Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1985, Side 12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 30. APRlL 1985.
12
Frjálst.óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 684411. Auglýsingar: SfDUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuði 330 kr. Verð í lausasölu 30 kr.
Helgarblað35kr.
Slagorö og staðreyndir
Ræðumenn munu brýna raustina á morgun, 1. maí.
Ýmsir verða baráttuglaðir og gera miklar kröfur. Aðgát
skal höfð. Flestir viðurkenna, að við bætum ekki lífskjör
okkar með vísitölubindingu kaups eða miklum, almenn-
um krónutöluhækkunum. Hið síðara sést á reynslunni af
síðustu kjarasamningum.
Alþýðusambandið lýsir nú yfir, að kaupmáttur tíma-
kaupsins mimi um mánaðamótin ágúst-september verða
3—4 prósentum lakari en hann var, áður en síðustu samn-
ingar voru gerðir í fyrrahaust. Sé þetta rétt, sýnir fátt
betur kórvillu þeirra samninga. Þjóðarbúið stóð ekki
undir hinum háu kauphækkunum. Því glötuðust þær.
Menn skyldu einnig athuga, að vísitölubinding launa
tryggir ekki kaupmáttinn heldur verðbólguna. Það sýnir
fyrri reynsla af slíku.
Það er ömurlegur sannleikur, að við erum að dragast
aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum. Framleiðsla þjóðar-
innar óx þó í fyrra í fyrsta sinn síðan 1981. Skýringin var
aukning útflutningsframleiðslu. En í ár spáir Þjóðhags-
stofnun aðeins eins prósents aukningu framleiðslu þjóð-
arinnar. Þetta gerist á sama tíma og grannþjóðir okkar
eru margar hverjar að komast úr öldudal og auka fram-
leiðslu sína mun meira. Því vex munurinn á þeim og okk-
ur og fleiri fara fram úr okkur.
Aðalvandamál í efnahagsmálum okkar eru halli á við-
skiptum við útlönd, erlend skuldasöfnun og verðbólga.
Hallinn á viðskiptum við útlönd var í fyrra 6 prósent af
framleiðslu þjóðarinnar. Því olli einkum aukning á al-
mennum vöruinnflutningi og mikil vaxtabyrði af erlend-
um skuldum. Áfram er í ár reiknað með viðskiptahalla,
sem nemi meira en 5 prósentum af framleiðslu þjóðarinn-
ar „og má nær alfarið rekja til mikilla vaxtagreiðslna til
útlanda”, segir Þjóðhagsstofnun.
Þegar stöðugur halli er á viðskiptum við útlönd, vaxa
erlendu skuldimar. Vaxtagreiðslumar til útlendinga taka
æ meira af afrakstri okkar framleiðslu, svo að minna
verður eftir fyrir okkur sjálf.
Verðbólga er í rénun síðustu vikur. En ræðumennimir
1. maí kunna að ráða miklu um, hvert framhaldið verður.
Kjarasamningar eru flestir uppsegjanlegir frá 1. sept-
ember.
ASI-menn ræða nú, hvort flýta megi samningum og
hækka kaup strax í vor.
Líklega er flestum orðið ljóst, að við höldum ekki í við
aðrar þjóðir um lífskjör nema til komi ný viðhorf, meðal ann-
ars í kjaramálum.
Spámar um eitt prósent aukningu þjóðarframleiðslu á
þessu ári og vaxandi erlendar skuldir sýnir, að við kom-
umst ekki áfram að óbreyttu.
Tvennt þarf til fyrst og fremst: nýsköpun í atvinnulífi
og stöðugleika í efnahagsmálum.
Verðbólga er einhver versti óvinur launþegans. Það
ætti öllum að vera ljóst. Verðbólga er einnig óvinur
flestra fyrirtækjanna. Oðaverðbólgan dregur úr fram-
leiðslunni.
Erfitt er að ímynda sér, að við bætum okkar lífskjör að
ráði á næstunni án stöðugleika í efnahagsmálum.
Verði nýjar greinar byggðar upp á næstunni til þess að
auka framleiðsluna, þurfa þær sérstaklega á stöðugum
efnahag að halda.
Þessu mega ræðumenn og kröfugöngumenn 1. maí ekki
gleyma. Hávær hróp um bættan hag skila launafólkinu
engu.
Haukur Helgason.
Ný hlunnindi
— ný stefna
Þaö voru fáir farþegar eftir í flóa-
bátnum Baldri, þegar búiö var aö
losa í Flatey, og Jón Dalbú,
skipstjóri haföi í önnum við að stýra
skipi sinu um flókiö skerjahafið milli
eyjanna, því tuttugu og tveir
snúningar voru borö í borö á rattinu.
