöinn fyrr en varir. -EIR. VORUM AÐ FÁ AFTUR ÞESSI ÓDÝRU SÓFASETT MEÐ ÁKLÆÐI Opiö föstudag til kl. 7, laugardag kl. 10—4. «.g| HUSGÖGN PM Skeifan 8 Simi 39595 SÚ EINA RÉTTA. NÁTTÚRULÆKNINGA- BÚÐIN Laugavegi 25, sími 10262 og 10263.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.