Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Blaðsíða 16
16
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
Til sölu
Citroén GSA Pallasárg. 1982.
Hagstætt verð.
Upplýsingar í síma 53647.
SÓFASETT, BORÐSTOFUHÚSGÖGN,
SVEFNHERBERGISHÚSGÖGN,
STAKIR STÓLAR OG MARGT FLEIRA.
HÚSGÖGN, SEM ÖLL ERU NÝ OG ÓGÖLLUÐ,
VERÐA SELD MEÐ 30-50% AFSLÆTTI.
EINIIM ER HÆGT AÐ GERA GÓP KAUP.
OPIÐ LAUGARDAG KL. 9-17.
SUNNUPAG KL. 14-17,
HUSGAGNAUTSALAN
Sidumúla 30, sími 68-68-22.
Árg. Km Kr.
Toyota Crown disil 1980 123.000 320.000
Opel Rekord sjálfsk. 1982 47.000 470.000
Volvo Lapplander yfirb. 1980 12.000 670.000
Mazda 6261600 1981 28.000 245.000
Mitsubishi Colt 1980 75.000 170.000
Citroen Visa II 1981 45.000 165.000
Honda Accord EX hatchback 1982 39.000 395.000
CH Capri Classic 1979 73.000 400.000
Ch Nova sjálfsk. 1978 53.000 180.000
Vauxhall Chevette st. 1977 80.000 95.000
Opel Kadett, sjálfsk. 1982 54.000 295.000
Buick Skylark LTD 1977 49.000 240.000
Lada Sport 1979 59.000 160.000
Isuzu pickup bensín 1982 20.000 360.000
Oldsm. Delta88 1980 425.000
Ford Fiesta Ghia 1978 70.000 155.000
CH Malibu Classic 1981 56.000 420.000
BMW518 1982 52.000 450.000
Opel Rekord dísil 1981 330.000
Mazda E 1600 sendiblfr. 1982 47.000 260.000
Mazda 323, 5 dyra 1978 75.000 120.000
Buick Park Avenue 1981 91.000 850.000
Opiö virka daga kl. 9 — 18 (opið 1 hádeginu).
Opiö laugardaga kl. 13—17.
Simi 39810 (bein lina).
BÍLVANGUR Sf=
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300
Graham Greene: ekkert gaman að vera áttræður. . .
GrahamGreene:
Seðfð eftir anda-
gift í ellinni
Graham Greene er nú áttræöur. Á
afmælinu hans síöastliöiö haust lét
brugghúslö, sem langafi hans stofn-
aöi áriö 1799, framleiöa sérstaka út-
gáfu af ljósu St. Edmunds öli meö
miöum er heiöruöu rithöfundinn.
Þetta kunni hann vel aö meta og þó
ekki síöur hádegisveröinn og bjór-
drykkjuna sem honum var boöiö til
af þessu tilefni uppi i sveit ó
Englandi. Að öðru leyti varö
afmælisdagurinn honum til lítillar
ónægju og hann hefur heldur ekki
gaman af þvi aö vera áttræður.
Stærsti kosturinn, gefur hann i
skyn, er sá aö áttræöur maður á dá-
góöa möguleika á aö losna viö aö
geispa golunni i kjarnorkubáli. Á
hinn bóginn hefur hann engan áhuga
á að „lifa sjálfan mig” og á þó við aö
skrokkurinn hjari löngu eftir aö vit-
glóran er guf uö upp.
Nlræöur frændi hans var eitt sinn á
leiö á fund i flotamálaráöuneytinu til
þess aö ræöa hvort flytja ætti hrein-
dýr til Skotlands (!) og varð þá fyrir
neöanjarðarlest i undirgöngum
London. Þetta var á stríðsórunum og
gamli maðurinn lifði af. Ari síöar
datt hann niður úr tré og enn tórði
hann. „Eg vil ekki veröa svona
gamall,” segir Greene og þar er
engin ástæða til aö draga í efa ein-
lægni hans.
Tíundi maðurinn
Greene er bæöi hógvær og spar-
neytinní orðavali. Hann telur að
bækur sínar hafi veriö heiöarlegri en
sjálft líf hans og þar skortir þó ekki á
sannleiksástina. Er hann gaf út
þriðju skáldsögu sina ó fjórða ára-
tugnum var hann tekinn í gegn af rit-
dómara einum sem sagöi hann stæla
Joseph Conrad og nota alltof mikiö af
háfleygum líkingum og falskri
ljóðrænu í bókum sínum. Þessi rit-
dómari haföi mikil áhrif á Greene.
Hann talar eins og dómurinn hafi
birst í gær og leggur sig f ram um aö i
samræöum sé hann jafnhreinn og
beínn og i siðari bókum sínum.