Rafstýrið var bilað. En þaö aftraöi
honum þó ekki frá því aö koma viö í
Skáleyjum, þar sem leiðin er svo
þröng, aö svört skerin strjúkast
nánast viö kalt stálið í byrðingnum
og þú sérö þangið bærast við
síðurnar.
En áfram plægöi Baldur azúrblátt
eyjahafiö meö 22 snúninga í borö,
og manni varö ósjálfrátt hugsað til
þjóðarskútunnar sem er stirö um
þessar mundir, enda þunglestuð af
heimspeki og beinagrindum Evrópu-
kommúnismans, svo ekki sé meira
sagt.
Þenpan dag var annar dagur í
sumri, og því komin harpa meö fína
sólstafi og landið og fjörðurinn
baöaöi í sumri svo langt sem augaö
eygði, eða frá Hagatöflu að Brjáms-
læk, sem núorðið er skrifaöur meö N-
i, en ekki M-i eins og til forna', og
hef ur nafnið þar meö minni vigt bæði
á prenti og í f ramburði öllum.
A leiðinni inn í Vatnsfjörðinn
spjallaði ég við bóndann frá Barða-
strönd, sem nú var á heimleið með
fjölskyldu sína til að taka á móti
sumrinu, sem ekki var samt sárs-
aukalaust. Búiö var aö skera allt
hans fje út af riöu, og fjölskyldan
þanneigin séð verklaus, og varð aö
vera það í tvö löng ár, eða án kind-
anna, sem voru einu húsdýrin, því
verið var aö uppræta riðuveikina,
ýmist með skurði, eöa með öðrum
hávaðasamari aðferðum.
Bóndi án búsmala
Ég vil ekki neita því hér, að mér
var það nokkur ráðgáta, hvaö bóndi
hefði fyrir stafni, eftir aö búið var
með bréfi að skera allt hans fje, svo
ég áræddi að spyrja og þá kom í ljós
aö hann var á leiðinni til þess að sjá
fallegt og til að fara á grásleppu, en
hann reri úr Haukabergsvaðli. Og
þar framleiddi hann, eins og nú er
sagt, grásleppuhrogn. Saltaði líka
grásleppu og hengdi. Dg eftir rúmt
ár, eða svo, fær hann aftur að hafa
kindur. Heilbrigt fje, og þá fellur alit
íljúfa löð.
Þetta þykir ef til vill ekkert
merkilegt, en segir okkur þó að víða
má hafa nokkra nyt af hlunnindum
til sveita, en ég gleymdi þó aö spyrja
hann hvort enn væri farið í skarf í
Stórfiskasker. Hvort enn væri sel-
veiði, hrístekja og skógarhögg, eða
reki, því nú sló Jón Dalbú af sinni
gnoö og lagðist fimlega upp aö tré-
bryggjunni á Brjámslæk, meö 22
snúninga í borðiö. Svo var byrjað að
hifa bíla og gáma í land og um borö,
Eftir helgina
JÓNAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
og viö virtum fyrir okkur landiö á
meðan, baöaðísól.
Allt virtist með sömu ummerkjum
og seinast. Allt var á sínum staö,
kirkjan og surtarbrandsgiliö í
dalnum, en niðri við ströndina voru
þó komnar skemmur, sem benti á
nýja drift, enda eru menn nú aftur
byrjaðir aö stunda þarna útgerð.
Veiða meöal annars hrefnu.
Við virtum einnig fyrir okkur
Breiðf jörð, þann eina staö á Islandi,
þar sem menn höfðu aldrei oröiö
svangir, þótt plágur gengju yfir
landið. Yst var Oddbjamarsker, þar
sem blýtappi er haföur í vatnsbólinu,
því það fer undir sjó á flóði, svo
Sauðeyjar, Hergilsey og Skáleyjar,
eða hvað þær nú annars hétu þessar
eldfornu matarkistur, sem núorðið
eru flestar aðeins nýttar yfir
sumarið, því önnur úthöld hafi
hingað til þótt betri, en þar sem tím-
innstóökyrr.
Byggö er nú aftur að koma í Flatey
og einnig í sumar af betri eyjunum
og einhver sagöi að mikil auöæfi
væru enn ósnert í skel í firðinum
norðan- og innanverðum, því nú
mun sá matur vera talinn dýrastur
og bestur, sem á árum áður var í
hæsta lagi notaður í beitu.
