Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1985, Qupperneq 30
42 DV. FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Það var mikið borafl hjá tannlækninum og að sjálfsögðu með tilheyrandi borhljóðum. örn Árnason Jörundur i stólnum. Róbótar i bæjarferð, Laddi og Pálmi Gestsson. Elvis Presley lifandi kominn, Laddi i hlutverki goðsins og tekur sig vel út. OGÞÁ VARKÁTT íSÚLNASAL Söguguspaug 1985 var frumsýnt í Súlnasal Hótel Sögu fyrir I stuttu. Söguspaugiö gerði stormandi lukku í I fyrra og var beöíð eftir þessari frum- j sýningu meö mikilli eftirvæntingu. Eins og viö var aö búast var fullt út úr dyrum og komust færri að en vildu. Þaö er fáum sem tekst betur 'aö kynda undir hlátur landsmanna en einmitt aöstandendum Söguspaugs. Þeir eru Þórhallur Sigurösson, Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Jörundur Guðmunds- son og Gísli Rúnar, en í sameiningu eru þeir höfundar þeirra atriöa er fram koma. Undirleik á Söguspaugi ’85 annast hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Kreppugangsterar bregða á leik. Laddi, Jörundur, örn og Pálmi. Náttsól, vinsælt tríó i Vestmannaeyjum, mun skemmta gestum Gest- gjafans í vetur. Eyjamenn fjölmenna á Gestgjafann. NÝ ÖLSTOFA í VESTMANNAEYJUM Vestmannaeyingar hafa ekki, frekar en aðrir landsmenn, fariö varhluta af ölstofumenningu þeirri sem nú gengur yfir. Nú fyrir skömmu var opnuö önnur. ölstofan í bænum og ber hún nafniö Gestgjafinn. ölstofa þessi er í húsnæöi því þar sem áður var veitingastaöur- inn Gestgjafinn og er hún í eigu sama aðila. Staöur þessi, sem er allur hinn glæsi- legasti, ber innréttingar frá fyrirtæk- inu Árfelli hf. í Reykjavík og er óhætt að segja aö mjög vel hafi tekist til við hönnun innréttinga í staðinn. Á staö þessum, sem tekur um 120 manns í sæti, er hægt að fá heita rétti allan daginn auk þess sem hægt er aö fá bjórlíki og önnur drykkjarföng eftir því sem lög og reglur leyfa. Ráögert er að verða meö einhverjar uppákomur á staðnum um helgar. Tríóiö Náttsól, sem skipað er fólki úr Eyjum, mun taka létta slagara, sem allir geta sungiö með, auk þess sem reynt veröur að fá á staðinn jassista og einhverja aöra góöa hljómlistarmenn til að sýna listir sínar. Eigandi staðarins er Pálmi Lórens- son, en Pálmi rekur auk ölstofunnar hinn glæsilega skemmtistaö Skansinn og Hótel Gestgjafann en starfsemi þessi er nánast öll undir sama þaki. Þaö vantar því ekkert upp á það aö hægt sé aö ná borgarmenningunni í skemmtanalífinu í Eyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.