Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Qupperneq 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL1985.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Bolin ritstjóri tekur mjög undir með verjendum að norsk leyniskjöl hafi verið
auðvelt að fá. Það kann að rýra mjög gildi upplýsinganna sem Treholt lét Sovét-
mönnum í té.
Treholt:
Leyniskjöl á
glámbekk
— vitni fékk auðveldlega skjöl um af leiðingar
brottreksturs varnarliðsins frá íslandi
Lasse Qvigstad, saksóknari í Tre-
holt-málinu, mun í dag eða ó allra
næstu dögum flytja ræðu fyrir dóm-
stólnum í Osló þar sem hann mun
krefjast þess að Arne Treholt verði
hnepptur í fangelsi fyrir njósnir. Dag-
blaðið norska segist hafa áreiðanlegar
heimildir fyrir því að hann muni krefj-
ast þess að Treholt verði dæmdur í 15
ára fangelsi.
Verjendur munu halda fram sak-
leysi Treholts og munu kref jast þess að
hann verði látinn laus.
Treholt heldur því f ram að þeir f und-
ir sem hann átti með sovéskum leyni-
þjónustumönnum hafi veriö venjulegir
fundir sendimanna tveggja ríkja, jafn-
vel þó þeir hafi haft samsæriskennt
yfirbragð.
Nú er búið að spyrja síðasta vitnið í
Treholt-málinu spjörunum úr. Það var
Frederik Thorstein Bolin, ritstjóri
Moss Avis. Hann var fréttamaður Aft-
enposten í Brussel árin 1970 til 1976.
Hann sagöi réttinum að aðgangur að
leynilegum upplýsingum hefði verið
mjög auðveldur fyrir blaöamenn, sér-
staklega hjá Evrópubandalaginu.
Bolin ritstjóri gaf eitt dæmi. Hann
þekkti sendimann hjá Atlantshafs-
bandalaginu. Þessi sendimaður lét
hann fá afrit af skjali sem fjallaði um
afleiöingamar fyrir norska öryggis-
hagsmuni ef bandariski hervöllurinn í
Kef lavík yrði lagður niður hér á landi.
Verjendur hafa sagt að svo mikið
hafi verið af norskum leyniskjölum í
umferö að ekki hafi verið um njósnir
að ræða þó Treholt hafi tekið þátt í að
leka slíkum skjölum. Auk þess hafi
sk jölin f lest verið tiltölulega meinlaus.
Norska sjónvarpið segir að yfirvöld
hafi ihugað að setja Treholt sendiherra
á Islandi til að koma honum eitthvað
þangað sem hann gæti ekki stundaö
njósnastarfsemi á sérlega áhrifaríkan
hátt. I staðinn var honum hleypt inn í
norska vamarmálaskólann. Þetta var
árið 1982.
Atta milljónum
dollara rænt úr
peningahvelfingu
Næststærsta rán í sögu Bandaríkjanna en þó skildu ræningjamir 12 milljónir eftir
Fjórir grímubúnir ræningjar brutust uðuáföstudag. Kvikmyndatökuvélar innan Wells
inn í miðstöð Wells Fargo-flutningafyr- Lögreglan er ekki í vafa um að ein- Fargo-miöstöðvarinnar mynduðu allt
irtækisins í New York og höfðu á brott hver innan fyrirtækisins hafi veitt ræn- rániö en lögreglan vill ekki láta uppi
með sér þaöan um átta milljónir doll- ingjunumupplýsingar. hvaðmyndirnarsýnahenni.
ara í peningum. — En þeim sást yfir
tólf milljónir dollara sem urðu eftir.
Er þetta næststærsta peningarán
sem framið hefur verið í Bandaríkjun-
um. I desember 1982 var ellefu milljón-
um dollara rænt úr brynvagnafyrir-
tæki, sem annast flutninga á peningum
og öðrum verðmætum, eins og Wells
Fargo.
Lögreglan fann yfirgefinn brynvagn
frá Wells Fargo, sem ræningjarnir
höfðu notað til undankomunnar. Höfðu
þeir skilið hann eftir undir Brokklyn-
brú. I samstarfi við alríkislögregluna,
FBI, hefur New York-lögreglan góðar
vonirumaðupplýsamálið fljótt.
Ránið var framið á sextán mínútum.
Ræningjarnir höföu brotið með sleggj-
um múrvegg til þess að komast inn í
geymslu fyrirtækisins og biðu þar fjög-
urra varða sem opnuðu eldtrausta pen-
ingahvelfinguna. Handjámuðu þeir
verðina, hlóðu peningum í brynvagn og
flúðu.
I peningahvelfingunni munu hafa
verið um 20 milljónir dollara í vörslu,
var komið þar fy rir eftir aö bankar lok-
Opinberír starfc-
menn í verkfalli
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- Ljóst er nú orðið að meir en 20 þús- þjónustu munu hefja verkfall á
manniDVíSvíþjóð: und sænskir starfsmenn í opinberri fimmtudag. — „Hið opinbera er búið
að missa af lestinni. Möguleikamir á
samkomulagi áður en verkfalliðskell-
ur á em ekki lengur fyrir hendi,” sagði
Rune Larsson, talsmaður opinberra
starfsmanna.
„Jafnvel þótt nýtt tilboð kæmi er
tíminn of naumur til þess að við gætum
tekið afstöðu til þess,” sagði hann enn-
fremur.
Þar sem verkfallið nær aðeins til lít-
ils hluta opinberra starfsmanna munu
áhrif þess ekki verða mjög veruleg
fyrst í staö, en talsverö truflun mun þó
verða til dæmis á samgöngum, kennslu
í skólum og bamagæslu á dagheimil-
um.
TVO SKAL GRYTA
Samkvæmt íslömskum lögum í Ir-
an er búið að höggva aðra höndina af
fimm þjófum, og íranskir dómstólar
hafa skipað að tveir hórkarlar verði
grýttir til dauða.
Mortaza Moqtadaei, talsmaður
hæstaréttarráðs í Iran, sagði að
þessar tölur giltu fyrir níu mánaða
tímabilið fyrir janúar á þessu ári.
A þessu tímabili voru 160 manns
húðstrýktir fyrir ýmis brot, svo sem
kynmök utan hjónabands. Einn mað-
ur var dæmdur til dauða fyrir kyn-
villu.
Moqtadaei sagöi að 19 moröingjar
hefðu verið teknir af lífi, enda hefðu
ættingjarnir ekki beðið þeim griða.
Samkvæmt íslömskum lögum geta
ættingjarnir gert það og borgaö
„blóðpeninga” til að ættingjanum
verðihlíft.
Hættir Honecker for-
mennsku?
Honecker lét í veðri vaka að hann
ætlaði að láta af formennsku en
ekki forsetaembætti.
Frá Ásgeiri Eggertssyni, fréttarit-
ara DV í Miinchen:
Samkvæmt heimildum, sem
vestur-þýska tímaritið vitnar í,
mun Eric Honecker, formaður
austur-þýska kommúnistaflokks-
ins, láta af embætti á næsta ári.
Blaðið segir að Honecker hafi
látið orð falla í þá veru í nánum
vinahópi.
Erich Honecker mun þó ætla að
gegna áfram embætti sem forseti
A-Þýskalands. — Hann er nú 72 ára
gamall.
Eftirmaður Honeckers í for-
mannsembættinu á að veröa Egon
Kranz, góður vinur Honeckers og
ráðherra í ríkisstjórninni.
• 20 tommu fjarstýrt litasjónvarp.
• 8 stöðva val.
• Quick-start In-liner myndlampi.
• Tengi fyrir hátalara og segulbandsupptökur.
m