Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Qupperneq 9
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 9 Hvar er nil sjálf s eignarstefnan? Þegar ég var ungur meö tvær hendur támar var enginn vandi aö byggja og kaupa. Þaö þótti jafnsjálf- sagt eins og aö fæöast og klæöast enda var enginn maður meö mönn- um nema sá sem festi sér íbúð. Það þurfti livorki kjark né áræði og satt að segja bar það vott um heimsku og hugleysi aö safna ekki skuldum. Því meiri skuldir því betra. Verðbólgan sá umgreiöslumar. Á viðreisnarára- tugnum gekk þetta ágætlega og áttundi áratugurinn var svo sannarlega góður tími fyrir hús- byggjendur. Þá komst vinstri stjómin til valda og sprengdi verð- bólguna upp úr öllu valdi með þeim ánægjulegu afleiðingum aö skuld- imar hurfu eins og dögg fyrir sólu, brunnu upp á örskömmum tíma vegna þess að þá hafði verðtrygging- in ekki verið f undin upp. Menn vom stundum að bölva veröbólgunni og pólitíkusarnir þóttust vera að ber jast gegn henni. En sannleikurinn var sá að helmingurinn af þjóðinni stóð í hús- byggingum upp fyrir haus og þótti vænt um verðbólguna. Skuldakóng- amir græddu og besta fjárfestingin var í skuldunum. Jafnóðum og þeir áttu sínar fasteignir skuldlausar,. sáu menn sitt óvænna og seldu og byrjuðu upp á nýtt. Þannig blómstr- aði byggingarbransinn og fasteigna- salan og verðmætasköpunin í skjóli verðbólgunnar. Sá stjórnmála- flokkur sem boðaði stríð gegn verðbólgunni var púaður niöur í kosningum og sá stjórnmálamaður sem krafðist hærri vaxta og verðbóta var talinn bjáni. Hurðarás um öxl Þeir sem ekki skulduöu fylgdust ekki með tímanum og leigjendur þóttu annars flokks fólk sem telja mátti á f ingrum annarrar handar. Þetta var á fínu pólitísku fagmáli kallað sjálfseignarstefna og Sjálf- stæðisflokkurinn í broddi fylkingar gat hrósað sér af áþreifanlegri framkvæmd hennar. Menn státuðu af myndarlegu húsnæöislánakerfi, lóöaúthlutun og stuðningi við sjálfs- eignarstefnuna. Þetta fór allt vel í hátíðaræðum og menn trúðu því að þetta væri satt af því að þeir vildu að það væri satt. Sannleikurínn var hins vegar sá að lánakerfi hins opinbera réð engum úrslitum. Ekki heldur lágur byggingarkostnaður, pólitísk viðhorf eða stefnumörkun. Islendingar byggðu sér hús og eignuöust þak yfir höfuðið fyrir tilstÚli verðbólgunnar. Þaö var hún sem gerði ungt fólk að sjálfseignarmönnum og það var hún sem lyfti húsnæðis- og fasteigna- málum í æðra veldi. Fyrir kom að menn reistu sér hurðarás um öxl. Drápu sig i byggingaræðinu, slitu sér út í kaupæðinu, duttu niður með hjarta- stíflur eða strönduðu meö víxla- bunkann einhvers staöar á leiðinni. Aðrir sátu eftir þrotnir að kröftum i víöáttu einbýlishúsa og fóru y fir um i lífsþægindakapphlaupinu þegar þeir uppgötvuöu aö þægindin uröu til þjökimar. Þeir týndu fjölskyldunni i öllum fermetrunum og glötuðu æsk- unni niðri í húsgrunnunum. En það er önnur saga sem félags- fræðingar eiga að rannsaka og ekki er skráð í Húsnæöismálastofnun eða fasteignasölum. Nýr þjóðflokkur Nú erum við komin fram á miðjan níunda áratuginn og ég er að vísu ungur enn. En margt hefur breyst og nýjar kynslóðir komnar „á markaðinn” með tvær hendur tómar eins og áður. Kjarkinn vantar þó ekki frekar en fyrri daginn og þar að auki er þetta fólk alið upp við þann hugsunarhátt, sem það tekur í arf frá foreldrum sinum, að enginn sé maður með mönnum nema eiga þak yfirhöfuðið. Og menn henda sér til sunds út í skuldahafið i þeirri bamalegu trú aö kerfið sé svo fullkomið og sjálfs- eignarstefnan sé svo ráðandi aö pólitíkin muni sjá til þess að allir komist til lands. En eitt hefur ekki verið tekið með í reikninginn. Verðtryggingin. Nú eru lán vísitölubundin og vextir jákvæðir og nú kemst enginn upp með að safna skuldum í skjóli verðbólgunnar. Einhverjir einfeldningar trúðu því að verðbólgan færi lækkandi og að stjómmálamennirnir stæðu við þau orð sín að húsnæðislánakerfið yrði reist úr rústum. Hvorugt hefur ræst af þeirri einföldu ástæðu að á Islandi þekkist það ekki að kosningaloforð séu efnd. Allt hefur þetta orðið til þess að smám saman hefur hreiörað um sig nýr þjóðflokkur í landinu sem veit ekki skulda sinna tal og býr við þaö sérkennilega ástand að í hvert skipti sem afborgun er greidd hækkar Ellert B. Schram skrifar: höfuðstóllinn. Eftirstöðvamar vaxa því meira sem er borgað! Þetta fólk hefur