Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 5 Útvarpsráð gerír ekki athugasemdir við störf þingf réttamanns sjónvarps: Traustsyfíriýsing — segir Páll Magnússon „Ég lít á þessa niöurstöðu í út- varpsráði sem fullkomna trausts- yfirlýsingu og því sem endanlega af- greiðslu málsins,” sagði Páll Magnússon, þingfréttaritari sjón- varpsins, í viðtali viö DV í gær. Á fundi útvarpsráös í gær var sam- þykkt tillaga formanns ráðsins, Ingu Jónu Þórðardóttur, er snertir störf Páls. Þar kemur fram að útvarpsráð telur ekki ástæðu til athugasemda við störf þingfréttamannsins. Tiilög- unni greiddu fimm atkvæði og enginn gegn henni. Á fundi útvarpsráðs 9. nóvember sl. lét fulltrúi Samtaká um kvenna- lista í ráðinu, Ingibjörg Hafstað, bóka að Páll Magnússon hefði marg- brotið hlutleysisreglur gildandi út- varpslaga. Fór Ingibjörg fram á að úttekt yrði gerð á umfjöllun sjónvarpsins á þingfréttum ákveðið tímabil. Yfirlit var síðar lagt fram yfir þingmál er tekin höfðu verið til um- fjöllunar í sjónvarpi umbeðiö tíma- bil. Páll Magnússon lagði hins vegar fram kæru hjá ríkissaksóknara vegna bókunar Ingibjargar Hafstað. Hann taldi bókunina ærumeiðandi fyrir sig sem opinberan starfsmann (108gr.nr. 19/1940). „Ég hef sent ríkissaksóknara bréf,” sagði Páll Magnússon. „Ég óska ekki eftir frekari aðgerðum í þessu máli af hans hálfu. Ingibjörg Hafstað sat útvarpsráðsfundinn og greiddi ekki atkvæði gegn tillögu Ingu Jónu. I því felst viðurkenning á aö bókun hennar frá því í nóvember hafi ekki átt við rök að styðjast.” -ÞG Hin þjóðlega kinverska nijomsveit. Hin þjóðlega hljómsveit Kvikmyndaversins í Peking: Tónleikar hérlendis Undanfarna viku hefur 10 manna hópur úr Hinni þjóölegu hljómsveit Kvikmyndaversins í Peking dvalið hér á landi í boði Kínversk — íslenska menningarfélagsins. Hljómsveitin leggur einkum stund á kínverska, hefð- bundna tónlist, nýja og forna. Hljóðfærin, sem leikiö er á, eiga sér mjög langa sögu. Þeirra á meðal er blásturshljóðfærið sheng, sem fyrst var getið í kínverskum heimildum fyrir 3500 árum, og eftirlík- ing af leirflautu sem fannst í 8000 ára gömlu þorpi í Norövestur-Kína. Merki- legasta hljóðfæri hljómsveitarinnar er þó eflaust guqin, 7 strengja sítar, smíðaður á 10. öld e. Kr. Um næstu helgi gefst Reykvíkingum kostur á að njóta listar hljómsveitar- innar því að þá heldur hún tvenna tón- leika. Hijómsveitin lék í Bústaöakirkju í gær og leikur í sal Menntaskólans við Hamrahlíð í dag kl. 14.00. -JGH Nú koma allir að Rapid smellinn laugardag og sunnudag kl. 13-17 Um helgina sýnum við RAPID sportarann sem hefur heldur betur „smellt í gegn“ að undanförnu. Raunar engin furða því þessi splunkunýi bíll er HÖRKUTÓL Á HÁLFVIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.