Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Síða 21
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 21 „Já, þetta var svo sannarlega eins og í draumi,” sögðu þær Rut Káradóttir og Sigríöur Ingvarsdóttir frá Húsavík, eftir aö DV haföi gert þeim kleift aö láta draum þeirra, um aö komast til Vestmannaeyja og kynnast námi í Stýrimanna- skólanum þar, rætast. Draumaferö þeirra Siggu og Rutar var farin um síöustu helgi og tókst aö þeirra sögn í alla staöi mjög vel. En þaö haföi ekki gengið alveg eins og í sögu aö koma þessari ferö á því veðurguðirnir voru ekkert of gefriir fyrir flakk þeirra stallsystra og höföu tekið í taumana þegar ferðin var upphaflega áætluð. Harðbrjósta veðurguðir Ráögert haföi veriö aö ferðin hæfist fimmtudag- inn 7. mars og voru þær Sigga og Rut vaknaöar óvenju snemma þann morgun, búnar aö pakka niöur kvöldiö áöur öllu sinu finasta pússi, ball- kjólunum, skólafötunum og auövitað „sjógallan- um” því þær voru að fara að kynnast námi skip- stjómarmanna suöur í Vestmannaeyjum. Hvorug þeirra haföi áöur komiö til Eyja og höföu þær gert sér far um þaö aö vita nú eitthvað um staðinn áöur en þær kæmu þangað, svo að sjóaragæjamir í Eyjum myndu ekki reka mennta- skólapíurnar aö norðan alveg á gat þegar þær kæmu í heimsóknina til þeirra. Höfðu þær því eytt góöum tíma á bókasafni og lesiö allt sem þær komust yfir sem á einhvern hátt f jallaöi um Vest- mannaeyjar, náttúru eöa mannlíf. Þennan umrædda fimmtudag var loksins stund- in mnnin upp. Draumurinn, sem þær höföu alið í brjósti sér um hríö, átti aö veröa aö veruleika þennan dag. Nú skyldu þær fá aö kynnast þvi af eigin raun hvemig Vestmannaeyjar og mannlífiö þar væri í raun og vem, skyldu bækumar á bóka- safninu gefa rétta mynd af þvi eða ekki? Þær fengu frænda Rutar til aö skjóta sér út á Akureyrarflugvöll, þegar aö því kom aö halda skyldi af staö. Veörið var nú ekki eins og best veröur á kosið á Akureyri þennan dag en þær tóku ekki eftir þvi enda var ekkert nema birta og gleöi í huga þeirra. Þegar út á Akureyrarflugvöll var komiö flýttu þær sér út úr bílnum, kvöddu bílstjór- ann í flýti og þrömmuöu inn í flugstöðina meö allt sitt hafurtask. Bilstjórinn haföi á orði viö þær hvort þær vildu nú ekki athuga þaö hvort flugfært væri en þær létu þaö sem vind um eyru þjóta og sögðu honum bara aö fara aftur í bæinn, þær væru farnar af staö til Ey ja hvaö sem hver segði. En þær heföu betur látið bílinn bíða meöan þær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.