Nýja hlunnindastefnan
Því miöur missti ég of fljótt af
bóndanum sem geröi út úr Hauka-
bergsvaðli, af því að búiö var að
ganga frá fjám hans og bústofni. Og
þótt efstu brúnir fjalla væru hvítar
eftir lurkinn sem gerði í byrjun
vikunnar, var alit svo undarlega
bjart og vorlegt. Fuglar himmsins
annaðhvort á flugi eða á sundi. Selur
og grásleppa moggaði í ládeyðunni
og einhvers staðar sunnar voru menn
í þangskuröi, því verið er að loka
hryllingsbúðinni á Islandi fyrir fullt
og fast. Menn hafa nefnilega loks
komið auga á það, aö meö hinum svo-
nefndu hefðbundnu atvinnuvegum
hefur þjóðin ekki lengur í sig og á.
Nær daglega er sagt frá hinum
nýju úrræðum. Loödýrabúum, laxa-
stöðvum, orkuverum, heitu vatni,
gufu, frystitogurum, rækju-
trollurum, stóriðju og efnum, sem
við á vonarvölinni kunnum varla aö
bera í munni. Bændur eru meira aö
segja aftur byrjaðir aö veiöa silung í
* net niöur um ís og senda sem gjald-
" vöru á markað að vetrarlagi.
Þetta eru sumsé hin nýju úrræöi
' Islands. Ný hlunnindi og sem dæmi
k um verömætin, þá fá Norðmenn nú
T meira fyrir eldislax sinn á
• Bandaríkjamarkaði en fyrir flökin
1 en sem kunnugt er, þá ræöst
peningaleg hamingja Islendinga
einkum af verði á þorskblokk og
flökumá Bandaríkjamarkaði.
Maður bankar því í tré á svona
ögurstund í atvinnu og munaði, því
innst inni vitum viö að þessa þjóö
vantar fyrst og fremst auknar
tekjur, en ekki breytt hlutaskipti,
þótt jöfnuður sé af hinu góða.
Hver einasti maður, svo að segja,
hefur því komist á þá réttu skoöun aö
nýgreinar hljóti nú aö blómstra í
landinu, þar sem hamingjan hefur
undanfarin ár einkum byggst á
ofsjónum og flökum.
Einokunarverslun
í hættu?
Því er heldur ekki aö leyna, aö
manni brá dálítið í brún, þegar
maður byrjaði að lesa handritin frá
dauöahafi Mjólkursamsölunnar,
sem nýverið hélt aðalfund sinn í
þungu skapi. Jörðin er nefnilega
byrjuð að gliðna og bændauppreisn á
næsta leiti, ef ekkert verður aðgert.
Hið merka frumvarp, sem
landbúnaðarráðherra hefur látiö
semja, hittir þá nefnilega illa. Aö
vísu er Mjólkursamsalan sterkt
fyrirtæki og traust, en er ekki gefiö
fyrir siðbreytingu, svona vægast
sagt.
I ályktun aðalfundarins segir „aö
ekki verði annað séð en aö fella eigi
niður ákvæði núgildandi laga um
verömiðlun mjólkur á sölusvæði
Mjólkursamsölunnar og fella þaö
undir samningsgerð milli fram-
leiösluráðs annars vegar og annarra
mjólkursamlaga hinsvegar og/eða
ákvörðun landbúnaðarráðherra um
skipan sölusvæða og verkaskiptingu
á milli mjólkursamlaga. Þá virðist
stefnt að því að fella niður einka-
sölurétt á ferskum mjólkurvörum á
Samsöiusvæöinu og heimila öðrum
að selja sínar vörur þar.”
Ennfremur: „Þetta ákvæði gæti
leitt til þess að sölustöövarnar eyddu
á skömmum tíma eignum sínum í
hallarekstur”, en með orðinu
sölustöð mun vera átt við Undan-
rennumusterið mikla.
Við á Samlagssvæðinu vitum
auðvitaö aö þetta er rétt. Þetta gæti
til dæmis þýtt þaö að Mjólkurbú
Flóamanna breyttist aftur í mjólkur-
stöð og setti ódýra mjólk á femum á
markaðinn í Reykjavík og aö
grautarhúsið í Borgarnesi byrjaöi aö
nota mjólkurpökkunarvélarnar fyrir
mjólk, jógúrt, eða þann þykka rjóma
er Sigurður Guðbrandsson gerði
fræganumalltland.
Þannig er þaö nefnilega í
útlöndum, aö ef lægra verð fæst frá
einum framleiðanda en öðrum, — þá
kaupa menn það sem ódýrara er, því
gæðin fýlgja yfirleitt hagkvæmni í
rekstri.
Það er því dálitiö draugaleg
staöreynd, þegar stærsta og
fullkomnasta mjólkurstöð landsins,
virðist ekkert hafa að óttast, nema
samkeppni. Vonandi taka þingmenn
frumvarpinu þó fagnandi. Þaö
gerumvið.
Jónas Guömundsson
rithöfundur.