að mestu haldið sig niðrí í húsgrunnum eöa á biðstofum í lánastofnunum. Það hefur þess á milli mætt i vinnu til að hvíla sig og hitt maka sina heima hjá pabba og mömmu, ef það er þá ekki skilið að borði og sæng fyrir þá skiln- aöarsök sem kallast stress og finnst ekkiílagabókum. Hallærislegar lausnir Nokkrir sérvitringar hafa tekið þaö til ráös að stofna með sér samtök sem hafa það markmið að byggja kaupleiguíbúðir. Þau samtök nefnast Búseti og hafa verið úthrópuð og illa þokkuð vegna þess að þau em á skjön við sjálfseignarstefnuna. Þaö þykja landráð á æðri stööum. Og af þvi að menn fá minnimáttarkennd af því að vera löggiltir vesalingar og vilja leigja fara Búsetamenn meö veggjum og senda sjötíu umsóknir í auglýstar leiguíbúðir þó þeir eigi ekki fyrir leigunni. Þannig er nú komið fyrir sjálfs- eignarstefnunni og ungu kynslóðinni sem á aö erfa landið. Hún hefur borið harm sinn í hljóði og búið um sig í skotgröfum örvæntingarinnar með samanbitnar varir og brostinn sjálf- bjargarglampa í augum. Bent í suður, bent í vestur Loksins þegar nokkrir fulltrúar hennar réttu úr bakinu, ýttu skulda- súpunni til hliöar og sögöu hingaö og ekki lengra, gekk þessi þjóðflokkur út úr skotgröfum sínum svo þúsundum skipti og skar upp herör. Símamir glóðu og stoðir kerfisins hristust. Og pólitíkusamir göptu hver upp í annan og flokkamir settust niður og dustuöu rykið af lof- orðunum og stefnunum og sjálfs- eignarímyndinni. Þeir bentu í suður og bentu í vestur og hrópuðu í kór: þetta er ekki mér að kenna. Þetta er þeim að kenna. Alþýöubandalagið kennir rikisstjórninni um þótt or- sakanna sé að leita i verötryggingu þeirrar verðbólgu sem magnaöist í stjórnartíð þess. Framsóknar- flokkurinn kennir hávaxtastefnunni um þótt hann hafi sjálfur átt aðild aö ríkisstjórnum sem samþykktu þá stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn kennir kerfinu um þótt lánakerfið, hvorki nú né áður, hafi ráðið neinu um hvort fólk geti byggt eða ekki. Alþýðu- flokkurinn kennir öllum hinum um. Alexander félagsmálaráðherra setur upp ráðgjafarþjónustu og býður húsbyggjendum aðstoð ef þeir skulda nógu mikið sem þýðir það að vonin er fólgin í sem mestum vanskilum. Alþýðubandalagið vill leysa vandann strax, sem er auðvit- að göfugmannlegt af flokki sem aldrei hefur gert neitt og vinir mínir í Sjálfstæðisflokknum ætla að leggja fram tillögur á næstu dögum, rétt eins og það hafi aldrei verið gert áður! Það grátbroslega við þessa stöðu er sú staðreynd, að flokkarnir hlaupa nú upp til handa og fóta til aö varðveita sjálfseignarstefnu sem í rauninni hefur aldrei verið til nema þá óvart vegna stjómleysis! Sjálfseignarstefnan Sannleikurinn er sá að þótt vandi húsbyggjenda komi nú upp á yfir- borðið, þegar fólkið neyðist til að hrópa á hjálp, hefur feigðin grafið um sig í langan tíma. Hún blasti við í síðustu kosningum og þess vegna voru loforðin gefin þá um hækkun og lengingulána. Unga fólkið vill nú sem áður eignast sitt eigið þak yfir höfuðið en stjórnvöld hafa brugðist. Það er ekki Búseti eða unga fólkið sem sækist eftir hlutskipti leiguliðans heldur þörfin og neyðin meðan þjóðfélagiö býður ekki upp á annað og betra. Kerfið, verðbólgan, launakjörin og aðgerðaleysi stjómvalda er á góðri leið með að hrekja þúsundir Is- lendinga í bónbjargarstellingar þar sem annaö tveggja bíasir við, að greiða okurleigu eða okurlán. Ráðgjafarþjónusta, bráðabirgða- reddingar með Íánskjaravísitölu eða tilfærslur á takmörkuðu lánsfé eru hallærislegar lausnir. Yfirlætisfullar athugasemdir um aö betra sé aö eiga en leigja koma aö engu gagni. Onot út í Búseta eða ein- staka ráðherra koma málinu ekki við. Það sem skiptir máli er að út- vega lánsfé sem hjálpar fólki til að standa á eigin fótum. Og lána til svo langs tíma aö fólk geti um frjálst höfuð strokið áður en það verður gamaltogfarlama. Ef menn meina eitthvað með talinu um sjálfseign einstaklinga á það vitaskuld að gerast meö félags- legum og fjármálalegum ákvörð- unum pólitískra stjórnvalda. Það væri kaldhæðni örlaganna ef sjálfseignarstefnan í húsnæöismál- um af afhjúpaðist í stjómartíð þeirra manna sem hæst hafa gumaö af þeirri stefnu. Þeirra er nú leikurinn. Ekki aðeins til aö bjarga fólkinu frá skuldunum og leiguokrinu heldur líka til aö bjarga eigin skinni frá skipbroti aldarinnar. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.