Sparsemi hans, sjálfstjóm og jafn-
vel nokkur fjarlægð — aÚt má finna í
„nýju bókinni” hans, Tíunda
manninum. Þá sögu skrifaði hann
sem undirbúning fyrir kvikmynda-
handrit rétt eftir síöari heims-
styrjöldina, á sama hátt og Þriöja
manninn nokkru siðar. Greene telur
aö sagan „geri sig bara vel” en engu
aö síöur steingleymdi hann henni
eftir aö Metro- Goldwyn-Mayer
vanrækti aö gera biómynd eftir
henni.
Greene fór frá Englandi fyrir rúm-
um tuttugu árum og hefur siöan búið
í Antibes á frönsku Rivíerunni. Hann
býr þar í miðlungs íbúö vlö miölungs
götu og situr enn flesta morgna viö
skrifborð sitt og horfir yfir snekkju-
höfnina, gamla virkiö og Miðjarðar-
hafiö.
Mistök
óhjákvæmileg
Ljósiö er yfriö, útsýniö til fyrir-
myndar en þetta veröur honum ekki
endilega aö liöi. Greene álítur síð-
ustu bók sína, Getting to Know the
General, um Omar Torrijos hers-
höföingja og fyrrum Panamaforseta,
hafa veriö „mjög ófullnægjandi”,
alltof sundurlausa og eiginlega
hvorki minningabók, sjálfsævisögu
néferðabók.
En það er of seint að velta sér upp
úr mistökum. Mistök eru hvort eð er
óhjákvæmilegur fylgifiskur rit-
starfa, segir Greene. Hann vitnar
gjarnan i ljóðlínu eftir John
Masefield: „The long defeat of doing
nothing well”. — „Hinn langdregni
ósigur aö gera ekkert Vel.” Það
myndi liklega fáum jafnvel rnetnum
rithöfundum og Greene liðast aö tala
um mistök en honum tekst þaö. Eftir
öll þessi ár, sem ætla mætti að heföu
skolað á land einhverri visku, þá er
þema siðustu skáldsögunnar,
Monsjör Kíkóta, ekkert annaö en
efinn einn eins og hann bendir s jálf ur
á.
Hann er ekki meö neitt i smiðum
um þessar mundir og þaö veldur hon-
um áhyggjum. „Eg vildi gjarnan
vera útbrunninn en mér líður ekki
þannig. Því er ég hræddur við að lifa
of lengi án ritstarfanna. Einu sinni
hélt ég aö ég væri búinn aö vera, það
var eftir aö ég skrifaði A Bumt-Out
Case. Þaö var allt annaö en gaman
að hugsa: „Eg er búinn.” En núna
hef ég heldur ekki mikla trú á ann-
arribók.”
Að drepa tímann. . .
Meðan hann bíöur eftir innblæstri
dundar hann vlð hitt og þetta. Hann
skrifar bréf, les eöa bætir viö
draumaskrá sína. I skránni eru rösk-
ar 800 síður og þær eru flokkaöar
eftir stafrófsröö svo hann getur á
svipstundu flett upp á draumi um
Krúsjof eöa Haítí. „Þetta drepur
tímann þegar ég er ekki aö vinna,”
segirhann.
Og hann hefur gaman af aö spjalla
og er umhugaö um aö leiörétta ýmis-
legt sem sagt hefur veriö eöa skrifað
um hann. Ennþá heldur hann uppi
vömum fyrir fornvin sinn, Kim
Philby, en segir að rithöfundurinn
Paul Theroux hafi gert of mikið úr
vináttu sinni við Fidel Castro í bók-
inni Picture Palace. Auberon Waugh
skrifaði einu sinni aö Greene svæfi
meðskammbyssusérviöhlið; hrein-
asta bull, segir hann. Gabriel García
Márquez kvaö Greene hafa tekið þótt
i rússneskri rúllettu í Víetnam; þaö
er líka rangt.
„García Márquez fer ekki alltaf
rétt meö,” segir Greene. „Hann er
ágætur maöur en hann fer ekki alltaf
rétt með.”
Hann vill lika leiörétta orö sín um
aö hann vildi heldur enda ævina i
Rússlandi en i Kalif orníu.
„Eg meinti þetta sem kaldhæöni.
Eg myndi nefnilega enda ævina
miklu fljótar i Rússlandi en í Kali-
forníu. Rússar taka ritstörf hátíð-
lega og þess vegna myndi ég fyrr en
varöi lenda i fangabúöum sem á sinn
hátt er hrós fyrir rithöfund. 1 Kali-
fomíu getur maður hins vegar
hjaraöalltof lengi.”
VIII ekki
gefast upp
Greene er semsé ekki sérlega
glaösinna um þessar mundir. En
hann vill ekki gefast upp.
„Eg er aö athuga hvort ég get
haldið áfram meö bók sem ég hætti
viö fyrir tíu árum til þess að skrifa
Mannlega þáttinn. Eöa var það
Heiöurskonsúllinn? Liklega var það
Heiðurskonsúllinn.”
Og hefur hann von um aö geta
tekiðupp þráðinn?
„Eg er að skoða þaö en ég er ekki
viss. Eg er aö kaiuia hvort — hvort
efniö iifnar viö..."
Þýtt.